Morgunblaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN MINNINGAR
SAMFYLKINGIN í
Kópavogi með Guðríði
Arnardóttur í broddi
fylkingar rekur rógs-
herferð á hendur
meirihluta Framsókn-
arflokks og Sjálfstæð-
isflokks í bæjarstjórn.
Ásakanir hennar eru komnar út yfir
mörk pólitískrar umræðu og mál-
efnalegs aðhalds. Æpt er „spilling,
spilling“ eins og smaladrengurinn
hrópaði „úlfur, úlfur“ án nokkurs til-
efnis og reynt að gera launamenn
bæjarins, sem hafa ekkert til saka
unnið, að pólitísku bitbeini.
Það hefur bólað á þessari tilhneig-
ingu forystumanna Samfylking-
arinnar fyrr en nú keyrir um þver-
bak. Guðríður Arnardóttir ræðst á
starfsmenn bæjarins með aðdrótt-
unum í þeim tilgangi að koma höggi
á pólitíska andstæðinga sína. Hún
þyrlar upp moldryki út af eðlilegum
og skynsamlegum tilflutningi í yf-
irstjórn bæjarins og lætur eins og
það sé Kópavogsbæ framandi að
auglýsa lausar stöður á sama tíma
og tilkynnt er sérstaklega að starf
fjármálastjóra verði auglýst laust til
umsóknar. Svo bítur hún höfuðið af
skömminni með því að gefa í skyn að
það ágæta starfsfólk sem fær fram-
gang í starfi hjá Kópavogsbæ eigi
það hvorki skilið né ráði við verkefni
sitt.
Með hliðsjón af upphrópunum
oddvita Samfylkingarinnar í bæj-
arstjórn Kópavogs um að ákvarð-
anir meirihlutans í þessu sambandi
séu lögleysa má spyrja hver það sé
sem ekki er vandanum vaxinn. Guð-
ríður Arnardóttir gaf í skyn að ráðn-
ingar í stöður sviðsstjóra og gæða-
stjóra Kópavogsbæjar án
auglýsingar samrýmdust ekki lög-
um um opinbera stjórnsýslu. Í þeim
lögum er hins vegar ekki orð um að
sveitarfélög eigi að auglýsa lausar
stöður. Ekki eitt orð! Engin lög,
hvorki þessi né önnur, leggja þá
skyldu á herðar sveitarfélögum að
auglýsa laus störf opinberlega.
Enda er Guðríður nú á hröðum
flótta undan eigin yfirlýsingum og
reynir að draga í land svo lítið beri
á.
Raunar benda álit umboðsmanns
Alþingis til að ekki þurfi að telja
störf laus þegar opinberir vinnuveit-
endur bjóða launamönnum sínum
tilflutning í þau. Því sé ekki rétt að
auglýsa stöðurnar lausar til um-
sóknar. Dæmi um slíkar ráðstafanir
eru mýmörg hjá sveitarfélögum um
allt land. Þetta eiga sveitarstjórn-
armenn að vita. Mun strangari regl-
ur gilda aftur á móti um ríkisstarfs-
menn en jafnvel þær eru ekki
ósveigjanlegar. Ráðuneytisstjóri
forsætisráðuneytisins var ráðinn án
auglýsingar þar sem hann var flutt-
ur úr skrifstofustjórastöðu í fjár-
málaráðuneytinu samkvæmt ákvæð-
um laga um flutning
embættismanna milli starfa.
Ákvörðun meirihlutans í þessu
sambandi er heldur ekki brot á
starfsmannastefnu bæjarins eins og
haldið var fram. Hún er þvert á móti
virt. Í starfsmannastefnunni segir
t.d. að tilfærslur milli starfa geti
verið nauðsynlegar vegna breyttra
áherslna í starfsemi, hagræðingar í
rekstri eða breytinga á stjórnkerfi,
ráða beri hæft fólk til starfa og gæta
jafnréttis við stöðubreytingar. Hlut-
ur kvenna í hópi sviðsstjóra var eng-
inn áður en nú verða konur í tveimur
sviðsstjórastöðum af sex. Því ber að
fagna. Auk þess hefur verið stofnuð
ný staða gæðastjóra til að bæta
stjórnsýslu bæjarins enn frekar.
Engin ástæða er til að elta ólar við
ósamræmi eða dylgjur í málflutningi
Samfylkingarinnar, t.d. um það að
starfsmenn í nýjum stöðum séu ekki
hæfir. Þeir munu fljótt með störfum
sínum eyða efasemdum sem rógur
Samfylkingarinnar kann að hafa
komið inn hjá einhverjum. Við ósk-
um starfsmönnum bæjarins velfarn-
aðar í þeirra störfum og mikilvægu
verkefnum fyrir bæjarbúa í Kópa-
vogi og vonum að þeir fái frið til að
sýna hvað í þeim býr.
