Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 25

Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 25 Atvinnuauglýsingar Verktakafyrirtæki í byggingariðnaði óskar eftir að ráða góðan smið eða húsasmíða- meistara sem verkstjóra. Verður að hafa góða stjórnunarhæfileika. Upplýsingar gefur Arnór í síma 820 7061 eða Tómas í síma 820 7062, va@vaverktakar.com Hótel Rangá Hótel Rangá óskar eftir starfsfólki strax í móttöku og veitingastað. Áhugasamir hafi samband í síma 487 5700, 844 7975 eða 849 8962. Fyrsti vélstjóri óskast á togskipið Gullberg V E 292 vélastærð 1056 kw. Upplýsingar gefur Guðni I. Guðnason útgerðarstjóri í síma 488 8000 eða 893 9741. Annar stýrimaður óskast á togarann Jón Vídalín V E 82 Upplýsingar gefur Guðni I. Guðnason útgerðarstjóri í síma 488 8000 eða 893 9741. Raðauglýsingar 569 1100 Tilboð/Útboð Blöndulína 3 (220 kV) Frá Blöndustöð til Akureyrar Mat á umhverfisáhrifum Húnavatnshreppur, Sveitarfélagið Skaga- fjörður, Akrahreppur, Hörgárbyggð og Akureyrarkaupstaður. Drög að tillögu að matsáætlun Landsnet hf. hefur hafið undirbúning að lagn- ingu 220 kV háspennulínu frá Blöndu til Akur- eyrar (Blöndulína 3). Um er að ræða fyrsta áfangann í styrkingu/tvöföldun á byggða- línuhringnum. Blöndulína 3 mun liggja um Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgárbyggð og Akureyrarkaup- stað, um 110 km leið. Hlutaðeigandi sveitar- félögum hefur verið kynnt áform um línuleiðir og eru þær til skipulagslegrar meðferðar hjá sveitarfélögunum. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Drög að tillögu að matsáætlun framkvæmdar- innar eru nú til kynningar á vefsíðunum www.landsnet.is og www.mannvit.is. Óskað er eftir athugasemdum og ábendingum við drögin fyrir 18. ágúst nk. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum, athuga- semdum og ábendingum á netfangið axel@mannvit.is eða á neðangreint póstfang. Axel Valur Birgisson, Mannvit verkfræðistofa, Laugavegi 178 – 105 Reykjavík. Tilkynningar Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007/2008 sbr. reglu- gerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 24. júní 2008 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög: Sveitarfélagið Bolungarvík Sveitarfélagið Djúpavogshreppur Fyrir neðangreind byggðarlög vísast auk reglugerðarinnar til sérstakra úthlutunar- reglna í hlutaðeigandi byggðarlögum sbr. auglýsingu nr. 749/2008 í Stjórnartíðindum. Sveitarfélagið Gerðahreppur (Garður) Sveitarfélagið Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður, Bíldudalur) Sveitarfélagið Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flat- eyri, Suðureyri, Hnífsdalur, Ísafjörður) Sveitarfélagið Höfðahreppur (Skagaströnd) Sveitarfélagið Fjallabyggð (Siglufjörður, Ólafsfjörður) Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2008. Fiskistofa, 29. júlí 2008. Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2002 -2014 Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á fundi sínum 12. mars 2007 að auglýsa til kynningar eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi Skaftár- hrepps 2002-2014 samkv. 1. málsgrein 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2002-2014 við Lakagíga Aðalskipulagsbreytingin tekur til eftirfarandi þátta: 1. Núverandi verslunar- og þjónustusvæði (V10) við Blágil verður dvalarstaður land- varða og tjaldsvæði. 2. Nýtt verslunar- og þjónustusvæði (V11) er staðsett á Galta. Þar verður upplýsingamið- stöð með móttöku landvarða, snyrtiaðstaða en engin gisting. 3. Nýr tengivegur er skilgreindur frá Galta að slóða vestan við Laufbalavatn og þaðan eftir núverandi slóða sem liggur að Miklafelli. 4. Núverandi vegslóði um þröng og torfarin gil við Blæng verður lagður af. 5. Ný reiðleið fylgir tengiveginum frá Galta að reiðleið vestan við Laufbalavatn. 