Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina aðra leiðina til Alicante á hreint ótrúlegum kjörum 6. eða 13. ágúst. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Alicante *** Aðeins örfá sæti laus *** Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. frá kr. 19.990 6. eða 13. ágúst kr. 19.990 Flugsæti aðra leið með sköttum til Alicante 6. eða 13. ágúst. Netverð á mann. FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HVERGI í þeirri bókun skipulags- ráðs Reykjavíkur, sem sett var inn í keppnislýsingu samkeppninnar um hús Listaháskóla Íslands (LHÍ) á svonefndum Frakkastígsreit, kemur fram að ekki megi hrófla við hús- unum á Laugavegi 41 og 45. Í verð- launatillögu +Arkitekta fær húsið við Laugaveg 41 að vera um kyrrt en hús nr. 43 og 45 þurfa að víkja. Bæði Ólafur F. Magnússon borg- arstjóri og Hanna Birna Kristjáns- dóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segja að laga þurfi bygginguna betur að þeirri götu- mynd sem borgarstjórnin vill halda í við Laugaveg. Í vinningstillögunni hafi ekki verið tekið fullt mið af fyrr- nefndri bókun í samkeppnislýsing- unni sem sett var inn að beiðni skipulagsráðsins. Ólafur hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að öll húsin eigi að standa, annaðhvort með því að fella þau inn í nýbygginguna eða búa til göngustíg á milli. Skoði möguleika „Vakin er athygli á bókun skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar frá 28. júní 2006, sem er svohljóðandi: „Ráðið leggur einnig mikla áherslu á að lóðarhafar athugi sérstaklega út- lit húsa við Laugaveg 41 og 45 og skoði möguleika á því að leyfa upp- runalegri götumynd að halda sér.““ Svona hljómar klausan sem sett var í keppnislýsinguna. Bent hefur verið á að í fyrrnefndri bókun felist töluvert rými til túlk- unar. Hvergi segir að húsin verði að standa en væri það skilyrðið hefði svo átt að standa í bókuninni. Þá geri verðlaunatillagan Laugavegi 41 töluvert hátt undir höfði með því að draga inn nýbygginguna svo gamla bárujárnshúsið njóti sín betur. Að auki sé reynt að láta nýbygginguna falla inn í götumyndina með því að gera hana ámóta háa og húsin í ná- grenninu. Funda í vikunni Að sögn Hjálmars H. Ragn- arssonar, rektors LHÍ, telja að- standendur samkeppninnar sig hafa unnið í fullu samráði við skipulags- yfirvöld. Hann segist treysta því að málið fái faglega og málefnalega um- fjöllun í skipulagsráði. Forsvarsmenn LHÍ munu í vik- unni hitta Hönnu Birnu og Ólaf F. og leiða þau í gegnum tillögurnar. Morgunblaðið/G.Rúnar Framtíð? Svona mun hornið á Frakkastíg og Laugavegi líta út skv. tillög- unni. Húsið við Laugaveg 41 stendur enn en húsin nr. 43 og 45 hafa vikið. Nútíð Hornið á Laugavegi og Frakkastíg þar sem fyrirhugað er að nýi Listaháskólinn rísi. Á horninu stendur Laugavegur 45. Bókuðu bara um möguleika Borgaryfirvöld gagnrýna að í vinningstillögu hafi ekki verið farið nægilega vel eftir tilmælum skipulagsráðs en aðstandendur samkeppninnar eru því ekki sammála Hjálmar H. Ragnarsson Hanna Birna Kristjánsdóttir Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „SVEITARFÉLÖG munu mörg hver væntanlega þurfa að endur- skipuleggja framkvæmdaáætlanir sínar fyrir þetta ár. Tekjurnar munu dragast saman, það er óhjákvæmilegt,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísa- firði. Hann segir áhrif niðursveifl- unnar í efnahags- lífinu á starfsemi sveitarfélaga ekki enn komin í ljós. Aðspurður segir Halldór skulda- stöðu sveitarfélaganna rjúka upp. „Kostnaður sveitarfélaganna sem eru með erlend lán hefur aukist mik- ið. Það færist til gjalda í árslok ef þessi hækkun heldur áfram. Við von- um auðvitað bara að þetta jafni sig út á næstu árum.“ Hann bætir jafn- framt við að aðstaðan sé mjög mis- munandi enda hafi sum sveitarfélög engin erlend lán á bakinu en allt að því helmingur lána annarra sveitar- félaga sé erlendur. Hefst á höfuðborgarsvæðinu Halldór telur einnig að erfiðleik- arnir byrji á höfuðborgarsvæðinu. „Öll fyrirtækin sem hafa verið í mik- illi þenslu og útrás eru á höfuðborg- arsvæðinu og því eðlilegt að erfið- leikarnir hefjist þar. Landsbyggðin hefur setið dálítið eftir í þeim efnum og þar af leiðandi finnur hún seinna fyrir erfiðleikunum.