Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 21
Morgunblaðið |21
Mikil umræða er umheilsueflandi lífsstíl ífjölmiðlum og annarsstaðar í samfélaginu.
Heilbrigðisyfirvöld hafa mótað
stefnu um heilsueflandi lífsstíl fyrir
almenning og sinnt ákveðnum þátt-
um heilsueflingar. „Einstaklingum
hefur ekki verið sinnt nægjanlega
vel í þessu sambandi með ráðgjöf og
stuðningi,“ segir María Jónsdóttir
sem er sjúkraþjálfari og með meist-
arapróf í lýðheilsufræðum. María
starfar hjá Vinnuvernd ehf.
„Mjög margir nýta sér nú þegar
ýmsa lífsstílstengda þjónustu eins
og á líkamsræktarstöðvum, leita sér
aðstoðar við að hætta að reykja eða
nýta sér ýmis óhefðbundin ráð til að
bæta heilsu,“ segir hún.
„Margir leita lengi að því eina
rétta, fólk fer úr einni tegund af
leikfimi í aðra en finnur ekki það
sem hentar eða prófar hvern megr-
unarkúrinn á eftir öðrum. Aðrir
eiga erfitt með að breyta um lífsstíl
eftir að hafa greinst með kvilla eins
og of háan blóðþrýsting eða glíma
við ýmsa sjúkdóma.“
Marga skortir stuðning
„Telja má víst að marga vanti að-
stoð, hvatningu og stuðning,“ segir
María ennfremur.
„Vinnuvernd ehf., sem sérhæfir
sig í að þjóna starfsmönnum fyr-
irtækja og stofnana, ætlar nú að
mæta þessari þörf með því að hefja
nýja þjónustu, Heilbrigðis- og lífs-
stílsráðgjöf. Þar býðst ein-
staklingum að fá ráðgjöf sérfræð-
inga um bættan lífsstíl og betri
heilsu. Ráðgjafar Vinnuverndar eru
allir háskólamenntaðir og með
reynslu af heilbrigðis- og lífsstíls-
ráðgjöf, bæði innan heilbrigðiskerf-
isins og utan.
Unnið úr frá heilbrigðismati
Í Heilbrigðis- og lífsstílsráðgjöf-
inni verður unnið út frá nið-
urstöðum heilbrigðismats sem lagt
er fyrir í upphafi. Í kjölfarið eru ein-
staklingar aðstoðaðir við markmiðs-
setningu og eftirfylgni. Ein-
staklingsbundið er hvaða þætti þarf
að skoða hjá hverjum og einum.
Meðal þeirra geta verið mataræði
og þyngdarstjórnun, hreyfing og
þjálfun, byrjandi einkenni lífsstíls-
sjúkdóma o.fl.
Samhliða ráðgjöfinni eru
ákveðnar heilsufarsmælingar gerð-
ar. Niðurstöður úr þeim eru notaðar
til viðmiðunar í markmiðssetningu.
Er þá mæld þyngd viðkomandi og
þyngdarstuðull (BMI) fundinn út
frá því, kviðfita/mittismál, fituhlut-
fall líkamans, blóðþrýstingur og
blóðfita (kólesteról). Einnig er blóð-
sykur mældur ef ástæða þykir.
Hvatt er til endurkomu og eft-
irfylgni.
Í ráðgjöfinni felst m.a.
Einstaklingsmiðuð heilsufars-
ráðgjöf og markmiðssetning
Persónulegur stuðningur við að
hrinda raunhæfri áætlun af stað og
viðhalda henni til lengri tíma.
Eftirfylgd er í boði ef óskað er
eftir því.
Ef ástæða er til er einstaklingum
vísað í önnur úrræði.
Með þessum hætti viljum við
hvetja einstaklinga til heilbrigðari
lífsstíls og fyrirbyggja frekari veik-
indi ef þau eru þegar hafin. Við
munum veita upplýsingar, hvetja
einstaklinga og veita þeim stuðning
og eftirfylgd til lengri tíma ef óskað
er eftir því.
Markmið okkar er að vinna að
forvörnum fyrir þá einstaklinga sem
til okkar leita.
Heilbrigðis- og lífsstílsráðgjöfin
er fyrst og fremst hugsuð fyrir ein-
staklinga og er hún opin öllum.
Tímapantanir og nánari upplýsingar
eru í síma 578 0800. Eins bendum
við á heimasíðu Vinnuverndar
www.vinnuvernd.is“
Ráðgjöf hjá Vinnuvernd
Sjúkraþjálfari María Jónsdóttir er
í fyrirsvari hvað varðar nýja ráð-
gjöf um lífstíl hjá Vinnuvernd
Nýjung hjá Vinnu-
vernd – heilbrigðis- og
lífsstílsráðgjöf. María
Jónsdóttir segir marga
vanta stuðning í þess-
um efnum
Morgunblaðið/Frikki
Markmið Ráðgjöf hjá Vinnuvernd er ætlað að vinna að forvörnum fyrir fólk svo það veikist síður.