Rógur Samfylkingarinnar
Gunnar I. Birgisson
og Ómar Stefánsson
gera athugasemdir
við málflutning
Guðríðar Arnar-
dóttur
» Guðríður Arnar-
dóttir er nú á hröð-
um flótta undan eigin
yfirlýsingum og reynir
að draga í land svo lítið
beri á.
Gunnar I. Birgisson
Höfundar eru bæjarstjóri í Kópavogi
og formaður bæjarráðs Kópavogs.
Ómar Stefánsson
FYRIR mörgum ár-
um síðan voru við-
hafðar strandsiglingar
til að koma vörum út á
landsbyggðina. Sigling-
arnar höfðu mikil áhrif
á tilveru fólksins í land-
inu. Þær gæddu hafn-
irnar lífi og fólkinu
færðu þær fjölbreytt-
ara starfsumhverfi. Þá
sóttu menn sjóinn frá
bæjum og sveitum um land allt. Þá
voru vegir ekki eins góðir og nú en
malarvegir voru þekktir utan
Reykjavíkur.
Samgöngumál eru þau mál er
brenna einna mest á fólki nútímans.
Öll viljum við vera örugg í umferðinni
og væntum við þá þess að samgöngu-
kerfið sé með þeim hætti að okkur
stafi sem allra minnst hætta af.
Tryggingafélögin hvetja okkur til
varkárni í umferðinni sem er nauð-
synlegt, en þarf þá ekki vegakerfið að
vera öruggt og gott?
Við sem byggjum þetta land búum
flest á höfuðborgarsvæðinu og þekkj-
um að sitja í teppu umferðar tvisvar
til þrisvar á dag. Þar
sýnum við þolinmæði
þess fullviss að umferð-
aröngþveitið verði ekki
látið óleyst um ókomin
ár.
Þannig vildi ég að
Seyðfirðingar gætu
hugsað þegar þeir eru á
ferð yfir Fjarðarheiði,
að lausn á þeirra sam-
gönguleið sé í sjónmáli.
Fyrir ekki svo löngu
síðan átti lýsingin á líf-
inu í landinu vel við
Seyðisfjörð en nú er
öldin önnur. Seyðfirðingar hafa um
árabil staðið að þjónustu við ferjuna
Norrænu. Þar hafa þeir meðal annars
séð um móttöku ferðamanna sem
flestir fara í skoðunarferð um landið.
Þjónusta og eftirlit við ferjuna hefur
verið með þeim hætti að þjóðarsómi
er að. Þá er menning öll metnaðarfull
á Seyðisfirði og hefur bærinn yfir sér
rómantískan nítjándualdar ljóma.
Fjarðarheiðin er 620 metra há yfir
sjávarmáli og eina samgönguleið
Seyðfirðinga á landi. Hún er vegteng-
ing þeirra til Egilsstaða, þangað sem
margt þarf að sækja, þrátt fyrir góða
þjónustu í heimabyggð. Heiðin sú er
oft ófær og erfið viðureignar, stór-
hættuleg slysagildra. Það á ekki bara
við þegar vetraveður sækja Ísland
heim heldur fer Austfjarðaþokan
þungum strokum um heiðina yfir
sumartímann þegar sá gállinn er á
henni. Þá er gsm-samband úti á erf-
iðustu og hættulegustu stöðum heið-
arinnar.
Til viðmiðunar og til að gera betur
grein fyrir fjallveginum og hæð
Fjarðarheiðar sem er eins og fram
kemur 620 metra há, er Hellisheiði
syðri, 374 metra há, Brattabrekka,
402 m, Steingrímsfjarðarheiði, 439 m,
og Holtavörðuheiði 407 m, hæðamæl-
ingarnar eru gefnar upp hjá Vega-
gerðinni.
Það er opinber stefna til styrktar
sveitarfélögunum að sameina þau.
Seyðisfjörður getur tæplega tekið
þátt í þeirri vinnu búandi við þær öm-
urlegu aðstæður sem Fjarðarheiðin
er. Sameiningaráætlunin verður að
vera raunhæf sveitarfélögunum.
Ástæða skrifa minna er sú að ég á
stóran hluta fjölskyldu minnar á
Seyðisfirði, og hef oft verið þeim sam-
ferða yfir heiðina á öllum árstímum
og hef þar með kynnst skelfilegum
hríðarbylnum, þykkri þokunni, og
símasambandsleysinu sem er hreint
út sagt ónotaleg upplifun.
