Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 25 MINNINGAR ✝ Haraldur Guð-jón Guðmunds- son fæddist 28. júní 1958. Hann lést 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elín Guðjónsdóttir, f. 18. júní 1931, d. 10. maí 2003 og Guðmundur Haga- lín Kristjánsson, f. 14. október 1926, d. 14 ágúst 1974. Systkini Haraldar eru: 1) Kristján, f. 1. nóvember 1949, kvæntur Hildi Hermannsdóttur, 2) Barði, f. 21. febrúar 1951, d. 23 október 1987, 3) Kolfinna, f. 13. desember 1953, gift Hlöðveri Sig- urðssyni og 4) María, f. 14. júní 1957, gift Jóni Heiðari Guðjóns- syni. Haraldur kvæntist 20. septem- ber 1980 Sigríði Böðvarsdóttur, f. 22. desember 1959. Þau skildu eftir 27 ára hjónaband. Börn þeirra eru: 1) Hólmfríður Kristín, f. 27. maí 1980. 2) Böðvar, f. 4. ágúst 1983, unnusta Carina Ringgaard Christiansen, f. 6. apr- íl 1982, dóttir þeirra Laura Ringgaard Bødvarsdatter, f. 8. nóvember 2006. 3) Barði, f. 21. mars 1988. Vinkona Harald- ar er Lilja Jónína Héðinsdóttir, f. 29. nóvember 1958. Börn Haraldar eru öll búsett í Dan- mörku. Hann ólst upp í Reykjavík. Frá 1973-1974 bjó hann í Danmörku ásamt móður sinni, sem rak gistiheimili í Kaupmannahöfn á þeim tíma. Haraldur útskrifaðist sem litunarmeistari með textíl og ullarvörur árið 1983 í Vejle í Dan- mörku. Vann hann hjá Álafossi frá 1983-1988, árin 1989-1992 sem litunarmeistari hjá Veitex í Vejle, árin 1992-1993 sem litunarmeist- ari hjá Vefa í Videbæk og árið 1993 stofnaði hann með fjölskyldu sinni kertaverksmiðju í Ringkøb- ing ásamt því að reka verslanir í Henne Strand og Vejers Strand. Haustið 2007 flutti Haraldur til Íslands. Útför Haraldar fer fram frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Þú fórst frá okkur, úr þessum heimi, allt of snemma. Þú hefur undanfarið átt erfiða tíma, en nú hefurðu fengið frið og ert hjá ömmu, afa og Barða, bróður þín- um. Við munum ávallt hugsa til þín og sakna. Þín Hólmfríður Kristín, Böðvar og Barði. Mikið er erfitt að sjá á eftir góð- um frænda. Halli föðurbróðir okk- ar var yngstur systkina sinna og þar sem við bræður erum elstir barnabarna var Halli sá fjölskyldu- meðlimur sem oft gat brúað bilið milli okkar og hinna eldri í fjöl- skyldunni. Í tíð okkar bræðra bjó Halli lengst af í Danmörku með fjölskyldu sinni og þar var ávallt glatt á hjalla þegar ættingja eða vini bar að garði. Það stendur upp úr í minningunni hvað við hlökk- uðum alltaf til að koma til Dan- merkur því þar fengum við heims- ins besta grillmat og svo var jafnan setið fram á nótt við spil eða sungið og spjallað saman. Við bræður kynntumst því líka sjálfir þegar við bjuggum erlendis að þeim tíma sem fólk eyðir saman í svona heimsóknum er oft vel varið. Aðeins ein helgi eða eitt kvöld kall- aði á alla þá væntumþykju sem við bárum hvor til annars og hjá Halla fundum við fyrir því. Eins var því háttað þegar þau komu heim til Ís- lands, þá var ávallt mikið um að vera og Halli hrókur alls fagnaðar og naut þess að vera innan um fólkið sitt og skemmta sér. Öllu máli skipti að sem flestir gætu hist og oftar en ekki allir í einu. Þetta kallaði því oft á skemmtilegar sam- komur sem verða lengi í minnum hafðar. Halli var ungur í anda og við bræður fundum oft mikla samleið með honum í því sem hann hafði áhuga á. Hann var mikill listamað- ur og þúsundþjalasmiður. Flest lék í höndunum á honum og það virtist ekki vera margt sem hann ekki