Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 6

Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 6
6|Morgunblaðið Styrktarfélagið Göngum saman hefur það aðmarkmiði að styrkja grunnrannsóknir ábrjóstakrabbameini.„Göngum saman á rætur sínar að rekja til grasrótarstarfhóps kvenna sem haustið 2007 gekk eitt og hálft maraþon í New York til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini,“ segir Guðný Aradóttir einkaþjálf- ari sem þjálfað hefur viðkomandi gönguhóp. „Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár til styrktar grunnrann- sóknum á krabbameini í brjóstum. Þess bera að geta að stóra styrktargangan 2008 verð- ur hinn 7. september nk. og hvetum við allar konur sem geta og vilja til að koma og sameinast okkur í göngunni. Styrktarganga 2008 Styrktarganga Göngum saman árið 2008 verður á tveimur stöðum á landinu. Í Elliðaárdalnum í Reykjavík og í Kjarnaskógi á Akureyri. Mánudagsgöngur „Göngum saman“ eru hins vegar allt árið um kring. Í Reykjavík hittumst við hjá Perlunni og göngum um Öskjuhlíðina. Lagt er af stað þaðan kl. 20:00. Í Borgarbyggð er gengið í fólkvanginum í Einkunn- um sem er fallegt, skógi vaxið svæði norðan við Borg og þar hafa verið lagðir góðir göngustígar og merktar leiðir að undanförnu. Mæting er við íþróttamiðstöðina klukkan 20:00.“ Allir eru velkomnir Hvað getur þú sagt um þetta félag að öðru leyti? „Styrktarfélagið Göngum saman er kraftmikið félag sem starfar af bjartsýni. Allir eru velkomnir að gerast félagar hjá okkur, hvort sem vilji er til að gerast styrktarfélagi eða taka þátt. Hægt er að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni (nýir félagar). Árgjaldið fyrir árið 2008 er 3.000 krónur og það kostar líka 3.000 krónur að taka þátt göngunni og það gjald rennur óskipt í rannsóknasjóð. Hug- myndafræði „Göngum saman“ byggist á þremur hug- tökum; grasrót, hreyfingu og grunnrannsóknum sem tengjast innbyrðis. Lögð er áhersla á hreyfingu sem forvörn og til heilsu- eflingar eftir greiningu á brjóstakrabbameini. Ég þjálfa konurnar líka í stafagöngu ekki síður en venjulegri göngu. Félagið „Göngum saman“ er og sem fyrr kom fram tæki til að afla fjár til umræddra rannsókna á brjóstakrabbameini.“ Morgunblaðið/Golli Göngum saman Gönguhópurinn leggur af stað í göngu í Öskjuhlíð. Göngum saman til góðs Morgunblaðið/Golli Forvígiskonur F.v. Guðný Aradóttir þjálfari og Gunn- hildur Óskarsdóttir formaður félagsins Göngum saman. Göngur er eitt af mikilvægustu birt- ingarformum samstöðu, hvort sem er til skemmtunar, sjálfshjálpar, til styrktar málefnum eða markmiðum. Guðný Aradóttir segir hér frá göng- unni „Göngum saman“, sem ætlað er að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Fætur eru þýðingarmikillhluti stoðkerfisins og þvímikilvægt að hugsa velum þá,“ segir Guðrún Svava Svavarsdóttir fótaaðgerða- fræðingur. „Ef fyrirbyggja á vandamál í fót- um koma skór fyrst upp í hugann,“ segir hún. „Réttir skór eru mik- ilvægir fyrir góða líðan í fótum og raunar öllum líkamanum. Almennt er talið að sólinn þurfi að vera hæfi- lega þykkur og sveigjanlegur, tá- kappi hár og breiður og hælkappi þarf að styðja vel við hælinn, sér- staklega ef hæll fer í rangstöðu við gang eða er óstöðugur. Þótt ótrúlegt megi virðast geta jafnvel vandaðir íþróttaskór með of miklum högg- deyfi reynst íþróttamönnum hættu- legir. Því þarf að fá leiðbeningar við val þeirra, ekki síður en við val ann- ars skófatnaðar. Mörg fyrirtæki framleiða góða skó, sem uppfylla framangreind skilyrði að hluta til eða að öllu leyti. MBT-skór sérstakir Fyrirtækið okkar hefur valið að bjóða upp á MBT-skó. Þetta eru mjög sérstakir svissneskir skór. Þeir uppfylla fyllilega allar kröfur sem fótaaðgerðafræðingar gera til góðs skófatnaðar