Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 4
4|Morgunblaðið
Þótt Íslendingar telji sig einahelstu fiskveiðiþjóð heimsþá eru því miður ekki allirlandsbúar sem geta notið
hins góða fisks sem íslensku skipin
veiða.
„Ég má alls ekki borða fisk þá
bólgnar kokið á mér upp og tungan
og ég get kafnað,“ segir Hrafnhildur
Ævarsdóttir kennaranemi sem orðið
hefur að lifa á annars konar fæði frá
17 ára aldri, en hún er 22 ára Kópa-
vogsbúi.
„Þetta kom upp fyrst þegar ég var
að borða túnfisksalat heima á Ritz-
kexi en fyrir alvöru þegar ég borðaði
fiskbollur móður minnar nokkru síð-
ar. Þá var ég allt í einu að köfnun
komin. Mömmu brá og hún bannaði
mér að borða meira af bollunum. Í
framhaldi af því var farið með mig í
rannsókn og í ljós kom að ég hafði
bráðaofnæmi fyrir fiski og einnig of-
næmi fyrir eggjum en það er ekki
eins alvarlegt,“ segir hún.
„Þegar ég var 18 ára fór ég að
borða á Subway og fékk heiftarlegt
ofnæmi vegna krosssmits. Ég fór
með þennan skyndibita heim og
borðaði hann þar og mömmu, pabba
og systrum mínum tveimur brá
hræðilega þegar ég var allt í einu al-
veg að kafna. Þau kölluðu í snarheit-
um á sjúkrabíl svo þessi Subway-
ferð mín endaði á sjúkrahúsi þar
sem ég fékk adrenalín í æð og var
þannig bjargað frá köfnun. Þetta var
hræðileg reynsla. Hún olli því að ég
fór ekki í fjögur ár á veitingastað, ég
var svo hrædd við krosssmit og ófag-
mennsku í matseldinni. Ég treysti
því einfaldlega ekki að fólk notaði
ekki áhöld eða borð sem áður höfðu
komist í snertingu við fisk og treysti
því varla ennþá.“
Fiskur var uppáhaldsmaturinn
Hrafnhildur kveðst hafa búið í eitt
og hálft ár í Austurríki, – en kom sér
ekki illa fyrir unga námsmanneskju
að geta ekki farið á veitingastaði?
„Jú, það var mjög leiðinlegt að geta
ekki sest út með vinum og skóla-
félögum og borðað og notið lífsins
eins og hinir. Mig langaði líka að
smakka á þjóðarréttum ýmsum en
þorði það ekki vegna fyrrnefndra
ástæðna. Því miður er það svo að mér
finnst fiskur mjög góður. Hann var
uppáhaldsmaturinn minn þegar ég
var krakki. Ég vona að ég losni við
þetta ofnæmi einhvern tíma.“
Eru líkur á að þú losnir við of-
næmið?
„Kannski, eggjaofnæmið er væg-
ara finnst mér. Ég á að fara í sér-
stakt próf í september til að athuga
á hvaða stigi það er. Fiskofnæmið
verður svo kannað í vor.“
Eldaðir þú þá fyrir þig sjálfa í
Austurríki?
„Já, ég eldaði mikið kjúklinga- og
pastasalat og borðaði nóg af kjöti, þá
fékk ég öll þau prótein sem ég
þurfti. Nú er ég flutt heim og ég
passa að vera ekki heima ef það er
fiskur á borðum, en faðir minn er
mikill veiðimaður og stundum steik-
ir hann eða grillar silung.“
En hefur eggjaofnæmið ekki verið
fremur leiðinlegt líka?
„Jú, það er mjög heftandi í afmæl-
isveislum og öðrum veislum þar sem
kökur eru á borðum. Mér finnst kök-
ur góðar og leiðist að þora ekki að
borða þær vegna eggjanna í þeim.
Egg eru auðvitað í flestum kökum
en þau eru líka í ýmsum mat og sós-
um. Sumir átta sig ekki á að það eru
egg í alls konar sósum sem eru al-
gengar, t.d. allar sósur sem inni-
halda majónes.
