Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 18
18|Morgunblaðið Dansskóli Jóns Péturs ogKöru býður upp á fjöl-breytt og ný námskeið oghefst kennsla í byrjun september. Fyrir yngstu nemendurna 4 til 5 ára er boðið upp á dans, söng og leik. Kenndir eru dansar þar sem þau hreyfa sig í takt við tónlistina, syngja og leika. Einnig eru kenndir sígildir barnadansar, s.s. fugladans- inn, fingrapolki og skósmiðadansinn svo eitthvað sé nefnt. Þessu er flétt- að saman við tónlist svo börnin fái útrás fyrir sína miklu hreyfiþörf. Samkvæmisdans barna Á dansnámskeiðum fyrir 6-9 ára byrjendur eru kennd fyrstu sporin í nokkrum samkvæmisdönsum, s.s. cha cha cha, enskur vals, samba og jive. Kennd eru fyrstu sporin af skottís og léttir freestyle-dansar. Einnig læra þau fjöruga partídansa. Hjá eldri börnum og unglingum eru kenndir almennir samkvæm- isdansar og nokkrir af gömlu döns- unum. Mest áhersla er lögð á suður- amerísku dansana cha cha cha, jive og samba. Á framhaldsnámskeiðum fyrir börn og unglinga er haldið áfram að byggja upp og bæta inn fleiri döns- um og sporum. Þá má nefna freestyle-dans- námskeiðið, þar eru kenndir dansar þar sem dansað er við vinsælustu tónlistina hverju sinni. Stigin eru spor og dansaðar hreyfingar sem bregður fyrir á tónlistarmynd- böndum. Sett verður upp atriði sem sýnt verður á nemendasýningu skól- ans. Djass er byggður upp á gamla Broadway-stílnum og færður til samtímans á skemmtilegan hátt. Þar er notuð líkamleg tjáning á nýj- ustu tónlistinni. Nýjasta æðið á Íslandi Hipphoppdans er nýjasta æðið á Íslandi í dag! Á námskeiðunum er kennt „The old school“ og „The new school“. Hipphoppdans snýst um að stjórna sínum eigin líkamshreyf- ingum þegar dansað er við hipp- hopptónlist og tjá sig um leið og dansað er við tónlistina. Break gjörbreytti fátækrahverf- um New York ásamt hipphopp- menningunni sem varð til að klíku- krakkarnir fóru að kljást með rappi og dansi frekar en kylfum og sveðj- um. Það þróaðist með James Brown- byltingunni á 8. áratugnum en varð fyrst vinsælt á heimsvísu gegnum tónlistarmyndbönd og kvikmyndir um miðjan 9. áratuginn. Breakið tekur til sín hreyfingar úr m.a. capo- iera, steppdansi, kung-fu, lindy-hop og fimleikum. Fyrir þá fullorðnu Fyrir fullorðna verður boðið upp á námskeið í samkvæmisdönsum. Á námskeiðinu fyrir byrjendur eru kenndir suðuramerískir dansar sem nýtast á dansleikjum s.s. jive, cha cha cha, mambó og salsa ásamt tjútti og fleiri dönsum. Á salsa-námskeiði er kennt LA- style salsa með Merenge ívafi. Þetta eru skemmtilegir dansar við hina seiðandi suðrænu tónlist sem höfðar svo vel til okkar Íslendinga. Einnig eru einstaklingstímar í salsa, þá eru sömu dansarnir og í paratímum. Dansskólinn býður upp á styttri og lengri námskeið fyrir sérhópa s.s. vinnustaðahópa, saumaklúbba eða vinahópa. Kenndir eru suður- amerískir dansar sem nýtast á dansleikjum. Einnig geta nám- skeiðin verið sérstaklega hönnuð með þarfir hópsins í huga. Þá er boðið upp á einkatíma í brúðarvalsinum. Þar er kenndur enskur vals og farið yfir helstu atriði í kringum hann. Brúðhjónin fá geisladisk sem er með tónlist sem þau geta síðan æft sig við og jafnvel notað í brúðkaupinu sjálfu. Einnig geta brúðhjón komið með sína eigin tónlist sem þau vilja nota í brúð- kaupinu og þau eiga sínar sérstöku minningar um og við hjálpum við að læra að dansa við það lag. Stuð fyrir hópinn Ef verið er að skipuleggja óvissu- ferð eða einhvers konar skemmtun fyrir hópa er tilvalið að fá danskenn- ara til þess að hrista hópinn saman. Hægt er að hafa einhvers konar þema t.d. diskó, línudans o.fl. Kenndir eru einfaldir dansar sem allir eiga að ráða við og læra á 40-45 mínútum. Hópar geta komið í dans- skólann og einnig er hægt að mæla sér mót við danskennarann úti í bæ. Nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu dansskólans www.dans- skoli.is. Morgunblaðið/Eggert Samkvæmisdans Nokkrir krakkar taka sporiðí dansskóla Jóns Péturs Úlfljótssonar og Köru Arngrímsdóttur. Morgunblaðið/Eggert Kennsla Kara leiðbeinir ungum nemanda í dansskólanum Dans til gleði og góðrar heilsu Dansskólapar Kara og Jón Pétur stofnuðu dansskólann sinn fyrir mörg- um árum og hafa kennt mörgum að taka sporið á dansgólfi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Heimsmeistarar Á haustdögum 1989 var Dansskóli Jóns Péturs og Köru stofnaður. Á 10 ára afmælinu komu þáverandi heimsmeistarar í Standard- dönsum Marcus og Karen Hilton hingað. Nú er hefjast 20 starfsár skólans. Eitt skemmtilegasta form hreyfingar er dans. Það er búið að kenna dans á Ísland í hartnær 100 ár og sífellt eykst áhuginn á þessari ágætu fótamennt. Dansskóli Jóns Péturs og Köru hefur lagt mik- ið af mörkum í þessum efnum í mörg ár. Meira fjör, styttri tími og skemmti- legur félags- skapur. Hjá okkur færðu, aðhald og stuðning hvort sem þú þarft að grennast eða styrkjast. Regluleg- ar líkamsmælingar svo þú getir fylgst með árangrinum. Líkamsrækt fyrir konur Betri heilsa á 30 mínútum Hringdu og pantaðu prufutíma og líkamsmælingu 50% afsláttur af þjónustugjaldi Fyrir a llar konur Curves, Bæjarlind 12 - Sími 566 6161 - curves@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.