Morgunblaðið - 01.06.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2008 B 17
Langanesbyggð
Grunnskólakennarar - Tónlistarkennarar
Tónlistarskólinn á Þórshöfn
Kennara vantar við skólann frá og með 1. ágúst nk.
Lausar eru eftirtaldar stöður við Grunnskólann á Þórshöfn frá og með
1. ágúst nk.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 16. júní nk.
Kennara vantar til almennrar kennslu og sérkennslu.
Grunnskólinn á Þórshöfn er einsetinn skóli með 70 – 80 nemendum í hæfilega stórum bekkjar-
deildum. Á Þórshöfn búa um 400 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt
íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg
íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir
útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm
daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri.
Upplýsingar gefa Heiðrún Óladóttir skólastjóri í símum 468 1164 og 893 5836,
heidrun@langanesbyggd.is, og Björn Ingimarsson sveitarstjóri í símum 468 1220 og 895 1448,
bjorn@langanesbyggd.is
Lausar eru eftirtaldar stöður við Grunnskólann á Bakkafirði frá og með
1. ágúst nk.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. júní nk.
Kennara vantar í almenna kennslu, textílmennt, íþróttir og heimilisfræði.
Grunnskólinn á Bakkafirði er einsetinn lítill skóli með 10 - 20 nemendum þar sem mikil áhersla er
lögð á að nemendum líði vel og að allir fái nám við sitt hæfi. Á Bakkafirði búa um 100 manns í
sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er góður
leikskóli og verslun auk banka- og póstþjónustu. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í
ósnortinni náttúru. Í boði er mjög spennandi starf í metnaðarfullu umhverfi, þar sem starfs-
aðstaða og aðbúnaður er til fyrirmyndar í alla staði, í mjög barnvænu samfélagi.
Upplýsingar gefa María Guðmundsdóttir skólastjóri í símum 473 1618 og 847 6742,
maria@langanesbyggd.is og Björn Ingimarsson sveitarstjóri, í símum 468 1220 og 895 1448,
bjorn@langanesbyggd.is
Tónmenntaskóli
Reykjavíkur
Tónlistarkennarar
Tónmenntaskólinn óskar eftir að ráða
tónmenntakennara (tónlistarkennara) frá
1. september nk. fyrir skólaárið 2008-
2009.
Um er að ræða eina hlutastöðu, 50-60%
sem einnig má skipta í tvo hluta. Kennslu-
svið nær frá forskólakennslu 6 og 7 ára
barna til hópkennslu nemenda á aldrinum
8-15 ára, en þar er um að ræða samþætta
kennslu í tónfræði, tónheyrn, hlustun,
sköpun o.fl.
Tónmenntaskóli Reykjavíkur er einn af elstu
tónlistarskólum landsins, stofnaður 1952, og er
til húsa við Lindargötu. Kennsluaðstaða er góð
og tækjakostur mjög góður.
Þeir sem áhuga hafa á þessum störfum sendi
umsókn þar sem fram koma persónulegar
upplýsingar um menntun og kennsluferil.
Meðmæli óskast.
Umsóknir sendist í box@mbl.is fyrir 14. júní,
merktar: ,, Tónlistarkennsla - 101’’.
Pípulagningamenn
Vegna góðrar verkefnastöðu óskum við eftir að
ráða til starfa pípara vanan verkefnastjórnun.
Hæfniskröfur:
Áralöng reynsla í pípulögnum
Skipulagshæfileiki til að halda utan um stór
verkefni.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu
Pípulagnaverktaka,
Langholtsvegi 109.
S: 577 4142.
www.pv.is
pv@pv.is
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir
eftirfarandi störf laus til umsóknar:
Starf á skrifstofu sveitarfélagsins
Um er að ræða fullt starf við almenn skrifstofustörf, færslu og ábyrgð á bókhaldi sveitarfélagsins svo og launavinnslu.
Hæfniskröfur:
• Starfsreynsla af bókhaldi og launavinnslu. • Nákvæmni, talnagleggni og samviskusemi.
• Menntun á sviði viðskipta- eða rektrarfræði æskileg. • Frumkvæði og geta til að vinna undir álagi.
• Góð almenn tölvukunnátta, kunnátta í Excel skilyrði.
Starf við íþróttahúsið á Skagaströnd
Um er að ræða fullt starf og vaktavinnu við umsjón með íþróttahúsi á opnunartíma þess.
Daglegur vinnutími er því breytilegur.
Hæfniskröfur:
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Almennur áhugi fyrir æskulýðs- og íþróttastarfi.
Starf við Bókasafn Skagastrandar
Um er að ræða 30% starfshlutfall við bókasafnið í Fellsborg og skólabókasafnið og er vinnutími að hluta til bundinn
opnunartíma bókasafnsins og stundarskrá skólans.
Hæfniskröfur:
• Menntun í bókasafnsfræðum kostur. • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Reynsla og þekking á skráningu og skipulagi • Tölvukunnátta skilyrði.
gagna er kostur. • Bóka- og bókmenntaáhugi mikill kostur.
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
Starf húsvarðar félagsheimilisins Fellsborgar
Um er að ræða umsjón með félagsheimilinu og miðast daglegur starfstími við þau umsvif sem eru í húsinu á hverjum tíma.
Hæfniskröfur:
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Reynsla af hliðstæðum störfum og handlagni er kostur.
Bent er á að mögulegt er að sækja um starf í félagsheimili og bókasafn sameiginlega.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2008 og skal umsóknum skilað á skrifstofu sveitarfélagsins Skagastrandar.
Sveitarstjóri
Markaðs- og
söluráðgjafi
Arctic Wear óskar eftir að ráða öflugan
markaðs- og söluráðgjafa í Reykjanesbæ.
Starfssvið:
Uppbygging á framsæknu fyrirtæki með
nýjum eigendum
Bein og framsækin sala, úthringingar og
heimsóknir
Sölusímtöl og -fundir með mögulegum
viðskiptavinum
• Skipulagning og gerð markaðsherferðar
Hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af beinni og framsækinni sölu
Frumkvæði, dugnaður og góð tölvukunnátta
Sannfæringarkraftur, sjálfstæði og
þrautseigja
Arctic Wear er fyrirtæki sem sérhæfir sig í
hönnun, þróun og sölu á vinnufatnaði fyrir
íslenska markaðinn.
Nánari upplýsingar og ferilskrár sendist til:
thorey@aw.is
Umsóknarfrestur er til 10. júní.
Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is