Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 12
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Fitjakirkja Þangað er ferð göngumóðra pílagríma í Skorradal heitið í september
Er pílagrímsganga eitt-hvað fyrir þig?“ spyrHulda Guðmundsdóttir,guðfræðingur og skóg-
arbóndi á Fitjum í Skorradal.
Það er von hún spyrji. Á hverju
hausti fá landsmenn margskonar
tilboð um námskeið til að breyta
um lífsstíl. Markmiðið er ávallt
bætt heilsa og betri líðan. Í þessu
sérblaði um heilsu og lífsstíl má
t.d. finna margar ábendingar um
holla hreyfingu, mataræði og ann-
að sem stuðlað getur að meiri lífs-
gæðum.
„Ýmsir meðferðaraðilar hafa
bent á að nauðsynlegt sé að líta
heildrænt á hverja manneskju,
þ.e. að skoða í samhengi andlegar
og líkamlegar þarfir sem grund-
völl lífsgæða okkar,“ segir Hulda.
„Við vitum hins vegar ekki allt-
af hvar á að byrja. Í hverju felast
lífsgæðin, lífsfyllingin? Hvernig
get ég þroskast á heilbrigðan
hátt?
Hver manneskja er einstök í
þessu tilliti og því þarf hver og
einn að líta í eigin barm til að
leita svara við þessum spurn-
ingum. Slík innri skoðun er mik-
ilvæg til að skilgreina þau gildi
sem við metum mest í lífinu.
Flestir lenda í margskonar erf-
iðleikum og áföllum og stundum
verður lífsreynslan eins og veggur
sem hamlar því að við upplifum
innri gæði eða finnum leiðina að
lífsfyllingunni.“
Endurvaktar
pílagrímsgöngur
En hvað er þá til ráða?
„Ýmsir aðilar bjóða upp á við-
talsmeðferðir fyrir fólk til að tak-
ast á við lífsvanda sinn og þá út
frá mismunandi forsendum. Innan
sálgæslunnar er nú farið að nota
útivist beinlínis í þessum tilgangi.
Þannig hafa pílagrímsgöngur ver-
ið endurvaktar, en í þeim er íhug-
að út frá trúarlegum forsendum
og endað á helgum stað.
Til forna gengu pílagrímar með
staf sinn og skreppu (ferðapoka)
oftast einir síns liðs, ýmist í auð-
mýkt til yfirbótar og iðrunar, en
einnig til að tjá þakklæti fyrir
gjafir lífsins. Hvað er betra en að
gera slíkt í takti við náttúruna?
Þess má geta að pílagrímsganga
verður farin 20. september nk. um
Síldarmannagötur með Fitjakirkju
í Skorradal sem áfangastað.
Gangan kallast „Lífsgangan – frá
hjalla til hjalla“ og í göngunni
verður landslagið notað sem
grundvöllur þess „að líta yfir far-
inn veg“ í innri og ytri merkingu.
Þannig fá þátttakendur tækifæri
til að íhuga líf sitt frá hjalla til
hjalla og upplifa vatnaskil í tvenn-
um skilningi.
Prestshjónin Arnfríður Guð-
mundsdóttir og Gunnar Rúnar
Matthíasson munu sjá um leið-
arstef göngunnar að þessu sinni,
en markmiðið er að bjóða a.m.k.
árlega upp á ferðir af þessu tagi
um Síldarmannagötur.“
Þeir sem hafa áhuga á svona
gönguferð ættu að setja sig í sam-
band við Huldu Guðmundsdóttur
sem gefur nánari upplýsingar.
Pílagrímsganga um Síldarmannagötur
Morgunblaðið/G.Rúnar
Kirkjukonur F.h. Hulda Guðmundsóttir og Séra Kristín Þórunn Tóm-
asdóttir á kirkjuþingi. Þær eru áhugasamar um réttindi kvenna.
Að ganga á fjöll er göm-
ul íslensk heilsurækt,
komin til af brýnni nauð-
syn hér áður en flokkast
nú undir skemmtun og
heilsubót. Hulda Guð-
mundsdóttir guðfræð-
ingur og skógarbóndi
segir frá „lífsgöngunni
frá hjalla til hjalla“.
12|Morgunblaðið
VINNUVERND
vellíðan í vinnu
Heilsuvernd Vinnuvernd Heilsuefling
Vinnuvernd ehf. Brautarholti 28 105 Reykjavík 578 0800 vinnuvernd@vinnuvernd.is www.vinnuvernd.is
Þjónusta við einstaklinga
Heilbrigðis- og lífsstílsráðgjöf
Ferðamannabólusetningar
Viðtalsmeðferð sálfræðinga
Allar nánari upplýsingar er að
finna á nýrri heimasíðu:
www.vinnuvernd.is
Þjónusta trúnaðarlækna
Heilsufarsmælingar
Heilsufarsmat
Vinnuvistfræðileg ráðgjöf
Áhættumat
O.fl. o.fl.
Inflúensubólusetningar
Vinnustaðaúttektir
Ráðgjöf sálfræðinga
Þjónusta við fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög