Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Olli minn, ég er alveg búin að gleyma hvað langur dómur þarf að vera til að fá að koma
í matarboð til okkar?
VEÐUR
Kapítalistar hafa í gegnum tíðinareynst listamönnunum vel. Það
þekkti meira að segja Þórbergur
Þórðarson.
Annars hafa kapítalistarnir reynstmér betur en mínir elskulegu
flokksbræður,“ skrifar Þórbergur í
Stokkhólmi sum-
arið 1923 í bréfi
til Erlends í Unu-
húsi.
Einn skenktimér 50 krón-
ur þegar ég fór af
landi burt. Annar
gaf mér 100
krónur. Sá þriðji
sendi mér 130
króna virði eftir að ég kom til Stokk-
hólms. Ég skammast mín auðvitað
fyrir að segja frá þessu og þú skalt
ekki hafa hátt um það því að frá sósí-
alísku sjónarmiði er sagan reglulega
ljót.“
Auðvitað þurfti Þórbergur ekkertað skammast sín fyrir það að
einstakir velviljaðir menn vildu
styrkja hann. Á meðan gat hann ein-
beitt sér að því sem hann gerði best:
skriftum. Þetta vissu menn.
Að sama skapi þurfa stjórnendurGljúfrasteins ekkert að skamm-
ast sín fyrir að Glitnir fjármagni
hljóðleiðsögn um heimili Nób-
elsskáldsins.
Þrátt fyrir kostun Glitnis hafafræðimenn frjálsar hendur um
efnistök og framsetningu efnis.
Þetta er án allra skuldbindinga og
þeim sem á hlýða er ekki ofboðið.
Eins var það þegar kapítalistarnirstyrktu Þórberg.
Það er því ánægjulegt að kapítal-istarnir leggi sitt af mörkum til
að halda arfleifð Laxness á lofti eins
og þeir héldu Þórbergi uppi.
STAKSTEINAR
Þórbergur
Þórðarson
Falleg kapítalisk saga
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
!
"
#$
!
%
&
'
(
)
"*
"+
*!
$$B *!
!" # $% $" $% &'%('
<2
<! <2
<! <2
!&%# $) *+$,'-
D2E
/
B
,
)
)
& !
(
-!
.(
'
/(
%
<7
0"*
1
!
'
'-
23
%
<
4
0"
%
'
(
)
-!
%
5
%
"$
#+
!
6
./$$'00 '%$$1 ''$) *
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
FUNDUR íbúa í
húsi SEM sam-
takanna (Sam-
taka mænuskadd-
aðra), notendur
heimahjúkrunar
og félagar og
stjórn SEM mót-
mæla harðlega
„þeirri mannfyr-
irlitningu“ sem lýsi sér í útboði
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
um að „veita 12 mikið fötluðum ein-
staklingum búsettum í Reykjavík,
þjónustu við persónulega umhirðu.“
Í tilkynningu segir að fundurinn
telji að verið sé að fara aftur til for-
tíðar og þvert á allar hugmyndir í nú-
tímasamfélagi. Gengið sé í berhögg
við samning Sameinuð þjóðanna um
réttindi fólks með fötlun.
„Í þeim löndum sem við berum
okkur gjarnan saman við, svo sem
Norðurlöndunum, er fyrir löngu
komið valfrelsi fyrir fatlaða ein-
staklinga og hvernig aðstoð þeirra sé
háttað,“ segir í tilkynningunni. „Sam-
tökin eru reiðubúin til að vera stjórn-
völdum innan handar og til ráðgjafar
um framtíðarskipan þessa mála.“
jonhelgi@mbl.is
Ekkert
samráð
við SEM
Segja mannfyrirlitn-
ingu í útboðslýsingu
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
HÚÐSÝKINGUM vegna slælegrar umhirðu
heitra potta hefur fjölgað þónokkuð hér á landi.
Sýkingin er í flestum tilfellum af völdum
pseudomonas-bakteríu sem lifir í heitu vatni.
„Þetta er mjög þekktur sýkill í vatnsböðum. Þeir
liggja gjarnan þar sem mikill hiti og raki fyrir-
finnst, t.d. í pottlokum. Bakterían nær sér helst
upp í vatni sem hefur staðið lengi. Það vinnur ekk-
ert á henni nema klór, ef sýrustig er rétt,“ segir
Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir. Vilhjálmur
segist sjá nokkuð merkjanlega aukningu í húðsýk-
ingum af völdum bakteríunnar og segist ekki hafa
áður séð jafnmörg tilvik og í sumar. Um er að
ræða þrymlabólur með kláða og útbrot. Þessi út-
brot vaxa tiltölulega hratt á nokkrum dögum. Oft-
ast vinnur ónæmiskerfi líkamans á þessum sýk-
ingum af sjálfu sér en í ákveðnum tilfellum, þegar
um sýkingu í t.d. eyra er að ræða, eða öðrum stöð-
um þar sem exem var fyrir, getur sýkingin orðið
erfiðari viðureignar. Bakterían þrífst vel í upp
undir 40 stiga hita.
Oftast eru sýkingarnar afleiðing kunnáttuleysis
á því hvernig eigi að beita hreinsiefnum eins og
klór. Fólk er vant því að heita vatnið sjái um þetta,
að sögn Vilhjálms.
Auðvelt er að fyrirbyggja það að bakterían
skjóti upp kollinum í heitum potti með því að
skipta reglulega um vatn og hreinsa pottana. Það
er afar mikilvægt að fólk sé ekki að nota sama vatn
aftur og aftur án hreinsunar.
Húðsýkingum fjölgar vegna potta
Slæleg umhirða heitra potta orsakar fjölgun Bakteríur sem þrífast vel
í upp undir 40 gráðu heitu vatni Mikilvægt að fólk skipti reglulega um vatn
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ENDURBÆTUR standa nú yfir á
hinu sögufræga húsi Höfða í
Borgartúni. Húsið, sem komst í
heimsfréttirnar árið 1986 þegar
leiðtogafundur Reagans og Gor-
batsjovs var þar haldinn, hefur að
mestu verið nýtt í móttökur og
fundi á vegum borgarinnar und-
anfarin ár.
Samkvæmt upplýsingum frá
framkvæmdasviði Reykjavík-
urborgar standa yfir viðgerðir að
utanverðu húsinu og lýkur fram-
kvæmdum eftir tæpar tvær vikur.
Verður húsið málað, skipt um
klæðningu og allir gluggar lagaðir.
Notkun hússins er töluvert minni
á sumrin en veturna og eru sumr-
in nýtt í viðhald af þessu tagi.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Hvítt Endurbætur standa yfir á utanverðu húsinu.
Höfði fær tímabæra
andlitslyftingu
Í HNOTSKURN
»Höfði var byggður 1909og var í fyrstu skrifstofa
franska ræðismannsins.
»Leiðtogafundurinn 1986markaði tímamót í sam-
skiptum Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna í kalda stríð-
inu.