Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Starfskraftur
óskast í sælkeraverslun
Við óskum eftir starfskrafti í fullt starf í af-
greiðslu í Ostabúðinni á Skólavörðustíg.
Æskilegt að hafa reynslu af afgreiðslustörfum
og góða þjónustulund. Viðkomandi mun hefja
störf um mánaðarmót ágúst/september.
Umsókn og ferilskrá sendist á
ostabudin@ostabudin.is
1/2 staða kennara
1/2 staða kennara er laus við Finnbogastaða-
skóla, Árneshreppi. Greinar: Smíði, hand-
mennt, myndmennt, íþróttir, heimilisfræði,
tónmennt og lífsleikni. Laun skv. kjarasamningi
launanefndar sveitarfélaga. Uppl. veitir skóla-
stjóri í síma 451 4026 eða finnbs@ismennt.is
Umsóknarfrestur er til 10. júní.
Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS,
Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 650 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
Framkvæmdagleði í fyrirrúmi
VEGNA VERKEFNA VIÐ KÁRAHNJÚKA-
VIRKJUN ÓSKAR ÍSTAK EFTIR AÐ RÁÐA
Í EFTIRTALIN STÖRF:
TÆKJASTJÓRNENDUR
ÍSTAK óskar eftir að ráða vana tækjastjórnendur til starfa við fram-
kvæmdir á Kárahnjúkum. Um er að ræða stjórnun á jarðýtum, gröfum
og fleira.
Í boði er mikil vinna við fjölbreytt verkefni.
TRÉSMIÐIR
ÍSTAK óskar eftir að ráða trésmiði, vana mótauppslætti, til starfa við
framkvæmdir á Kárahnjúkum.
Í boði er mikil vinna við fjölbreytt verkefni.
JARÐFRÆÐINGAR
ÍSTAK óskar eftir að ráða jarðfræðing til starfa við jarðvegsrannsóknir
vegna stíflugerða og kortlagningu bergs.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum störfum.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu
Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýs-
ingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsemenn sem þú þarft að ná í.
Óskað er eftir öflugum mannauðsráðgjafa til starfa
í mannauðsþjónustu sviðsins.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi starf í metnað-
arfullu og skemmtilegu starfsumhverfi, þar sem hæfi-
leikar starfsmanna fá notið sín. Við bjóðum upp á þátt-
töku í þróun starfsumhverfis og verkefna og tækifæri til
símenntunar og starfsþróunar.
Helstu verkefni:
• Veita ráðgjöf um símenntun og annast símenntun
fyrir ákveðna hópa
• Veita ráðgjöf um ráðningar, kjaramál og vinnurétt
• Veita ráðgjöf um stjórnun og starfsmannamál
• Vinna að bættu starfsumhverfi
• Þátttaka í vinnuhópum á sviði starfsmannamála
bæði innan sviðs og borgarkerfisins
• Ýmis verkefni sem lúta að því að gera starfsstaði
Velferðarsviðs að aðlaðandi og eftirsóknaverðum
vinnustöðum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhalds-
menntun á sviði mannauðsmála æskileg
• Þekking og reynsla á sviði mannauðsmála æskileg
• Þekking á kjarasamingum og vinnurétti æskileg
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Við leitum að starfsmanni í fullt starf sem getur
hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Lóa Birna Birgisdóttir starfs-
mannastjóri, netfang: loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is
og í síma 411 9000.
Umsækjendur er vinsamlega beðnir að sækja um
starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar
www.reykjavik/storf.is fyrir 8. júní nk.
Velferðarsvið
Mannauðsráðgjafi
Fleiri útlendingar
Enn flyst mikið af erlend-
um ríkisborgurum til landsins
og brottflutningur þeirra sem
fyrir eru í landinu hefur ekki
aukist þrátt fyrir dekkri
horfur í efnahagslífinu hér á
landi en verið hefur. Ef þró-
unin verður áfram sú sama og
var á fyrsta ársfjórðungi árs-
ins í ár, samkvæmt nýjum töl-
um Hagstofunnar um bú-
ferlaflutninga, eru horfur á að
nýtt metár hvað varðar fjölg-
un erlendra ríkisborgara hér
á landi sé í uppsiglingu, að því
er fram kemur í nýju vefriti
fjármálaráðuneytisins. Fram
kemur að á fyrstu þremur
mánuðum ársins fluttust
2.816 erlendir ríkisborgarar
til landsins á sama tíma og
617 fluttust brott. Það er
meiri aðflutningur en var á
sama tímabili í fyrra og einn-
ig minni brottflutningur.
