Morgunblaðið - 30.07.2008, Side 28
Við skulum segja, að
við höfum aldrei verið
naktari á ferlinum … 29
»
reykjavíkreykjavík
Hún hefur
sjálfsagt vakið at-
hygli íslenskra
tónlistarmanna,
fréttin af því að
Bónusvídeó
býðst nú til að
selja plötur þeirra tónlistarmanna
sem gefa út á eigin vegum, á vef-
svæði fyrirtækisins og taka af
söluandvirðinu einungis 20%. En
hún hefur að öllum líkindum ekki
síður vakið athygli plötufyrirtækj-
anna sem eftir eru í rekstri því
skiptingin á þeim bænum hefur
verið þannig að plötufyrirtækin
hafa tekið til sín um 15-30% af
söluandvirði plötu. Þetta segir
manni að einhverjir tónlistarmenn
sem enn hafa ekki gert dreifing-
arsamning, muni hugsa sig tvisvar
um áður en farið verður að semja
við Senu, 12 Tóna og Smekkleysu.
Það skal samt enginn halda að
Bónusvídeó sé að færa sig út í
þennan bransa af góðmennskunni
einni og fróðlegt verður að sjá
hvað gerist í framhaldinu.
Bónusvídeó færir sig
út í plötubransann
Það vekur nokkra furðu þegar
farið er í Háskólabíó á stórmynd á
borð við The Dark Knight, og löngu
er orðið uppselt, að samtímis standi
stærsti bíósalur á Íslandi sem tekur
um eitt þúsund manns í sæti, ónot-
aður. Það er vissulega skiljanlegt
að nota salinn sparlega, það gat
verið ósköp tómlegt í honum á
þriðjudagskvöldum ef um litla að-
sóknarmynd var að ræða, en það
hlýtur að vera ástæða til þess að
nýta salinn þegar stórmyndir koma
í bíó, a.m.k. yfir frumsýningarhelg-
ina. Ákvörðunin að hætta að nota
salinn í almennar sýningar verður
enn einkennilegri þegar haft er í
huga að Sinfónían, sem einokar sal-
inn núorðið, mun flytja eftir tvö ár í
Tónlistarhúsið sem er í byggingu.
The Dark Knight
ekki í stóra salinn
Unnendur ís-
lenskrar kvik-
myndagerðar
hafa ekki fengið
mikið fyrir sinn
snúð í sumar en
það er útlit fyrir
mikla bíóveislu á
íslensku í ágúst,
en þá verða heilar þrjár myndir
frumsýndar á ástkæra ylhýra.
Fyrst er það mynd Sólveigar Ans-
pach, Skrapp út, sem sýnd verður
þann 8. ágúst, The Amazing Truth
About Queen Raquela eftir Ólaf
Jóhannesson verður frumsýnd
þann 13. ágúst og loks er það
Sveitabrúðkaup Valdísar Ósk-
arsdóttur undir lok mánaðarins.
Frá þessu er greint á vefsíðu Lands
og sona (logs.is) og þar geta
óþreyjufullir bíógestir einnig séð
stiklu úr öllum myndunum.
Seinbúið bíósumar
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
V
ið erum að fara á stóran túr með Ham-
skiptin til Tasmaníu og Sydney í
Ástralíu í mars og apríl. Það er Cate
Blanchett sem býður okkur, hún er
listrænn stjórnandi yfir leikhúsinu í
Sydney, ásamt manninum sínum,“ segir Rakel
Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri leikhópsins
Vesturports. Hópurinn fer af stað um miðjan
mars og setur verkið fyrst upp
á Ten days on the island-
hátíðinni í Tasmaníu, fer svo til
borgarinnar Woolongong suð-
ur af Sydney og setur verkið
upp þar, og endar svo í Sydney.
Alls verður um rúmlega 20
sýningar að ræða, og hópurinn
snýr því ekki aftur fyrr en í
byrjun maí.
En hvernig kom það til að
Cate Blanchett bauð Vest-
urporti í þessa langferð? „Það
kom hingað manneskja frá Tasmaníu og sá sýn-
inguna. Hún fór svo til Sydney og hitti Blanchett
þar, og þá kom í ljós að hún hafði hitt Ingvar [E.
Sigurðsson] og Gísla Örn [Garðarsson] á einhverri
kvikmyndahátíð og mundi eftir þeim. Þannig að
hún fór að skoða þetta og ákvað í kjölfarið að
bjóða okkur,“ útskýrir Rakel. „En það sem skiptir
líka máli í þessu er að Nick Cave er Ástrali, og
hann samdi alla tónlistina fyrir Hamskiptin,“ seg-
ir Rakel og bætir því við að vissulega sé um mik-
inn heiður að ræða. „Þetta er rosalega flott og
mjög gaman.“
Heimsfrægur tónlistarmaður
Samstarf Nicks Cave og Vesturports mun svo
halda áfram, en Cave er að skrifa leikgerð að
Faust eftir Johann Wolfgang von Goethe fyrir
hópinn. „Cave er byrjaður að skrifa leikgerðina en
Gísli Örn og Carl Grose munu svo hjálpa honum
eitthvað,“ segir Rakel. „Þetta verður frumsýnt á
Íslandi einhvern tímann á næsta ári, en við erum
ekki alveg búin að ákveða nákvæmlega hvar. En
svo verður náttúrlega farið í túr með þetta um
heiminn.“
Aðspurð segir Rakel líklegt að uppsetningin
muni vekja mikla athygli, enda er Nick Cave
heimsfrægur tónlistarmaður.
