Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 38
Margir listamenn virðast hjakka í sama farinu svo árum skiptir eða jafnvel áratugum … 40 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÉG er alltaf í sigurliði,“ fullyrðir Friðrik Þór glaðhlakkalegur í sím- ann, nýkominn úr sturtu eftir vel heppnaðan hádegisfótbolta. Og þeg- ar ég spyr hann nánar út í næstu mynd þá kemur í ljós að þar var hann í sigurliðinu í mun mikilvægari baráttu. Um er að ræða Sólskins- dreng, heimildarmynd sem frum- sýnd verður næsta haust. Myndin fjallar um leit móður einhverfs drengs að úrræðum fyrir einhverfan son sinn. „Þegar við byrjuðum myndina þá átti hún dreng sem hafði ekki tjáð sig lengi en síðan hefur margt áunnist sem enginn sá fyrir, sem hefur verið mjög ánægjulegt að sjá. Þetta er ferli sem allir einhverfir geta farið í, þótt tjáskiptatæknin komi til þeirra á misjöfnum hraða,“ segir Friðrik Þór og vonast til þess að stjórnvöld hérlendis fylgi þróun- inni. „Það sem er fallegast við þetta er að samfélagið hefur nú ákveðin úrræði í þessum málum sem stjórn- völd gera vonandi að sínum. Kali- forníufylki er langfremst í þessum rannsóknum, þannig að við eigum bara að apa eftir því sem þeir eru að gera og bæta svo við. Ég sé fram á að þá ættu ekki að verða margir ein- hverfir eftir fjögur ár sem ekki geta tjáð sig.“ Friðrik Þór sýndi nokkur atriði úr myndinni á Skjaldborgar-hátíðinni sem nú er nýlokið. „Það gekk mjög vel, ég fékk mjög góð viðbrögð – það var gott að fá ábendingar frá koll- egunum,“ segir Friðrik Þór. Leikstjórinn er með fleiri heimild- armyndir á prjónunum þótt ekkert sé komið á þann rekspöl að ástæða sé til að greina umheiminum frá því, en fyrst er að klára Sólskinsdreng- inn og leikstýra svo Mömmu Gógó, ævisögulegri mynd þar sem Hilmir Snær leikur leikstjórann og Krist- björg Keld leikur móður hans. Friðrik Þór í sigurliði Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Bjartsýnn „Ég sé fram á að þá ættu ekki að verða margir einhverfir eftir fjögur ár sem ekki geta tjáð sig,“ segir Friðrik Þór.  Merkilegar uppgötvanir um einhverfu í væntanlegri heimildarmynd leikstjórans  Er með fleiri myndir í bígerð  Það má lengi deila um hvort betra sé að vinna hylli gagnrýnenda eða almennra áhorfenda, en Ragnar Bragason og samstarfsmenn hans í Vestur- porti geta nú glaðst yfir því að vera jafn dáðir í báðum hópum, a.m.k. í Rússlandi. Kvikmynd þeirra, For- eldrar, hlaut nefnilega nýlega áhorfendaverðlaunin í Zerkalo- kvikmyndahátíðinni í Rússlandi (en hún er haldin í minningu leikstjór- ans mikla, Andrei Tarkovsky) og fylgdi þar með eftir velgengni tví- buramyndar sinnar, Börn, sem vann gagnrýnendaverðlaunin á sömu hátíð fyrir ári, en þar fékk Ólafur Darri Ólafsson einnig verð- laun fyrir leik sinn. Það var Ingvar E. Sigurðsson sem brá sér til Rúss- lands og tók við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins. Vinsælir Foreldrar Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „KREPPA er perfekt fyrir listamann sem á ekki neitt,“ segir Erpur Eyvindarson þegar hann er spurður um þann aukna kraft sem virðist kom- inn í Rottweilergengið síðustu misseri. Erpur vinnur sjálfur að gerð nýrrar sólóplötu, og Rott- weiler hundarnir gáfu út lagið Reykjavík Belfast í gegnum Myspace fyrir skemmstu. Erpur getur ekki sagt til um með vissu hvenær nýja platan er væntanleg í búðir. „En ég er kom- inn vel á leið með hana og með mörg lög í hausn- um,“ segir hann. Erpi gefst kannski ekki mikill tími til að semja því XXX Rottweiler hundar eru eftirsóttir í tónleikahald. „Við erum búnir að vera að spila eins og svín út um allt í vetur, búnir að taka beisikallí öll menntaskólaböll og spil- uðum meira segja á [ritsk.] Höfn í Hornafirði.“ Eru hringitónar framtíðin? Tónleikahald segir Erpur að sé líka eina leiðin fyrir tónlistarmenn í dag til að afla sér tekna að ráði enda alls óvíst með tekjur af útgáfu. „Tón- listarheimurinn er í einhverju tómarúmi á milli plötuútgáfunnar, sem er að deyja út, og síðan einhvers sem ekki er ennþá komið en verður væntanlega gegnum netið. Vandinn er að rafræn sala er ekki orðin nógu þróuð og skilar sér ekki endilega fjárhagslega til tónlistarmannsins,“ segir hann. „Þegar plötusalan er í þessari stöðu þá þurfa menn að spila meira á tónleikum. Nú er til dæmis Madonna búin að segja upp samningum við gamla útgefandann og komin á samning hjá tónleikafyrirtæki, enda öruggara að fá borgað fyrir tónleika en plötu sem endar á Viking Bay.“ Blaðamaður stenst ekki mátið að stríða Erpi: Er ekki hipp-hoppið orðið úrelt og staðnað? Ald- eilis ekki, segir Erpur og nefnir hvernig ný sóló- lög hans eru undir nýjum og spennandi áhrifum suður-amerískra og karabískra Reggaeton- og Dancehall-strauma og bresks dubstep á meðan Rottweiler hundarnir eru að verða fyrir miklum áhrifum frá suðurríkjarappi „Lögin sem við er- um að gera núna eru allt öðruvísi en það sem við höfum gert áður. Það eru til dæmis þvílíkar breytingar á því hvernig ég beiti röddinni og set saman rímurnar. Áherslurnar í skrifum og uppsetningu eru allt aðrar og ekki lengur jafn- hrár heildarhljómur eins og var á fyrstu plöt- unum,“ segir hann. „Þetta er heavy fresh!“ Innblástur auðfenginn  Erpur Eyvindarson vinnur að nýrri plötu og segir hipp-hoppið aldrei hafa verið ferskara  XXX Rottweiler hundar spila á Trix í Keflavík á laugardag Morgunblaðið/Árni Sæberg Alltaf ferskur Erpur segir tónlistarmenn í vanda stadda þegar kemur að útgáfumálum í dag. Einu öruggu tekjurnar er að fá með tónleikahaldi.  Blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen er farinn út til Lund- úna til að fylgjast með umsvifum Garðars Thors Cortes vegna vænt- anlegrar breiðskífu hans sem kem- ur út 23. júní næstkomandi. Garðar mun syngja Carmen í Hampton Court með The Royal Philharmonic Orchestra í kvöld en daginn eftir mun hann sitja fyrir vegna greinar sem birt verður í hinu annálaða lífs- tílsriti Hello. Algjör „vinstri-hægri“ sveifla eins og Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars, orðaði það en Arnar verður sem fluga á vegg á meðan atganginum stendur og mun senda hingað skýrslur um fram- ganginn. Mikill hugur er annars í Garðari og co. vegna plötunnar en vonast er til að hún komi honum í meistaradeild þess geira sem hann starfar innan. Fleiri trix í bókinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.