Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MENNTUN og reynsla Huldu Stefánsdóttur passar vel við þau verkefni sem framundan eru hjá myndlist- ardeild Listahá- skóla Íslands. Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson rekt- or um þá ákvörðun LHÍ að velja Huldu Stefánsdóttur í stöðu nýs pró- fessors í tvívíðri myndlist. Staðan var auglýst í desember og bárust 14 umsóknir. Samkvæmt reglum skólans úrskurðaði þriggja manna dómnefnd um hæfi umsækj- enda í samræmi við þær kröfur sem tilgreindar voru í auglýsingu um starfið og voru sex umsækjendur taldir uppfylla þau skilyrði. „Um- sækjendur voru fyrst og fremst metnir út frá listrænni reynslu og ferli og reynslu af háskólakennslu,“ segir Hjálmar. Greindarleg nálgun Hjálmar segir Huldu góðan lista- mann sem hafi greindarlega nálgun gagnvart listinni. Þá hefur hún verið afkastamikil í skrifum um listir og sinnt stundakennslu við Listahá- skólann. Hulda fæddist í Reykjavík 1972 og stundaði nám við málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og lauk árið 2000 MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York. Hún á að baki fjölda einka- og sam- sýninga bæði hér á landi og vest- anhafs. Hulda hefur setið í stjórn SÍM frá 2007 og var stundakennari við LHÍ vor- og haustmisseri 2005 og 2006. | asgeiri@mbl.is Hulda verður prófessor Hulda Stefánsdóttir Mun kenna tvívíða myndlist við LHÍ KENNETH Greve tekur við starfi Dinna Bjørn sem stjórn- andi finnska þjóð- arballettsins í Helsinki frá og með 1. ágúst. Töluverð upp- stokkun hefur átt sér stað innan finnsku óp- erunnar og var óperustjóranum, sem einnig var leikhússtjóri, sagt upp störfum á síðasta ári vegna fjárhags- legrar umframkeyrslu upp á u.þ.b fimm milljónir evra, nærri 600 millj- ónir króna. Í staðinn var Pävi Kärkkäinen ráð- inn leikhússtjóri og Mikko Franck sem óperustjóri. Kenneth boðar að dönsurum verði fækkað úr 82 í 77 til að bæta fjárhag danshópsins en í staðinn bætast við tólf lærlingsstöður við danshópinn, fyrir 17 til 22 ára dansara, sem Ken- neth segir að muni skapa betri sam- fellu í menntun dansaranna. „Í þeim felst framtíð mín, og úr þeim mun ég gera dansara,“ segir Kenneth í viðtali við Berlingske Tidende. Kenneth hóf níu ára gamall dans- nám hjá Ballettskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Hann nam síðar við School of American Ballet í New York og dansaði undir stjórn Peter Martins hjá New York City Ballet, hjá Mikhail Baryshnikov hjá American Ballet Theatre og hjá Rudolf Nurejev hjá Parísaróperunni. Stjórnenda- skipti hjá finnska ballettinum Kenneth Greve LILLI er komin á kreik, og sýningar Brúðubílsins að hefj- ast. Frumsýning verður í Ár- bæjarsafni á morgun kl. 14, en þeir sem alls ekki geta beðið, geta séð forsýningu í Hall- argarðinum v/Fríkirkjuveg í dag kl. 14. Júnísýning Brúðu- bílsins heitir Hókus-Pókus og er samsett úr 2 leikritum og óperettu sem Bjartur og dýrin hans syngja. Fyrra leikritið heitir Hver skírði landið okkar Ísland? og fjallar um fyrstu víkingana sem sigldu til Íslands. Seinna leikritið er Pylsusalinn. Þar er seppi á ferð og stelur pylsum í gríð og erg. Krakkarnir taka þátt í sýningunni og syngja með. www.brudubillinn.is. Leiklist Lilli leggst í víking með Brúðubílnum