Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 29
Morgunblaðið |29
Ég hef búið á Indlandimjög lengi og átti þarheima sem barn,“ segirSigurlín Guðjónsdóttir
heilsuráðgjafi.
„Vera mín í Indlandi beindi at-
hygli minni að ayurveda, sem eru
forn indversk heilsufræði sem er
oft nefnd lifandi vísindi. Orðið ayur-
veda merkir: Ayur sem þýðir líf og
veda sem þýðir þekking. Að þekkja
lífið – þitt líf! Þessi 5.000 ára þekk-
ing sem á rætur sínar að rekja til
gömlu veda-fræðanna er enn við
lýði sérstaklega í Indlandi og er
orðin mjög vinsæl víða um heim.“
Hvað merkja þessi fræði?
„Samkvæmt ayurveda eru allar
lífverur samsettar úr frumefnunum
5: lofti, vatni, eldi, jörð og rými
(eter).
Frumefnin 5 skiptast í 3 svo kall-
aðar dósjur (dosha) eða 3 stólpa
lífsins sem kallast vata, pitta og
kapha.
Vata, pitta og kapha skapa síðan
mismunandi líkamsgerðir (prak-
ruti).
Allar lífverur hafa í sér vata,
pitta og kapha en misjafnlega mikið
hlutfall af hverju. Maður getur t.d.
verið „ríkjandi“ vata með svolitlu
hlutfalli af pitta og kapha. Eins get-
ur pitta verið ráðandi eða kapha
með minna hlutfall af hinum tveim
o.s.frv.
Að finna sína náttúrulegu líkams-
gerð /samsetningu (prakruti)
Vata: samanstendur af lofti og
rými en hefur ögn af eldi, vatni og
jörð (frumefnin 5).
Einkenni vata eru: þurr, köld,
létt, hreyfanleg, óregluleg, hrjúf,
fínleg, viðkvæm.
Þeir sem hafa vata-einkenni eru
oftast grannvaxnir en líkamsbygg-
ing getur verið „óregluleg“.
Persónulegir eiginleikar þess
fólks er frjósamt hugmyndalíf,
næmi, fjör og félagslyndi. Þetta
fólk er skemmtilegt, hrífandi, upp-
örvandi og listrænt þegar það er í
jafnvægi!
Pitta samanstendur aftur af eldi
og vatni en hefur ögn af lofti, rými
og jörð (frumefnin 5).
Einkenni pitta-fólks eru: heit, ör-
lítið olíukennd, áköf, rök, lyktandi,
flæðandi.
Líkamsbygging þeirra er í með-
allagi.
Persónulegir eiginleikar pitta-
fólks eru framtakssemi, öryggi og
skýrleiki. Það er spennandi, vin-
gjarnlegt, glaðlegt og drenglynt
þegar það er í jafnvægi
Kapha samanstendur af jörð og
vatni en hefur ögn af lofti, rými og
eldi (frumefnin 5).
Kapha-fólk er þungt, olíukennt,
stöðugt, teygjanlegt, þétt, mjúkt,
hægfara.
Líkamsbygging er sterk, það er
þrekvaxið og samanrekið.
Persónulegir eiginleikar: traust,
þolinmæði, rólyndi, hlýleiki, það
hlustar, gefur öryggi og kærleika
þegar það er í jafnvægi!“
Blandast þetta ekki eitthvað?
„Jú, hver og einn er misjöfn
blanda af vata, pitta og kapha og
þarf að gera sér grein fyrir hvaða
dósja (samsetning eiginleika) er
ríkjandi! Með því að kynna sér ein-
kenni vpk má greina rétta samsetn-
ingu og hvað er ríkjandi hjá ein-
staklingnum því að matarval verður
að vera í samræmi við hvaða dósja
er ráðandi í líkamsgerðinni (prak-
ruti).“
Hvernig má greina þetta?
„Slík greining getur átt sér stað
hjá leiðbeinanda eða með lestri
góðra ayurvedíska bóka. Sama
samsetning (vpk) í líkama og mat-
arræði fer ekki saman sé ójafnvægi
til staðar því þá erum við farin að
ofbjóða líkamsgerðinni okkar af
sömu frumefnunum og þegar eru
ráðandi fyrir og myndum þar af
leiðandi ójafnvægi!
