Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 16
Reuters SVO langt er síðan John McCain tryggði sér tilnefninguna sem forsetaefni repúblikana að sigur hans er orðinn eins og hver önnur gömul lumma; dramatísk átök milli demókratanna tveggja hafa þokað honum út á hliðarlínuna. Og annað getur orðið örlagaríkt: Obama og Clinton hefur gengið mun betur að afla fjár í kosningabaráttunni en McCain. Tortryggni margra flokkshollra repúblikana, sem finnst McCain ekki vera „sinn maður“ og neita að styðja hann, gæti orðið banabiti hans. Segir það sem hann meinar Tvennt getur líka orðið McCain að falli. Annars vegar er það aldur hans, hann verður 72 ára í ágúst og nái hann kjöri verður hann elsti maður í sögu Bandaríkjanna til að verða forseti. Hitt er stuðningur hans við Íraks- stríðið og reiði margra í garð repúblikana og Bush forseta vegna Íraksmálanna. Hafi ekki orðið umtalsverð breyting til batnaðar í Írak í haust og hafi ástand efnahagsmála ekki lagast er ósennilegt að gamli baráttujaxlinn leggi Obama í nóvember. En McCain er þrátt fyrir allt einn af þekkt- ustu og reyndustu leiðtogum landsins og fjöl- miðlar hafa lengi haft á honum dálæti. Vand- inn er að það hafa þeir enn frekar á Obama, öldungadeildarþingmanninum frá Illinois. Öldungadeildarþingmaðurinn frá Arizona er mjög hreinskilinn maður og það líkar mörgum kjósendum vel, þeir eru margir orðnir leiðir á þrauthönnuðum frambjóðendum sem gæta þess vandlega að segja aðeins það sem hljómar vel á hverjum stað. McCain er þekktur fyrir að segja það sem hann meinar. Sem dæmi má nefna að hann reynir ekki að smjaðra fyrir fólki í Ryðbeltinu svonefnda, þar sem mörg störf hafa tapast í hefðbundnum iðnaði, með því að lofa að láta endurskoða frí- verslunarsamninga eins og NAFTA. Hann er sannfærður um gildi frjálsra heimsviðskipta, að Bandaríkin í heild hagnist á þeim þótt ein- hverjir missi sums staðar vinnuna. Hann hefur líka neitað að styðja niðurgreiðslur til bænda sem framleiða maís til etanólframleiðslu. „Fæ mér eitt glas á dag“ „Ég hef ekki neitt á móti etanóli [spíritus], það er fínt, ég fæ mér glas á hverjum morgni en vil ekki láta niðurgreiða það,“ sagði orðhák- urinn McCain í sjónvarpsumræðum í fyrra. Harðlínu-repúblikanar eru ósáttir við margt í málflutningi McCains. Hann vill taka vægt á ólöglegum innflytjendum og gefa þeim færi á að verða ríkisborgarar. McCain vill auk þess að Bandaríkin berjist ákaft gegn gróðurhúsa- áhrifum, þvert á stefnu stjórnar Bush forseta. McCain gæti orðið Obama erfiður keppi- nautur í baráttunni um atkvæði á miðjunni. Hann nýtur virðingar langt út fyrir raðir repú- blikana, bæði vegna þeirra fórna sem hann færði fyrir þjóð sína sem stríðsfangi í Norður- Víetnam en einnig vegna sjálfstæðis hans á þingi. Þar hefur hann barist gegn þröngum hagsmunum stórfyrirtækja sem lengi hafa átt góða vini í flokksforystunni. | kjon@mbl.is Hampar reynslunni McCain nýtur virðingar langt út fyrir raðir repúblikana og höfðar mjög til miðjufólks en hár aldur hans og stuðningur við Íraksstríðið verða til trafala Í HNOTSKURN »Faðir McCains og afi voru báðirflotaforingjar. Sjálfur gekk hann í flotaskóla en var þar oft refsað fyrir óhlýðni. Hann varð flotaflugmaður, var skotinn niður og pyntaður í fangelsi N- Víetnama í rúm fimm ár. »Eiginkona McCains, Cindy, er munyngri en hann og erfði mikil auð- æfi. Þau hafa verið gagnrýnd fyrir að veita litlar upplýsingar um eignir hennar. Garpur McCain er þrautþjálfaður í sjónvarps- kappræðum og gæti gert Obama skráveifu. 16 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HANN er blökkumaður í föðurætt, aðeins 46 ára gamall, með tiltölulega litla stjórnmálareynslu, virkar á suma demókrata sem upphafinn og jafnvel hrokafullur menntamaður, úr tengslum við alþýðuna. En Barack Obama hefur að mati flestra meiri persónutöfra en gengur og gerist meðal stjórnmálamanna og stundum minna fjöldafundir hans meira á sam- komu hjá rokkstjörnu en forsetaefni. Hann hefur yfir sér áru sigurveg- ara með nýja sýn, a.m.k. ennþá þótt hann hafi staðið sig misvel í kapp- ræðum og öðru hverju gert slæm mistök í kosningabaráttunni. Hann var t.d. ótrúlega seinn að skilja hve miklu tjóni prestur hans til margra ára, Jeremiah