Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 B 23 Gatnagerð Nesjahverfi Framkvæmdadeild, fyrir hönd Akureyrarbæjar, og Norðurorka óska eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í Nesjahverfi. Tilboðið nær til nýbyggingar gatna ásamt tilheyrandi lögnum. Um er að ræða Óðinsnes milli Ægisness og Baldursness, lengd götu um 550 m. Helstu magntölur: Uppúrtekt um 25.000 m³ Fyllingar í götu um 35.000 m³ Klöpp í götustæði um 3.000 m³ Lengd stofnlagna fráveitu um 1.370 m Lengd stofnlagna vatnsveitu um 700 m 38 ljósastaurar ásamt lögnum Skiladagur verksins er 30. september 2008. Útboðsgögnin verða afhent í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar Geislagötu 9, Akureyri, frá og með miðvikudagur 28. maí nk. kl. 13.00. Tilboðum skal skila á Framkvæmdadeild, 3. hæð, eigi síðar en fimmtudaginn 5. júní nk. kl. 13.30 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar. ÚTBOÐ Kinnar 4. áfangi, endurnýjun gatna og veitukerfa Hafnarfjarðarbær, Vatnsveita Hafnarfjarðar, Fráveita Hafnarfjarðar, Orkuveita Reykjavíkur Míla ehf., Hitaveita Suðurnesja, og Gagnaveita Reykjavíkur ehf. óska eftir tilboðum í endurgerð Fögrukinnar. Um er að ræða 4. áfanga í endurnýjun gatna og veitukerfa í Kinnum. Jarðvegsskipt verður í götum, fráveitulagnir verða endurný- jaðar ásamt lögnum neysluvatns, hitaveitu, rafveitu, síma og fjarskiptalagna. Lagnir verða endurnýjaðar að húsum utan fráveitu. Helstu verkþættir eru: • Götur 8 og 10 m breiðar um 360 m • Gröftur og fylling um 2800 m3 • Malbik um 2900 m2 • Fráveitulagnir um 850 m • Vatnsveitulagnir um 500 m • Hitaveitulagnir um 680 m • Fjarskiptalagnir um 800 m • Símalagnir um 7400 m Útboðsgögn verða seld í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá og með þriðjudeginum 27. maí. Verð kr. 5.000,- Einnig má nálgast útboðsgögn án endurgjalds á vef VSB Verkfræðistofu www.vsb.is Tilboð verða opnuð á sama stað Strandgötu 6, miðvikudaginn 4. júní 2008, kl. 11:00. Verklok eru 15. nóvember 2008. ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR SÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR.IS Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Reykjavíkurborg Innkaupaskrifstofa Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Sími 411 1042/411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is ÚTBOÐ F.h. Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar: Grandaborg - endurgerð lóðar. Útboðsgögn fást afhent á geisladiski frá og með 27. maí 2008 í síma- og upplýsinga-þjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Opnun tilboða: 12. júní 2008 kl 10:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12144 Vinnubúðir til sölu Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í vinnubúðir sem staðsettar eru við spennistöðina á Geithálsi í Reykjavík. Vinnubúðirnar verða til sýnis í fylgd starfs- manns Landsvirkjunar laugardaginn 31. maí 2008 á milli klukkan 10:00 – 16:00. Myndir af vinnubúðunum eru birtar á heima- síðu Landvirkjunar, www.lv.is/útboð Nánari upplýsingar um vinnubúðirnar gefur Hörður í síma 893 5625 eða Lúðvík í síma 515 8935. Tilboð skulu gerð á þar til gerðu tilboðsblaði sem hægt er að nálgast í afgreiðslu Landsvirkj- unar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík og á heima- síðu Landsvirkjunar www.lv.is Brottflutningur og öll gjöld sem þarf að greiða vegna þessa verks eru á kostnað kaupanda og skulu innifalin í tilboðsfjárhæð. Tilboðsverð skulu miðast við staðgreiðslu. Landsvirkjun áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila í afgreiðslu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík merkt: ”Innkaupadeild – Vinnubúðir” í síðasta lagi kl. 14:00 þriðjudaginn 3. júní 2008. Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is Fyrsta skrefið þegar þú ert að und- irbúa starfsviðtal eða ert að leita að vinnu er að útbúa starfsferilskrá. Engar sérstakar reglur gilda um ferilskrár eða hvað skuli koma fram í þeim. Venjur í sambandi við ferilskrár geta verið mismunandi í mismunandi löndum. Ráðleggingar varðandi gerð fer- ilskrár er víða að finna á vefsíðum stéttafélaga og vinnumiðlana. Þessi er frá vefsíðu VR. Markmiðið er að kynna þig Markmiðið með að skrifa fer- ilskrá er að kynna þig sjálfa/n, skýra í stuttu máli frá menntun, reynslu og áhugamálum þinni og gera vinnuveitandanum kleift að skapa sér hugmynd um hver þú ert. Góð ferilskrá á að vera afrakstur ítarlegrar heimavinnu þar sem vandað er til verka hvað varðar efnisinnihald, uppsetningu og mál- far. Ferilskráin gefur viðtakanda hennar hugmynd um hvernig þú nálgast viðfangsefni og kemur þeim frá þér. Oft getur góð ferilskrá skipt sköpum um möguleika umsækj- enda. Mörg fyrirtæki hafa úr tug- um eða hundruðum umsókna að velja. Þess vegna er mikilvægt að vanda vel til gerðar hennar. Sérhver ferilskrá er persónu- bundin og tilgangurinn er að draga fram sem skýrasta mynd af þeim sem hefur skrifað hana. Hún er þannig kynning á þeim sem sendir hana ásamt vinnuumsókninni. Þetta á að vera í ferilskránni Persónuupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, net- fang og símar. Sumir setja einnig upplýsingar um hjúskaparstöðu og fjölda barna. Nauðsynlegt er að hafa með ít- arlegar upplýsingar um námsferil. Mikilvægt er að hafa nafn skóla, gráðu, grein og ártal og einnig er hægt að hafa stutta lýsingu á nám- inu eða helstu verkefnum. Einnig getur verið gott að tilgreina nám- skeið. Mælt er með að haga tíma- röðun þannig að byrjað sé á að til- greina þá menntun sem síðast var lokið. Ef þú hefur verið í vinnu áður er einnig mikilvægt að hafa með upp- lýsingar um starfsferil þinn. Helstu upplýsingar sem þar koma fram eru vinnustaður, hversu langan tíma þú hefur unnið á hverjum stað og hvert stöðuheitið var. Margir fara líka nokkrum orðum um helstu verkefni og ábyrgð í því starfi eða þeim störfum, sem þeir hafa gegnt. Mælt er með að byrja á því að til- greina síðasta starf eða það starf sem viðkomandi starfar við í dag. Annað sem gæti verið gagnlegt Upplýsingar um tungumál, tölvu- kunnáttu og annað er gæti nýst í starfinu er einnig hægt að hafa með í ferilskránni þinni. Persónulýsing og lýsing á markmiði getur til dæmis líka átt við og hér er einnig hægt að láta fylgja með lýsingu á helstu áhugamálum þínum. Ef þú hefur gegnt trún- aðarstörfum eða verið í forystu fé- lagasamtaka getur þú líka látið þess getið. Gott er að nefna að minnsta kosti tvo meðmælendur, sem geta staðfest upplýsingar fer- ilskrárinnar eða komið með um- sögn um hæfileika þína, kunnáttu og störf. Hérna þarftu að gefa upp nöfn, starfsheiti og símanúmer þeirra sem tilgreind eru. Vandaðu gerð ferilskrárinnar Morgunblaðið/Jóra Leit Atvinnuleitin byrjar oftast með blaðalesatri eða leit á netinu. Morgunblaðið/Kristinn Mikilvægt Vönduð ferilskrá er mikilvæg þegar þú ætlar að sækja um vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.