„Ég veit ekki til þess að hann hafi skrifað fyrir
leikhús áður, ég held allavega ekki. Hann hefur
hins vegar skrifað bækur og er mikill ritsnill-
ingur, eins og maður sér á textunum hans. Þannig
að það má búast við að þetta verði mjög flott, auk
þess sem hann mun líklega semja tónlistina við
verkið.“
Sjón skrifar kvikmyndahandrit
Þetta er þó ekki það eina sem er á dagskránni
hjá Vesturporti, en hópurinn hefur verið á miklu
heimshornaflakki að undanförnu.
„Við vorum náttúrlega í Kóreu og Mexíkó í vor,
en svo erum við að fara með Hamskiptin til Dublin
í september, Woyzeck á BAM í New York í októ-
ber og svo með Hamskiptin til Hong Kong í febr-
úar. Þar að auki förum við til Tel Aviv í Ísrael ein-
hvern tímann á næsta ári. Við erum hins vegar
enn að skoða hvaða sýningu við ætlum með þang-
að,“ segir framkvæmdastjórinn. Og þá er ekki allt
upptalið því það styttist óðum í frumsýningu á
kvikmyndinni Brimi, auk þess sem hópurinn er
með tvær aðrar myndir í bígerð.
„Við erum búin að fá styrk fyrir mynd sem heit-
ir Bæjarins verstu sem ég og Björn Hlynur [Har-
aldsson] erum að skrifa, og svo erum við með
styrk fyrir mynd sem Sjón er að skrifa fyrir okkur
og hefur hlotið vinnuheitið Klara miðill. En þessar
myndir eru bara á frumstigi.“
Engin smá mynd
Ekki er hægt að sleppa Rakel án þess að spyrja
hana hvernig Gísla Erni bróður hennar gengur að
leika vonda karlinn í stórmyndinni Prince of
Persia: The Sands of Time. „Ég var einmitt hjá
honum þar sem hann er við tökur í Marokkó, og
þetta gengur svakalega vel hjá honum. Þetta er
alvöru verkefni og rosalega flott. Það eru um
1.000 manns að vinna í kringum myndina, þannig
að það er ljóst að þetta er engin smá mynd.“
Í boði Cate Blanchett
Hin heimsfræga leikkona býður Vesturporti til Sydney í mars á næsta ári
Nick Cave skrifar leikgerð upp úr Faust og semur tónlist fyrir leikhópinn
Reuters
Glæsileg Blanchett ásamt eiginmanni sínum, leikskáldinu og leikstjóranum Andrew Upton, við af-
hendingu Sydney Theatre Awards hinn 21. janúar síðastliðinn.
Morgunblaðið/Sverrir
Flottir Ingvar E. og Cave við frumsýningu Woy-
zeck sem Cave samdi tónlistina við árið 2005.
Rakel
Garðarsdóttir
HINA áströlsku Cate
Blanchett þarf vart að
kynna, en hún er ein
virtasta kvikmynda-
leikkona heims. Hún
vakti fyrst heims-
atygli árið 1998 þegar
hún lék aðal-
hlutverkið í kvik-
myndinni Elizabeth,
en þar fór hún með
hlutverk Elísabetar
fyrstu Englands-
drottningar. Þá
þekkja hana eflaust
margir eftir hlutverk
hennar sem álfa-
drottningin Galadriel
í Hringadróttins-
þríleik Peters Jack-
sons. Blanchett fékk
svo Óskarsverðlaun
sem besta leikkona í
aukahlutverki fyrir túlkun sína á leikkonunni
Katharine Hepburn í kvikmyndinni The Aviator
sem Martin Scorsese gerði árið 2004. Þar að auki
hefur Blanchett verið tilnefnd til Óskarsverð-
launanna í fjórgang; fyrir Elizabeth árið 1998,
Notes on a Scandal 2006, I’m Not There 2007 og
Elizabeth: The Golden Age 2007.
Á meðal annarra mynda sem hún hefur leikið í
má nefna The Talented Mr. Ripley, Veronica Gu-
erin, Coffee and Cigarettes, The Life Aquatic
with Steve Zissou, Babel og Indiana Jones and
the Kingdom of the Crystal Skull.
Ein sú flottasta
Lík Blanchett sem Bob
Dylan í I’m Not There.