Það eru egg í svo mörgu
Ég held að það sé auðveldara að
lifa með þessu ef maður fæðist með
svona ofnæmi, það er erfiðara að
taka út fæðutegundir sem maður
hefur verið vanur að borða. En það
er nauðsynlegt, þess vegna les ég vel
utan á allar dósir og umbúðir um
mat sem ég borða. Það eru egg í
mjög mörgu. Þau eru leyndari en
fiskur í ýmsum matvælum. Fiskur
er uppistöðufæða en egg fremur
aukaefni í margvíslegum mat.
Mamma hefur fundið ýmsar upp-
skriftir sem hún hefur sérsniðið að
mínum þörfum og þær nota ég þegar
ég elda og baka. Ég pensla t.d. með
mjólk í stað eggja og svo nota ég
eggjalíki fyrir bakstur sem sér-
staklega er framleitt fyrir fólk með
eggjaofnæmi. En gott væri að eiga
möguleika á að borða alvöru egg.“
Á fólk erfitt með að skilja nauðsyn
þess að þú haldir þig frá fiski og
eggjum?
„Nei, það verður aðallega hissa.
Vinkonuhópurinn veit þetta og tekur
tillit til þess en stundum gleymir
fólk sér og býður mér upp á mat með
fiski eða eggjum. Þá segi ég bara nei
takk. Það er reyndar svo að það eru
eggjakristallar og eggjahvíta í ýms-
um gerðum af sælgæti, þess vegna
verð ég líka að velja úr því.
Það tók raunar lengri tíma að
finna út eggjaofnæmið, ég fékk bara
illt í magann og varð slöpp í munn-
inum og einkennileg, það var óþægi-
legt. En það er vel hægt að lifa
ágætu lífi án fisks og eggja ef maður
bara passar að borða rétt og fá vít-
amín og steinefni úr öðrum fæðuteg-
undum. D-vítamín fæ ég úr sólinni
og A-vítamín úr gulrótum. Gróf
hörfræ gefa mér ómegafitusýrur
sem annars eru í fiski.“
Kjúklingasalat
Kálblanda
steiktir kjúklingabitar
gúrka
rauð og gul paprika
gulrætur
rauð vínber
fetaostur, hella olíu af
Blandið vel saman og berið fram
með hrísgrjónum.
Fljótlegt og einfalt.
Eggjalaus terta
Uppskrift: Giorgio Locatelli
Bökunartími 1 klst.
Ofnhiti 180° (undir- og yfirhiti, ekki
blástur)
Súkkulaðibotn:
450 g hveiti
6 msk kakó
2 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
300 g sykur
125 ml matarolía
300 ml vatn
2 msk hvítvínsedik
2 tsk vanilludropar
– Sigtið saman hveiti, kakó, lyfti-
duft og matarsóda í stóra skál og
blandið sykrinum saman við.
– Blandið öllum blautu efnunum
saman í aðra skál.
– Hellið vökvanum saman við
þurrefnin og hrærið þar til orðið
mjúkt og kekkjalaust (getur þurft að
bæta við smávatni)
– Hellið deiginu í smurt og bök-
unarpappírsklætt hringform
(smelluform, 23 cm) og bakið í u.þ.b.
1 klst. eða þar til hægt er að stinga
prjóni í kökuna og hann kemur
hreinn út.
– Kakan tekin úr forminu og látin
kólna.
– Þegar kakan er orðin köld er
hún skorin í tvennt.
Bananakrem:
75 g smjör
50 g flórsykur
3 marðir bananar
– Allt hrært vel saman í hrærivél og
sett á milli botnanna.
Krem utan á:
225 g flórsykur
25 g kakó
75 g smjör
1 msk síróp
4 msk mjólk/kaffirjómi (kaffi-
rjómi gerir kremið þykkara)
Morgunblaðið/Golli
Sjálfbjarga Hrafnhildur Ævarsdóttir er orðin vel sjálfbjarga hvað upp-
skrift að eggjalausum og fisklausum réttum snertir.
Salat Einfalt og afskaplega hollt
Ofnæmi fyrir fiski og eggjum
Þegar Hrafnhildur
Ævarsdóttir var 17 ára
lenti hún í skuggalegri
reynslu, var að kafna
þegar hún var að borða
fiskbollur heima hjá
sér. Í framhaldi af
þessum atburði greind-
ist hún með ofnæmi
fyrir fiski og eggjum.
Eggjalaus Þessi súkkulaðikaka er eins góð og hún falleg að sjá.