Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er mánudagur 28. júlí, 210. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóhannes 14,15.) Víkverji lætur sér fátt fyrir brjóstibrenna en brá þó töluvert þegar leið hans lá um Hafravatnsveg fyrir helgi. Þar á vegurinn að heita tví- breiður en í reynd er hvor vegar- helmingur svo að segja bílbreidd – í það minnsta ekki mjög breiður, þótt Víkverji hafi ekki brugðið málband- inu á loft. Þar er vissulega ekkert at- hugavert við yfirborð vegarins, svo langt sem hann nær. En þegar út á vegöxlina er komið tekur skyndilega við lausamöl. Ef ökumanni myndi bregða við það og fipast biði hans ekki mjúkur mosi heldur ylti hann niður grjóti lagða brekku. Og þá sá Víkverji að hraðamerkingar á þess- um kafla gefa til kynna að hámarks- hraði sé 90 kílómetrar á klukkustund. Já, Víkverja brá. Þarna hefði hann ógjarnan viljað fá bíl á móti sér á 90 kílómetra hraða á klukkustund. x x x Þeir sem þekkja Víkverja vita aðþó hann sé geysilegur nagli hef- ur hann ekkert á móti litlum, loðnum dýrum. Honum finnst gaman að sjá myndir af þeim og klappar þeim gjarnan ef þau verða á vegi hans. Úr- vali og aðgengi að litlum, loðnum dýr- um er þó oft ábótavant í daglegu lífi þeirra sem ekki eiga þess kost að halda gæludýr. Úr þessu mætti bæta. Víkverji sér fyrir sér sérhæfðan dýragarð á borð við Húsdýragarðinn, nema hvað að sérhæfingin myndi ekki liggja á sviði íslenskra húsdýra, heldur á sviði mjúkra og krúttlegra dýra. Þar væri nauðsynlegt að bjóða gestum upp á að klappa hinum ís- lensku landnámskrúttum, kópum og yrðlingum, og auðvitað klassík á borð við hvolpa, kettlinga og kanínuunga. Þá væri ekki síður aðkallandi að bjóða upp á framandi krútt, svo sem apaunga af tegundinni rhinopitecus roxellana eða hreysikattarunga í vetrarbúningi. Og hér er ekki aðeins komin bráðgóð viðskiptahugmynd, heldur eru lýðheilsusjónarmið í húfi. Það er jú margsannað með rann- sóknum virtra rannsakenda að það er sérlega gott fyrir geðheilsuna að klappa mjúkum dýrum. víkverji@m- bl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hreyfing- arlausa, 8 setur, 9 hæfi- leikinn, 10 eldiviður, 11 víðáttu, 13 flanaði, 15 rok, 18 svikull, 21 ekki gömul, 22 endar, 23 synji, 24 meta á ný. Lóðrétt | 2 illkvittni, 3 heykvíslar, 4 gretta sig, 5 slitna, 6 krampakast, 7 röski, 12 stúlka, 14 veið- arfæri, 15 vers, 16 fár- viðri, 17 smásilungs, 18 hótum, 19 illt, 20 kyrrð- in. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 volks, 4 fíkja, 7 dómur, 8 ömmur, 9 ger, 11 aurs, 13 saur, 14 álinu, 15 sjór, 17 mett, 20 sló, 22 nakin, 23 vinda, 24 afmáð, 25 tíðka. Lórétt: 1 vodka, 2 lemur, 3 sorg, 4 fjör, 5 komma, 6 aðr- ar, 10 erill, 12 sár, 13 sum, 15 sinna, 16 óskum, 18 ennið, 19 trana, 20 snið, 21 óvit. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. © Puzzles by Pappocom www.sudoku.com Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. f4 g6 4. Rf3 Bg7 5. Bb5 Rd4 6. O–O Rxb5 7. Rxb5 d5 8. e5 d4 9. c3 a6 10. Ra3 b5 11. cxd4 cxd4 12. d3 Rh6 13. Rc2 Rf5 14. g4 Re3 15. Bxe3 dxe3 16. Rxe3 Db6 17. d4 Bb7 18. Dd3 Hd8 19. Had1 O–O 20. Kg2 f6 21. Kg3 Kh8 22. d5 fxe5 23. fxe5 e6 24. Rg5 Dc7 25. Kh3 Dxe5 26. Rf7+ Hxf7 27. Hxf7 Bxd5 28. Rxd5 exd5 29. Hd2 Dg5 30. He2 Bf6 31. Df3 Bg7 32. Hee7 Hg8 Staðan kom upp á sænska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Växjö. Stórmeistarinn Emanuel Berg (2592) hafði hvítt gegn kollega sínum Pontusi Carlssyni (2514). 33. Hxg7! Hxg7 34. He8+ og svartur gafst upp enda stutt í að hann verði mát eftir 34… Hg8 35. Dc3+. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Í fullu fjöri. Norður ♠54 ♥K103 ♦G10972 ♣763 Vestur Austur ♠Á82 ♠D1093 ♥G972 ♥Á64 ♦K853 ♦64 ♣G4 ♣10982 Suður ♠KG76 ♥D85 ♦ÁD ♣ÁKD5 Suður spilar 3G. Kennarinn Eddie Kantar (f. 1932) nennir ekki að taka þátt í löngum mótum lengur en spilar reglulega í heimahúsum. „Hann hefur aldrei ver- ið betri,“ segir vinur hans Phillip Al- der. Hér eru þeir félagar í vörn gegn 3G og Kantar kom út með ♥2. Lítið úr borði, Alder drap með ás og skipti yf- ir í ♠9 – þriðja frá brotinni röð. Sagn- hafi lét gosann, Kantar drap og spil- aði áttunni. Suður dúkkaði, en fékk næsta slag á ♠K. Tígulinn varð að fría og suður spilaði ♦Á og drottningu. Sem Kantar gaf. Þá spilaði sagnhafi hjarta að blindum og Kantar stakk upp gosa – ætlaði ekki að láta sagn- hafa svína tíunni og næla sér í auka innkomu til að nýta tígulinn. Tapað spil og sagnhafi iðraðist þess að hafa ekki hent ♥D undir í fyrsta slag. