Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 23
Morgunblaðið |23 Nýtt og spennandihelgarnámskeið er aðhefjast í október.Námskeiðið byggir á samspili hreyfingar í gegnum jó- gadans og hugleiðslu og mynd- rænnar tjáningar. „Markmiðið er að tengjast sjálfum sér og opna fyrir sköp- unarkraftinn sem býr í okkur öllum. Með því losnar úr læðingi aukin lífsorka og gleði og fólk getur fundið aukið jafnvægi sem nýtist á öllum sviðum lífsins,“ segir Þórey Viðarsdóttir sem er leiðbeinandi í jógadansi, en í október verður haldið námskeið um jógadans, hugleiðslu og sköpun á vegum hennar og Sól- eyjar Katrínar Jónsdóttur. „Jógadansinn byggir á heim- speki jógafræðanna í gegnum einfaldar jógastöður og öndun. Dansað er út frá orkustöðvunum og eiginleikum þeirra. Tækifæri skapast til að kanna þær tilfinn- ingar sem koma upp og heilun getur átt sér stað. Dansinn hjálpar við að liðka og styrkja líkamann, losar um spennu og eykur orkuflæði líkamans. Jóga- dansinn felur í sér létt dansspor í sambland við frjálst flæði, þar sem hver og einn finnur sinn takt og upplifir frelsi til að tjá sig og losa um höft,“ segir Þór- ey. Sólveig Katrín er listmeð- ferðarfræðingur og nýtir nálgun myndsköpunar til að hjálpa fólki að tengjast sínum innri kjarna og eiginleikum. „Sköpunin opnar fyrir teng- ingu við undirmeðvitundina og hjálpar einstaklingnum að upp- götva sig í víðara samhengi. Einnig getur myndsköpunin opn- að dyr að ókönnuðum þáttum innra með fólki sem bíða eftir að koma fram,“ segir Sólveig. „Einstaklingurinn er skapandi vera og það að tengjast þessum grunneiginleika okkar er frels- andi tilfinning. Engin þörf er á kunnáttu í myndsköpun, ein- göngu opnum huga og sköp- unargleði. Það er kröftug blanda að opna fyrir lífskraftinn með dansinum og tónlistinni, slaka á og leiða hugann að sinni innri vitund í gegnum hugleiðslu og að lokum að opna fyrir frjálst flæði með litum og formum í myndsköp- uninni. Unnið verður með ákveðin þemu yfir helgina sem tengjast eiginleikum hverrar orkustöðv- ar, eins og t.d.: jarðtenging, ör- yggi, sjálfstraust, kærleikur og fleira.“ Tvö námskeið verða í boði á vegum þeirra Þóreyjar og Sól- veigar helgarnar 18.–19. okt. og 1.–2. nóv. Nánari upplýsingar veittar í síma 696 3343 og 692 6920. Samstiga F.v. Þórey Viðarsdóttir og Sólveig Katrín Jónsdóttir Jógadans, hug- leiðsla og sköpun Ashtanga vinyasa jóga ~ byrjenda og framhaldstímar Mysore style jóga Vinyasa jógaflæði ~ byrjenda og framhaldstímar Jógaflæði ~ byrjendanámskeið með Billa Yoga nidra ~ djúpslökun Hatha jóga ~ mjúkir og rólegir tímar BlessStress Bakmeðferð með jóga ~ Erlendir gestakennarar Ingibjörg Talya Ægir Addý Gummi www.yogashala.is Engjateig 5, 2.hæð sími 5530203 Styrkur ~ jafnvægi ~ vellíðan ALLIR LIÐIR MUN HREYFANLEGRI Náttúrulegt fyrir liðina „Líður miklu betur! Upplifi mig minnst 10 árum yngri en áður.“ Mats Lilienberg „Eftir nokkrar vikur á NutriLenk fann ég hvernig allir liðir voru orðnir mun hreyfanlegri og mýkri!“ „Ég hafði alltaf verið mjög duglegur að hreyfa mig og hreinlega elska alla hreyfingu. En fyrir nokkrum árum byrjaði ég að vera aumur, stífur og stirður sem varð til þess að ég setti fótboltaskóna og tennisspaðann í geymsluna. Það bætti ekki líðan mína á neinn hátt. Starf mitt er mjög líkamlega krefjandi, ég þarf að lyfta þungum hlutum, og ég var þess fullviss að það væri orsökin fyrir kvölum mínum. Kroppurinn væri bara orðin slitinn og þreyttur eftir öll átökin og ekkert væri við þessu að gera.“ Hreyfði sig minna „Ég var hálfleiður en allir eldast og slitna og það taldi ég bara eitt af því sem maður yrði að sætta sig við. Ekkert annað væri í stöðunni en að hægja á sér. Líkaminn væri ekki með á nótunum eins og áður. Fótbolti og tennis var ekki lengur inni og ég byrjaði að stunda golf til þess að hreyfa mig eitthvað en það varði ekki lengi og að lokum reyndist það of erfitt og kvalafullt. Maður þarf að geta sveigt líkamann vel til þess ná góðu höggi og beygja sig eftir kúlunni og þar sem það var mér svo erfitt missti ég alla löngun til að spila golf.“ Líður miklu betur „Tengdadóttir mín ráðlagði mér að prófa NutriLenk. Eftir aðeins mánaðar inntöku dró ég fram tennisspaðann og golfsettið úr geymslunni og geri nú tilraunir með að stunda hvorttveggja nokkrum sinnum í viku. Mér líður miklu betur! Upplifi mig minnst 10 árum yngri en áður. Að geta hreyft líkamann eðlilega á ný gerir hvern dag ánægjulegan. Nýlega vann ég strákinn minn á golfvellinum sem var mjög skemmtilegt. Nú er málið að keppa líka við hann í tennis,“ segir Mats að lokum kátur í bragði. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.