Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is TRAUSTI Fannar Valsson lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands telur það ekki samrýmast viðmiðum stjórnsýsluréttar um vandaða stjórnsýsluhætti að ráða opinbera starfsmenn hjá sveitarfélögum án almennra auglýsinga. Embætti sem ráðið var í á aukafundi bæjarráðs Kópavogs á laugardaginn voru ekki auglýst. Var þar um að ræða nokkur æðstu embætti bæjarins, meðal ann- ars stöðu sviðsstjóra fræðslusviðs og gæðastjóra bæjarins. Engin bein lagaskylda til að aug- lýsa störf hvílir á sveitarfélögum. Al- mennt er það þó talið til vandaðra stjórnsýsluhátta og þykir æskilegt að stjórnvöld hafi þá í hávegum. Skylda sveitarfélaga til að auglýsa í stöður embættismanna og opinberra starfsmanna kann að verða leidd af óskráðum grundvallarreglum laga. Ekki er þó hægt að slá því föstu þar sem ekki hefur fallið dómur þar um. „Það er athyglisvert að ítarleg lög gilda um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, þar sem meðal ann- ars er kveðið á um auglýsinga- skyldu, en sambærileg lög gilda ekki um starfsmenn sveitarfélaga,“ segir Trausti. Hann teldi ekki óeðlilegt að sett yrðu lög um réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga, ekki síst í þágu hagsmuna sveitarfélaganna sjálfra. Óheppilegt sé að almennar skyldur starfsmanna séu aðeins leiddar af kjara- og ráðningarsamn- ingum. Trausti leggur þó áherslu á að starfsmannamál sveitarfélaga lúti sveitarstjórnar-, stjórnsýslulögum og fleiri sérlögum. Löglegt en siðlaust? Samfylkingin í Kópavogi lætur nú ganga úr skugga um hvort ráðning- arnar standist lög. Meirihlutinn hafnar ólögmæti ráðning- anna sem og ásök- unum um að þær samræmist ekki starfsmannastefnu bæjarins. „Það stendur í bæjarmálasam- þykkt bæjarins að starfsmenn bæj- arins hafi réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna,“ segir Guðríður Arnardóttir, en þar er skýrt kveðið á um að auglýsa skuli embætti til um- sókna. Hún segir aðfarir við ráðn- ingarnar á gráu svæði, þær séu ekki endilega ólöglegar en þær séu sið- lausar. Telur hún vinnubrögð meiri- hlutans ólýðræðisleg. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir ekkert athugavert við vinnu- brögð meirihlutans. Hann telur eðli- legt að starfsfólk bæjarins fái fram- gang í starfi með þessum hætti. Telur óvandað að auglýsa ekki Auglýsingar teljast til vandaðra stjórn- sýsluhátta og æskilegt að hafa þá í heiðri Trausti Fannar Valsson Guðríður Arnardóttir Gunnar I. Birgisson Í HNOTSKURN » Meðal annars hefur veriðráðið í embætti bæjarrit- ara og upplýsingafulltrúa Kópavogs án auglýsinga. » Að auglýsa embætti ogstörf opinberra starfs- manna telst til vandaðra stjórnsýsluhátta. » Í stefnu fjármála- ogstjórnsýslusviðs Kópavogs segir: „Við vinnum á grund- velli laga og reglna stjórnsýsl- unnar.“ » Í sveitarstjórnarlögumsegir: „Um starfskjör, rétt- indi og skyldur starfsmanna sveitarfélaganna fer eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og/eða ákvæðum ráðningarsamninga.