Við Brúðubílinn. YFIRGEFIN herstöð er viðfangsefni sýningar Anne Kathrin Greiner í Skotinu. Sýningin heitir Leigjendurnir og verður opnuð í dag en mynd- irnar eru allar teknar á herstöðinni í Keflavík stuttu eftir að íbúar hennar yfirgáfu hana og fluttu aftur til síns heima. Í verkum sínum fæst Anne Kathrin við þau veraldlegu og hversdagslegu svæði sem svo oft er litið fram hjá en hafa bolmagn til að vekja upp um- ræður um reynsluheim og minningar. Um leið eru þau hvatning til þess að fólk velti fyrir sér hinu liðna og samtímanum. Myndlist Leigjendur í Skoti ljósmyndasafnsins Ein mynda Önnu Greiner. Í KVÖLD hefjast kvöldgöngur úr Kvosinni á ný á vegum safna Reykjavíkurborgar. Þá verður gengið um Aðalstræti, elstu götu borgarinnar, þar sem sjá má minjar um byggð í Reykja- vík, frá landnámsöld, átjándu, nítjándu, tuttugustu og tutt- ugustu og fyrstu öld. Meðal merkra húsa í Aðalstræti og nágrenni eru hús Innrétting- anna, elsta hús Reykjavíkur. Á Aðalstrætishorni Hafnarstrætis er líka Fálka- húsið sem setur mikinn svip á götuna. Lagt er af stað frá Tryggvagötu 15 kl 20. Leið- sögumaður er Sigurborg Hilmarsdóttir, starfs- maður Minjasafns Reykjavíkur. Saga Aðalstræti skoðað í Kvosargöngu Sigurborg Hilmarsdóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VORIÐ 2003 gerði Morgunblaðið óformlega könnun á umfangi skipulagðs tónleikahalds yfir sumarið. Þá kom í ljós að sérstakar sum- artónleikaraðir og hátíðir yfir sumarið voru vel á þriðja tuginn. Í ár gefur sams konar könnun til kynna að um fimmtíu slíka viðburði verði að ræða á landinu og þeim fjölgar. Þessi gríðarlegi vöxtur í listiðkun landans á sumrin vekur upp ýmsar spurningar. Þar er sú spurning forvitnilegust nú hversu langan tíma það taki að metta þennan markað; en svo má líka spyrja hvort tónlistarmenn vinni þessa vinnu enn í frítíma sínum, launalaust, eins og áður tíðkaðist og hvort það séu ef til vill sömu tónlistaratriðin sem ferðist frá einni hátíð til annarrar. Sumartónleikar verða liður í ferðaþjónustu Helga Ingólfsdóttir efndi fyrst til sum- artónleika í Skálholti árið 1975. Sumartónleikar á Kirkjubæjarklaustri fylgdu í kjölfarið og framan af voru þetta einu sumartónlistarhátíðirnar á landsbyggðinni. Báðar lögðu áherslu á klassíska tónlist, og sérstaða Skálholts fólst frá upphafi í nýsköpun og frumflutningi íslenskra verka. Staðan í dag er gjörbreytt. Hátíðum og sum- artónleikaröðum hefur fjölgað ótrúlega hratt, og æ fleiri virðast hafa séð möguleikana sem slíkir viðburðir geta haft sem aðdráttarafl í afþreyingu og ferðaþjónustu. Sem fyrr sinna flestar hátíð- irnar klassískri tónlist; djass og blús sækja á. Tímamót urðu með stofnun Reykholtshátíðar árið 1997, en með stofnanda hennar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur var fyrst farið að tala um listræna stjórn, og Steinunn Birna titluð listrænn stjórnandi. Þótt eldri hátíðir hafi notið listrænnar stjórnunar stofnenda sinna og skipuleggjenda fólst í þessu viðurkenning á því að á hátíðum sem þessum þurfi að vera ákveðin listræn yfirsýn, stefnumótun og skipulag. Hátíðasumarið stækkar ört Sumartónleikaraðir og -hátíðir í ár ná til allra landsfjórðunga, og segja má að „vertíðin“ hefjist í dymbilviku þegar þær fyrstu fara af stað: Músík í Mývatnssveit, nýstofnuð kammertónlistarhátíð á Kjarvalsstöðum, popphátíðinni miklu, Aldrei fór ég suður, á Ísafirði og Blúshátíð í Reykjavík. Há- tíðirnar standa svo nær samfellt út sumarið, og eru ýmist í formi vikulegra tónleika allt sumarið (jafnvel nokkurra tónleika á viku, eins og í Skál- holti), eða að þær spanna fáeina daga, oftast helgi. Segja má að hátíðaflaumnum ljúki með Iceland Airwaves í október, en „hátíðasumarið“ hefst æ fyrr á vorin og teygir sig lengra fram á haust. Oftar en ekki eru hátíðirnar stofnaðar af eld- hugum; einstaklingum úr röðum tónlistarmanna, sem leggja mikla vinnu í að koma þessu hugð- arefni sínu af stað og halda því gangandi, og oft með aðstoð náins samstarfsfólks. Ein af þeim stóru breytingum sem orðið hafa til góðs á síðustu árum er sú, að sveitarfélögin eru æ oftar frumkvöðlar að skipulögðu tónleikahaldi eða styðja veglega við hátíðir einstaklinga í héraði, og líta á það sem lið í þjónustu sinni við almenning. Fimm hátíðir hefja göngu sína í ár: Kamm- ertónlistarhátíð á Kjarvalsstöðum um páska, Sumartónleikar í Hóladómkirkju, Djass- og blúshátíð í Kópavogi, Djasshátíð Sigurðar Flosa- sonar og Tónlistarhátíð unga fólksins, sem er eina hátíðin sem er fyrst og fremst miðuð við þátttak- endur, með námskeiðshaldi og masterklössum, en lýkur með hátíðartónleikum fyrir almenning. Ætla má að tónleikagestir skipti tugþúsundum. Eldhugar vaða uppi                                                  !   " # $ " %  !     &    '    (          )               *     '      +,      $  $       ,  ,-& & " .  & ,-&         '  $ "&  $  /       0  % *                '     .  23     $    4 5     $  #   &             6 &   (  5 & &    3 '&    $  12 ."&  6      (  7  % '   %  *       23   /8.9#!. .  . & 5"    & " *   &  $   4     *    3  7   '      9       .     "   &   ,    &   $    &   +:   ; &  2   Fimm nýjar sumartón- listarhátíðir á þessu ári  Tónleikahald er orðið liður í ferðaþjónustu  Sveitarfélög verði virk- ari í sumartónleikastarfi EF einstakar tegundir tónlistar eru skoðaðar vekur athygli hvað hátíðum og sumartón- leikum með djass- og blústónlist hefur fjölg- að á allra síðustu misserum. Elsta hátíðin af þeim toga er Djasshátíð Eg- ilsstaða á Austurlandi, sem Árni Ísleifs stofn- aði fyrir rúmum 20 árum. Fast á hennar hæla kemur Djasshátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 19. sinn í ágústlok. Blúshátíð í Reykjavík fagnaði fimm ára af- mæli sínu í dymbilviku en Blúshátíðin hefur tekið þátt í stofnun og viðgangi blúshátíða á landsbyggðinni, meðal annars á Höfn í Hornafirði og á Ólafsfirði. Sérstæðasta hátíðin af þessari tegund er vafalítið Hammond-hátíðin á Djúpavogi, þar sem hljómur Hammond-orgelsins er höfuð- atriði í blús, djass- og dægurtónlist. Djass undir fjöllum verður haldin í fimmta sinn 11.-13. júlí; listrænn stjórnandi hennar er Sigurður Flosason en hann hefur einnig stofnað til sinnar eigin djasshátíðar sem haldin var í fyrsta sinn í Fríkirkjunni fyrir skömmu. Þá verður í fyrsta skipti um helgina haldin Djass- og blúshátíð í Kópavogi, undir stjórn Björns Thoroddsens. Djasshátíð er svo haldin reglulega í Vestmannaeyjum um hvíta- sunnu. Bláu nótunum fjölgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.