Wright, hafði valdið með ofstækisfullum yfirlýsingum sín- um en hefur nú afneitað honum. Obama fæddist 1961 á Hawaii, hann er sonur lítt efnaðrar, ein- stæðrar móður frá Kansas, Ann Dun- ham, og Kenýa-mannsins Baracks Obamas eldri sem stundaði nám við Hawaii-háskóla en er nú látinn. Obama eldri yfirgaf barnið og móð- urina fljótlega eftir fæðingu sonarins. Obama lauk laganámi við Harvard og varð öldungadeildarþingmaður fyrir ríkið árið 2004. Obama þykir almennt vera til vinstri í flokki sínum en gagnrýnt er að hann hafi oft gripið til hjásetu á þingmannsferli sínum sem geri erfitt að sjá hver stefna hans sé í reynd. En er hann eitthvað meira en maður sem á auðvelt með að hrífa fólk á fjölda- fundum og í sjónvarpi? Því mun tíminn svara. Heimild- armenn segja að Obama sé agaður og prúður. Hann sé tillitssamur, láti duga að hvísla í eyru ráðgjafa sinna en hrópi ekki og öskri á þá eins og margir þekktir leiðtogar hafa verið frægir fyrir að gera. Stundum glittir í stál Obama vinnur afar skipulega þeg- ar hann kannar stöðuna og sækir sér hiklaust aðstoð hjá eldri og íhalds- samari leiðtogum þegar þörf krefur. Hann getur verið býsna kaldrifj- aður og ákveðinn, stundum glittir í stál og metnaðinn skorti ekki. Þegar hann fékk áhuga á að taka sæti í öld- ungadeild Illinois-ríkis 1996 tjáði hann konu sem hafði gefið honum mörg góð ráð að hann hygðist ekki víkja fyrir henni svo að hún gæti end- urheimt sætið sem hún hafði misst. Hann notfærði sér einnig tæknileg smáatriði til að losa sig með hægð við hugsanlega keppinauta. Að lokum vann hann án mótspyrnu. Ára sigurvegarans AP Obama fæddist ekki með silfurskeið í munninum en er mjög agaður og náði á aðeins 11 árum því takmarki sínu að verða forsetaefni demókrata Hver er stefna Johns McCains?  Utanríkismál: Studdi innrás í Írak 2003 og síðar fjölgun í herliðinu. Tel- ur að herinn ætti að vera áfram þar til Írakar geta sjálfir tryggt öryggi sitt. Vill mynda fylkingu lýðræðisríkja til að herða viðskiptabann á Írana.  Efnahagsmál: Hyggst ekki hækka skatta á ný, en vill draga úr opinberum útgjöldum. Vill umbæt- ur á almannatryggingakerfinu.  Ólöglegir innflytjendur: Lagði til lög um sakaruppgjöf ólöglegra inn- flytjenda og stífari landamæragæslu. Telur að ólöglega starfskrafta skuli aðstoða við öflun ríkisborgararéttar. Hver er stefna Baracks Obamas?  Utanríkismál: Var andvígur stríði í Írak frá upphafi og telur þar engar lausnir að fá með hernaðar- aðgerðum. Tilbúinn að hitta leiðtoga Írans án fyrirframskilyrða.  Efnahagsmál: Vill betrumbæta heilbrigðis- og menntakerfið, og hefur heitið því að endurskoða frí- verslunarsamninga.  Ólöglegir innflytjendur: Styður harðari refsingar við ráðningu ólög- legra starfskrafta. Telur aðstoð við öflun ríkisborgararéttar ekki jafn- gilda sakaruppgjöf ef innflytjandi greiðir sekt. | sigrunhlin@mbl.is S&S OBAMA er sagð- ur eiga í harðri baráttu við tób- aksfíknina, notar tyggigúmmí í þeim slag. Hann hefur viðurkennt að hafa notað fíkniefni á há- skólaárunum og ólíkt Bill Clinton andaði hann að sér marijúana- reyknum. „Ég hef aldrei skilið þetta [hjá Clinton]. Markmiðið var að anda þessu að sér.“ Obama tók ofan í sig Táningurinn Obama. EIGINKONA Obamas, Michelle, er einnig lögfræðingur. Hún er oft sögð ráðleggja honum að láta hjartað ráða meira en heilann þegar hann tjái sig við kjósendur. Heimildarmenn segja að Obama virði gjarnan pólitík fyrir sér eins og úr fjarlægð og reyndar hefur hann sagt að mikil fjölmiðlaum- fjöllun ýti undir sjálfsdýrkun með- al pólitíkusa. Á Obama þessa af- stöðu sameiginlega með væntanlegum keppinaut sínum, John McCain, sem lengi hefur þótt fara sínar eigin leiðir og gera hálfpartinn gys að öllu tilstandinu og sjálfum sér um leið. Óttast sjálfsdýrkun OBAMA heim- sótti föðurfólk sitt í Kenýa þeg- ar hann var um tvítugt. Amma hans þarlend, Sa- rah Hussein Obama, segist vera afar stolt og er með stóra mynd af son- arsyninum uppi á vegg. Amman hvíta frá Kansas, Madelyn Dunham, mun hafa reynst Obama mjög vel. En hann hefur lýst því hvernig sumt af því sem hún segi um svarta ósi af fordómum, þrátt fyrir ástina á dóttursyninum. Ömmurnar tvær Amman í Kenýa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.