Ég skora hér á alla þá er að máli
koma að fara yfir og endurmeta for-
gangsröðun úrlausna á fjallvegum og
setja nú þessa miklu umferðarheiði í
forgang áður en farið verður að tvö-
falda þau göng sem fyrir eru í landinu
og tryggja með þeim hætti enn frekar
öryggi vegfarenda.
Fjarðarheiðin
Valgerður Sigurð-
ardóttir skrifar um
samgöngumál.
» Fjarðarheiðin er 620
metra há yfir sjávar-
máli og eina samgöngu-
leið Seyðfirðinga á
landi.
Valgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er nemi, fyrrverandi bæj-
arfulltrúi í Hafnarfirði og áhugamað-
ur um málefni landsbyggðarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta
í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í
bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem
eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti.
Móttaka aðsendra greina
✝ Guðbjartur Páls-son fæddist í
Reykjavík 24. sept-
ember 1935. Hann
lést á Gentofte Ho-
spital í Kaupmanna-
höfn 21. júlí síðast-
liðinn, af völdum
lugnabólgu. For-
eldrar hans voru
hjónin Páll Guð-
bjartsson, f. 28. júní
1904, d. 12. apríl
1994 og Jakobína
Bjarnadóttir, f. 5.
október 1906, d. 6.
nóvember 1993. Systir Guðbjarts
er Inga Valdís Pálsdóttir, f. 24.
september 1937, maki hennar Ingi-
berg B. Þorvaldsson, f. 20. janúar
1932, d. 22. apríl 1992. Guðbjartur
var uppalinn vestast í Vestur-
bænum, gekk í Miðbæjarskóla,
Melaskóla og Vesturbæjarskóla.
Lauk svo Verslunarskólanum og
fór eitt ár til London í viðskipta-
skóla. 9. september 1967 giftist
Guðbjartur Nítu Helene Sörensen
Pálsson, f. 26. mars 1944. For-
eldrar hennar voru hjónin Júlíus
Ferdinand Sörensen og Grethe
Mary Sörensen. Guðbjartur og
Níta eiga tvær dæt-
ur. Þær eru: 1) Hel-
ena, f. 26. mars 1968,
sambýlismaður Sig-
urður Ingi Bjarna-
son, f. 22. október
1970. Börn Helenu
eru Davíð Ólafsson,
f. 31. október 1989
og Níta María Arn-
ardóttir, f. 27. janúar
2001. 2) Kristína, f. 8.
júní 1972, maki Atli
Már Bjarnason, f. 2.
janúar 1970. Börn
Kristínu og Atla eru
Nadía Lind, f. 29. apríl 1993 og Ar-
on Már, f. 24. september 1998.
Guðbjartur vann til margra ára í
Landsbankanum. Tók við stöðu
skrifstofustjóra hjá Steinavör þar
sem hann kynntist konu sinni.
Skrifstofustjóri hjá Kraftvélum,
síðar gegndi hann framkvæmda-
stjórastöðu til margra ára hjá Búr-
felli. Lauk sínum starfsferli hjá Fé-
lagsþjónustunni. Hjónin hafa
haldið tryggð við Vesturbæinn og
bjuggu þau lengst af á Hagamel 36.
Útför Guðbjarts fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
miðvikudaginn 30. júlí, kl. 11.
Altid frejdig, når du går
veje, Gud tør kende,
selv om du til målet når
først ved verdens ende!
Aldrig ræd for mørkets magt,
stjernerne vil lyse!
Med et fadervor i pagt
skal du aldrig gyse!
Kæmp for alt, hvad du har kært,
dø, om så det gælder!
Da er livet ej så svært,
Døden ikke heller.
Takk fyrir allt!
Þín eiginkona.
Elsku pabbi, ég veit að það hljómar
einkennilega þegar ég ávarpa þig
svona, en ég get ekki annað. Þú ert
mér einfaldlega svo nálægur og ég
finn svo mikið fyrir þér að ég á engin
önnur orð. Þú varst aldrei veikur, allt-
af svo hraustur. Þú varst svo einlægur
að þegar ég spurði þig í símann hvað
þú segðir þá var svarið alltaf: Allt
meinhægt. Þú hafðir lag á að segja
hlutina á svo eðlilegan hátt að mér
finnst ég ekki kannast við annað en
dásemd þegar ég hugsa um þig. Ef ég
var þreytuleg þegar við hittumst, þá
sagðirðu: Taktu þungann af þér.
Minningarnar eru svo ómetanlegar og
þær myndir sem um hugann fara eru
dýrmætari en öll myndasöfn veraldar.
Þegar þú fórst með mig í gönguferðir
út á Nes, þegar saltið og vindurinn
lögðust einsog mjúkar blæjur yfir
andlit mitt þá var lífið svo magnað.
