Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 16
16|Morgunblaðið Matreiðsla á kartöflum ertiltölulega einföld ogkrefst ekki stórbrot-inna áhalda,“ segir Hildur Hákonardóttir sem skrifað hefur bókina Blálandsdrottningin sem nýlega kom út hjá Sölku bóka- útgáfu. Nafnið er dregið af kart- öflutegund sem ber þetta fagra nafn og sögð er hafa borist hingað með Frökkum og þótt hefur bæði bragð- góð og falleg og verið ræktuð hér af þeim sökum. „Kartaflan var einkum hugsuð til mjöldrýginda í Evrópu og það hefur ekki alltaf verið auðvelt að kynna hana þar á sínum tíma,“ segir Hild- ur. Í bókinni kemur fram að kart- líka að hún læknaði gigt. Kartaflan átti hjá sumum að koma öllu illu til leiðar. En ég tel nokkuð öruggt, af því ég hef persónulegar heimildir fyrir því, að hægt sé að minnka verulega einkenni liðagigtar með því að drekka soð af kartöflum,“ svarar Hildur „En þá þarf flusið að vera með, mest af bætiefnum í kartöflum er í því. Ég hef heyrt sögu um fólk sem átti lítið nema kartöflur, það flysjaði þær og gaf börnunum en át sjálft flusið. Fullorðna fólkið komst ágæt- lega af en börnin ekki, það er flusið sem gefur bætiefnin, eins og raunar á oft við um ávexti og grænmeti. Það er mikilvægt að rækta og matreiða kartöflur þannig að þær komi að fullum notum. Ein listin er geyma kartöflurnar það vel að flusið haldi sér.“ Geymsla á kartöflum Hildur segist geta geymt kart- öflur það vel að hún geti borðað þær með hýðinu á til vors. „Ég þvæ þær strax og ég tek þær upp, helst á sama klukkutímanum, svo moldin nái alls ekki að þorna á þeim. Síðan þurrka ég kartöflurnar það vel að að hægt sé að leggja þær í kassa. Svo lætur maður kassann í geymslu þar sem hitinn er um 14 til 16 gráður, í eina tíu daga. Kartöflur hjá okkur hafa stuttan vaxtartíma og skinnið á þeim er því viðkvæmt. Með þessari þvotta- og þurrkunaraðferð þá þéttist skinnið og í kaldri kartöflu- geymslu geymast þær svo eins og nýjar fram á vor.“ Í bók Hildar, Blálandsdrottningin, er ótrúlegan fróðleik að fá um kart- öfluna og raunar líka mjög fjöl- breyttan sögulega fróðleik af ýmsu tagi. Í bókinni eru líka uppskriftir að ýmsum gómsætum kartöfluréttum. Gömul amerísk klattauppskrift án hveitis Takið 3-4 stórar kartöflur, skrælið og rífið niður. Takið 2 egg, hrærið vel og bætið rifnu kartöflunum út í. Bætið við 4 sléttfullum msk. af brauðmylsnu eða vel muldum fræj- um, salti, pipar og fínt rifnum lauk. Látið kökurnar með stórri skeið á heita, vel smurða pönnu og fletjið þær út svo að þær séu aðeins 1 sentí- metri á þykkt. Berið fram með epla- mauki. Litskrúðugt kartöflusalat Bláar kartöflur eru gjarnan hafðar í salat og eru þær þá hafðar nýsoð- anar og þeim velt upp úr jómfrúar- ólífuolíu og sítrónu eða góðu ediki. Síðan er margvíslegum mildum lauk, hvítum eða grænum og smátt skornu, grænu kryddi blandað í og fer það eftir árstíma hvað fæst eða finnst. Fínast þykir að hafa litina þrjá – rauðar, gular og bláar kartöflur saman í salati. Leggja skal áherslu á að litirnir njóti sín og því myndi hvorki notuð majónsósa né balsam- edik í svona salat. Litskrúðugt Í þetta kartöflusalat eru hafðar bláar kartöflur m.a. Frumbyggjar Fólk í Suður-Ameríku kann að búa til góðar kartöflukökur. Kartöflur eru holl fæða Morgunblaðið/Kristinn Fróð kona Hildur Hákonardóttir hefur af mikilli elju og hugmyndaauðgi kom- ið saman frábærri bók um kartöflur sem hún nefnir; Blálandsdrottningin. Kartöflur hafa lengi verið mikilvæg fæða hjá Ís- lendingum. Hildur Hákonardóttir er kvenna fróð- ust um kartöflur hér og erlendis að fornu og nýju, enda hefur hún nú látið frá sér fara rit um sögu kartöflunnar og nýtingu hennar. Kartöfluseyði við gigt En hvert er gildi kartöflunnar til lækninga – er hún t.d. góð við gigt? „Ég hef séð bæði að hún ylli gigt og aflan hafi komið til Evrópu frá Suð- ur-Ameríku kringum 1565. Árið 1743 barst hún til Danmerkur eftir að hafa komist í ræktun á Írlandi, Englandi og Þýskalandi. Pilates með Ástrós! Dýnunámsskeið hefjast 1. september allar upplýsingar á: astros.is Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Vönduð blanda fiski- og kvöldvorrósarolíu sem eflir og styrkir: • Hugsun • Einbeitingu • Sjón • Hormónajafnvægi Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst í fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.