Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aðalheiður RósaEmilsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyjum 25. mars 1942. Hún lést á Líknardeild LHS hinn 1. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Ágústa Kristín Árnadóttir frá Vestmanna- eyjum, f. 6. ágúst 1921, og Emil Jóhann Magnússon, kaup- maður í Grundar- firði, f. 25. júlí 1921, d. 8. febrúar 2001. Aðalheiður var elst 7 systkina. Hin eru a) Árni Magnús, f. 14. apríl 1943, kvæntur Þórunni Björgu Sig- urðardóttur, f. 1. júlí 1943, b) Aa- got, f. 2. mars 1945, sambýlismaður Árni Þ. Sigurðsson, f. 26. júlí 1941, c) Hrund, f. 22. febrúar 1946, d. 10. júní 1953, d) Gísli Már Gíslason (ætt- leiddur), f. 8. janúar 1947, kvæntur Sigrúnu Valbergsdóttur, e) Ágústa Hrund, f. 5. janúar 1948, og f) Emil, f. 7. febrúar 1959, kvæntur Sigríði Erlu Jónsdóttur, f. 9. júlí 1956. Aðalheiður giftist Óskari Ás- geirssyni. Þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru: 1) Hrund, f. 28. apríl 1961, í sambúð með Árna faður hennar gerist skrifstofustjóri Kaupfélags Langnesinga. Haustið 1952 flutti fjölskyldan til Grund- arfjarðar og snemma fór Alla Rósa, eins og hún var ævinlega kölluð, að hjálpa til í búðinni hjá föður sínum og var það hennar starfsvettvangur á unglingsárunum . Hún gekk í gagnfræðaskóla í Vestmannaeyjum 1956 til 1957 og fór síðan í Skóga- skóla. Alla Rósa stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugarvatni veturinn 1961 til 1962. Árið 1964 flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún starfaði við ýmis verslunar og þjónustustörf. Hún var m.a. í all- mörg ár flugfreyja hjá Loftleiðum og tók hún mjög virkan þátt í félagi fyrrverandi og núverandi flug- freyja, Svölunum, og var hún m.a. um tíma formaður þess félags. Á ár- unum 1979 til 1985 starfaði hún á Bæjarskrifstofu Garðabæjar, síðan í verslun Sævars Karls í nokkur ár og síðastliðin 15 ár vann hún hjá Úrvali Útsýn. Aðalheiður naut þess að ferðast víða, hún lék golf, söng nokkur ár með Gospelsystrum Reykjavíkur og var áhugasöm um listir og menningu. Útför Aðalheiðar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Gunnarssyni, f. 1968. Dætur hennar eru Hind Hannesdóttir, f. 1981, Hekla Hannes- dóttir, f. 1988, Elísabet Þorvaldsdóttir, f. 1990, Drífa Þorvaldsdóttir, f. 1994 og Una Þorvalds- dóttir, f. 1997. 2) Drífa, f. 8. okt 1963, í sambúð með Stuart K. Hjalta- lín, f. 1955. Dætur Drífu eru Rebekka Rán Egilsdóttir, f. 1985, og Hrafnhildur Hjaltalín, f. 1999. Barnabarnabörn Aðalheiðar, börn Hindar, eru Snorri Þorgeir Rútsson, f. 2001, og Elmar Rútsson, f. 2006. Aðalheiður giftist hinn 15. nóv- ember 1969 Baldvin Grendal Magn- ússyni, f. 19. febrúar 1949. Börn þeirra eru: 3) Magnús, f. 1. febrúar 1971, kvæntur Guðrúnu Ágústu Brandsdóttur, f. 1970, börn þeirra eru Berglind, f. 1996, Baldvin Búi, f. 1999, og Ari, f. 2002. 4) Bjarney Björt, f. 1. júlí 1978, í sambúð með Raphael Wechsler, f. 1968, sonur þeirra er Ísak Patrick, f. 2007. Aðalheiður ólst upp í Vestmanna- eyjum fyrstu fjögur árin en þá flutt- ist hún til Þórshafnar þegar Emil Elsku Alla mín. Hvernig er hægt að kveðja ein- hvern sem maður er svo engan veginn tilbúinn til að kveðja? Hvernig er hægt að setja niður á blað orð sem lýsa öllum þeim óskipulegu minninga- brotum sem geisa um hugann? Nokk- ur fátækleg orð verða að nægja. Kæra mágkona. Þú varst ein af þeim sem gera heiminn að sínum. Þú kunn- ir að njóta þess besta sem heimurinn hafði að bjóða og þú kunnir að fá fram og njóta þess besta sem fólkið í kring- um þig hafði að bjóða. Af alkunnum glæsileik og hlýju umvafðir þú allt og alla sem nálægt þér komu. Ég var alltaf hugfangin af að fylgj- ast með hvernig þú fórst að því að bera þennan sérstaka glæsileika bæði í útliti og framkomu en jafnframt vera svo alþýðleg að öllum leið vel í návist þinni. