Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 13
ERLENT
STÚLKA hleypur gegnum verk eftir Jim Lambie í grasagarði í Edinborg,
höfuðborg Skotlands. Ætli ævintýraveröld búi hinum megin skráargatsins?
Reuters
Til móts við ævintýrin
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
FYRIR RÚMUM fjórum áratugum
vöknuðu vonir hjá Bretum um að
mikil gósentíð væri í vændum. Og
ekki að ástæðulausu. Mikil olía hafði
fundist í Norðursjó og leið ekki á
löngu þar til verulegar tekjur sköp-
uðust af útflutningi á olíu og gasi.
Norðmenn tóku þátt í veislunni en
horfa nú líkt og Bretar fram á að
næstu árin og áratugi muni olían og
gasið þverra með tilheyrandi tekju-
skerðingu fyrir þjóðarbúskapinn.
Bretar eru þó í verri stöðu að því
leyti að þeir verða sífellt háðari inn-
fluttri orku, á sama og verð á jarð-
efnaeldsneyti er í upphæðum.
Jarðgasið er þar engin undan-
tekning og í nýlegri skýrslu orkufyr-
irtækisins Centrica kemur fram að
2015 verði 75% af gasinu sem brennt
er í Bretlandi flutt inn og að sama ár
hafi um fjórðungur frumorkufram-
leiðslunnar verið tekinn úr umferð.
Grípa þurfi til aðgerða strax.
Kemur niður á fátækum
Skýrsluhöfundar leiða einnig líkur
að því að á næstu mánuðum kunni
gasverðið að hækka um allt að tvo
þriðju vegna stighækkandi kostn-
aðar. Vandinn sé ekki tímabundinn
og útlit fyrir að verðið muni haldast
hátt í náinni framtíð.
Aðspurð um hvort hún telji að gas-
verðið muni stíga jafn-ört og sérfræð-
ingar Centrica ráðgera segir
Georgina Walsh, ráðgjafi hjá neyt-
endavaktinni Energywatch, sem hef-
ur eftirlit með orkumarkaðnum, að
verðið muni ekki hækka svo ört í
einni svipan, þótt samanlögð hækkun
næstu átta til níu mánaða geti numið
nokkrum tugum prósenta.
Walsh segir nýjar tölur benda til
að 4,5 milljónir heimila í Bretlandi búi
við það sem skilgreint sé „orkufá-
tækt“, og er þá átt við að meira en tí-
undi hluti ráðstöfunartekna fari til
orkukaupa.
Til að setja þá tölu í samhengi jafn-
gildir hún um tíunda hluta allra
skráðra raforkureikninga í Bretlandi.
Með hverri 10% hækkun á orku-
reikningnum (ýmist raforka eða raf-
orka og húshitun) fjölgi heimilum í
þessari stöðu um 400.000. Orkufyrir-
tækið EDF hafi þegar hækkað verðið
um fimmtung og þegar hinir orkuris-
arnir fylgi í kjölfarið, eins og þeir geri
alltaf, muni meðalverðið fylgja þeirri
hækkun. Það þýði að orkuverðið
muni koma sífellt meira við pyngju
efnalítilla Breta.
Bresk orkukreppa
Færast fjær orkusjálfstæði Norðursjávarolían að þverra
Munu að óbreyttu þurfa að flytja inn 75% af gasinu 2015
Reuters
Á útleið? Sólin skein á kjarnorkuverið í Drax á N-Englandi í sumar. Næstu
árin er reiknað með að mörgum breskum kjarnorkuverum verði lokað.
HLUTUR gass á breska raforku-
markaðnum er nú um 41% þegar
litið er til framleiðslu á óendurnýj-
anlegri orku. Til samanburðar
komu 35% úr olíu, 15% úr kolum
og 9% úr kjarnorku árið 2004, að
því er fram kemur í skýrslunni „The
future of UK gas supplies“, sem
breska þingið gaf út í árslok 2004.
Árið 2004 urðu þau tíðindi að Bret-
ar fluttu inn meira gas en þeir
fluttu út, en samkvæmt áður-
nefndri skýrslu má ætla að árið
2020 verði yfir 80% gassins flutt-
ur inn. Liggur meginskýringin í því
að hratt gengur á gasbirgðir Breta í
Norðursjó og viðbúið að gasvinnsl-
an minnki verulega næstu árin.
