Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 31
Morgunblaðið |31 Hreyfing eða öllu heldur hreyfingarleysi barnaog ungmenna hefur verið mikið í umræðunnisíðustu misseri og skal engan undra þar semmargar rannsóknir benda til aukinnar kyrr- setu og lélegs mataræðis þeirra, segir Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari, faglegur deildarstjóri kennara, þjálfara og námskeiða hjá World Class. Alltaf þjálfari í sal „Salurinn heitir Shokk og er að breskri fyrirmynd en nú þegar eru fjölmargir slíkir salir víða um heiminn. Sal- urinn er búinn flottum og fjölbreyttum æfingatækjum með lóðum sem passa þessum aldurshópi. Það er alltaf þjálfari í salnum sem er börnunum innan handar og leið- beinir og fræðir börnin um hreyfingu og heilbrigði.. Til að auka fjölbreytileikann er stundum útileikfimi, vinadagar, stöðvaþjálfun og fleira sem hressum krökkum finnst skemmtilegt. Það eru krakkar af öllum stærðum og gerð- um sem sækja Shokk-salinn. Íþróttakrökkum þykir gam- an að bæta við sig nýjum æfingum til að auka getu í þeirri íþrótt sem þeir stunda, krakkar sem ekki finna sig í hóp- íþróttum una sér mjög vel í salnum enda fá allir að æfa á því álagi sem þeim hentar og flestir fá útrás og líður betur á sál og líkama að púli loknu. Það er því fjör og fjölbreyti- leiki í fyrirrúmi í Shokk-salnum í World Class í Laugum. Mikilvægi samveru Eitt atriði er vert að minnast á og það er að sífellt er verið að minna á mikilvægi nægrar samveru foreldra og barna og fólk talar um að erfitt sé að finna tíma fyrir vinnu, skóla, tómstundir, hreyfingu og allt það sem fylgir því að tilheyra fjölskyldu. Það sem við höfum orðið vör við í Shokk-salnum er að börnin æfa á sama tíma og foreldr- arnir og svo fara allir saman í Laugardalslaugina, fá sér gott að borða á Laugar Café eða notfæra sér þá fjöl- breyttu afþreyingu sem í boði er í Laugardalnum. Þá er búið að slá tvær flugur í einu höggi, hreyfa sig og fá meiri tíma saman og allir eru glaðir og endurnærðir.“ Gaman Lífið í Shokksalnum býður upp á margt skemmtilegt. Kapp Það er mikið kapp í ungum mönnum í Shokk salnum í World Class. Shokk – Lífmikil líkamsrækt Morgunblaðið/Frikki Þjálfari Gígja Þórðardóttir kann að koma línunum í lag. Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 1533 • Fax: 565 3258 Útilíf Smáralind, Kringlunni og Glæsibæ // Markið // Intersport // Hreysti Afreksvörur // Fitness Sport // Hlaup.is // Halldór úrsmiður Glerártorgi Bowel Biotics+ Einstök formúla fyrir heilbrigði maga og ristils - ráðlagtafmeltingarlæknumog heilsusérfræðingum PhysilliumHusk Prebiotica Inulin FOS Probiotics 5 tegundir mjólkursýrugerla Vinsælastamagaheilsuefnið í Bretlandi og víðar Ummæli íslenskra neytenda: „Það besta og fljótvirkasta sem við höfum prófað” Bowel Biotics+ Kids Sérstaklega samsett svo hæfimeltingu barna Fæst í apótekum og heilsubúðum Celsus YOGA •YOGA • YOGA - RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann. - LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás. - RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. - RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. - JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Sértímar fyrir: barnshafandi konur og byrjendur, einnig sértímar fyrir lengra komna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.