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Alla mín. Ég mun aldrei gleyma vinskap þínum og trygglyndi. Ég mun aldrei gleyma öllum góðu stund- unum sem við og fjölskyldur okkar áttum saman. Ég mun aldrei gleyma hlátrinum þínum sem var svo smit- andi að jafnvel mestu fýlupúkar urðu snortnir. Ég mun aldrei gleyma sam- bandi þínu við foreldra mína og hversu vel þú hugsaðir um þau alla tíð. Ég mun heldur aldrei gleyma hversu þakklát ég var bróður mínum fyrir að hafa fundið þig. Hann hefði ekki getað valið betur. Það vitum við öll og hann manna best. Þið voruð sannkallaðir lífskúnstnerar og nutuð lífsins saman. Þú ert ekki ein af þeim sem þurfa að líta um öxl og hugsa „Ég vildi að ég hefði...“ Þú kunnir að njóta þess besta sem lífið hafði að bjóða hverju sinni og leyfðir öðrum að njóta með þér. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Alla mín. Það er bara til ein Þú og Þú munt lifa í hjörtum okkar að eilífu. Þín mágkona, Sigrún Grendal. Yndisleg mágkona mín, Alla Rósa, er látin langt um aldur fram. Það eru heil 45 ár frá því ég sá hana fyrst. Þá gekk hún um göturnar í Grundarfirði, ofurlítið fött og bar stolt undir belti sitt annað barn. Glæsilegri konu gat vart að líta. Það sópaði að henni og hefur reyndar gert alla tíð. Alla Rósa var elsta barn kaupmannshjónanna í Grundarfirði en ég kom þangað ung- lingsstúlka úr Reykjavík til að vinna hjá móður minni sem rak sumarhótel í plássinu í nokkur sumur. Mín besta vinkona í Grundarfirði varð Ágústa Hrund, yngri systir Öllu Rósu. Á þessum árum kynntist ég Öllu Rósu aðeins lítillega, enda ég unglingur og hún heilum 6 árum eldri. Samt man ég vel skemmtileg og einlæg samtöl sem við áttum um framtíðardrauma, vonir og þrár. Seinna atvikaðist það þannig að við urðum mágkonur, þegar ég krækti í bróður hennar sem hafði ver- ið ættleiddur af Ráðhildi, móðursyst- ur Öllu Rósu, og hennar manni í Vest- mannaeyjum. Það var alla tíð náið samband á milli Öllu Rósu og tengda- móður minnar og kært syst- kinasamband á milli eiginmanns míns og hennar þó að þau hafi ekki alist upp saman. Það er óendanlega sárt að þurfa að kveðja Öllu Rósu en það er að sama skapi ljúft að minnast þeirrar mann- kostamanneskju sem hún var. Hún var einstaklega ræktarsöm við þá sem stóðu henni næst og við stóran vina- hópinn. Hún gladdist innilega yfir vel- gengni annarra og var vakin og sofin yfir velferð allrar fjölskyldunnar. Hún var barnagæla og átti barnaláni að fagna. Og hver hefði trúað því að þessi gyðja væri orðin langamma fyrir þó- nokkrum árum! Hún naut lífsins og alls þess besta sem það hafði upp á að bjóða. Allt í kringum hana ljómaði af sama glæsileik og prýddi hana sjálfa; heimilið, maturinn, fötin, ferðalögin og svo það sem var henni kærast – fjölskyldan. Það var alltaf skemmtilegt í kring- um Öllu Rósu. Hún hafði gaman af að segja sögur og hún hafði tíma til að hlusta á aðra. Hún upptendraðist við skemmtilegar hugmyndir. Hún var sambland af drottingu og prakkara. Það voru sérstök verðlaun að fá að heyra hana hlæja. Þessi hlátur mun lifa í minningunni. Við áttum okkar hátíðir undanfarna áratugi, Þorláks- messu og þorrablót, þar sem 4 kyn- slóðir og vinhópur blandaði geði og gladdist. Ég er þakklát mágkonu minni fyrir örlætið og alla gleðina í gegnum árin og kveð hana með sárum söknuði. Hugurinn er hjá Baldvin, börnunum og Gústu. Sigrún Valbergsdóttir. Í dag kveð ég kæru vinkonu mína og mágkonu, Öllu. Margs er að minn- ast enda um 40 ár frá fyrstu kynnum okkar. Í gegnum árin var samgangur fjölskyldna okkar mikill því við vorum með börn á svipuðum aldri. Með okk- Aðalheiður Rósa Emilsdóttir ✝ Hanna Ragn-arsdóttir fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1929. