Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 19
Ólga Laxveiðimenn eru í skýjunum þessa dagana, svo góð er veiðin. Þessi stóra hygna var einnig lukkuleg þegar henni var sleppt aftur í Grímsá.
Einar Falur Blog.is
Svanur Gísli Þorkelsson | 27. júlí 2008
Þeldökkur forseta-
frambjóðandi í Banda-
ríkjunum á síðustu öld
Mikið er látið með þá
staðreynd að Barack
Obama sé fyrsti svarti
maðurinn sem nær að
tryggja sér útnefningu
sem forsetaefni í Banda-
ríkjunum. Í öllu fjölmiðla-
fárinu gleymist að hann er alls ekki fyrsti
þeldökki maðurinn til að gefa kost á sér
til embættisins þótt ekki hafi fylgt út-
nefning annars af stærstu stjórn-
málaflokkunum. Fyrsti þeldökki mað-
urinn sem það gerði og eitthvað kvað að,
var vafalaust djasssnillingurinn Dizzy
Gillespie. [...] Meginandstæðingar Dizzy
voru Lyndon Johnson fyrir demókrata og
Barry Goldwater fyrir repúblikana. Dizzy
lofaði því að ef hann næði kosningu
mundi hann endurnefna Hvíta húsið
„Blues-húsið“, hann myndi útnefna Ray
Charles yfirbókasafnsvörð þingsins, Mi-
les Davis að yfirmanni CIA og gera sjálf-
an Malcom X að dómsmálaráðherra.
Varaforsetaefni hans yrði Phyllis Diller
grínisti og forsetaritari sjálfur Duke Ell-
ington. Eins og sjá má var framboðið
hálfgert grín, en öllu gríni fylgir nokkur
alvara
Meira: … svanurg.blog.is
Gunnhildur Ólafsdóttir | 27. júlí 2008
Flott hjá leiðbeinendum!
Flott hjá leiðbeinendum
að drífa sig bara í verk-
fall. Gengur ekki að láta
bjóða okkur þessa vit-
leysu sí og æ. Ég vann
sem leiðbeinandi síðustu
tvö sumur og ég verð að viðurkenna að
ástæða þess að ég ákvað að vinna ekki
þar þriðja sumarið var ekki sú að ég
væri komin með leið á því (þvert á
móti), heldur sú að launin nægðu varla
til að lifa þó ekki sé nema hefðbundnu
og sparsömu lífi. Ó, nei. Ekki það að
þessi vinna sé beint erfið – eða jú þú
þarft náttúrulega að „díla“ við unglinga
og það getur tekið á – því eins og við
vitum þá eru þau enn að þroskast og
sjá hlutina í öðruvísi ljósi en þeir er
eldri eru
Meira: … gunnhildur.blog.is
Björn Bjarnason | 26. júlí 2008
Laugardagur,
26. 07. 08.
Sérfróðir um kvikmyndir
um Leðurblökumanninn
telja nýjustu myndina um
hann, Rökkurriddarann –
The Dark Knight, þá bestu
um þessa einstöku hetju
réttlætisins og stríð henn-
ar við illu öflin, sem holdgervast í Jókern-
um. Ég dreg þennan dóm ekki í efa. því
að myndin er mögnuð í öllu tilliti. Jónas
Kristjánsson er áfram með títuprjón á
lofti. Hann skammar Jónínu Ben. …
Meira: bjorn.blog.is
Að undanförnu hef-
ur mikil umræða verið
í fjölmiðlum um tengsl
Íslands við Evrópu-
sambandið. Vanga-
veltur af ýmsu tagi um
upptöku evru í stað ís-
lensku krónunnar
hafa verið afar fyr-
irferðarmiklar. Sumir
orða það þannig að
þungi Evrópuumræð-
unnar sé sífellt að aukast. Aðrir
tengja aukna umræðu nú fyrst og
fremst við tal um efnahagsvanda,
heimatilbúna kreppu og þrengingar.
Í hugum okkar undirritaðra er allt
tal nú um inngöngu í Evrópusam-
bandið eða upptöku evru sem lið í að
leysa efnahagsvandann og þá hags-
tjórnarkreppu, sem við Íslendingar
glímum nú við og er að stóru leyti
heimatilbúin, flótti frá veru-
leikanum. Hér þarf fyrst og fremst
að ná tökum á hagstjórn og end-
urheimta efnahagslegan stöð-
ugleika. Það er ekki hægt að kalla
það neitt annað en ábyrgðarleysi
þegar annar ríkisstjórnarflokkurinn
gerir beinlínis út á efnahagsþreng-
ingar og erfiðleika þjóðarbúsins í því
skyni að þoka Íslandi í átt að Evr-
ópusambandsaðild. Samfylkingin
hefur fátt ef nokkuð haft annað fram
að færa til að leysa efnahagsvandann
annað en að tönnlast á því að gjald-
miðillinn sé ónýtur og þjóni okkur
ekki til frambúðar. Alltaf er lausnin
sú sama: Að taka upp evru og ganga
í Evrópusambandið.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist á
köflum hálfráðvilltur í umræðunni
enda ber hann höfuðábyrgð á efna-
hagsmálum og hagstjórn á Íslandi sl.
