Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 B 13
Skrifstofustjóri
á skrifstofu orkumála
Í iðnaðarráðuneyti er laust til umsóknar
embætti skrifstofustjóra á skrifstofu orkumála.
Ráðuneytið er áhugaverður og krefjandi vinnu-
staður, sem starfar í þremur skrifstofum; skrif-
stofu orkumála, ferðamála og nýsköpunar og
þróunar, auk þjónustusviðs.
Undir skrifstofu orkumála falla auðlinda- og
orkumál. Helstu verkefni skrifstofunnar eru
undirbúningur stefnumótunar í ofangreindum
málaflokkum, samráð og samskipti við stofn-
anir og hagsmunaaðila, úrskurðir, álitsgerðir,
alþjóðleg samskipti og ráðgjöf til ráðherra.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólamennt-
un sem nýtist í starfi. Gerð er krafa um sér-
þekkingu og reynslu á sviði auðlinda- og orku-
mála. Einnig er víðtæk þekking og reynsla á
sviði opinberrar stjórnsýslu og af innleiðingu
EES-gerða mikilvæg.
Um er að ræða fullt starf sem áformað er að
skipa í frá 1. júlí nk. Um laun og önnur
starfskjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs
sbr. lög um kjararáð nr. 47/2006.
Nánari upplýsingar veitir Kristján
Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri (kristjan.skar-
phedinsson@idn.stjr.is). Einnig er bent á
heimasíðu ráðuneytisins: http:\\www.idnadar-
raduneyti.is. Umsóknarfrestur er til og með
10. júní nk. Umsækjendur eru vinsamlega
beðnir að skila umsóknum sínum til
iðnaðarráðuneytisins, 150 Arnarhvoli, Reykjavík.
Við stöðuveitingar í iðnaðarráðuneytinu eru
jafnréttissjónarmið höfð í huga og hvetur
ráðuneytið því konur jafnt sem karla til að
sækja um auglýst störf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um skipan hefur verið tekin.
Iðnaðarráðuneytið.
Segavarnir LSH - Sérhæfður starfsmaður
Laus eru sérhæfð klínísk störf við umsjón segavarna Landspítala á blóðmeinafræðideild. Störfin felast í umsjón með sega-
vörnum blóðþynntra sjúklinga, sem taka warfarin og önnur segavarnarlyf. Skömmtunin byggir á alþjóðlegum ráðlegging-
um, þverfaglegu samstarfi, klínískum upplýsingum og niðurstöðum storkuprófa og sérhæfðu tölvukerfi. Störfunum fylgir
þátttaka í vísinda-og þróunarstarfi.
Æskileg menntun er hjúkrunarfræði, lífeindafræði eða lyfjafræði. Starfshlutfall er samkomulag.
Umsóknir berist rafrænt fyrir 9. júní 2008 til Páls Torfa Önundarsonar, yfirlæknis, netfang pallt@landspitali.is og veitir hann
jafnframt upplýsingar í síma 543 5010.
Hjúkrunarfræðingur, næturvaktir
Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir. Starfið felur í sér stjórnun og skipulagningu hjúkrunar á næturvöktum á 2-3
sjúkradeildum Landakots. Á deildunum eru skjólstæðingar með margvísleg heilsufarsvandamál. Starfshlutfall er sam-
komulagsatriði.
Umsóknir berist rafrænt fyrir 9. júní 2008 til Lúðvíks H. Gröndal, deildarstjóra, netfang ludvikg@landspitali.is og veitir
hann upplýsingar um starfið í síma 543 9883.
Sérfræðingur í skurðhjúkrun
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í skurðhjúkrun á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði. Starfshlutfall er 100%
eða eftir samkomulagi. Staðan veitist frá og með 15. júní 2008. Starfið tengist öllum skurðstofudeildum svæfinga-, gjör-
gæslu- og skurðstofusviðs á LSH.
Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er stuðningur og ráðgjöf um hjúkrun á skurðsto-
fu, ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsókna- og þróunarvinnu. Ennfremur felur starfið í sér uppbygg-
ingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
Sérfræðingur í skurðhjúkrun vinnur að þróun hjúkrunar í viðkomandi sérgrein ásamt sviðsstjóra. Sérstök áhersla verður á
næstu misserum lögð á öryggi sjúklinga og starfsmanna ásamt skipulagningu og þróun teymisvinnu.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistara- eða doktorsprófi og hafa hlotið sérfræðileyfi í skurðhjúkrun í samræmi við reglu-
gerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun.
Með umsókn skal leggja fram skrá yfir náms- og starfsferil ásamt gögnum um vísindastörf og ritsmíðar og afrit af próf-
skírteinum, hjúkrunarleyfi og sérfræðileyfi í hjúkrun. Mat á umsækjendum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtali.
Umsóknir berist fyrir 9. júní 2008 til skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík, netfang ann-
astef@landspitali.is.
Upplýsingar veita Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri, í síma 543 7344, netfang helgakei@landspitali.is og Anna Stefáns-
dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í síma 543 1109, netfang annastef@landspitali.is.
Sérfræðingur í svæfingahjúkrun
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfingahjúkrun á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði. Starfshlutfall er
100% eða eftir samkomulagi. Staðan veitist frá og með 15. júní 2008. Starfið tengist öllum svæfingadeildum svæfinga-,
gjörgæslu- og skurðstofusviðs á LSH.
Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er stuðningur og ráðgjöf um hjúkrun á svæfinga-
deildum, ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsókna- og þróunarvinnu. Ennfremur felur starfið í sér
uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
Sérfræðingur í svæfingahjúkrun vinnur að þróun hjúkrunar í viðkomandi sérgrein ásamt sviðsstjóra. Sérstök áhersla verður
á næstu misserum lögð á öryggi sjúklinga og starfsmanna ásamt skipulagningu og þjálfun í hermi.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistara- eða doktorsprófi og hafa hlotið sérfræðileyfi í svæfingahjúkrun í samræmi við
reglugerð nr. 124/2003 um sérfræðileyfi í hjúkrun.
Með umsókn skal leggja fram skrá yfir náms- og starfsferil ásamt gögnum um vísindastörf og ritsmíðar og afrit af próf-
skírteinum, hjúkrunarleyfi og sérfræðileyfi í hjúkrun. Mat á umsækjendum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtali.
Umsóknir berist fyrir 9. júní 2008 til skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík, netfang ann-
astef@landspitali.is.
Nánari upplýsingar veita Helga Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri, í síma 543 7344, netfang helgakei@landspitali.is og Anna
Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í síma 543 1109, netfang annastef@landspitali.is.
Skurðhjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðingar
Skurðhjúkrunarfræðingar/ hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á skurðstofur 12-C-D við Hringbraut og skurðstofur kvenna-
deildar LSH. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfið felur í sér að veita einstaklingshæfða hjúkrun við þá einstaklinga
sem þurfa að gangast undir skurðaðgerðir. Deildin sérhæfir sig í aðgerðum tengdum almennum skurðaðgerðum, þvag-
færaaðgerðum, augnaðgerðum, barnaaðgerðum, hjartaaðgerðum, aðgerðum tengdum fæðingum, kvensjúkdómum og
aðgerðum á brjóstum. Í boði er einstaklingsmiðuð aðlögun og fræðsla, starfsumhverfi sem hvetur til starfsþróunar, já-
kvætt andrúmsloft og teymisvinna þar sem markmið er að veita skjólstæðingum og aðstandendum þeirra bestu mögu-
lega þjónustu.
Umsóknir berist fyrir 9. júní 2008 til Erlínar Óskarsdóttur, deildarstjóra hjúkrunar, 12CD Hringbraut,
netfang erlin@landspitali.is og veitir hún upplýsingar í síma 825 3588.
Svæfingahjúkrunarfræðingur
Svæfingahjúkrunarfræðingur óskast til starfa á svæfingadeild 12 CD við Hringbraut.
Starfshlutfall eftir samkomulagi. Starfið felur í sér að veita einstaklingshæfða hjúkrun við þá einstaklinga sem þurfa að
gangast undir skurðaðgerðir. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt, þar eru framkvæmdar svæfingar vegna almennra-,
brjósthols-, þvagfæra-, barna-, kvensjúkdóma- og augnaðgerða.
Í boði er einstaklingshæfð aðlögun og fræðsla, starfsumhverfi sem hvetur til starfsþróunar,
jákvætt andrúmsloft og teymisvinna þar sem markmið er að veita skjólstæðingum og aðstandendum þeirra bestu mögu-
lega þjónustu.
Umsóknir berist fyrir 9. júní 2008 til Margrétar Jónasdóttur, deildarstjóra hjúkrunar, 12CD Hringbraut, netfang mar-
gjona@landspitali.is og veitir hún upplýsingar í síma 543 7202, 824 5226.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýs-
ingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu mannauðsmála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af
jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.
Landspítali er reyklaus vinnustaður
Aría ehf . óskar eftir að ráða
sölufulltrúa
í hlutastarf
Leitum eftir duglegum og jákvæðum
einstaklingi með góða tölvu- og ensku-
kunnáttu. Kristín Þórsdóttir tekur við
umsóknum, netfang: kristín@aria.is
Sími 544 8448.
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is
Sérfræðingur
í fjármáladeild
• Kópavogsbær óskar eftir að ráða sér-
fræðing í fjármáladeild á fjármála- og
stjórnsýslusviði.
Sérfræðingur í fjármáladeild mun m.a. vinna
við ýmis fjárhagsuppgjör, gerð fjárhagsáætl-
ana og hafa umsjón með upplýsingamiðlun
úr fjárhagskerfum bæjarins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðskiptafræðingur af fjármála- eða
endurskoðunarsviði
• Mjög góð excel kunnátta skilyrði
• Góð þekking á Navision fjárhagskerfi
• Sjálfstæð vinnubrögð og góðir sam-
skiptahæfileikar
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pálsdóttir, fjár-
mála-og hagsýslustjóri Kópavogsbæjar í síma
5701500. gudrunp@kopavogur.is
Umsóknum með ferilskrá skal skilað á rafrænu
formi á netfangið
starfsmannastjori@kopavogur.is
Umsóknum skal skila
fyrir 31. maí n.k.
Starfsmannastjóri.
Málmiðnaðarmenn
Við leitum að starfskröftum
í málmsmíði.
Teknís ehf er framsækið málmiðnaðarfyrirtæki
sem starfar við nýsmíði og viðhald mannvirkja
og vélbúnaðar. Ef þú ert tilbúinn að ganga til
liðs við samhentan hóp og takast á við spen-
nandi verkefni, kíktu þá á heimasíðu okkar
www.tekn.is og sendu inn starfsumsókn.