“ LEIÐBEINENDUR hjá Vinnuskól- anum í Reykjavík munu á hádegi leggja niður störf og halda niður í Ráðhús Reykjavíkur. Þar verða borgarstjóra og mannauðsstjóra Reykjavíkur afhentir kröfu- og að- gerðalistar en 130 af um 200 leið- beinendum hafa skrifað undir listana þar sem þess er óskað að launaflokkun þeirra verði leiðrétt. Að sögn Markúsar Bjarnasonar leiðbeinanda vilja leiðbeinendurnir fara í sama launaflokk og aðrir í sambærilegum störfum hjá borg- inni en á laununum munar allt að 30 þúsund kr. Þá vilja þeir trún- aðarmann eða fulltrúa innan starfs- mannafélags borgarinnar og að starfsmat fari fram sem allra fyrst á störfum leiðbeinenda. Fyrir fjórum árum fór fram starfsmat á störfum hjá borginni þar sem störf voru metin til launa. Ekki var horft til sumarstarfa í matinu og eru leiðbeinendurnir nú í sama launaflokki og frístundaleið- beinendur sem hafa umsjón með 6-9 ára börnum eftir skóla. „Ef þessi mistök verða ekki leið- rétt munum við hvetja fólk til að sniðganga þessi störf þangað til launin verða leiðrétt. Það er stór hópur fólks sem mun alls ekki ráða sig aftur sem leiðbeinendur fyrr en þetta verður lagað,“ segir Markús. Hjá borginni fengust þær upplýs- ingar að mannauðsstjóri hefði fundað með starfskjaranefnd, sem ræður hvort störf fara í starfsmat, fyrir helgi og væri málið í eðlileg- um farvegi. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Kjarabót Leiðbeinendur Vinnuskól- ans krefjast launaleiðréttingar. Loka skól- anum eftir hádegi Vilja hærri laun ÁHRIFA olíu- verðshækkana gætir víða, m.a. í útgerð rann- sóknarskipa Hafrannsókna- stofnunar. „Þetta setur mjög mikið strik í reikninginn gagnvart úthaldi okkar en við höf- um ekki enn þá þurft að breyta út af áætlunum okkar,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Hann segist gera ráð fyrir að komið verði til móts við stofnunina en verði það ekki gert hafi það veruleg, neikvæð áhrif. Áður hafi olíuverðssprengingar verið bættar í lok árs en það hafi ekki verið gert síðustu árin. Strik í reikn- ing Hafró Jóhann Sigurjónsson ERLING Ólafsson, Guðmundur Árni Ásmund- arson og Guðný Ingibjörg Einarsdóttir spöruðu sig hvergi við heyskapinn í Árbæjarsafni í gær. Voru amboðin dregin fram í dagsljósið og gest- um boðið að taka virkan þátt í heyönnunum eins og þær voru stundaðar fyrir daga heyvinnuvéla. Um aldir höfðu Íslendingar engin önnur tæki en orf og hrífu til að afla vetrarforðans en nú er öldin önnur. haa@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Bundið í bagga að gömlum sið BOEING 757-flugvél Icelandair á leið til New York var snúið við eftir aðeins ellefu mínútna flug seinni partinn í gær. Vélin fór í loftið klukkan 17.15 og lenti að nýju klukkan 17.26. Skömmu eftir flugtak urðu áhöfn og far- þegar vör við gangtruflanir í hægri hreyfli vélarinnar. Var vélinni því snúið aftur til Keflavíkurflugvallar. Á vellinum voru menn við öllu búnir og tókst lend- ingin vel. Athugun leiddi í ljós að ekki var hægt að laga hreyfilinn undir eins og var fluginu því frestað um sólar- hring. Farþegar í vélinni voru um 170 talsins. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir farþega hafa haldið ró sinni en þeir heyrðu gangtruflanir hreyf- ilsins. Brugðust þeir að sögn Guðjóns að mestu vel við þegar þeim var vísað aftur inn í Leifsstöð eftir lend- inguna. Þar var þeim boðin áfallahjálp en ekki er vitað hvort einhver þáði hana. Þeir vesturfarar sem þess þurftu voru fluttir á hótel til gistingar í nótt. Orsök bilunarinnar er ókunn. skulias@mbl.is Sneri við vegna gang- truflana í hreyfli Ljósmynd/Víkurfréttir Rolls Royce Starfsmenn á Keflavíkurflugvelli huga að hreyflinum skömmu eftir lendinguna í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.