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 28. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stef- anía Árnadóttir, f. 1906, d. 1992, og Ragnar Erlingsson, f. 1903, d. 1993. Stef- anía giftist síðar Sig- urþóri Jónssyni, f. 1890 d. 1959. Systir Hönnu, sam- mæðra, er Sigrún Sigurþórsdóttir, f. 1935. Hanna ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur hjá móðurforeldrum sínum, Árna Árnasyni, f. 1863, d. 1959, og Kristínu Ólafsdóttur, f. 1868, d. 1946. Hanna giftist Guðmundi Ein- Þórarinssyni lögmanni, f. 1954. Dætur þeirra eru Arndís bók- menntafræðingur, f. 1982, gift Hauki Þorgeirssyni tölvunarfræð- ingi, f. 1980, og Hildur laganemi, f. 1985, í sambúð með Trausta Þor- geirssyni, meistaranema í verk- fræði, f. 1983. 3) Árni kerfisstjóri, f. 1970, kvæntur Hrönn Stefánsdóttur kennara, f. 1971. Skólaganga Hönnu í æsku var hefðbundin, en einnig stundaði hún nám í kvöldskóla KFUM. Hún stundaði nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur og sótti ýmis námskeið tengd vinnslu íslensku ullarinnar. Áður en Hanna giftist vann hún við verslunarstörf, en hennar aðalstarf var alla tíð húsmóðurstarfið. Hún var mikil hannyrðakona, saumaði mikið út, prjónaði fjölmargar lopa- peysur í gegnum tíðina og vann á tímabili fyrir Álafoss við að meta gæði ullarvarnings. Hanna verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. arssyni málarameist- ara, f. 25. desember 1924, d. 10. apríl 1948. Hjónaband þeirra stóð í sextíu ár og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Guð- björg Jónsdóttir, f. 1891, d. 1982, og Ein- ar Guðmundsson, f. 1893, d. 1984. Börn Hönnu og Guðmundar eru: 1) Kristín, áfangastjóri í MH, f. 1948, gift Vigni Einari Thoroddsen aðstoðarforstjóra, f. 1948. Dóttir þeirra er Hanna Kristín, sérfræð- ingur í áhættustýringu, f. 1980. Sambýlismaður hennar er Mark Van Daalen gjaldeyrismiðlari, f. 1979. 2) Ásdís, skrifstofustjóri guð- fræðideildar, f. 1955, gift Þórarni V. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim, er vini syrgir. (Hannes Hafstein.) Tengdamóðir mín Hanna Ragn- arsdóttir lést sl. miðvikudag á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni eftir löng og erfið veikindi. Hanna var Reykvíkingur í húð og hár og þá fyrst og fremst Vesturbæ- ingur, fædd þar og uppalin og lifði þar flest sín ár. Hún var há og mynd- arleg kona, bar sig vel og ákveðin í fasi. Þó langvarandi veikindi léku hana grátt síðustu árin hélt hún ávallt reisn sinni og glæsileika. Hanna hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og sat ekki á þeim skoðunum. Hún hafði mikinn áhuga á fólki, bæði þeim sem nærri henni voru jafnt sem öðrum. Ætt- ingjum sínum og tengdafólki sýndi hún mikla ræktarsemi. Hún hafði mikla samúð með þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu og voru margir sem nutu gjafmildi hennar. Á árunum 1975 til 1980 þegar Kristín dóttir hennar var fararstjóri með hópa til Kulusuk á Grænlandi leið varla sú ferð að Hanna sendi ekki fatagjafir með henni. Eina ferð fór Hanna sjálf til Kulusuk og Kristínu