“ Skuldir hækka og tekjur minnka Allt að helmingur lána er erlendur Halldór Halldórsson BÍLVELTA varð í Mjóafirði í Ísa- fjarðardjúpi í gær. Bílstjórinn kom sér sjálfur út úr bílnum og mun ekki vera slasaður. Ekki er vitað hvernig atvikið bar að en lögreglan á Ísafirði vill benda á að fram- kvæmdir standa yfir á þessum slóð- um og er lausamöl mikil. Mikilvægt er því fyrir bílstjóra að fara að öllu með gát. Þá valt bíll með fjórum innan- borðs á Uxahryggjaleið, skammt frá Þingvöllum. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi voru meiðsl fólks- ins minniháttar en ekki er vitað um ástand bílsins. ylfa@mbl.is Bílveltur í Mjóafirði og við Þingvelli MARGRÉT EA fékk sl. föstudag stærsta hal í flotvörpu sem vitað er um hérlendis. Hífði Margrétin upp eftir tíu tíma veiðar út af Aust- fjörðum 1.400 tonn af fiski og var 90% fisksins makríll. Þar sem svo stór hluti aflans er makríll þykir ljóst að verðmæti aflans er mikið. Frá þessu segir á fréttavef mbl.is. Ekki er vitað hvað skip hafa mest fengið erlendis en sumir telja að aflinn eigi erindi á heimsmetalist- ann. „Þau gerast ekki stærri en þetta,“ segir Kristinn Snæbjörns- son, skipstjóri Margrétar. „Það var heppilegt að það vorum við sem fengum þetta því Margrét er eina skipið sem er nægilega vel útbúið til að geta tekið svo stórt hal.“ Methal hjá Margréti EA Makríll 90% afla Margrétar EA var makríll og aflinn því verðmætur. Efni í heimsmet? ÞYRLA landhelgisgæslunnar sótti á sunnudagsmorgun slasaða konu í Flatey á Breiðafirði. Kvöldið áður hafði hún fengið tjaldsúlu í augað. Svo vel vildi til að augnlæknir var í eynni og hann taldi konunni ekki liggja mikið á að komast undir læknishendur. Mælti hann með að hún héldi suður daginn eftir. Morguninn eftir var konan sár- kvalin og mikið bólgin. Engin að- staða eða verkjalyf voru tiltæk og fyrirséð að konan næði ekki til Reykjavíkur fyrr en undir kvöld. Landhelgisgæslan var því fengin til að sækja hana og ferja til Reykja- víkur. Flaug þyrlan með hana á Reykjavíkurflugvöll og þaðan ók sjúkrabíll henni á Landspítalann við Hringbraut. Ekki fengust upplýsingar um líð- an konunnar. skulias@mbl.is Fékk tjald- súlu í augað EINUM þeirra sem voru í jeppa sem valt á Holtavörðuheiði á föstu- dag er enn haldið sofandi í önd- unarvél á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogsdal. Hann var óbundinn í bílnum og hentist út. Vakthafandi læknir á gjörgæsludeild sagði enn fremur að ökumaður bifreiðarinnar hefði verið útskrifaður af deildinni. Hann dvelur nú á almennri deild spítalans. Mennirnir slösuðust báðir mikið í veltunni. Farþegi í framsæti öku- tækisins slasaðist aðeins lítillega og var frjálst að yfirgefa sjúkrahúsið að lokinni skoðun. skulias@mbl.is Enn sofandi í öndunarvél Eru borgaryfirvöld alfarið á móti vinningstillögunni? Nei, að mati borgaryfirvalda er margt gott í henni og hún mætir vel þörfum LHÍ. Hins vegar þarf að að- laga hana betur götumyndinni. Er deila sem þessi óvenjuleg? Alls ekki, að sögn Hönnu Birnu. Skipulagsráð fylgist með uppbygg- ingu á sérhverjum reit Laugaveg- arins. Byggingaraðilar koma með teikningar og tillögur sem eru unnar áfram í samráði við skipulagsráð. Hvaða ferli fer tillagan í? Fyrst er hún unnin í samvinnu við skipulagsyfirvöld. Síðan er lögð fram tillaga um breytingu. Skipulagsráð samþykkir tillögu í auglýsingu og þá fer fram hagsmunaaðilakynning og auglýsing. Þá fær almenningur tæki- færi til að tjá sig um tillöguna og skila inn athugasemdum. Í framhaldi af þeim tekur skipulagsráð end- anlega ákvörðun. S&S BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra segir sína skoðun á málinu á vefsíðu sinni, bjorn.is. „Að óreyndu hefði mátt ætla, að borgarstjóri og aðrir málsvarar blómstrandi og friðsamlegs mannlífs í mið- borginni hefðu hrópað yfir sig af fögnuði, þegar í ljós kom, að unnt yrði að hýsa listaháskólann á þennan glæsilega hátt við Laugaveginn […]. Þetta gerðist því miður ekki. Bitinn virðist vera of stór fyrir borgarstjóra, Torfusamtökin og aðra […]. Frá mínum sjónarhóli hefur Laugavegurinn ekki fengið aðra eins lyftistöng í marga áratugi. Með listaháskólanum gengi Laugavegurinn í endurnýjun lífdaga. Standi valið á milli þess eða halda í gömlu húsin tvö, vel ég listaháskólann í þeirri umgjörð, sem hefur verið kynnt.“ Lyftistöng fyrir Laugaveginn Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.