gat smíðað sjálfur heima á hlaði. Í sameiningu byggði fjölskyldan upp mikið kertaveldi í Danmörku. Halla fannst mikilvægt að börnin kynnu til verka og voru allir látnir vinna aðeins við að fylla á og taka úr kertamótum. Það eigum við trú- lega sameiginlegt frændsystkinin að hafa á einhverjum tíma blótað feðrum okkar og kertamótum í sand og ösku, en þegar upp er staðið þá er það satt að vinnan göfgar manninn. Þegar Fríða og svo Böðvar komu hingað til Íslands í Mennta- skólann að Laugarvatni gerðist það að við fengum öll að kynnast þeim betur og eignast þau fyrir vini. Halli var alltaf mjög stoltur af börnum sínum og ánægður með þá ákvörðun þeirra að koma til Ís- lands og kynnast uppruna sínum. Hann talaði oft um hvað börnin sín væru að gera og að Barði væri nú loksins að koma heim til að upplifa land og þjóð. Hann talaði líka um Láru litlu sem honum fannst hann þekkja of lítið, og við fundum oft fyrir því þegar hann var með okk- ar börnum að hann saknaði þess að vera ekki stærri hluti af hennar lífi. Þegar Halli flutti heim til Ís- lands síðastliðinn vetur var hann staðráðinn í að koma sér vel fyrir og virtist sjá bjarta tíma fram- undan. Okkur var þó fljótt ljóst að hjartveiki sem frændi okkar var farinn að berjast við auk aðskiln- aðar við fjölskyldu sína í Dan- mörku var honum erfiðaðri en hann vildi vera láta. Fallegustu blómin þurfa oft mesta ljósið og þegar dró fyrir sólu átti Halli mjög erfitt með að sjá fyrir endann á myrkrinu. Það er svo sorglegt að þurfa að kveðja frænda okkar á þessum tíma og að spurningum sem aldrei verður svarað munu fylgja honum til graf- ar. Elsku Fríða, Böðvar, Barði og aðrir ástvinir. Guð gefi ykkur styrk á þessari stundu og hlýjar minningar í garð frænda okkar. Guðmundur Rúnar Kristjánsson og Hermann Örn Kristjánsson. Það eru margar minningar sem við systkinin eigum um Halla, fyrr- verandi mág okkar. Sigríður systir okkar og Halli byrjuðu snemma að rugla saman reytum, við yngri systkinin þá aðeins 6 og 12 ára. Þau giftu sig ung, miðað við mæli- kvarða nú á tímum, og eignuðust upp úr því sinn fyrsta sólargeisla hana Hólmfríði Kristínu. Síðar komu Böðvar og Barði, og er óhætt að segja að Halli stóð sig frábærlega í að koma börnum sín- um til manns og kenna þeim á lífið. Við eigum yndislegar minningar með Halla og fjölskyldunni frá Laugarvatni, hinum ýmsu tjald- og veiðiferðum, veislum stórum sem smáum, og frá öllu þessu hvers- dagslega. Halli var frábær lista- maður og mikill handverksmaður. Hann var einnig einstakur kokkur og fór ótroðnar slóðir í þeim efn- um. Halli var höfðingi heim að sækja og mikill gestgjafi. Við eig- um hlýjar og góðar minningar úr fjölmörgum heimsóknum til þeirra Sigríðar og Halla í Danmörku. Þar var alltaf fjör, mikið hugsað um mat alla daga og oftar en ekki tek- ið í spil. Halli var hins vegar taps- ár en jafnframt stríðinn þegar vel gekk hjá honum. Halli sagði alltaf það sem honum fannst, stundum gat það verið óþægilegt, en þannig var bara Halli, alltaf hreinn og beinn. Við þekktum þig í langan tíma og þú varst svo stór hluti af okkur. Það er mjög erfitt til þess að hugsa að þú sért farinn frá okkur. Við biðjum guð að styrkja börn- in þín og alla fjölskylduna í þessari djúpu sorg. Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Guðjón Böðvarsson. Með þessum fátæklegu orðum, langar mig til að kveðja góðan vin, sem nú er fallinn frá, langt um ald- ur fram. Við Halli höfðum verið vinir í meira en 30 ár, og hafandi aldrei orðið sundurorða, er margs góðs að minnast um mann sem alltaf brosti, fullur áhuga og gleði til allra hluta. Frá tímum „Big Mama & the Axlarband“ til tónleika „Sto- nes“ í Danmörku og heimsókna á báða bóga, þar sem var spilað, sungið, leikið og skemmt sér, mun ég alla tíð minnast með hlýju og söknuði. Umhyggja þín fyrir börn- um var yndisleg. Helga Hrund, minnist heimsóknar til ykkar Siggu í Danmörku með blik í aug- um, og talar oft um það hversu gaman var að liggja í hengirúminu, fara í fjöruna og allt hitt sem þið veittuð henni á svo óeigingjarnan hátt, sem alltaf einkenndi ykkur. Ég gæti talað um svo fjölmarga hluti sem við baukuðum á langri leið vináttu, en kýs að eiga þá með sjálfum mér. Þar sem ég sit hér á fallegum og sólríkum sumardegi, leitar hugurinn til þeirra sem eiga svo óumræðanlega um sárt að binda; barna, fjölskyldu, ástvina og vina og bið ég góðan Guð um að gæta þeirra á þessum erfiðu stund- um og um alla framtíð. Kæri Halli! Ég veit að þú fylgist með okkur hinum eins og þú gerðir alltaf, raulandi fyrir munni eitt- hvert gott Alice Cooper-lag. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og okk- ur hinum. Þinn vinur, Halldór Þórður Haraldsson. Elsku Halli minn, það er sárt að þurfa að kveðja góðan dreng, sem ætti að vera í blóma lífsins. Í mínu hjarta varst þú sólskins- dropi, sem alltaf færðir okkur hlýju og fallegt faðmlag þegar við vorum saman hvort sem það var hér heima eða hjá ykkur í Dan- mörku. Þú varst höfðingi heim að sækja, þú varst annálaður mat- reiðslumaður þótt þú hafðir aldrei lært þá iðn. Þú matreiddir með sál- inni, þú elskaðir að elda, enda held ég að þú hafi verið eini maðurinn í Danaveldi sem grillaðir 365 daga á ári. Svo kom fréttin að þú hefðir fengið hjartaáfall sem hendir margan góðan mann, því miður, sem betur fer náðir þú þér aftur og ákvaðst að söðla um og koma heim til Íslands. Ég átti tíma með þér í Danmörku þegar þú varst að gera þig kláran til heimferðar og tók ég eftir að þú varst ekki heill heilsu, en samt var alltaf svo stutt í brosið þitt. Þú hafðir þínar skoðanir og gast verið ansi þver en undir niðri var alltaf eitthvað svo gott og fag- urt. Halli minn ég kveð þig nú og bið algóðan guð að blessa þig og geyma, þú munt lifa í hjarta mínu sem sá góði drengur sem þú ert. Við áttum stundir saman yndislegt það var við endurtökum þær saman við vitum hvar. Vinarkveðja, Hlöðver Sig. (Hlölli mágur). Bros þitt skein eins og sólin þeg- ar þú gekkst inn og hlýlegt faðm- lagið umlukti okkur. Þú varst hrókur alls fagnaðar og við nutum þess að vera í návist þinni. Að heimsækja ykkur til Dan- merkur voru ferðir sem við hlökk- uðum alltaf til, tala nú ekki um ef þú varst á leiðinni til Íslands. Það fyrsta sem þú gerðir þegar þú komst heim var að faðma okkur að þér og fá þér svo íslenskt vatn, það þótti þér gott. Við fengum að njóta yndislegra stunda með þér eftir að þú fluttir til Íslands. Eyddum mörgum kvöldum í að borða dýrindismat sem þú hafðir eldað, enda lista- kokkur og tókum svo lagið í karókí í desert. Þessar minningar eru okkur dýrmætar. Það er gott að eiga góðar minn- ingar um yndislegan mann, sem kvaddi okkur allt of fljótt. Það er gott að hugsa til þín nú hjá ömmu, afa og Barða frænda. Elsku Halli, engin orð geta lýst því hvað við systur eigum eftir að sakna þín mikið. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og það líð- ur ekki dagur án þess að við hugs- um til þín. Lifi minning þín í hjörtum þeirra sem elskuðu þig. Elsku Sigga, Fríða, Böðvar, Barði, Carina og Laura, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Elín Guðný, María Peta og Kolfinna Hagalín. Haraldur Guðjón Guðmundsson Ég var staddur er- lendis, þegar góður kunningi minn Jó- hannes Halldór Benjamínsson kvaddi þetta jarðlíf. Jóhannes eð Jói eins og hann var oft nefndur var góðvinur föður míns heitins Ólafs Beinteinssonar sem lést 2. júní sl. og má því segja að stutt sé á milli þeirra vinanna. Mér er ógleymanlegt þegar ég sá Jóa fyrst en þá mætti hann gal- vaskur og glaðlegur til þess að æfa sönglög með pabba. Jói hafði bjarta og fagra rödd og söng efri röddina en pabbi var með dýpri Jóhannes Halldór Benjamínsson ✝ Jóhannes Hall-dór Benjamíns- son fæddist á Hall- kelsstöðum í Hvítár- síðu 11. mars 1933. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 1. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 11. júlí. rödd og snillingur í að radda. Þó þetta væri þeirra fyrsta söngæfing var ótrú- legt hvað þeir náðu strax vel saman enda báðir sérlega listræn- ir og næmir í eðli sínu. En Jóa var reyndar einkar lagið að ná til fólks með sínu hreina og bjarta brosi og það var ein- staklega gott og gam- an að rabba við hann. Þeir pabbi og Jói sungu saman í nokkur ár og skemmtu talsvert enda söngskrá þeirra bæði vönduð og skemmtileg. Sem betur fer hélt pabbi vel utan um þeirra söngvasafn þar sem m.a. er að finna bæði ljóð og þýðingar eftir Jóa sem átti létt með að yrkja og velja yrkisefni við hæfi. Lög samdi hann líka og lék prýðisvel á harmónikku. Eftir að þeir félagar hættu að koma fram saman hitti ég Jóa á förnum vegi af og til og oft var hann í Fljótstunguréttum á ár- um áður. Fyrir allmörgum árum ókum við hjónin Hvítársíðuna og rákumst á Jóa niðri við veg að dytta að girðingu. Ég stöðvaði bif- reiðina og þegar Jói sá okkur vipp- aði hann sér yfir girðinguna og stiklaði á steinum yfir lækinn sem var á milli okkar. Ég hefði ekki trúað því hversu lipur hann var og léttur á sér. Það var eins og hann flygi yfir lækinn og innilegri kveðju hef ég sjaldan fengið. Það var ekki um annað að ræða en líta upp í sumarbústaðinn sem þau hjónin Hanna og hann áttu þá og móttökurnar voru ekki af verra taginu. Fínt heimabakkelsi og sjóð- andi heitt kaffi á könnu. Það vakti sérstaklega athygli okkar hjóna, að bjargfastur steinn stóð upp úr miðju stofugólfinu eins og bauta- steinn um Hallkelsstaðafólkið sem bar virðingu fyrir fósturjörðinni og alþýðumenningu. Nú er Jóhannes Benjamínsson allur en ljóðin hans munu lifa og mannkostir þessa mæta manns gleymast ekki þeim er til þekktu. Ég kveð Hallsteinsstaðadreng- inn góða með miklu þakklæti í hjarta og bið eftirlifandi eiginkonu hans og afkomendum þeirra guðs- blessunar. Ólafur Beinteinn Ólafsson.                          ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, ástvinur, amma og langamma, PÁLÍNA MARGRÉT HAFSTEINSDÓTTIR, Furugrund 66, Kópavogi, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 22. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. júlí kl. 15.00. Bára Þórðardóttir, Hörður Sveinsson, Hafsteinn Þórðarson, Steinunn Guðnadóttir, Laufey Þórðardóttir, Sæmundur Björnsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.