Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 2 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ KUNG FU PANDA ENS. TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ WANTED kl. 11:10 B.i. 16 ára CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 B.i. 7 ára DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 11:10 POWERSÝNING B.i. 12 ára DECEPTION kl. 10:20 B.i. 16 ára WANTED kl. 8 B.i. 16 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 6D LEYFÐ DIGITAL INDIANA JONES 4 kl. 5:30 B.i. 7 ára / KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI "EINFALDLEGA OF SVÖL,THE DARK KNIGHT MUN SÓPA AÐ SÉR ÓSKARSVERÐLAUNUM. ÓTRÚLEGAR BARDAGASENUR OG ÓVÆNTAR FLÉTTUR Í HANDRITINU GERA MYNDINA FRÁBÆRA." -ÁSGEIR J. - DV "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI POWER SÝNING KL. 11:1 0 Í KRINGL UNNI "VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! THE DARK KNIGHT ER STÓRKOSTLEG. THE DARK KNIGHT ER SVO GÓÐ AÐ ERFITT ER AÐ ÍMYNDA SÉR AÐ SÚ ÞRIÐJA GETI ORÐIÐ BETRI. UNDIRRITAÐUR KIKNAÐI Í HNJÁLIÐUNUM... Á NÝJUSTU BATMAN-MYNDINNI" -T.S.K - 24 STUNDIR THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 B.i. 12 ára LÚXUS VIP DECEPTION kl. 8 - 11:10 B.i. 14 ára MAMMA MIA kl. 2 - 3:40 - 6 - 8:20 LEYFÐ UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS Það er skrýtið að vera hérna,“sagði Amy Kuney á tónlist-arhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra. „Fyrir nokkr- um mánuðum söng ég lag eftir Da- mien Rice og setti upptökuna á YouTube. Hann sá það og nú er ég komin alla leiðina hingað og er að spila með honum á tónleikum.“    Það er svolítið skrýtið að mætaá tónleika í gömlu síld- arbræðslunni í Bakkagerði. Húsið er alveg hrátt, bara ryðguð báru- járnsskel á timburgrind með ójöfnu steingólfi. Þegar kirkjan í þorpinu var gerð upp fyrir nokkr- um árum voru gömlu gluggarnir rifnir úr og þeir hafa verið hengd- ir upp á veggi bræðslunnar með ljósum á bak við, en annars kemur eina birtan inn um naglaförin í bárujárninu. Þetta er magnað um- hverfi fyrir tónleika.    Þetta var í annað skiptið sem égsótti Bræðsluna, fyrir tveim- ur árum sá ég Emilíönu Torrini og Belle and Sebastian á sama stað. Þá var um það bil helmingur tón- leikagesta kominn langt að á há- tíðina, sömu kunnuglegu andlitin og maður myndi búast við að sjá á tónleikum indípoppsveitar í Reykjavík. Þá sameinuðust Aust- firðingarnir og aðkomufólkið í því að búa til einhverja galdrastemn- ingu í hárfínu jafnvægi á milli sveitaballs og tónleika. Fólkið sem venjulega hreyfir ekki svo mikið sem eina rasskinn á tónleikum á Nasa af ótta við að missa kúlið, stökk um af eintómri kátínu í lopa- peysum og gúmmískóm. Tónlistin var hinsvegar langtum betri og einlægari gleði í loftinu en á þeim sveitaböllum sem ég hef reynslu af.    Nú í ár virtist útihátíðarstemn-ingin hafa náð yfirhöndinni. Krakkar hlupu um með sjálflýs- andi prik og margir hátíðargestir sátu í grasinu í kringum bræðsl- una og supu á öli á meðan þær Amy Kuney og Dísa spiluðu fyrir hálftómu húsi. Kannski dregur Damien Rice ekki jafn marga þvert yfir landið og Belle and Seb- astian, enda hefur hann komið nokkrum sinnum áður til landsins.    Borgarfjörður er undirlagður afBræðslunni meðan hún stend- ur yfir og alls staðar í þorpinu heyrðist útvarpsútsendingin frá tónleikunum berast út um glugga á húsum og bílum. Þegar bæj- arhetjan Magni „Magnificent“ Ás- geirsson hóf upp raust sína voru öll útvarpstæki skrúfuð upp í ellefu og fólkið sem hafði verið á röltinu í kringum húsið dreif sig inn. Magni gaf fólkinu það sem það vildi og tók bæði „Creep“ og „If I Promised You The World“ við mikinn fögnuð. Þegar hann sló svo nokkur hressi- leg grip á gítarinn og upphafslín- urnar „Af hverju get ég ekki – lifað eðlilegu lífi?“ ómuðu um salinn fór austfirsk fagnaðarbylgja um salinn yfir Sólstrandargæjunum og Magna í einum pakka. „Ég er rang- ur maður á röngum tíma í vitlausu húsi, je, je, je!“ Eivör Pálsdóttir fylgdi á eftir og nú voru allir tón- leikagestir komnir inn í hús og í rétta gírinn. Galdrabræðingur á Borgarfirði » „Hei, það er Sálarball á Egilsstöðum!“ varkallað að utan og frammíkallararnir og suss- kórinn skiptust á um að yfirgnæfa manninn. AF LISTUM Eftir Gunnhildi Finnsdóttur Ljósmyndir/Gunnar Gunnarsson Rice Fleiri og fleiri tóku undir með honum í „Cannonball“. Kátar Þessar fengu að fara á háhest á vinum sínum. Vinsæl Eivör reyndi á raddböndin. Kyrrðarstund Fólk naut sólseturs við hið ysta haf. Örugg Dísa virtist sviðsvön.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.