Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 20
20|Morgunblaðið
Ljósheimaskólinn er vegurtil andlegs þroska,“ seg-ir Sólbjört Guðmunds-dóttir sem heldur utan
um skólahald og nám í þessum
skóla sem hefur svo bjart nafn og
var formlega stofnaður haustið
2005 en hafði þá verið starfræktur
óformlega í nokkur ár að hennar
sögn.
„Ég hafði auk þess haldið fjölda
styttri og lengri námskeiða í reiki,
hugleiðslu og almennri sjálfsrækt
frá 1997,“ segir Sólbjört.
„Áhugi fólks á þessum fræðum
hefur farið sífellt vaxandi sem og
fjöldi þeirra sem leita innihalds-
ríkara lífs og aukinnar sjálfsvit-
undar. Því var afráðið haustið
2005 að setja niður formlegt 3 ára
nám við Ljósheima í sjálfsrækt og
vitundarvíkkun.
Strax fyrsta veturinn var skól-
inn vel sóttur og hefur nemendum
fjölgað ár frá ári.“
Sólbjört segir námið byggt upp
á fyrirlestrum, fræðslu og æfing-
um.
„Nemendur taka
virkan þátt í tímum með hug-
leiðslu, umræðum og tjá upplifun
sína í orðum og litum. Auk þess
vinna þeir heimaverkefni milli
tíma. Hver árgangur sækir skól-
ann eitt kvöld í viku frá miðjum
september út maí,“ segir hún og
getur þess ennfremur að þeir sem
setið hafa skólann komi úr öllum
stéttum samfélagsins og séu á
ýmsum aldri.
Forvitnir um lífið og til-
veruna
„Nemendur eiga það þó senni-
lega allir sameiginlegt að vera
forvitnir um lífið og tilveruna
og hafa löngun til að vinna með
sjálfa
sig á jákvæðan og uppbyggjandi
hátt,“ segir Sólbjört.
En hvert er markmið þessa
skólahalds?
„Skólinn er hugsaður fyrir alla
þá sem hafa áhuga á að þroska sig
andlega og öðlast víðari heims-
mynd. Stór hluti námsins á fyrsta
og öðru ári er vinna með orku-
stöðvarnar og orkuleg samskipti
milli fólks almennt.
Á þriðja ári fer fram enn dýpri
sjálfsvinna þar sem flett er upp
hinum ýmsu þáttum manneskj-
unnar sem allir þurfa að takast á
við.
Í náminu er mikið lagt upp úr
því hvernig hvert og eitt okkar
getur á
meðvitaðan hátt tekið ábyrgð á
eigin lífi og líðan. Námið nýtist
fólki á beinan og afgerandi hátt,
það fær ýmis verkfæri, æfingar og
nýja innsýn til að takast á við
verkefni lífsins. Nemendur læra
að
þekkja betur styrkleika sína og
veikleika. Þeir skoða hvar þeir
standa vel að vígi og hvernig
megi styrkja þá þætti sem vinna
þarf með og stuðla þannig að
auknum þroska og innihaldsríkara
lífi,“ segir Sólbjört.
Aðspurð kveðst hún hafa
menntun í klassískri tónlist en
hefur einnig lokið námi frá Ether-
ikos International School of
Energy Healing and Spiritual
Development sem er rekinn af
geðlækninum Nicholas Demetry í
Atlanta, Georgíu.
„Ég er reikimeistari og NLP
practitioner auk þess sem ég hef
sl. 13 ár sótt fjölda námskeiða
tengd mínu fagi, úti um allan
heim,“ bætir hún við.
Þess má geta að skólinn verður
kynntur áhugasömum á opnu húsi
í Ljósheimum, til húsa
í Brautarholti 8 hinn 7. sept-
ember nk. Nánar má fræðast um
þessa starfsemi á www.ljos-
heimar.is.
Samvinna Gleðin ræður augljóslega ríkjum í Ljósheimaskólanum og gefur lífsfyllingu.
Vegur til andlegs þroska
Áhugi fólks á hugleiðslu og almennri sjálfsrækt
fer vaxandi að sögn Sólbjartar Guðmundsdóttur.
Hún segir Ljósheimaskólann vel sóttan af þeim
sem áhuga hafa á þessum fræðum.
Íhugun Einbeitingin leynir sér ekki
Aðsókn Sólbjört Guðmundsdóttir
segir Ljósheimaskólann vel sóttan.
kynnir: FitKid® námskeið
Fjölbreytni og frábær skemmtun! Þolfimi, dans, fimleikar og styrktaræfingar. Besta hvatningin til
heilbrigðra lífshátta! Í haust verða FitKid® námskeið í boði á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík: Hreyfiland, Stangarhyl 7, 577 2555 Akureyri: Átak Heilsurækt, Strandgötu, 461 4444
www.hreyfiland.is www.atakak.isfitk
id
@
fit
ki
d.
is
Námskeið við ofsakvíða
• Færðu ítrekuð og fyrirvaralaus kvíðaköst?
• Einkennast kvíðaköstin m.a. af örum hjartslætti, and
nauð, óraunveruleikatilfinningu, svima, svita eða
skjálfta?
• Líður þér eins og eitthvað alvarlegt sé í þann veginn að
gerast?
• Ertu smeyk(ur) við að fá frekari kvíðaköst?
Sex vikna námskeið er að hefjast á vegum Kvíðameðferðar-
stöðvarinnar (KMS). Stuðst verður við aðferðir hugrænnar
atferlismeðferðar sem gefið hafa góða raun við ofsakvíða.
Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur:
- öðlist innsýn í kvíða og þætti sem viðhalda ofsakvíða.
- læri árangursríkar leiðir til að draga úr kvíðaköstum.
Sóley D.
Davíðsdóttir
sálfræðingur
Sigurbjörg J.
Ludvigsdóttir
sálfræðingur
Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst nk.
Hægt er að nálgast upplýsingar og skrá sig
í síma 822-0043 eða á kms@kms.is.
Hægt er að fygjast með þeim námskeiðum
sem verða í boði í vetur á vegum
Kvíðameðferðarstöðvarinnar á www.kms.is.