Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 22
22|Morgunblaðið
Það er þess virði að losna viðaukakílóin,“ segir ÞórarinnÞórhallsson, fram-kvæmdastjóri Heilsu ehf.
„Þeir sem eru 5-10 kílóum yfir
kjörþyngd geta auðveldlega aukið
lífsgæðin verulega með því að breyta
um lífsstíl og ná kjörþyngd.
Aukakílóin geta orsakað ýmsa
sjúkdóma svo sem hjartasjúkdóma,
heilaæðasjúkdóma og slag-
æðasjúkdóma. Á markaðnum eru
hundruð aðferða til að grennast. Oft
er um einhvers konar töfralausnir að
ræða, megrunarkúra sem eiga að
gera kraftaverk – en eftir kúrinn fer
allt í sama farið. Fyrir þá sem eru í
þessari stöðu er auðveldast og ódýr-
ast að breyta um lífsstíl,“ segir Þór-
arinn.
Nýr lífsstíll og hjálpartæki
Þegar breytt er um lífsstíl tekur
það nokkurn tíma þar til árangur fer
að sjást en þá verður í flestum til-
vikum um varanlegan árangur að
ræða að sögn hans.
„Skyndilausnir gefa yfirleitt að-
eins skammtímaárangur og valda því
oft vonbrigðum. Til að megra sig
þarf fyrst og fremst að huga að
tveimur þáttum; að draga úr neyslu
og auka hreyfingu,“ segir Þórarinn.
„Það getur oft verið erfitt að taka
fyrstu skrefin og breyta um lífsstíl.
Ein góð leið til þess er að hefja átakið
með smáhreinsun. Biotta-helg-
arpakkinn er þriggja daga hreinsik-
úr sem samanstendur af grænmetis-
og ávaxtasafa. Safinn er í kassa með
íslenskum leiðbeiningum þar sem
nákvæmlega er farið yfir það hvern-
ig haga skuli hreinsuninni. Á þessum
þremur dögum gefst góður tími til að
endurskoða neysluvenjur og skipu-
leggja framhaldið. Eitt af því mik-
ilvægasta við að ná árangri í breytt-
um lífsstíl er að ná valdi á sykur- og
eða matarlöngun (milli-máltíða-
neyslu). Eitt af því mikilvægasta er
að borða reglulega morgunmat, há-
degismat og kvöldmat og borða e.t.v.
ávexti og grænmeti milli mála. Einn-
ig er mikilvægt að uppfylla þarfir lík-
amans fyrir fitu.“
Hvað er best að nota í því skyni?
„Að mínu mati er ein besta varan á
markaðnum í dag til þess olíublanda
frá Udo’s Choice, þ.e. ómega 3-, 6- og
9-blanda með sérstaklega völdum ol-
íum. Hún er góð til að uppfylla þarfir
líkamans fyrir ómega 3- og 6-
fitusýrur. Þessi fita inniheldur meðal
annars hörfræsolíu og hefur sýnt sig
að auk þess að hafa góð áhrif á blóð-
fitu og hjarta- og æðakerfi dregur
hún úr löngun í fituríka fæðu. Í henni
er og kókosolía sem er talin hjálpa til
við brennslu. Önnur vara sem ég
mæli með er „ofurfæðan“ Beyond
greens, en hún inniheldur 45 bestu
tegundir af fáanlegu grænmeti og
auk þess trefjar, meltingarensím og
andoxunarefni sem eru undirstaða
heilsusamlegs mataræðis. Með því
að taka Beyond greens samhliða
reglulegum máltíðum er mögulegt að
draga verulega úr sykurlöngun um
leið og nauðsynlegra bætiefna er
neytt,“ segir Þórarinn.
En hvað er heppilegt að borða?
„Æskileg fæða er grænmeti,
ávextir, fiskur og magurt kjöt. Sér-
staklega heppilegar eru einnig korn-
vörur, lítið unnar og úr heilu korni,
t.d. sykursnautt múslí og grjón eða
flögur úr heilu korni, svo sem hveiti,
rúgi, höfrum, byggi, hrísgrjónum og
hirsi. Út á morgunkornið er best að
hafa sojamjólk, hrísmjólk, fjörmjólk
eða möndlumjólk. Sem meðlæti með
mat er mjög gott að nota hýðishrís-
grjón, heilt bygg, hirsi, kínóa og heil-
hveitikúskús. Skynsamlegt er að
snæða tvær til þrjár grænmetismál-
tíðir á viku.“
Hvað á að forðast?