tæpa tvo áratugi. Við í Vinstrihreyf-
ingunni – grænu framboði leggjum
áherslu á að umræðu um þessi tvö
viðfangsefni, annars vegar lausn yf-
irstandandi efnahagsvanda og að-
gerðir til að endurheimta efnahags-
legan stöðugleika, tryggja atvinnu
og velferð á næstu misserum, og
hins vegar framtíðarákvarðanir um
tengsl okkar við Evrópusambandið,
verði haldið skýrt aðskilinni. Það
þýðir að sjálfsögðu ekki að hvort-
tveggja geti ekki verið til umfjöll-
unar á réttum vettvangi eins og vera
ber. En að grauta þessu saman með
þeim hætti sem nú er leynt og ljóst
gert af ýmsum aðilum er hvorugu til
framdráttar, glímunni við efnahags-
vandann eða uppbyggilegri og mál-
efnalegri umræðu um Evrópumál.
Grundvallarspurningin snýst
um ákvörðunarvaldið
Þegar kemur að Evrópumálum
hefur Vinstrihreyfingin – grænt
framboð haft þá skýru stefnu að að-
ild að Evrópusambandinu þjóni ekki
hagsmunum Íslands. Sú stefna
byggist á umræðu innan flokksins
um Evrópumál þar sem við höfum
reynt að svara ýmsum grundvall-
arspurningum um tengsl Íslands og
Evrópu.
Og hverjar eru svo þessar stóru
spurningar um tengsl Íslands við
Evrópusambandið, aðild að ESB eða
áframhaldandi tilvist EES-
samningsins og gjaldmiðilinn? Flest-
ir nálgast málið þannig að þetta snú-
ist um kosti þess og galla að gerast
aðili að Evrópusambandinu. Þótt
það sé rétt svo langt sem það nær,
vörum við við því að setja þetta upp
sem einfalt reikningsdæmi. Það er
ógerlegt að taka ákvörðun um hugs-
anlega aðild Íslands að sambandinu
með því að raða upp í debet- og kred-
itdálk og láta þann dálkinn sem
verður lengri ráða. Fyrir utan hina
efnahagslegu þætti snúast stóru
spurningarnar um fullveldið, samn-
ings- og sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
Þær snúast um lýðræði, stöðu al-
mennings gagnvart fjarlægu mið-
stjórnarvaldi, og hvaða áhrif það
hefur á eitt lítið samfélag að færa
ákvörðunarvald þess fjær fólkinu
sem skapar það. Þær snúast um
stöðu, sjálfsmynd og menningu
lands og þjóðar, forræði yfir auðlind-
um, efnislegum og jafnvel hug-
lægum. Að lokum snúast þær einnig
um þá þróun sem viðkomandi fjöl-
þjóðaaðili, í þessu tilviki Evrópu-
sambandið, gengur í gegnum að
ógleymdri sjálfri grundvall-
arhugmyndafræðinni sem liggur að
baki Evrópusamrunanum og sam-
keppnis- og markaðsvæðingu sam-
bandssvæðisins. Spurningunni verð-
ur sem sagt ekki svarað með
einfaldri samlagningu og frádrætti,
henni verður ekki svarað án þess að
fara yfir ýmsa huglæga og afstæða
þætti, og ekki einungis út frá að-
stæðum líðandi stundar heldur verð-
ur einnig eftir bestu getu að setja
hana í samhengi við líklega framtíð-
arþróun mála. Okkar niðurstaða í
VG hefur verið sú að þegar vegnir
eru saman kostir og gallar, þær
fórnir sem færðar væru í þágu að-
ildar að Evrópusambandinu og það
framsal á lýðræðislegu ákvarð-
anavaldi sem færi þar með úr land-
inu, væri sú takmörkun fullveldis og
samnings- og sjálfsákvörðunarréttar
of dýru verði keypt, þótt vissulega
megi benda á ýmsan ávinning sem
orðið gæti af því að ganga í ESB bor-
ið saman við þau tengsl sem við höf-
um við það nú á grundvelli EES-
samningsins með kostum hans og
göllum.
