Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 35

Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 35 Gleymdirðu að kaupa lottómiða? Njóttu þess að vera í fríinu með áskrift að Lottó! Farðu strax á næsta sölustað eða á www.lotto.is og skráðu þínar tölur. 5 Fimmfaldur potturum helgina E N N E M M /S ÍA /N M 34 81 7 BLAÐAFULLTRÚI fyrirsætunnar Heather Mills, fyrrverandi eig- inkonu Sir Paul McCartney, hefur sagt starfi sínu lausu og segir að það sé „ómögulegt“ að starfa fyrir Mills. Michele Elyzabeth, sem hefur starfað fyrir Mills í fjögur ár, sagði í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum í vikunni að hörkurifrildi þeirra Mills hefði verið ástæða uppsagn- arinnar. „Eftir að skilnaðurinn gekk í gegn, hefur Heather orðið ómöguleg. Við rifumst heiftarlega, hún sagði mig heimska og ég svar- aði og sagði að hún væri enginn Guð. Þá sagðist hún aldrei ætla að tala við mig aftur.“ Blaðafulltrúinn segir Mills skulda sér fé og að hún hafi nú skilning á mörgum þeirra nei- kvæðu frétta sem birst hafa um fyr- irsætuna. Reuters Erfið Blaðafulltrúi Heather Mills- McCartney skilur skrifin um hana. Blaðafulltrúi Mills gengur á dyr NÝTT lag með Whitney Houston hefur lekið út á netið og vakið tölu- verða athygli. Lítið hefur farið fyr- ir söngfuglinum í lengri tíma en það var síðast árið 2003 sem hún sendi frá sér lítið jólalag. Nýja lagið heitir „Like I Never Left“ og syngur Whitney þar með rapparanum Akon. Lagið verður best flokkað sem ástarsöngur en deila má um hvort lagið jafnast á við stærstu smelli söngdívunnar. Engu að síður hefur lekinn náð að fanga athygli fjölmiðla og aðdá- enda. Ef leitað er á YouTube sést hins vegar að hvers kyns upptökur af laginu hafa verið fjarlægðar „vegna brots á höfundarrétti“ og gæti það bent til að lekinn hafi ekki verið með vilja þeirra sem standa á bak við upptökuna. Áhugasamir geta þó enn fundið upptöku með því að slá inn titil lagsins á Google. Reuters Sígild Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Whitney. Whitney lekur á netið KEVIN Spacey er einn virtasti kvikmyndaleikari samtímans, með tvo Óskara á arinhillunni, fyrir The Usual Suspects og American Beauty – og svo stýrir hann leikhúsi. Þótt Spacey sé hæfileikaríkur getur hann þó ekki lært línurnar sínar fyrir kvikmyndirnar hvar sem er og allra síst heima. Þar er of hljóðlátt. Hann á best með að einbeita sér þar sem er hávaði og erill. „Ég fer á mjög háværa veitingastaði til að læra textann minn. Eða á mjög háværar lestarstöðvar, þar sem er verið að missa diska, símar hringja – vegna þess að það þröngvar heilanum til að ein- beita sér.“ Spacey, sem mun senn leika Lex Luthor að nýju í nýrri kvikmynd um Superman, upplýsir einnig í viðtali sem fréttaveitan Bang Showbiz greinir frá, að hann þoli það ekki þegar hann hrekkur upp á nóttinni vegna opinberana um það hvernig hann eigi að leika hlutverkin sem hann tekst á við í það og það skiptið. „Stundum gerist þetta og ég er hálfsofandi en fer að skrifa hjá mér og þremur klukkutímum seinna vakna ég og horfi á það sem ég hef párað og hugsa, hver fjárinn er þetta?! Ég skrifa svo illa.“ Spacey æfir sig á lestarstöðvum Reuters Spacey Hampar Óskari í mannþröng. KELSEY Gram- mer, aðalleikari Frasier- þáttanna, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í New York í fyrradag, þar sem hann var að kynna nýjustu kvikmynd sína. Grammer var einnig lagður inn á sjúkrahús fyrir tveimur mánuðum, eftir alvarlegt hjartaáfall á Hawaii, þar sem hjarta hans hætti alveg að slá. Innlögnin nú er sögð vera vegna aukaverkana af lyfjum sem hann er enn á. „Frasier“ á sjúkrahúsi Kelsey Grammer

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.