Fram kemur einnig að að-
fluttir umfram brottflutta ís-
lenska og erlenda ríkisborg-
ara voru innan við þúsundið í
efnahagslægðinni 2002-2004.
Árleg aukning eftir það hefur
verið á bilinu 3-5 þúsund.
Sömdu um innágreiðslu
Sjúkraliðafélag Íslands
(SLFÍ) og samtök fyrirtækja
heilbrigðisþjónustu hafa
skrifað undir samkomulag
um launahækkun og er samn-
ingurinn hugsaður sem inn-
ágreiðsla fyrir komandi
kjarasamninga, samkvæmt
upplýsingum félagsins.
Hækkunin nemur 3% og gild-
ir frá 1. maí. Fellur hann úr
gildi þegar nýr samningur er í
höfn eða í síðasta lagi um
næstu áramót. „Samkomulag
er um að launahækkun sem
kveðið er á um í 2. grein skuli
ekki koma til frádráttar
launahækkunum sem aðilar
munu semja um í kjölfar
samninga SLFÍ við fjár-
málaráðherra fyrir hönd rík-
issjóðs. Hækkun þessi kemur
til frádráttar hugsanlegri ein-
greiðslu sem orsakast á
samningstöfum á milli SLFÍ
og fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs. Hækkun
þessi getur þó aldrei orðið
hærri en sem nemur hækkun
samkvæmt 2. Grein,“ segir í
samningnum.
Deilur í Iðnskólanum
í Hafnarfirði
Kennarar við Iðnskólann í
Hafnarfirði krefjast leiðrétt-
ingar á launum fjögur ár aft-
ur í tímann. Krafan mun stafa
af launalækkun sem kennarar
urðu fyrir vegna breytinga á
fyrirkomulagi kennslustunda
árið 2003. Breytingin fól í sér
að kennslustundum var
splæst saman þannig að í stað
þess að kennt væri 40 mín-
útna kennslustundir með frí-
mínútum á milli var kennt í
75 mínútur samfleytt. Voru
breytingarnar gerðar til
hægðarauka fyrir nemendur
og kennara og fólu sam-
kvæmt heimildum í sér betri
nýtingu á tíma og kennslu-
stofum. Deila skóla og kenn-
ara stafar af því að eftir
breytingarnar voru mán-
aðarlaun kennara aðeins
93,6% af fullum launum og
krefjast kennarar leiðrétt-
ingar í samræmi. Við Iðnskól-
ann í Hafnarfirði starfa 63
manns.
Hrefnuveiðar hafnar
Fyrsta hrefna sumarsins
veiddist á Faxaflóa fyrir helgi
og mun kjötið vera komið
þegar á markað. Karl Þór
Baldvinsson, hrefnu-
veiðimaður á Nirði KÓ, segir
að mikið hafi verið af hrefnu
og töluvert af hnúfubak ut-
arlega í Faxaflóa, um 30 sjó-
mílur vestnorðvestur af
Reykjavík, og vel hafi gengið
að skjóta tarfinn sem hafi ver-
ið 7,4 metra langur og gefið af
sé um tonn af afurðum. Þrír
eru í áhöfn Njarðar og segir
Karl að fjölskyldan hafi
stundað hrefnuveiðar síðan
1970. Það sé því mikil reynsla
í fjölskyldunni. Njörður var á
vísindaveiðum í fyrra og
veiddi síðan sex hrefnur í at-
vinnuskyni, þá síðustu um
miðjan ágúst.
Metár Stöðugt fleiri erlendir ríkisborgarar sækjast eftir vinnu.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd.
Samningar SLFÍ hefur sam-
ið við ríkið um innágreiðslu.
Morgunblaðið/Sverrir
Hrefna Guðmundur Haralds-
son, sjómaður á Nirði KÓ
með kjötstykki úr fyrsta tarf-
inum á tímabilinu.
Morgunblaðið/RAX
ATVINNA
ÞETTA HELST ...