og ríflega það. Þeir eru margháttað æfingatæki fyrir fæturna sjálfa, stoðkerfið, jafn- vægið og örva bláæðapumpuna. Þeir eru frábærir fyrir þá sem standa mikið eða ganga á hörðum gólfum, fyrir þá sem hafa verki í stoðkerfinu, t.d. í baki, fyrir plattfót og tábergs- sig og ýmis önnur vandamál, sem of langt yrði upp að telja. Við erum mjög stolt af því að geta boðið fólki upp á þessa snilldarskó. Þeir eru svo sérstakir að fólk fær kennslu hjá okkur í því hvernig það getur nýtt sér skóna sem best. Skór geta líka valdið skaða bæði á sjálfum fótunum og stoðkerfinu. Ég nefni þar til háhæla-, támjóa, þunn- botna skó og skó úr gerviefnum. Af- leiðingar af slíkri skónotkun geta orðið: Tábergssig (Pes Planus Transversus) sem líka getur verið aldurstengt, skekkja í stórutám (Hallux Valgus), beinvöxtur við lið stórutánna (Ossös Disfiguration) og auk þess sigg og líkþorn. Til að koma í veg fyrir verki og til að hægja á þróuninni er hægt að gera sérstakar fótaæfingar, nota hlífar, spelkur og innlegg. Stofan okkar getur orðið að liði í öllum þessum greinum. Við höfum tveggja metra langa tölvugöngugreiningarplötu þar sem við getum skoðað stöðu, gang og hlaup, auk þess sem við skoðum viðkomandi vel. Nettur fyrir „nettar“ dömur Við handsmíðum öll innlegg frá grunni og steypum gjarnan um fót- inn á fólki, því þannig verða þau mjög þægileg. Við gerum innlegg fyrir alla aldursflokka, jafnt fyrir heilbrigt fólk og þá sem hafa t.d. sykursýki eða gigtarsjúkdóma. Við erum bærilega stolt af innleggj- unum sem við gerum fyrir knatt- spyrnumenn, því það er mikil áskor- un að gera innlegg sem hjálpa í svo þrönga skó. Við viljum líka liðsinna konum sem vilja ekki ganga í „rétt- um“ skóm, heldur í lokuðum stíg- vélum, háum hælum eða nettum skóm. Við gerum þunn og fín inn- legg fyrir þær sem við köllum nett- ur. Fætur sykursjúkra viðkvæmir Sykursjúkir ættu að hugsa sér- staklega vel um fæturna, það er góð fyrirbyggjandi ráðstöfun. Þeir sem koma á stofuna okkar fá sérstaka þjónustu. Við mælum taugaviðbrögð einu sinni á ári og getum þannig fylgst með framvindu mála. Þetta hjálpar okkur til að gefa viðeigandi ráðleggingar og er afar mikið örygg- isatriði fyrir sykursjúka. Þessar ein- földu athuganir geta afstýrt vand- ræðum og jafnvel komið í veg fyrir aflimanir. Sjálf hef ég góða æfingu í þessu þar sem ég rak stofu í Dan- mörku og hafði sérstakt leyfi frá yf- irvöldum til að annast sykursjúka. Reglulegar heimsóknir á fótaað- gerðastofu er góð fyrirbyggjandi að- gerð. Sérfræðingar geta aðstoðað með svo ótalmargt. Krem er mikilvægt fyrir fætur, einfalt og fyrirbyggjandi fyrir alla sem eru komnir á miðjan aldur. Það gefur raka og fitu sem líkaminn framleiðir ekki nóg af og heldur húðinni teygjanlegri og mjúkri. Krem er einkum mikilvægt við sprungum og rifum á hælum. Hafið krem innan seilingar í svefn- herberginu. Notið það á hverju kvöldi, alla daga vikunnar, allan árs- ins hring. Munið að fætur eru mik- ilvægir og eiga að endast allt lífið.“ Fætur eiga að endast allt lífið Morgunblaðið/Kristinn Fótaaðgerðarfræðingurinn - Guðrún Svava fyrir framan eitt af málverkum sínum, en hún er myndlistarkona líka. Snyrting - Guðrún Svava er fagleg við fótsnyrtinguna. Það er mikilvægt að hugsa vel um fæturna á sér, á þeim göngum við og helst ætti það að ganga þrautalaust. Guðrún Svava Svav- arsdóttir fótaaðgerða- fræðingur segir að vanda þurfi val á skó- fatnaði og hirða fæt- urna vel. Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! www.sagamedica.is Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum Vaknar flú oft á nóttunni? SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætlu› fleim sem flurfa oft á salerni› á nóttunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.