Morgunblaðið - 29.08.2008, Page 28
Valinn hefur verið vinnings-hafi verðlaunasamkeppn-innar „Reyklaus 2008“ semReyksíminn og Lýðheilsu-
stöð stóðu að. Samkvæmt upplýsing-
um frá Lýðheilsustöð var óskað eftir
góðri sögu frá þeim sem væru tilbúnir
að hætta að reykja eða væru þegar
hættir, sem gæti verið hvatning fyrir
aðra í baráttunni gegn tóbaki og
vekja athygli á úrræðum til hjálpar
eins og reyksímanum og reyklaus.is.
Vinningshafinn er Rut Sigurð-
ardóttir.
Verðlaunasamkeppnin er hluti af
„European Smoke Free Awards
2008“ sem Evrópuráð reyksíma
stendur að. Aðalverðlaun fyrir vinn-
ingshafann á Íslandi eru ferð til
Amsterdam, á evrópsku verðlaunaaf-
hendinguna, ásamt 100.000 krónum í
gjaldeyri.
Rúmlega 450 reynslusögur bárust
og af þeim komust 36 í úrslit. Eftir
skemmtilega og fróðlega lesningu
komst dómnefndin að þeirri nið-
urstöðu sex sögur væru áhrifamestar
en þar væri saga Rutar Sigurð-
ardóttar sú sem ætti verðlaunin skil-
in. Rut verður því fulltrúi Íslendinga í
hópi 11 vinningshafa í evrópska verk-
efninu Smokefree Award 2008 í
Amsterdam. Þar á hún einnig mögu-
leika á að vinna ferðaávísun að and-
virði 15.000 evrur.
Vinningssaga Rutar
Upphafið að því að ég hætti að
reykja var að ég hitti yndislegasta
mann á jarðríki, varð yfir mig ást-
fangin og ákvað að eyða ævi minni
með öðrum einstaklingi. Hann reykti
ekki og einhvern veginn truflaði það
mig alltaf að reykja í kringum hann.
Tala nú ekki um að smella á hann
kossi eftir að hafa reykt, ég fann að
honum fannst það ekkert voðalega
huggulegt, þó svo að hann segði aldrei
neitt. Hann var þó búinn að nefna það
við mig að honum þætti voða vænt um
ef ég hætti að reykja. Það væri ekki
síst mín vegna sem hann óskaði þess,
þetta væri bara svo helv... óhollt og
ógeðslegt.
Jú, ég var nú farin að leiða hugann
að þessu stuttu eftir að við fórum að
vera saman en einhvern veginn var ég
ekki alveg til í þetta strax. Hafði alltaf
sagt að ég myndi hætta að reykja
einn daginn og það yrði alveg öruggt
að ég myndi hætta þegar ég yrði ólétt.
Reykingar höfðu slæm áhrif
En svo fann ég smám saman að
reykingar mínar voru farnar að hafa
áhrif á líf okkar beggja. Hann þurfti
sífellt að vera að taka tillit til mín og
minna þarfa í kringum reykingar.
Hann var farinn að benda mér á ljót-
an hósta sem ég var komin með, mað-
ur tekur ekki alltaf eftir því einn með
sjálfum sér. Hann hefur gaman af úti-
veru og gönguferðum sem ég hafði
mun minna úthald í að sinna en hann.
Fannst það mjög leiðinlegt og sífellt
ágerðist sú hugsun að ég þyrfti að
fara að hætta þessu. Auk þess sat fast
í mér setning sem afi minn sagði við
mig þarna um sumarið „Rut mín,
hættu nú þessum óþverra á meðan þú
hefur tækifæri til. Ekki viltu enda
eins og ég.“ Og afi minn er með
lungnaþembu og mjög veikur, sem
rekja má til reykinga.
Svo kom að því að tækifærið til að
hætta fyrir fullt og allt kom. Ég fékk
að vita það að ég væri á leið í háls-
kirtlatöku og ég sá það nú að ekki
gæti ég reykt í nokkurn tíma eftir þá
aðgerð. Ég ákvað því að ég myndi
hætta að reykja eftir aðgerðina. Og
það var nú ekkert lítið sem maðurinn
minn varð ánægður og já, allir aðrir í
kringum mig. Kom mér á óvart
hversu jákvæð og góð viðbrögð ég
fékk frá fólki í kringum mig.
Ástin er yndisleg
Þannig að ef við drögum þetta að-
eins saman þá er það þrennt sem
hafði áhrif á ákvörðun mína að hætta
að reykja.
1. Ástin er yndisleg og er manni
ómetanlegur stuðningur þegar maður
vill hætta að reykja. Allt fyrir ástina :)
2. Þurfti að fara í aðgerð og til að
eiga möguleika á betri bata var ekki
annað í stöðunni en að hætta að
reykja. Ef ég gat hætt í 2 vikur þá var
það alveg ljóst að ég hlyti að geta
hætt þessu alveg.
3. Varnarorð afa míns sem þjáist af
ýmsum kvillum sem rekja má til reyk-
inga.
Ég hætti að reykja 23. september
2007 og hafði þá reykt í 11 ár. Hafði
einu sinni áður reynt að hætta, fyrir
um fimm árum síðan og það entist í
um viku“.
Ástæða reykinga?
„Uhmm, það er svolítið erfitt að
svara þessari spurningu, svona þegar
maður er hættur að reykja og sér til-
gangsleysið í þessum ósið. En hjá mér
var það að mörgu leyti félagslegt,
vinahópurinn reykti, skemmtilegt fólk
í vinnunni sem reykti, hægt var að
nota þetta sem afsökun fyrir ýmislegu
eins og t.d. pásum í vinnunni. Einnig
fannst mér bara rosa gott að reykja.“
Hvaða aðferð beittir þú til að hætta
reykingum?
„Eins og fram hefur komið fór ég í
hálskirtlatöku sem kom í veg fyrir að
ég gæti reykt í nokkra daga. Aðrar
aðferðir notaði ég ekki, engin lyf eða
neitt svoleiðis.
Hrósið varð að mínu nikótíni
Stuðningur fólksins og jákvæð við-
brögð gerði mikið fyrir mig. Ég sagði
öllum í kringum mig að ég væri hætt
að reykja og hrósið sem ég fékk varð
að mínu nýja nikótíni.
Finnst þér líf þitt hafa breyst frá
því þú hættir? Vá, hvílíkar breyting-
ar, maður getur nú ekki sagt annað.
Maður hefur meiri tíma. Áður snerist
allt um næstu sígó, hvenær var tími
og tækifæri fyrir það. Hádegismat-
urinn í vinnunni varð skemmtilegri,
maður þurfti ekki að gúffa í sig matn-
um til að hafa tíma til að fara niður að
reykja. Og ég stóð alltaf í þeirri trú að
það væri svo félagslegt að reykja, en
ef maður pælir í því þá er mun félags-
legra að reykja ekki. Maður eyddi
meiri tíma með þeim vinnufélögum
sem reykja ekki, það er miklu stærri
hópur en þeir sem reykja. Eftir að
reykingabannið tók gildi á veitinga-
og skemmtistöðum finnst mér líka
voðalega huggulegt að geta bara verið
inni en þurfa ekki að hírast úti í kuld-
anum og vetrarhörkum til þess eins
að fá mér smók og koma svo inn með
ský af vondri lykt í kringum mig.
Matur varð betri á bragðið, hefði
ekki geta trúað því áður. Hóstinn
hvarf, þolið jókst mjög fljótt. Ég fór
að kyssa manninn minn meira og
gerði það án þess að hugsa um hversu
óaðlaðandi honum fyndist að kyssa
mig. Peningar, peningar og aftur pen-
ingar – ég hætti að reykja þá sem bet-
ur fer.
Með viljann að vopni
Hvernig getur saga þín hvatt aðra
til að hætta að reykja?
„Mér tókst þetta með viljann að
vopni, það er allt hægt ef maður ætlar
sér það. Ég ætla ekki að sjá eftir þeim
árum sem ég reykti eða ímynda mér
hvað ég hefði getað gert fyrir pen-
ingana sem ég lét fuðra upp. Ég tók
þessa ákvörðun á þessum tíma og er
ótrúlega stolt af henni. Þetta var erf-
itt á köflum, ég neita því ekki, en með
svona yndislegt fólk í kringum mig,
sem studdi mig áfram og sagði mér
endalaust hvað það væri stolt af mér,
var ótrúlegur styrkur.
Ég hefði ekki getað trúað þeim
breytingum sem þetta hafði í för með
sér. Maður veit að þetta er ekki hollt
né gott fyrir mann en það er svo
margt annað sem fylgir og ég nefndi
hér í dálknum að ofan. Svo er það
náttúrlega maðurinn í mínu lífi sem er
svo stór partur af þessu hjá mér. Að
mörgu leyti er það honum að þakka
að ég hætti, hann var þó aldrei að
pressa eða tuða í mér að hætta. Gaf
mér tíma til þess að átta mig á því
sjálf hversu mikilvægt það væri fyrir
mig að hætta. Ómeðvitað fékk hann
mig til að vilja hætta sjálf. Ástin færir
manni ekki aðeins hamingju og gleði
heldur einnig heilbrigðari lífsstíl og líf
án reykinga. Je minn hvað mér líður
vel í dag og hlakka til að takast á við
framtíðina reyklaus og alsæl. Ég er
heldur ekki lengur með þessa afsökun
í farteskinu: „hætti að reykja þegar
ég verð ólétt“ – ég er reyklaus og
miklu betur í stakk búin líkamlega til
að verða ólétt sem vonandi hlotnast
okkur hjónum einn daginn. Mér
finnst líka voðalega gott að vita til
þess börnin mín alist upp í reyklausu
umhverfi.“
Morgunblaðið/Golli
Hætt Liðin er sú tíð að Rut Sigurðardóttir kveiki sér í sígarettu. Stuðning
hinn nánustu í umhverfinu segir hún sérlega mikilvægan.
Allt fyrir ástina
Vinningshafi Rut Sigurðardóttir
hætti að reykja fyrir ástina sína.
Valinn hefur verið vinn-
ingshafi verðlauna-
samkeppninnar „Reyk-
laus 2008“ sem Reyk-
síminn og Lýðheilsustöð
stóðu að. Rut Sigurð-
ardóttir varð með sögu
sinni hlutskörpust 450
sögumanna.
28|Morgunblaðið
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
MFM MIÐSTÖÐIN
Meðferðar og fræðslumiðstöð
vegna matarfíknar og átraskana
Brautarholti 8, 105 Rvk, sími 568 3868
www.matarfikn.is
Esther Helga Guðmundsdóttir B.M. ráðgjafi.
Átt þú í vanda
með mat og þyngd?
Ef þú hefur, þrátt fyrir mikinn vilja, ekki getað viðhaldið eðlilegri
þyngd, þá gætir þú átt við matarfíkn og/eða átröskun að stríða.
Hjá MFM miðstöðinni færð þú:
Greiningu, fræðslu, ráðgjöf, einstaklingsmiðaða meðferð og
stuðning.