Morgunblaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Líflegt framtíðarstarf
á fjölbreyttum vinnustað
í hjarta Háskólatorgs
Bóksala stúdenta er alhliða bókaverslun staðsett í hjarta Háskólatorgs. Í
hartnær 40 ár hefur Bóksalan útvegað háskólafólki nauðsynlegan bókakost
til náms og fræðastarfs. Sérþekking starfsfólks Bóksölunnar og yfirsýn yfir
heim vísinda og fræða gera hana einstaka meðal íslenskra bókaverslana.
Markmið og metnaður Bóksölu stúdenta er að vera ávallt í fararbroddi í
þjónustu við íslenskt háskólasamfélag.
Vilt þú leggja þitt af mörkum til að gera
Bóksölu stúdenta að enn betri vinnustað?
Við erum að leita að starfskrafti sem hefur lifandi
áhuga á bókum og á háskólasamfélaginu, og vill
hafa áhrif á og auðga umhverfi sitt. Ef þú hefur góða
almenna menntun, þekkingu, tungumálakunnáttu
og frumkvæði gætir þú verið einstaklingurinn sem
við leitum að. Í starfinu felst afgreiðsla og ráðgjöf til
kröfuharðra viðskiptavina, ásamt skyldum störfum sem
varða þjónustu, vöruframboð og útlit verslunarinnar.
Um fullt starf til framtíðar er að ræða.
Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til Bóksölu
stúdenta Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101
Reykjavík eða tölvupóst til sigurdur@boksala.is
www.boksala.is
Háskólatorgi Sæmundargötu 4 S. 570 0777 boksala@boksala.is
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja og glæsilega
sundmiðstöð á Völlum, Ásvallalaug, sem opnuð verður í sumar. Þar
verður aðstaða til sundiðkunar og afþreyingar með því besta sem
völ er á. Í húsinu verður einnig Hress heilsurækt, félagsaðstaða
Sundfélags Hafnarfjarðar og Íþróttafélagsins Fjarðar og kaffihús.
Við leitum að 21 einstaklingi, konum og körlum, til að gegna 100% starfi sundlaugar-
varða. Að auki leitum við þriggja vaktstjóra með stjórnunarreynslu. Um vaktavinnu er
að ræða.
Helstu verkefni:
• Laugarvarsla
• Baðvarsla
• Afgreiðslustörf
• Ræstingar
Hæfniskröfur:
Leitað er að einstaklingum sem búa yfir:
• Ríkri þjónustulund
• Eiga gott með mannleg samskipti
• Vinna vel í hópi
• Eru áhugasamir
Væntanlegir starfsmenn fá viðeigandi fræðslu og þjálfun og þurfa að standast
laugarvarðapróf.
Við leitum einnig að handlögnum einstaklingi til að sinna léttu viðhaldi í húsinu.
Iðnmenntun er æskileg en ekki skilyrði. Viðkomandi þarf að búa yfir sömu kostum og
að ofan er talið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og hlutaðeigandi stét-
tarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2008. Umsóknir skulu berast til þjónustuvers
Hafnarfjarðarbæjar merktar "Ásvallalaug - starfsumsókn" eða í tölvupósti á netfangið
bjorgs@hafnarfjordur.is. Nánari upplýsingar um störfin veitir Björg Snjólfsdóttir
forstöðumaður í síma 664 5544, netfang bjorgs@hafnarfjordur.is.
Forstöðumaður Ásvallalaugar
ÁSVALLALAUG
STARFSFÓLK
bmvalla.is
AÐALSKRIFSTOFA Bíldshöfða 7 :: 110 Reykjavík :: 412 5000
Flísaframleiðsla
BM Vallá hf. óskar eftir að ráða starfsmann í flísaframleiðslu í starfstöð
okkar í Suðurhrauni í Garðabæ.
Við leitum að samviskusömum, röskum og duglegum starfsmönnum.
Æskilegt er að viðkomandi hafi lyftararéttindi.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Ingi Ármannsson í síma
617 5162 eða Hólmsteinn Hólmsteinsson í síma 617 5155
Í starfsstöð okkar í Garðabæ eru framleiddar húseiningar,
garðeiningar, flísar, rör og múrvörur.
Þar er einnig starfrækt söludeild.
Það er mötuneyti fyrir starfsmenn á svæðinu.
BM Vallá hf. er traust og
þjónustudrifið sölu- og
framleiðslufyrirtæki á
byggingamarkaðnum sem
leggur áherslu á að uppfylla
þarfir viðskiptavina sinna á
sem hagkvæmastan hátt.
Fyrirtækið er með starfsemi
sína á 11 starfsstöðvum
víða um landið.
Fjalakötturinn Restaurant, Aðalstræti 16, óskar
eftir að ráða í eftirfarandi stöður:
Matreiðslumann, vaktstjóra
á veitingastað hótelsins Fjalakettinum.
Unnið er eftir “kokka” vöktum.
Kokkanema á vöktum
Unnið er eftir “kokka” vöktum.
Umsækjendur senda umsóknina á
thorhallur@hotelcentrum.is
Umsóknarfrestur er til 13. júní.
A
ug
l.
Þó
rh
ild
a
r
2
2
0
0
.4
0
7
Félagsþjónusta
S E L T J A R N A R N E S B Æ R
Íbúðir aldraðra
Skólabraut 3-5
Seltjarnarnesi
Óskað er eftir matráði til starfa
í móttökueldhúsi mötuneytis hjá
Íbúðum aldraðra á Seltjarnarnesi.
Vinnutími er frá kl. 11.30 til 16.30.
Áhugasamir hafi samband við:
Þóru Einarsdóttur
í síma 595-9147, 822-9110 eða
thora@seltjarnarnes.is
Raðauglýsingar
sími 569 1100