Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnhildur S.Guðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 15. mars
1924. Hún lést á
Landakotsspítala
19. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Geir-
þóra Ástráðsdóttir
húsfreyja, f. 1892 í
Reykjavík, d. 1979,
og Guðmundur Kr.
Guðjónsson kaup-
maður, f. 1893 í
Dalasýslu, d. 1977.
Systkini Gunnhildar eru Ingibjörg
Ásta, f. 1922, d. 1979, Yngvi, f.
1926, d. 2003, og Áslaug, f. 1929.
Gunnhildur giftist 7. september
1946 Sigurði Sigurðssyni, f. 7. júlí
1921, d. 28. maí 2000. Foreldrar
hans voru Þuríður Pétursdóttir
og Sigurður Árnason sem bjuggu
á Bergi við Suðurlandsbraut í
Reykjavík. Sigurður var búfræð-
ingur frá Bændaskólanum á
Hvanneyri. Hann útskrifaðist sem
húsasmiður árið 1949 og starfaði
lengst af sem húsasmíðameistari í
Reykjavík. Börn Gunnhildar og
Sigurðar eru: 1) Guðmundur við-
skiptafræðingur, f. 20. september
1946, maki Valgerður Marinós-
dóttir hagfræðingur. Dóttir
þeirra er Guðbjörg Erla, f. 10.
mars 1992. Sonur Guðmundar og
fyrri konu hans, Elísabetar Hall-
dórsdóttur, er Ragnar, f. 23. júní
1966. Sonur hans Skorri Þór f.
1998. 2) María næringarrekstrar-
fræðingur, f. 3. febrúar 1949,
maki Einar Loftsson húsasmíða-
meistari. Börn þeirra eru: a) Loft-
ur Þór, f. 2. nóvember 1976, sam-
býliskona Brynhildur Helga,
íbúð við Bústaðaveg, en þá voru
börnin orðin þrjú. Þar bjuggu þau
til ársins 1961. Um tíma bjuggu
þau á Bergi við Suðurlandsbraut,
æskuheimili Sigurðar, á meðan
þau byggðu sér hús í Grænuhlíð,
en þá voru börnin orðin sex. Þar
bjuggu þau næstu tólf árin. Eftir
það fluttust þau í Fossvoginn og
að síðustu í Hvassaleiti 20. Árið
1981 byggðu þau sér ásamt börn-
um og tengdabörnum, sumarbú-
stað í landi Heyholts í Borgar-
firði. Sumarbústaðurinn var þeim
mikill sælureitur alla tíð. Einnig
ferðuðust þau hjónin víða bæði
innan- og utanlands og fóru oft
óhefðbundnar leiðir í ferðavali.
Miklu ástfóstri tók Gunnhildur við
Kaupmannahöfn þangað fór hún
árlega eða oftar síðustu áratug-
ina. Áður en Gunnhildur og Sig-
urður stofnuðu heimili vann hún
við afgreiðslustörf, en sinnti börn-
um og búi eftir það. Í byrjun átt-
unda áratugarins fór hún aftur út
á vinnumarkaðinn og starfaði í fá-
ein ár í verslun föður síns, VBK á
Vesturgötu í Reykjavík. Frá árinu
1976 og til starfsloka 1994 starf-
aði hún sem leiðbeinandi í leik-
skólum í Reykjavík. Hugsaði hún
ætíð til þess starfs með mikilli
gleði. Gunnhildur tók þátt í starfi
aldraðra í Bústaðakirkju. Eign-
aðist hún þar góðar vinkonur. Var
perluföndur hennar aðaliðja þar
og prýða nú fallega unnir munir
hennar mörg heimilin. Gunnhild-
ur var mikil fjölskyldukona, hélt
vel utan um fólkið sitt og fylgdist
af miklum áhuga með lífi allra af-
komenda og tengdra.
Útför Gunnhildar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
sonur þeirra Einar
Kári, f. 2007 b) Ás-
laug, f. 29. október
1981, sambýlismaður
Jón Berg. 3) Áslaug
hjúkrunarfræðingur,
f. 10. janúar 1951,
maki Sveinn S.
Hannesson við-
skiptafræðingur.
Dætur þeirra eru: a)
Gunnhildur, f. 28.
janúar 1976, b) Elín
Júlíana, f. 4. sept-
ember 1978, sam-
býliskona Sigríður
Droplaug, c) Kolbrún, f. 16. mars
1985, sambýlismaður Jens Lyse-
mose og d) Margrét, f. 9. desem-
ber 1990. 4) Hrefna leik-
skólastjóri, f. 28. júní 1952, maki
Haukur Valdimarsson læknir.
