Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 33
alltaf á móti öllum fjölskyldumeðlim- um á sama hátt og þá sérstaklega barnabörnunum, hvort sem þau voru blóðtengd henni eða tengdust inn í fjölskylduna hennar. Matta var mikil hagleikskona, hvort sem hún var að prjóna, búa til hluti úr keramiki eða föndra við perl- ur, þá lék það allt í höndunum á henni og allt var gert af mikilli hugvitssemi og natni. Handavinnan veitti henni mikla ánægju og var stór hluti af hennar lífi enda féll henni sjaldnast verk úr hendi. Þeir eru ekki ófáir hagleiksmunirnir frá henni, sem prýða heimilið okkar og á jólunum tökum við alltaf fram fallegu snjó- karlana og jólatréð, sem lýsa svo fal- lega og munu ætíð eiga heiðurstað hjá okkur til minningar um hana. Á aðfangadagskvöldi í fyrra, þegar þau Bensi voru hjá okkur og við vorum að tala um hversu fallegir munirnir væru, sem hún hefur gert og prýddu heimili okkar, var hún hógvær eins og endranær, en það gladdi hana greinilega að sjá þá. Það var eftir- tektarvert hversu vel hún hugsaði alltaf um hann Bensa sinn og falleg sjón að sjá þau hjónin leiðast um allt, passandi hvort upp á annað. Hans missir er mikill. Elsku Matta mín. Innilegar þakkir fyrir samveruna. Við fjölskyldan kveðjum þig með söknuði en vitum að þér líður vel núna og við vitum, að eins og alltaf muntu líta vel eftir Benna fyrir okkur. Hildur. Elsku amma mín, nú ert þú farin frá okkur og búin að lifa góðu lífi og skila þínu. Það voru svo mikil róleg- heit yfir þér síðustu dagana eins og raunar alltaf. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa, amma mín, í Krummahól- ana þar sem þið bjugguð eftir að þið fluttuð frá Hólmavík og síðan seinna í Dvergabakkann. Nú þegar ég skrifa þetta léttir yfir mér og ég brosi út í annað þegar ég minnist þess þegar þú hjálpaðir okkur systr- unum að búa til öskupokana fyrir öskudaginn. Við máttum ekki rífast og báðar fengum jafnt og ekki mátti vera með frekju. Þú varst alltaf svo fær í höndunum og alltaf tilbúin til að aðstoða mig við saumaskap. Manstu eftir hvíta kjólnum sem ég gerði með þinni hjálp. Ég vildi að ég hefði hald- ið betur utan um þann kjól. Þegar ég var yngri og var í unglingavinnunni þá kom ég oft, mjög þreytt eftir dag- inn og lagði mig hjá ykkur, ég man hvað þér þótti vænt um það, og þegar ég vaknaði var alltaf eitthvað gott að borða. Ég bjó á Egilsstöðum í rúmt ár og ég var svo heppin að fá ykkur í heim- sókn austur á land. Mér fannst til- valið að þið kæmuð til okkar Inga vegna þess hversu lítið þið höfðuð ferðast innanlands. Ég sýndi ykkur Hallormsstaðarskóg og við keyrðum um firðina. Ykkur afa þótti þessi ferð mjög skemmtileg og það má segja að þetta hafði verið eins og síðbúin brúðkaupsferð og þið létuð eins og ástfangnir unglingar. Mér er minn- isstætt þegar við fórum til Seyðis- fjarðar. Birgir Snær sonur minn var þá eins árs gamall og þið urðuð vitni að fyrstu skrefum hans í þessari ferð ykkar. Við stoppuðum og fengum okkur ís í sjoppunni á Seyðisfirði. Við fengum okkur sæti og ég var í óða önn að gefa stráknum ís. Þú sagðist þurfa að fara á salernið, amma! Og áður en ég vissi af var afi líka farinn. Ég var dágóða stund ein með drengnum frammi og var farin að hafa áhyggjur af því þið létuð nú ekki sjá ykkur. Ég tók drenginn úr barna- stólnum og fór að leita. Ég fór inn á kvennasalernið og þá sá ég ykkur bæði standandi þarna og þið voruð að kyssast. Ég hrökk við og strunsaði aftur út og þið komuð á eftir mér eins og ekkert hefði gerst en samt svolítið vandræðaleg á svip. Svona góðar og miklu fleiri minn- ingar á ég um ykkur afa, amma mín, og ég dáist að hversu mikil dugnað- arkona þú varst og hversu auðvelt var fyrir þig að eiga öll þessi börn og annast þína stóru fjölskyldu. Bless amma mín. Elísabet Rós Birgisdóttir.  Fleiri minningargreinar um Matt- hildi Guðbrandsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 33 Tilkynningar Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A, laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar nr. 1198/2007, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum, fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2008. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins: www.stjr.is/slr Skriflegar umsóknir skulu berast til sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, Skúla- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00, miðvikudaginn 11. júní 2008. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. júní 2008. Kvennaskólinn í Reykjavík Innritun Innritun nýrra nemenda stendur yfir og er rafræn. Umsækjendur fara inn á www.menntagatt.is og fylla þar út umsókn. Allar umsóknir þurfa að hafa borist skólanum í síðasta lagi 11. júní. Námsráðgjafar verða til viðtals í skólanum 10. og 11. júní frá kl. 9.00 til 16.00. Kvennaskólinn í Reykjavík býður bóknám til stúdentsprófs. Brautirnar eru þrjár: félagsfræðabraut málabraut náttúrufræðibraut Í skólanum er bekkjakerfi en þó mikið val á 3. og 4. námsári. Nánari upplýsingar um skólann eru á heima- síðu skólans, www.kvenno.is eða í síma 580 7600. Auglýsing um skipulag í Eyjafjarðarsveit A.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Breytingin felst í stofnun iðnaðarlóðar á eyrum Þverár ytri. Lóðin er ca 5,7 ha og þar er fyrir- hugað að reisa jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang. Við breytinguna minnkar efnistökusvæði um ca 1,3 ha og landbúnaðarsvæði um ca 4,4 ha. Breytingin er sýnd á uppdrætti í stærðinni A2 og er umhverfisskýrsla dags. í maí 2008 meðfylgjandi uppdrættinum. B.Tillaga að deiliskipulagi. Tillaga að deiliskipulagi iðnaðarlóðar í landi Þverár ytri er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Tillagan sýnir staðsetningu iðnaðarlóðar í landi Þverár ytri sbr. auglýsingu um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 hér að framan. Stærð lóðarinnar er 5,7 ha. Þar er fyrirhugað að reisa jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang. Áætluð stærð byggingar fyrir tækjabúnað er allt að 1250 ferm. að grunnfleti. Vegghæð 5 – 6 m og mesta þakhæð 8 – 9 m. Geymsluhús fyrir stoðefni er áætlað 400 ferm. að grunnfleti. Malbikuð plön ca 2100 ferm. Afkastageta stöðvarinnar er áætluð 17 þús. tonn á ári. Tillögur þessar verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 5. júní til og með 3. júlí 2008. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 17. júlí 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim. Syðra-Laugalandi 4. júní 2008. F. h. sveitarstjórnar, Guðmundur Jóhannsson sveitarstjóri. FINANCE OFFICER ASSISTANT The purpose of the EFTA Surveillance Authority is to ensure the fulfilment by the EEA EFTA States, i.e. Iceland, Liechtenstein and Norway, of their obligations under the EEA Agreement. The Authority is located in Brussels, Belgium, and currently employs 60 international civil servants of 16 nationalities. The Authority is led by a College, consisting of three Members appointed by the EEA EFTA States. The Authority shall be completely independent in the performance of its duties, and shall neither seek nor take instructions from any Government or body. The EFTA Surveillance Authority is seeking to fill the following positions in its Administration Department. The successful applicant will be working with budgets, accounting, payments, voucher handling, travel claims, payroll and related control activities. In addition, the successful candidate will also carry out tasks relating to the interpretation and execution of the Authority’s Financial Regulations and Rules and Staff Regulations and Rules insofar as the latter entails payments. The officer will report to the Director of Administration. Entry on duty: autumn 2008 The successful applicant will assist the Director in HR and recruitment matters, liaison with Belgian Authorities, VAT claims, assist new staff members during installation, and procurement of stationary. The incumbent shall also assist the Finance Officer in various accounting operations, inter alia payroll. Entry on duty: autumn 2008 A description of conditions and the application procedure for these positions is available at: https://jobs.eftasurv.int. Compliance with the prescribed procedure is mandatory. Deadline for application: 30 June 2008 Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.