Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2008 B 19 Fóðurbílstjóri óskast Óskum eftir að ráða fóðurbílstjóra. Um er að ræða framtíðarstarf, en tímabundin ráðning kemur einnig til greina.     • Akstur á lausu fóðri til bænda            Hæfniskröfur      ! "       "  # "       $    "       %   & !  $  "    !'(   ) *"           $ # "$   !     '! Umsóknarfrestur er til 30 maí. Umsóknir óskast sendar á box@mbl.is merkt fóðurbílstjóri. Áhugasamir geta einnig haft  '!   +   ,-./00..         & ! 1 2  ,1 0.- # "$ ) Þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR Önnur verkefni þjóðgarðsvarðar eru: • Að aðstoða svæðisráð við gerð tillögu að verndaráætlun fyrir viðkomandi rekstrarsvæði • Að koma verndaráætlun þjóðgarðsins til framkvæmda innan þess fjárhagsramma sem viðkomandi rekstrarsvæði er ætlaður hverju sinni. • Að hafa eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum laga og reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð og að ákvæði verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn séu virt. • Fræðsla um náttúruvernd á sínu rekstrarsvæði og um Vatnajökulsþjóðgarð. Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: • Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er kostur. • Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd. • Reynsla af almennum rekstri og mannaforráðum. • Reynsla eða þekking á fræðslu til mismunandi hópa. • Góð íslensku- og enskukunnátta. Frekari tungumálakunnátta er kostur. Eftirfarandi kröfur um hæfni eru hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum: • Tekur ákvarðanir og fylgir þeim eftir. • Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi. • Er skipulagður og með ríka þjónustulund. • Sýnir lipurð í mannlegum samskiptum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir um ofangreint starf skulu hafa borist Vatnajökulsþjóðgarði, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, eigi síðar en 10. júní nk. Upplýsingar um starfið veita Rúnar Þórarinsson, formaður svæðisstjórnar Norðursvæðis, runarth@ kopasker.is, og Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, thordur@vatnajokulsthjodgardur.is, eða í síma 575 8400. Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfrum laust til umsóknar. Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun, sem bráðlega mun taka við rekstri landsvæða sem tilheyra munu Vatnajökulsþjóðgarði og ná yfir u.þ.b. 12.000 km2. Vatnajökulsþjóðgarður skiptist í fjögur rekstrarsvæði: Norðursvæði, Austursvæði, Suðursvæði og Vestursvæði. Starf þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfrum tilheyrir Norðursvæði. Á öllum rekstrarsvæðum starfa svæðisráð sem eru þjóðgarðsverði og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til ráðgjafar um málefni þjóðgarðsins á viðkomandi rekstrarsvæði. Svæðisráðin gera tillögu um ráðningu þjóðgarðsvarðar á hverju svæði, vinna tillögu að rekstraráætlun fyrir viðkomandi rekstrarsvæði, sem og tillögu að verndaráætlun á sínu svæði. Næsti yfirmaður þjóðgarðsvarðar er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum annast daglegan rekstur og stjórn á sínu svæði í samráði við framkvæmdastjóra og ræður starfsfólk á því svæði. Au pair í Jersey Channel Island Vill einhver barngóð manneskja 18 ára eða eldri aðstoða við að koma 5 ára gamalli stelpu í skólann og sækja hana í skólann og sjá um létt heimilisstörf? Þarf að geta komið sem fyrst í júní og verið í ár. Vinsamlegast hafið samband við Hjördísi í síma 00 44 1534 607048 eða sendið póst á marinthora@hotmail.com Auglýsingastjórn/ vefumsjón Læknablaðið óskar eftir aðila í 50% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 15. júní. Vinnan felst í auglýsingaöflun, vefumsjón og almennum verkefnum ritara. Vinsamlegast sendið umsóknir um starfið til blaðsins ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 5. júní nk. vedis@lis.is Læknablaðið, v/ starfsumsóknar, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Starfskraftar óskast Óskum eftir að ráða bílstjóra, verkstjóra, véla- og verkamenn til starfa sem fyrst. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á aflverk@aflverk.is eða til Aflverk ehf., Síðumúla 25, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk. Afleysingaleyfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarþjónustan Karitas vill benda á að laust er 50% afleysingaleyfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga. Um er að ræða hjúkrun langveikra sjúklinga í heimahúsum. Upplýsingar gefa hjúkrunarfræðingar hjá Hjúkrunarþjónustunni Karitas símum 551 5606 og 659 0709. Er hugsað um þig á þínum vinnustað? Hamar ehf. óskar eftir að ráða til starfa reynda menn á sviði málmiðnaðar. Hamar er fyrirtæki staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í nýju og fullkomnu húsnæði sem er vel tækjum búið, starfsmanna- aðstaða er til fyrirmyndar og vel er hugsað um allan aðbúnað fyrir starfsmenn. Í stuttu máli, við hugsum vel um okkar menn og leggjum mikið upp úr því að við komum heil heim í lok dags. Upplýsingar gefa Ormur Helgi í síma 660 3602 og Sigurður K. Lárusson í síma 660 3613. Skrifstofumaður - Bókhald Fjármálasvið Landspítala óskar eftir að ráða reyndan starfsmann í fjárhagsbókhald. Nauðsynlegt er að starfsmaðurinn geti unnið sjálfstætt við bókhaldsverkefni og úrlausn ýmissa viðfangsefna við fjárhagsbókhald. Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda: • Stúdentspróf, verslunarpróf eða önnur sambærileg menntun. • Reynsla af störfum við fjárhagsbókhald • Sjálfstæði í störfum og framtakssemi í úrvinnslu verkefna • Hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknir berist fyrir 9. júní 2008 til Jónínu Birgisdóttur, deildarstjóra, LSH Eiríksgötu 5, netfang joninabi@landspitali.is, sími 543 1245 og veitir hún upplýsingar ásamt Bjarka Þór Baldvinssyni, verkefnastjóra, netfang bjarkiba@lsh.is. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hring- braut, skrifstofu mannauðsmála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.