Sonur þeirra er Fjalar, f. 21. sept-
ember 1979, sambýliskona Ás-
laug, sonur þeirra Haukur Bragi,
f. 2006. 5) Sigurður iðjuþjálfi í
Danmörku, f. 22. febrúar 1954. 6)
Ingibjörg leikskólakennari, f. 27.
mars 1963, maki Bjarni S. Einars-
son tæknifræðingur. Börn þeirra
eru Ester Hermannsdóttir, f. 3.
apríl 1991, Einar Siggi, f. 24.
október 1994 og Birkir Ingi, f. 7.
febrúar 1997.
Gunnhildur ólst upp í foreldra-
húsum á Lindargötu 6 í Reykja-
vík. Hún gekk í Miðbæjarbarna-
skólann og síðan í Kvennaskólann
í Reykjavík. Hilda, eins og hún
var jafnan kölluð, var mjög
félagslynd, stundaði fimleika, var
mikið á skíðum og virk í útivist-
arfélaginu Farfuglum.
Gunnhildur og Sigurður byrj-
uðu búskap sinn á Lindargötu 6.
Árið 1952 fluttu þau í sína fyrstu
Mjög kær tengdamóðir og vin-
kona, Gunnhildur Guðmundsdóttir,
kölluð Hilda, er látin eftir skamm-
vinn veikindi. Hildu, sem var lífs-
glöð manneskja með mikla réttlæt-
iskennd, var umhugað um vellíðan
fjölskyldu sinnar og vina. Eigin-
maður hennar til 54 ára var Sig-
urður Sigurðsson húsasmíðameist-
ari, kallaður Siggi, en hann lést
vorið 2000. Vart er hægt að ræða
um annað þeirra án þess að minnast
á hitt, svo nátengd voru þau. Hilda
var mikil fjölskyldumanneskja sem
fylgdist vel með lífi fjölskyldu sinn-
ar og sýndi gjörðum þeirra sem
henni tilheyra mikinn áhuga. Í dag-
legu sambandi við börn sín fékk
hún jafnan góðar fréttir, sem hún
miðlaði áfram. Vina- og kunningja-
hópur hennar var ríkulegur, enda
má segja að vinir barna hennar og
barnabarna hafi einnig verið henn-
ar vinir, svo góða nærveru hafði
hún hvert sem hún kom. Oftar en
ekki var leitað til Hildu með að
passa barnabörnin, enda sinnti hún
því hlutverki afar vel, barngóð með
eindæmum og ástrík amma. Gaf
hún góða skýrslu að pössun lokinni
og voru þetta oft hinar mestu
skemmtisögur, því Hilda var lífs-
glöð manneskja og kunni þá list að
láta öllum líða vel í návist sinni.
Ógleymanlegar eru ferðir okkar í
sumarbústaðinn í Heyholti, en
þangað fórum við fjölskyldan með
henni á hverju ári eftir að Siggi
lést. Þar hafði hún unun af því að
sinna trjáklippingum og njóta fag-
urs útsýnis í kyrrð náttúrunnar.
Spilað var fram á rauða nótt og oft-
ar en ekki hljómaði rödd Jónasar
Jónassonar og kvöldgesta hans
undir, en Hilda fylgdist mjög vel
með fréttum og menningartengdum
þáttum í útvarpi og sjónvarpi.
Hilda ferðaðist víða, jafnt innan-
lands sem utan, með eiginmanni
sínum. Oftar en ekki voru þetta
óhefðbundnar ferðir sem þau skipu-
lögðu sjálf. Hún hélt áfram að
ferðast eftir að Siggi lést, yfirleitt
til Danmerkur. Minnisstætt er þeg-
ar við fjölskyldan hittum Hildu hjá
Sigurði, syni hennar, í Danmörku.
Þar var hún á heimavelli, las Politi-
ken eins og innfædd, ferðaðist með
strætisvagni eins og hann væri
hennar einkabifreið og kunni góð
skil á kaffihúsum og hallargörðum.
Óperur voru hennar líf og yndi og
átti hún mikið safn geisladiska sem
hún naut að horfa á, því Hilda var
sannkallaður lífskúnstner. Það er
margs að minnast þegar litið er yfir
farinn veg og víst að margir eiga
eftir að sakna Hildu, sakna en jafn-
framt finna til þakklætis fyrir ást-
ríka nærveru, kærleika og gleði
hennar.
Bjarni S. Einarsson.
Nú í haust eru liðin 40 ár síðan
leiðir okkar Gunnhildar lágu fyrst
saman. Það var á því margfræga ári
1968 sem heil kynslóð er nú kennd
við. Ég fór þá að gerast alltíður
gestur í Grænuhlíðinni að heim-
sækja dótturina, Áslaugu, sem nú
hefur verið eiginkona mín í 35 ár.
Mér var strax ótrúlega vel tekið.
Seinna kynntist ég því að það var
einfaldlega þannig að Gunnhildur
tók öllum vel sem tengdust fjöl-
skyldunni. Átti það jafnt við um
menn og málleysingja. Hún hafði
einstaklega ljúfa lund og skipti
sjaldan skapi. Aldrei heyrði ég
hana hallmæla nokkrum manni í öll
þessi ár sem okkar leiðir lágu sam-
an. Hún lét nægja að leiða hjá sér
að ræða um þá sem henni mislíkaði
stórlega við.