Viðkvæmir fyrir sveiflum
ÓEIRÐIR brutust út á mótmæla-
fundi stuðningsmanna stríðsglæpa-
mannsins Radovans Karadzic í Bel-
grad, höfuðborg Serbíu, í
gærkvöld. 15.000 voru viðstaddir.
Lögregla þurfti að nota táragas og
gúmmíkúlur til að leysa upp 80
manna hóp, að mestu drukkinna
unglinga, sem hafði tekið að grýta
lögreglumenn. Tólf voru fluttir á
sjúkrahús.
Mótmælendur voru flestir öfga-
þjóðernissinnar og mótfallnir hand-
töku Radovans Karadzic og fram-
sali hans til stríðsglæpadómstóls
Sameinuðu þjóðanna. Luka Karad-
zic, bróðir Radovans, hélt ræðu og
Tomislav Nikolic, leiðtogi Róttæka
flokksins í Serbíu, mæltist til að
menn beindu kröftum sínum að því
að eyða Boris Tadic, forseta Serbíu,
en ekki Belgrad. sigrunhlin@mbl.is
Óeirðir á mótmælafundi
stuðningsmanna Karadzic
Reuters
Gráir Serbneskir öfgaþjóðernis-
sinnar mótmæltu í Belgrad í gær.
JARÐÝTA var send til að jafna
hluta hússins, þar sem fjölskylda
Sun Ruonan hefur rekið bakarí í á
aðra öld, við jörðu og nágrönnunum
greitt fyrir að hafa auga með henni
og tilkynna lögreglu ef gesti bar að
garði. Embættismönnum var einnig
gert viðvart og þeim skipað að neita
Sun um læknisþjónustu.
Svona lýsir Sun reynslu sinni í við-
tali við The New York Times af til-
raunum kínverskra stjórnvalda til að
planta trjám þar sem bakaríið hefur
staðið skammt frá Torgi hins him-
neska friðar í Peking, borginni þar
sem Ólympíuleikarnir verða settir
áttunda ágúst nk.
Net hylur mótmælaspjöldin
Að sögn greinarhöfundar The
New York Times er byggingin að
hruni komin og stillansar og grænt
byggingarnet notað til að hylja mót-
mælaspjöld konunnar, svo gestir
leikanna komi ekki auga á þau. Að
sögn blaðsins hafa kínversk stjórn-
völd ekki látið þar við sitja heldur
gripið til þess ráðs að reisa múra,
hlaðna úr múrsteinum, til að hylja
verslanir og önnur hús sem talin séu
„lýti“ á umhverfinu.
Múrarnir voru hlaðnir að ná-
grönnunum forspurðum og hefur til-
tækið komið illa við verslanir og litla
veitingastaði. baldura@mbl.is
Valtað yfir verslanir
og múrað fyrir hús
Kínastjórn beitir hörku í aðdraganda Ólympíuleikanna
Í HNOTSKURN
»Sumarólympíuleikarnirhefjast þann 8. ágúst nk.
»Leikarnir eru þeir dýrustuí sögunni og er áætlað að
verðmiðinn hljóði upp á um 43
milljarða dala, jafnvirði um
3.500 milljarða króna.
Reuters
Glansmyndin Hluti hins glæsilega
og dýra Ólympíuleikvangs í Beijing.
HÚN sýnist hetjuleg viðleitnin til að slökkva elda úr lofti með því að losa
vatn úr tönkum eða öðrum búnaði sem heldur vatni við erfiðar aðstæður.
Það er hins vegar með öllu óvíst hvort hún geri nokkuð gagn.
„Margir gera ýmislegt að óþörfu til að vekja á sér athygli eða til eigin
framdráttar í stjórnmálum,“ sagði Jim Ziobro, slökkviliðsstjóri skógrækt-
arinnar í Oregon, um slíka losun í viðtali við The Los Angeles Times.
Dagblaðið metur árangurinn af aðferðinni og segir slökkviliðsmenn upp-
nefna losun vatns úr háloftunum sem „CNN-skvettu“, með þeim orðum að oft
sé þrýst á þá að útvega flugvélar og þyrlur í að slökkva elda þótt gefið sé að
eini tilgangurinn sé að sýnast fyrir framan tökulið fjölmiðla. baldura@mbl.is
Sýndarmennska yfir eldhafinu