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú setur þér markmið að nýju. Segðu sjálfum þér algerlega satt um hvað þú vilt. Annars verður eitthvað ekki rétt, þegar þú loksins kemst á toppinn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ræðst í áskoranir og drauma. Ekki hengja þig í smáatriði eða hræðast að geta ekki gert allt. Allt verður auðvelt ef þú bara nýtur þess. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er eitthvað sem þú gerir mjög svo rétt! Allt í lífi þínu er á sínum stað. Og þar sem þú hefur stjórn á öllu, geturðu hreinlega slappað af og haft það gott. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það skiptir engu hvað er að gerast rétt fyrir utan dyrnar hjá þér. Þú lokar þeim og einbeitir þér að því að búa til þinn eigin notalega litla heim. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Fólk veit ekki alveg af hverju það á að vera gott við þig, en er það samt. Fólki finnst þú merkilegur, þótt það viti ekkert um þig. Nálægð þín kallar á virðingu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þér finnst gaman að leika. Af hverju að halda sig við niðurdrepandi út- gáfu af raunveruleikanum? Þú segir jafn- vel ósatt til að gera allt skemmtilegra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Upplýsingarnar að utan eru svo ótrú- lega leiðilegar. Guði sé lof fyrir þig, sem gerir allt skemmtilegra. Fólk verður allt- af í sambandi – því líkar sýn þín á heim- inn. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Smá þekking er hættuleg. Fólk í kringum þig dregur rangar álykt- anir og telur sig svo geta treyst þeim. Sá sem veit minnst, veit mest. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú heldur að það sé ekki heillavænlegt að láta skrýtinn draum ræt- ast eða nota sköpunarkraftinn. En er það satt? Leyfðu þránni að ráða för. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér býðst hið fullkomna tæki- færi til að gera allt flott og vel. Þú ert endalaust skapandi, og enginn efniviður í kringum þig sem þú getur ekki notað. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú þarft að gleyma öllu sam þú lærðir um samskipti við ættingja. Fólk vandar sig ekki nóg af því að það þekkist. Sýndu þínu fólki ást og virðingu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Einhver annar kemur auga á þína innri hæfileika. En spennandi! Nú er mál að sanna þá í verki. Það verður nóg að gera næstu þrjá daga. Stjörnuspá Holiday Mathis 28. júlí 1662 Erfðahyllingin í Kópavogi (Kópavogsfundur). Helstu for- ystumenn þjóðarinnar, m.a. Árni Oddsson lögmaður og Brynjólfur Sveinsson biskup, undirrituðu skuldbinding- arskjal er miðaði að einveldi Danakonungs hér á landi. 28. júlí 1895 Þjórsárbrú hjá Þjótanda var vígð og opnuð til umferðar. Á þriðja þúsund manns voru við- staddir. Brúin var í notkun í rúma hálfa öld. 28. júlí 1957 Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var vígð. Hún var reist til minningar um Hallgrím Pétursson sem orti þar mörg sín þekktustu ljóð. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Jóna Soffía Bald- ursdóttir og Bjarki Jó- hannsson voru gefin saman í Garðakirkju, 31. maí síð- astliðinn af séra Jónu Hrönn Bolladóttur. Heimili þeirra er í Hulduborgum 15 í Reykjavík. Brúðkaup Systurnar Helga Rós og Edda Sóley Arnarsdætur og vinkonurnar Ástrós Mirra Þráinsdóttir og Ást- hildur Rós Imsland héldu tombólu í Hafnarfirði og söfnuðu 9.376 kr. fyrir Rauða kross Íslands. Hlutavelta FINNUR T. Gunnarsson heitir hann, upprunninn á Egilsstöðum, búsettur í Hafnarfirði, viðskipta- fræðingur að mennt og hann hefur unnið við rann- sókn og greiningu hjá 365-miðlum um tveggja ára skeið. Hann er þrítugur í dag og segist ekki ætla að hafa neitt sérstakt við, mæta í vinnuna, fara í ræktina og kannski í bíó. „Raunar ætlaði ég að fitja upp á einhverju á laugardaginn en það fórst nú fyrir og ætli ég bíði þá ekki bara með það fram yfir verslunarmanna- helgi,“ sagði Finnur og þegar hann var inntur eft- ir 25 ára afmælinu kvaðst hann varla muna eftir því hvað þá meir. Finnur segist eiga sér ýmis áhugamál en líklega beri íþróttirnar hæst og þá alveg sérstaklega körfuboltann. Hann hafi líka áhuga á kvikmyndum og svo hafi hann gaman af tölfræði. Það er líklega ekki verra fyrir mann í hans stöðu. Þá nefnir hann einnig útiveru en tekur fram að hann hafi verið heldur óduglegur við hana að undanförnu. Áður hafi gert dálítið af því að ganga á fjöll og aldrei að vita nema hann taki upp á því aftur. Enn eitt áhugamál Finns er ónefnt en það er teiknimyndasögugerð. „Já, ég hef gaman af henni og við félagarnir, ég og Jónas Reynir Gunnarsson, sem einnig er frá Egilsstöðum, höfum verið með mynda- sögu á léttari nótunum einu sinni í viku í DV.“ svs@mbl.is Finnur T. Gunnarsson 30 ára Teiknimyndir og tölfræði ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.