Það er eftir á að hyggja einkenni-
legt að Gunnhildur hefur eiginlega
ekkert breyst og varla nokkuð elst
öll þessi ár. Hún var alla tíð heilsu-
hraust bæði til líkama og sálar og
bar sig vel. Þau hjónin Gunnhildur
og Sigurður voru um margt ólík en
áttu þó sameiginleg áhugamál í
hvers konar ræktun og einnig höfðu
bæði yndi af tónlist og ferðalögum.
Bestu stundir þeirra í seinni tíð
voru þó sennilega í sumarbústaðn-
um í Borgarfirði. Hann var búfræð-
ingur og húsasmíðameistari og
vann hörðum höndum og oftast í
útivinnu alla daga og í öllum veðr-
um. Hún var Reykvíkingur í marga
ættliði og alla tíð dálítið fín með sig.
Svolítið matvönd og vildi ekki láta
sjá sig illa til hafða.
Þeirra hjónaband var bæði langt
og farsælt en Sigurður lést árið
2000. Gunnhildur lét ekki bugast
þegar Sigurður féll frá. Hún hélt
áfram að ferðast og sækja tónleika
og leikhús og fylgdist vel með því
sem var að gerast. Fjölskyldan var
þó alla tíð í senn hennar starf og
áhugamál. Árum saman hefur hún
verið nokkurs konar miðpunktur og
upplýsingamiðstöð fjölskyldunnar.
Hún vissi nákvæmlega hvar allir
voru og hvað þeir voru að gera.
Virtist hafa áhuga á öllu sem henn-
ar fólk tók sér fyrir hendur og sam-
gladdist innilega með unga fólkinu
við hvern áfanga í lífinu. Aldrei lét
hún sig vanta þegar slegið var upp
veislu eða kaffiboði.
Því miður kynnist maður ekki
mörgum persónum á ævinni sem
eru jafn skapgóðar, heiðarlegar og
vandaðar eins og Gunnhildur S.
Guðmundsdóttir. Þess vegna er
þeirra saknað meira en annarra
þegar kemur að kveðjustund. Með
þessum örfáu orðum vil ég þakka
fyrir mig og mína fjölskyldu. Minn-
ingin um góða konu lifir í hjörtum
okkar sem hana þekktum.
Sveinn Hannesson.
Gunnhildur S. Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar um Gunn-
hildi S. Guðmundsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR BÖÐVARSSON,
dvalarheimilinu Sólvöllum,
áður Túngötu 51,
Eyrarbakka,
sem lést á dvalarheimilinu Sólvöllum mánudaginn
21. júlí, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
fimmtudaginn 31. júlí kl. 14.00.
Ólafur Ragnarsson, Ásrún Jónsdóttir,
Jón Karl Ragnarsson, Snjólaug Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur
og bróðir,
KARL ÓMAR CLAUSEN,
Nesvegi 45,
Reykjavík,
lést aðfaranótt 20. júlí á líknardeild Landspítalans.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Bára Jóhannesdóttir,
Brynjar Pétur Clausen,
Guðfinna Magnea Clausen,
Kristján Clausen,
Jens Pétur Clausen, Marsibil Jóna Tómasdóttir,
tengdaforeldrar, systkini og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUNNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hvassaleiti 20,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 19. júlí, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, í dag, miðvikudaginn
30. júlí kl. 15.00.
Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Marínósdóttir,
María Sigurðardóttir, Einar Loftsson,
Áslaug Sigurðardóttir, Sveinn Hannesson,
Hrefna Sigurðardóttir, Haukur Valdimarsson,
Sigurður Sigurðarson,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Bjarni S. Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN BERGSSON,
Ketilsstöðum,
lést miðvikudaginn 23. júlí á Heilbrigðisstofnun
Austurlands, Egilsstöðum.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn
2. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Austurlands,
Egilsstöðum.
Elsa Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Halldóra S. Jónsdóttir, Birgir Sigfússon,
Bergur Jónsson, Olil Amble,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir, Einar Valur Oddsson,
afabörn, langafabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÓLAFÍA PÁLSDÓTTIR,
Sléttuvegi 23,
áður Langagerði 74,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala mánudaginn 28. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
föstudaginn 8. ágúst kl. 13.00.
Guðmundur Pálmi Kristinsson, Ragnheiður Karlsdóttir,
Hrönn Kristinsdóttir, Brynjólfur Helgason,
Ólafía Pálmadóttir, Halldór Már Sverrisson,
Karl Pálmason, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir,
Kristinn Pálmason, Unnur Eir Björnsdóttir,
Pálmi Örn Pálmason
og barnabarnabörn.