„Sykur, harða fitu og transfitu.
Feitt kjöt, gosdrykki, kex og kökur,
feitar mjólkurafurðir, mikið steiktan
eða djúpsteiktan mat. Einnig er gott
að draga úr neyslu á áfengi þrátt fyr-
ir að rauðvín og hvítvín geti verið
gott í hófi.
Nauðsynlegt er að hreyfa sig, æfa
eða að ganga hraustlega hálftíma á
dag. Þá minnkar meðal annars um-
talsvert hættan á blóðtappa, syk-
ursýki, beinþynningu, of háum blóð-
þrýstingi, ristilkrabba og þunglyndi.
Auk þess sem aukin brennsla minnk-
ar fitu. Sérfræðingar segja að um
12% allra ótímabærra dauðsfalla
verði fyrst og fremst rakin til hreyf-
ingarleysis.“
Bætiefnin
Gera bætiefni gagn í baráttunni
við aukakílóin að þínu mati?
„Það eru ekki mörg náttúruleg
efni á markaðnum sem raunverulega
geta hjálpað fólki í baráttunni gegn
offitu, það er fyrirbyggt fitusöfnun í
fituvef. Efnin Citrimax, L-karnitín
(carnitine) og Króm-píkólínat
(cromium picolinat) geta verið hjálp
til að snúa við óæskilegri þróun og
hjálpa til við megrun.“
Hvað með of háan blóðþrýsting,
kanntu ráð við því?
„Hár blóðþrýstingur er oft fylgi-
fiskur aukakílóa.
Draga má úr vægum háþrýstingi
með hjálp bætiefna.
Nýjar rannsóknir hafa sýnt að
rauðrófur eða rauðrófusafi hefur
mjög góð áhrif á blóðþrýsting. Auk
þess er gott að taka hvítlauk, Q10,
ómega-fitusýrur, steinefni (kalk og
magnesíum). Skortur á trefjum og of
mikil saltneysla er slæm. Almennt er
svo nauðsynlegt að stunda hreyfingu
reglulega fyrir þá sem glíma við há-
þrýsting.“
Hvað með blóðfituna?
Blóðfita er mörgum lífshættuleg
og til eru góð lyf til að ná henni niður
en sumir vilja láta reyna á breytingu
á mataræði og svokölluð náttúrulyf.
Hvernig á fólk að lækka blóðfituna
á þann hátt að mati Þórarins?
„Minnka verulega neyslu á harðri
fitu og forðast transfitu og hitaða ol-
íu. Taka nægjanlegt magn af góðri
fitu og er þá t.d. gott að taka ómega-
blöndu sambærilega og Udo’s choice
Omega 3 6 9. Einnig hafa nokkur
bætiefni og jurtir gefist vel, svo sem
Guggul Plex sem er unnið úr ind-
versku jurtinni múkkul, trefjar, B3-
vítamín (níasín) og ómega 3 – og svo
er það hreyfingin.
En ég mæli með því að þeir sem
hafa áhuga á að reyna að ná árangri
á þessu sviði með aðstoð nátt-
úrulegra vara ráðfæri sig við starfs-
fólk apóteka og heilsubúða og fái
þannig nánari ráðleggingar um hvað
hentar hjá fagfólki. Og auðvitað er
nauðsynlegt að hafa lækni ávallt með
í ráðum.“
Morgunblaðið/Frikki
Framkvæmdastjóri Þórarinn Þórhallsson er mjög fróður um ýmis efni sem bæta líðan fólks.
Baráttan við aukakíló og háa blóðfitu
Safar og olía Hreinsikúr, safar og olía sem koma líkamanum vel
Æði margir berjast við aukakílóin og neyta ým-
issa bragða. Blóðfitan er líka of há hjá mörgum,
sem og blóðþrýstingurinn. Þórarinn Þórhallsson
lumar á góðum ráðum gegn þessum vanda.
Einfaldur í notkun,
öflugur og
fyrirferðarlítill nuddpúði.
Bæði heima og í bílnum.
588 2580
661 2580
logy@logy.is
www.logy.is
MaxiWell II Nuddarinn
þýsk nákvæmni og hugvit
NÝTT! 12 TOMMU BACALAO PIZZA, TIL Á LAGER
ALLTAF FYRSTIR MEÐ NÝJUNGAR Í SALTFISKI