Þegar þú gekkst með okkur systrun-
um í kringum Helgafell og hlýddir
okkur yfir fyrir próf, þá var hand-
leiðsla þín svo trygg og svo ómetanleg
að ég öðlaðist einhvern veginn trú á
það að mér ætti bara eftir að ganga
vel. Í seinni tíð hafa börnin mín svo
fengið að njóta þess að hjartað þitt var
úr gulli. Þú sagðir þeim svo ótalmargt
og þú kenndir þeim svo stórkostlegar
staðreyndir um lífið að þau munu allt-
af lifa eftir þeirri fyrirmynd sem þér
tókst að skapa. Lífsspeki þín var svo
aðdáunarverð og djúp um leið og hún
var svo einföld og tær. Við mig og Atla
varst þú alltaf svo óendalega mikill
lærifaðir. Hvernig þú hjálpaðir okkur
í öllu segir svo margt um þig og sýnir
mér svo vel að þú varst öðlingur í öllu
sem þú gerðir. Þú hrósaðir okkur öll-
um á svo einlægan hátt og varst svo
sannur og svo ótrúlega jákvæður.
Stundirnar sem við áttum saman
hefðu ábyggilega mátt vera fleiri, en
innihaldsríkari hefðu þær aldrei geta
orðið. Þetta voru gæðastundir og
gæðin hafa meira gildi en magnið. Já,
auðvitað væri það einungis frekja af
minni hálfu ef ég krefðist þess að hafa
þig lengur hjá mér en þú varst, því eitt
augnablik með þér var svo óendan-
lega dýrmætt – dýrmætara en allt
sem dýrmætt er. Þegar ég kom til þín
á spítalann, nokkru eftir að við frétt-
um að þú værir með lungnabólgu, og
þegar ljóst var orðið að þú værir al-
varlega veikur, þá átti ég með þér
þrjá sólarhringa sem eru mér meira
virði en allt sem ég hef upplifað. Ég
áttaði mig á því að á milli okkar var
tenging sem ekki gat rofnað. Þú varst
mér svo mikils virði og þú fylltir
hjarta mitt svo mikilli hlýju að í anda
þínum mun ég vera svo lengi sem ég
lifi. Þegar hjúkrunarkonan spurði þig
hvort ég væri dóttir þín, þá tókst þú af
þér súrefnisgrímuna og sagðir: Já, og
hún er algjör engill.
Elsku pabbi, ég er svo þakklát fyrir
allt sem þú gafst mér og ég er svo
sátt, þó að sorgin leggist á mig af full-
um þunga.
Hann Guð hann mun þess gæta
þú getir sofið rótt,
hann lætur ljóssins engla
lýsa þér um nótt.
Já, þegar myrkrið mætir
þú manst hann vel þín gætir,
hann öll þín verk í veröldinni sér.
Og þegar ljósið logar
og lífið í þig togar
þá fljúga himins englar yfir þér.
(K. Hreinsson. )
Já, elsku pabbi, núna hefur hann
Guð tekið þungann af þér og þó að
sorgin sem við berum sé þung, þá veit
ég að hugsunin um þig mun alltaf
létta mína lund.
Kristína.
Sorgin
Hún er konan, sem kyrrlátust fer
og kemur þá minnst þig varir,
og les úr andvaka augum þér
hvert angur, sem til þín starir.
Hún kemur og hlustar, er harmasár
hjörtun í einveru kalla.
Hún leitar uppi hvert tregatár.
Hún telur blöðin, sem falla.
Og hún er þögul og ávallt ein
og á ekki samleið með neinum.
Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein,
og sífellt leitar að einum.
(Tómas Guðmundsson, Fagra Veröld.)
Við sátum tímunum saman yfir
þessari ljóðabók, Fagra Veröld. Þetta
var eitt af þeim ljóðum sem við í sam-
einingu höfðum brotið til mergjar og
finnst mér það vera lýsandi fyrir líðan
mína á þessari stundu. Þú hafðir mikl-
ar mætur á Tómasi Guðmundssyni og
kenndir mér að meta hann ásamt svo
mörgu öðru. Einstakur faðir og ómet-
anlegur lærimeistari. Til æviloka bý
ég að fróðleiknum, viskunni og lífs-
gildunum sem þú kenndir mér.
Lítil hnáta sem setti kalda höndina
í stóru hlýju höndina þína. Rauði
stóllinn og lestrarkennslan. Þú barst
mig á öxlunum þegar stuttir fætur
höfðu það ekki upp í leikskóla. Beiðst
eftir mér þegar ég þurfti að tína sól-
eyjar á Landakotstúninu til að færa
mömmu á fæðingardeildina. Hlýddir
Guðbjartur Pálsson