Þróun í átt að sambandsríki
Þróun ESB á grundvelli samruna-
hugmyndafræðinnar sem leynt og
ljóst vinnur að því að búa til evrópskt
stórríki, með sameiginlegan gjald-
miðil, landamæri, dómstól, laga-
grundvöll og jafnvel her, hefur verið
knúin áfram linnulaust af voldugum
hagsmunaaðilum, embættis-
mannakerfi og stjórnmálamönnum,
oft og tíðum án stuðnings almenn-
ings. Þegar almenningur í aðild-
arríkjum Evrópusambandsins hefur
svo fengið að kjósa um þróun mála
hefur hann oftar en ekki hafnað
frekari samruna. Danska þjóðin hef-
ur þannig ítrekað hafnað frekari
samrunaþróun, Svíar höfnuðu því að
taka upp evru og Írar felldu Nice-
samninginn en voru síðan neyddir til
að kjósa um hann aftur og sam-
þykktu hann þá. Frægast og nýjast
er þó þegar lykilþjóðirnar Frakkar
og Hollendingar kolfelldu drög að
stjórnarskrá fyrir Evrópusam-
bandið, þeim hinum sömu og Írar
höfnuðu á dögunum undir nýju nafni
sem nú er Lissabon-samningurinn
svonefndi. Aðrar þjóðir fengu ekki
að greiða atkvæði um þennan samn-
ing.
Varðandi aðild að myntsamstarfi
Evrópusambandsins og upptöku
evru verður að vara við því að um-
ræðum um ESB sé stillt þannig upp
að myntin og myntsamstarfið séu
þar orðin aðalatriði málsins. Fyrir
það fyrsta er það algjörlega sjálf-
stæður þáttur Evrópusambands-
samvinnunnar, sem best sést á því
að rótgróin aðildarríki eins og Bret-
land hafa ekki tekið upp evru. Svíar
höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæða-
greiðslu og mörg af nýju aðildarríkj-
unum í Mið- og Austur-Evrópu hafa
ekki tekið upp evru. Sum vegna þess
að þau uppfylla ekki skilyrðin ár eft-
ir ár og verða af þeim sökum að
fresta upptöku evrunnar, eins og t.d.
Lettland, önnur einfaldlega vegna
þess að þau virðast ekki telja sér það
hagstætt við núverandi efnahags- og
atvinnuaðstæður.
Innan evrusamstarfsins sjálfs
gætir vaxandi togstreitu og spennu.
Á Írlandi er mikið rætt um það að
evran sé orðin Írum fjötur um fót og
einnig gætir mikillar óánægju í
sunnanverðri Evrópu, s.s. hjá Ítöl-
um og Spánverjum, sem gagnrýna
stefnu evrópska Seðlabankans í
Frankfurt fyrir að láta hagsmuni
þýsku aflvélarinnar í evrópsku efna-
hagslífi fyrst og fremst ráða ákvörð-
unum um vexti og annað.
Lauslegt mat á mismunandi að-
stæðum einstakra ríkja sem eru í
Evrópusambandinu með eða án evru
dugir í raun og veru til að sýna og
sanna að upptaka evrunnar er ekk-
ert lausnarorð og leysir menn ekki
undan þeirri skyldu að standa
ábyrgt að málum í efnahags- og at-
vinnulífi. Evran er sem sagt ekki
ódýr miði á fyrsta farrými í efna-
hagsmálum og hagstjórn. Þegar allt
kemur til alls eru það innviðir og
innri styrkur í þjóðarbúskapnum,
verðmætasköpun og styrk stjórn
efnahagsmála sem skiptir sköpum.
Hins vegar er sjálfsagt að ræða um
tengsl Íslands og Evrópu og hvernig
við sjáum þau þróast í framtíðinni og
það munum við í Vinstri grænum
gera á næstunni.
Eftir Steingrím J.
Sigfússon og Katr-
ínu Jakobsdóttur
» ... að aðild að Evr-
ópusambandinu
þjóni ekki hagsmunum
Íslands.
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundar eru formaður og varafor-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs.
Evrópuumræðan og efnahagsvandinn
Katrín
Jakobsdóttir
Eva Hauksdóttir | 27. júlí 2008
Lagði smábörn
í veg vinnuvéla
Samarendra Das heim-
sótti mig í morgun. Við
spjölluðum lengi saman
og hann sýndi mér heim-
ildamynd sem hann gerði
um ástandið í Orissa.
Samarendra er sjálfur
frá Orissa og það er frábært að fá upp-
lýsingar frá fyrstu hendi. Í myndinni er
t.d. sýnt hvernig fólk sem hefur misst
beitilönd fyrir búfénað og ræktarlönd,
dregur fram lífið með því að ferðast hátt
upp í fjöll og höggva sundur harðan jarð-
veg til þess að grafa upp rætur. Við
sjáum eitraða rauðleðjupytta þar sem
áður þreifst líf í tjörnum og svifrykið sem
sest yfir það litla ræktarland sem eftir er
og spillir neysluvatni. Eitt myndskeiðið
sýnir fólk í mótmælasetu á landi sem á
að taka frá því til þess að dótturfyrirtæki
Alcan geti orðið enn ríkara, voldugra og
ógeðslegra en það er í dag. Þegar fólkið
færir sig ekki, kemur löggan og lemur
það með löngum bambusprikum...
Meira: … sapuopera.blog.is