Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 29.08.2008, Síða 30
30|Morgunblaðið Árið 1939 var Guðmunda Elíasdóttir19 ára nemandi í Det KongeligeKonservatorium í Kaupmanna-höfn. Sumir skólafélagar hennar þar voru grænmetisætur og voru afskaplega ánægðir með að vera svona „hreinir“ að innan. „Ég vildi líka verða svona „hrein“ að inn- an og ákvað að prófa að verða grænmet- isæta,“ segir Guðmunda og hlær. Hún hafði verið samskipa frá Íslandi Olav og Sigríði Madsen, sem bjuggu í Jægers- borg í útjaðri Kaupmannahafnar. Þangað lagði Guðmunda á sig að hjóla til þess að sækja gulrætur en af þeim áttu hjónin nóg. Hún fór svo með gulræturnar í körfu á hjól- inu sínu inn í borgina og þótti þetta mikil búbót. Sauð gulræturnar á prímus „Gulræturnar sauð ég á steinolíuprímus og lifði svo lengi á þessari fæðu nær ein- tómri að ég var farin að kasta upp. Ég verð að viðurkenna að enn í dag þykja mér gul- rætur ekki góðar. Ég hafði auðvitað kynnst gulrófum heima á Íslandi, stolið þeim villt og galið úr görð- um og sé ekki eftir því. „Gulrófur eru sí- trónur norðursins,“ sagði fyrirlesari einn sem fjallaði um grænmeti í Kaupmannahöfn í fyrirlestri sínum. En annað grænmeti var torfengið á Íslandi á mínum uppvaxt- aráum,“ segir Guðmunda. En það var ekki fyrr en hún var gift Henrik Knudsen, gullsmiði sem hún bjó með í Holte í Kaupmannahöfn og var búin að eignast eitt barn með, að hún kynntist Kristine Nolfi. „Ég var slæm í maga og mér datt í hug að reyna að fara til Nolfi læknis, sem mikið var látið af og lét sjúklinga sína borða hrá- fæði. Hún rak endurhæfingarstöðina Hum- legaarden, þangað langaði mig að fara en miklar biðraðir voru og það var dýrt svo ég lét nægja að sækja mér ráð til Nolfi og þau dugðu mér vel. Hún ráðlagði mér að borða sem mest hrá- fæði, þar á meðal malað korn með rifnum eplum og mjólk út á. Einnig var hún mjög hrifin af hvítlauk og sagði mér að skera hann smátt, taka niðursaxaðan hvítlaukinn á hnífsblaðið og hafa við höndina glas af ískaldri mjólk, skella svo í mig lauknum og mjólkinni strax á eftir og þá kæmi engin lykt. Þetta gerði ég. Grænmetisskrímslið Ég hef átt frá unglingsárum vanda til að fá dofa um allan líkamann stöku sinnum og ráð Nolfi dugðu mér til að halda þessu niðri. Þetta allt saman átti sér stað í miðri heimsstyrjöldinni síðari.“ Annað barn Guðmundu fæddist haustið 1947. „Það þótti sérstakt að ég nærðist ein- göngu á grænmeti meðan ég gekk með hann,“ segir Guðmunda. „Mumma, ef þú hættir ekki að éta þetta grænmeti veður barnið skrímsli,“ sögðu ís- lenskir vinir hennar við hana. „En grænmetisófreskjan reyndist hraust- ur og myndarlegur drengur og ég hélt mín- um næringarvenjum og mjólkaði vel. Þegar hann hætti á brjósti var hann einnig gerður að grænmetisætu og óx vel og dafnaði. Maðurinn minn var hins vegar ekki hrifinn af grænmetinu, hann vildi kjöt. En Nolfi hvatti mig til að saxa grænmeti á brauðið sem hann hafði með sér í vinnuna. Svo kom hann eitt sinn til mín og bað um fleiri sneið- ar með „þessu niðursaxaða“, „strákarnir borða þetta frá mér“, sagði hann. Ég saxaði enn meira grænmeti fyrir hann með glöðu geði. Ég hef alltaf meira og minna verið á grænmetisfæði síðan ég fór til Kristine Nolfi, hún hafði mikil áhrif á mataræði mitt og það til góðs,“ segir Guðmunda. Humlegaaraden Heilsuhæli danska læknisins Kristine Nolfi, þar fengu margir bót meina sinna. Nolfi hélt fram að rangt matarræði ætti nokkra sök á ýmsum sjúkdómum, ekki síst því sem við köllum menningarsjúkdóma, svo sem sykursýki, ýmsa meltingarsjúkdóma og jafnvel gigt. Frumkvöðull Kristine Nolfi var í frum- kvöðlasveit lækna sem töldu að grænmeti, einkum hrámeti, læknuðu fólk af ýmsum sjúk- dómum og kæmu í veg fyrir veikindi. Eftir hana kom út hér 1951 bókin Lifandi fæða, þýdd á íslensku af Birni L. Jónssyni lækni. Á hráfæði Kristine Nolfi Hress Guðmunda Elíasdóttir söngkona hefur lifað mikið á grænmeti og um tíma á hráfæði að tilvísan læknis. Sumir eru grænmetisætur en fæstir þeirra borða eingöngu hráfæði. Guðmunda Elías- dóttir söngkona lifði sem ung talsverðan tíma á hráfæði að tilvísan danska læknisins Kristine Nolfi. 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast GU TE NB ER G 31 21 5 GEÐORÐIN 10 holar@simnet.is Bók sem hefur hjálpað mörgum til betra og heilsusamlegra lífs. Heilsu- átak dr. Gillian McKeith Mataræði sem veitir þér vellíðan allt til æviloka AR HEILSUÁTAK Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.