6. Nýjar gönguleiðir eru skilgreindar frá þjónustuhúsi á Galta að Blágiljum og að Tjarnargíg. 7. Ný gönguleið er skilgreind af Lakagígavegi rétt vestan við Blágil og í Hrossatungur. 8. Gönguleið sem þverar Skaftá er færð frá kláf sunnan við Sveinstind suður fyrir Uxatinda. Tillagan er í samræmi við samþykkta tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, Lakagígasvæðið innan Skafta- fellsþjóðgarðs, sem er í staðfestingarferli Skipulagsuppdráttur, greinargerð og um- hverfisskýrsla munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 15 á Kirkjubæjarklaustri og á heimasíðu Skaftár- hrepps, slóðin: [http://www.klaustur.is/?i=51&expand=46-51] frá 30. júlí 2008 til 27. ágúst 2008. Ennfremur verður tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík á sama tíma. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 15, Kirkjubæjarklaustri fyrir 10. september 2008 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera at- hugasemdir við breytingartillöguna innan til- skilins frests teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps. Félagslíf Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Palla var alltaf boðin og búin að sendast fyrir fjölskylduna. Hvort sem það var í Ríkið, að kaupa vara- hluti í báta eða finna vörur fyrir verslunina hans pabba okkar; ekkert var ómögulegt. Það var mikil vinna að koma þessu síðan á flutningabíla. Þegar ég svo flutti til Reykjavíkur til að vinna þótti Pöllu sjálfsagt að ég væri hjá þeim og ekki nóg með það þá leyfði hún vinkonu minni líka að sofa á litla dívaninum í stofunni. Hugsanlega væri þetta ekki gert í dag, svona var hjartahlýjan, enda kölluðum við systurnar hana Móðir Theresu. Systir mín hafði ótrúlega gaman af ferðalögum og var alltaf tilbúin með stuttum fyrirvara, hvort heldur var til útlanda eða norður í land þar sem systur okkar bjuggu. Palla greindist með krabbamein fyrir einu og hálfi ári og þáði enga meðferð, hún hélt reisn allan tímann og lét veikindin ekki aftra sér. Í október á síðasta ári fórum við þrjár systurnar til Spánar að heimsækja systurdóttur okkar, Sísí, þar sem hún á hús. Það var yndisleg ferð og átti hún þar góða daga. Tveimur mánuðum síðar var svo ákveðið að skreppa til Englands með annarri systurdóttur okkar, Pálínu Freyju. Ferðin var farin til Manchester og ákváðum við að fara dagsferð niður til Grimsby og heimsækja þar aldr- aða vinkonu okkar, Joan. Það þótti Pöllu ekki leiðinlegt. Palla var drottning dansgólfanna og fór út að dansa í viku hverri. Hún dró ekkert í land þótt hún væri þróttminni. Viku fyrir andlát hennar biður hún mig um að koma með sér til Akureyrar til að heimsækja Bibbu systur okkar sem lá þar veik á sjúkrahúsinu. Sýnir þetta hversu umhugað Pöllu var um okkur syst- urnar þar sem hún var sjálf mun veikari. Palla kvaddi úr rúmi sínu, umvafin fjölskyldunni. Tískudrottn- ing okkar systranna farin og því var það í anda lífs hennar að frændi okk- ar, Karl, lagði hár hennar og málaði fyrir hinsta dansinn. Ég á systur minni margt að þakka, hvíl hún í friði. Áslaug Hafsteinsdóttir. Elsku Palla amma mín, mér þykir fyrir því að þú þurftir að fara frá okkur, en mér þykir líka alveg frá- bært að þú hafir lifað með okkur. Mér þykir alveg rosalega vænt um þig og ég vil bara segja öllum heim- inum það. Ég hef þó alltaf vitað að þú þyrftir einhvern tíma að fara frá okkur. En ég vona að þú skemmtir þér vel þarna uppi með hinum engl- unum og við hittumst einhvern tíma aftur. Ég græt og græt en vil bara allt það besta fyrir þig. Ég mun alltaf geyma þig í hjart- anu. Þín langömmustelpa, Bára Bryndís Viggósdóttir.  Fleiri minningargreinar um Pál- ínu Margréti Hafsteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.