líður það ekki úr minni að við brott- förina til Íslands klæddi Hanna sig úr forláta úlpu sem hún var í og gaf viðstöddum sem henni fannst ekki hlýlega klæddur. Hanna var bókelsk kona og las einkum ljóð hinna gömlu íslensku þjóðskálda. Einar Benediktsson og Davíð Stefánsson voru í sérstöku uppáhaldi enda kunni hún mörg kvæða þeirra utan að. Hún hafði yndi af góðri tónlist hverju nafni sem hún nefndist og leikhús sótti hún oft. Þau hjónin tóku gjarnan börn sín með þegar stærri tónlistar- og leik- húsviðburðir voru í borginni. Meðan heilsa hennar leyfði höfðu þau hjónin Hanna og Guðmundur yndi af því að fara til útlanda og ferð- uðust þau víða um hin ýmsu lönd Evrópu og börn þeirra voru alltaf með þeim þegar þau voru yngri. Í langvarandi veikindum Hönnu ber að þakka eiginmanni hennar Guð- mundi og börnum þeirra fyrir alla þá umhyggju sem þau sýndu henni á sjúkrabeðinu allt þar til yfir lauk. Ekki leið sá dagur síðastliðin þrjú ár sem Guðmundur sat ekki hjá henni löngum stundum. Þá má ekki gleyma umhyggju og alúð starfs- manna hjúkrunarheimilisins Sóltúns við Hönnu og aðstandendur hennar, sérstaklega síðustu sólarhringana. Því frábæra starfsfólki þökkum við nú. Að leiðarlokum þakka ég 30 ára samfylgd með Hönnu, samfylgd sem var bæði gefandi og lærdómsrík. Megi hún hvíla í friði. Vignir Einar Thoroddsen. Hanna Ragnarsdóttir, tengda- móðir mín til þrjátíu ára, andaðist aðfaranótt 28. maí sl. á Sóltúni í Reykjavík á 79. aldursári. Þar hafði hún dvalist um nær þriggja ára skeið eftir að langvinnir sjúkdómar höfðu hert að. Hanna var Reykvík- ingur og stolt af því; hún var borg- arbarn, af fyrstu kynslóð þeirra sem ekki töldu sig aðflutta með rætur í annarri byggð. Hún var dóttir Stef- aníu Árnadóttur, en alin upp við Bakkastíginn af ömmu sinni og afa, þeim Kristínu Ólafsdóttur frá Vatnsenda og Árna Árnasyni frá Breiðholti. Minningin um þau og uppvaxtarárin í þeirra skjóli var henni bæði nærtæk og kær. Kristín amma hennar átti 12 börn og sá auk- inheldur fyrir dótturdótturinni Hönnu og föður sínum öldruðum, sem lést 1931, þá níræður að aldri. Æskuheimilið var þrungið reynslu kynslóðanna og þaðan bar Hanna þau viðhorf og gildi sem mótuðu Hanna Ragnarsdóttir ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐNI JÓNSSON fv. lyfsali, Flókagötu 33, Reykjavík, sem lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 29. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 6. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlega bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) í síma 533 4900. Fjóla Guðleifsdóttir, Leifur Sigurðsson, Katsuko Sigurðsson, Anna Sigurðardóttir, Hannes Leifsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, BRYNHILDUR LILLA JENSDÓTTIR, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum Landakoti fimmtudaginn 29. maí. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 5. júní kl. 13.00. Anna Gísladóttir, Eiríkur Þór Einarsson, Jens Gíslason, Hafdís Jónsdóttir, Brynhildur Jóna Gísladóttir, Guðjón Arngrímsson, barnabörn, barnabarnabörn, Jensína Jensdóttir. ✝ Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HANNA RAGNARSDÓTTIR, Sóltúni 11, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 28. maí á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 5. júní kl. 15.00. Guðmundur Einarsson, Kristín Guðmundsdóttir, Vignir Einar Thoroddsen, Ásdís Guðmundsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson, Árni Guðmundsson, Hrönn Stefánsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.