Matur er andlegur – hugurinn
nærir líkama og sál.
Ef við höfum alltaf ofboðið lík-
ama og sál í mataræði, hegðun og
lífsstíl er augljóst að við myndum
ójafnvægi sem hefur gífurleg áhrif
á boðsendingar heilans sem svo
leiðir til allskonar sjúkdóma sem
við þekkjum í samfélagi okkar í dag
s.s. offitu, þunglyndi, annorexíu,
stress o.fl.
Með mataræði sem hentar þinni
líkamsgerð er hægt að hafa áhrif á
þessar boðsendingar og hjálpa lík-
amanum að lagfæra það sem hefur
orðið sjúkt! Líkamsgerð sem er
ekki lengur ofboðið og því ekki að
streitast á móti og nærist í sam-
ræmi við sína líkamsgerð (prakruti)
fer að vinna á allt annan máta.
Jafnvægi og vellíðan kemur í stað
stress og græðgi og hægt og rólega
myndast næði í líkama og sál til að
rétta og laga kvilla og sjúkdóma
sem hafa myndast vegna ójafn-
vægis í líkamsgerð.
Hreinsunarleiðir ayurveda
Ýmsar ítarlegar hreinsunarleiðir
er að finna í ayurveda fyrir utan
breyttar matarvenjur. Má þar
nefna: föstur, nudd, húðburstun,
gufuböð, heilbrigða hreyfingu, jóga,
hugleiðslu sem er hægur aðgangur
að hér á landi.
Mest þekktasta hreinsunarleiðin
hins vegar er panchakarma sem
þýðir 5 aðgerðir. Panchakarma er
ítarleg aðferð til að hreinsa eitur-
efni úr líkama.
Sérunnar olíur fyrir viðkomandi
líkamsgerð eru notaðar bæði inn-
vortis og útvortis. Þessar olíur eru
blandaðar ólikum jurtum fyrir ólík-
ar líkamsgerðir (prakruti) einnig er
tekið tillit til sjúkdóma eða kvilla.
Byrjað er á olíuinntöku sem er
oftast ghee (skírt smjör) í nokkra
daga síðan tekur við olíunudd/
meðferð með tilheyrandi jurtum í
samræmi við líkamsgerð. Tilgang-
urinn er að mýkja dósjurnar
(dosha) svo að eiturefnin losni og
auðveldara sé að beina þeim að úr-
gangslosunarlífærum líkamans.
Þegar að þessu stigi er komið þarf
að hjálpa líkama að losa sig að fullu
en slíkt er oftast gert með stólpípu
(basti) eða jurtablöndu í olíu. Einn-
ig er notuð svitameðferð er þar los-
ar líkaminn sig við eiturefni í gegn-
um svitakirtla. Panchakarm er gerð
undir leiðsögn ayurveda-læknis.
Ayurvedískar heilsubótarstöðvar
finnast um allan heim má nefna
England, Þýskaland, Svíþjóð,
Bandaríkin sem dæmi fyrir utan
Indland.“
Þess má geta að Sigurlín hefur
aðstoðað Íslendinga á meðferð-
arstað á Indlandi.
„Það að þekkja sína líkamsgerð
(prakruti) – að hlusta á sína líkams-
gerð og sinna í framhaldi þessu
dýrmæta farartæki sem okkur hef-
ur verið gefið, stuðlar að andlegri
og líkamlegri vellíðan, skýrari
hugsun, betri ákvörðunartöku,
meira frelsi, stöðugleika, góðum
aga og betri tengingu við sjálfið.“
Lifandi vísindi
Indversk heilsufræði er vinsæl, enda er þessi
heilsufræði mörgum uppsprettulind hvað andlega
og líkamlega heilsu snertir. Sigurlín Guðjóns-
dóttir hefur lagt sig mjög eftir þessum fræðum.
Morgunblaðið/Frikki
Lifandi vísindi „Vera mín í Indlandi beindi athygli minni að Ayurveda,“ segir Sigurlín um forn indversk heilsufræði.
Leitaðu ráða hjá lækninum þínum
um nýjar aðferðir til að
hætta að reykja
Ís
le
ns
ka
VT
R
38
74
3
08
.2
00
7