Morgunblaðið - 29.08.2008, Qupperneq 37
Börn með ofnæmi eru oft talsvert illa stödd ídaglegu umhverfi okkar þar sem matvæliog fleiri vörur eru oft ekki nægilega velmerktar.
„Mig langar að segja ykkur frá vandræðum sem ég
lendi í nánast daglega. Ég á litla stelpu sem er með
bráða-hnetuofnæmi ásamt því að hún er með ofnæmi
fyrir soja,“ segir Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari.
„Þó að hnetuofnæmið geti verið mjög hættulegt er
ekkert mál að forðast að hún borði vörur sem inni-
halda hnetur, af því að innihaldslýsingar á þeim
vörum eru orðnar mjög góðar. Það klikkar ekki að ef
hnetur eru í vörum er það vandlega tilgreint,“ bætir
hún við.
Sojavörur illa merktar
„Hins vegar þegar ég skoða innihaldslýsingar varð-
andi soja er annað upp á teningnum.
Mjög stór hluti af þeim matvörum sem ég kaupi
gætu innihaldið soja án þess að maður viti, vegna
þess að matvælaframleiðendur og birgjar eru ekki
með nákvæmar innihaldslýsingar á vörum sínum.
Nánast allt kex, sælgæti, kjötkraftur, unnar vörur, til-
búnir kjöt- og fiskréttir, nautahakk, smjörlíki, majó-
nessósur o.s.frv. eru flest með jurtaolíu eða jurtafeiti
sem þýðir að olían getur verið sojaolía, sólblómaolía,
repjuolía o.s.frv.
Þá þarf ég að hringja eða senda tölvupóst og gera
fyrirspurn til að fá nákvæma innihaldslýsingu,“ segir
Hrönn.
„En eitt símtal eða tölvupóstur dugar langoftast
ekki. Ég bíð oft vikum saman eftir svari og þarf svo
oft að ítreka þessa beiðni mína nokkrum sinnum.
Stundum gefst ég hreinlega upp.
Vandræði á veitingastöðum
Eins getum við ekki farið með barnið á veitingastað
því þar lendir kokkurinn í sömu vandræðum, hann
þarf að lesa á allt hráefni og ekki getur hann staðið í
því að hringja út um allt í þeirri von að fá svar um
innihald strax.
Ofnæmislæknirinn okkar sagði mér fyrir skömmu
að nú væri komið í lög að það yrði að taka fram ef
vara innihéldi soja. Hann talaði um að umhverfissvið
væri með nánari upplýsingar um þetta.
En svo ég segi nú frá einhverju jákvæðu líka þá
eru nokkur fyrirtæki með alveg frábæra heimasíðu
eins og t.d. http://myllan.is og vorur/ofnaemi.htm, þar
get ég farið inn og séð nákvæmlega hvað hver vara
inniheldur,“ bætir Hrönn við. Hún kveðst eðlilega
beina sínum viðskiptum til slíkra fyrirtækja.
„Til er listi yfir sojapróteinlaust fæði sem hægt er
að fá sendan frá næringarfræðingi ef leitað er eftir
því. Ég fékk slíkan lista sendan og á honum eru mjög
ýtarlegar upplýsingar um matvæli sem innihalda
soja,“ segir Hrönn.
„Þess ber að geta að allar ósamsettar matvörur má
borða frjálst, eins og grænmeti (en þó ekki sojabaun-
ir), ávexti, nýtt, reykt og saltað kjöt og fisk. Það er
mjög gott að vita þetta. Fyrir vikið erum við öll í fjöl-
skyldunni farin að borða hollari mat.“
Barn með hnetu- og sojaofnæmi
Morgunblaðið/Valdís Thor
Mæðgur Hrönn og Dagný dóttir hennar þurfa á þolgæði og athygli að halda svo þær geti varast hnetu- og sojaofnæmi litlu stúlkunar.
Varúð Margar tegundir af hnetum eru til og það er nauðsynlegt
fyrir þá sem hafa hnetuofnæmi að varast þær allar og allan mat
sem þær eru í.
Sojabaunir Þær þurfa þeir að varast sem hafa ofnæmi fyrir þeim.
Stundum skortir mjög á merkingar á matvælum sem innihalda ein-
hverskona soja.
Hnetu- og sojaofnæmi hjá barni
skapar mikla umhugsun hjá for-
ráðamönnum. Margt er þá að var-
ast, segir Hrönn Guðjónsdóttir
heilsunuddari, en telpan hennar 5
ára hefur verið greind með þess
háttar ofnæmi.
Morgunblaðið |37
Byggð á
tilfinningavinnu og
slökunaröndun.
Sjálfshjálparbók.
Námskeið fyrir fagfólk
og aðra.
Þaulreynd og
árangursrík
sjálfstyrking!
Sjá nánar
www.baujan.is
Sími 699 6934
Baujan, sjálfstyrking
Klassískt nudd
Árangursrík olíu- og
smyrslameðferð með ívafi
íslenskra jurta.
25 ára reynsla
Steinunn P. Hafstað
félagi í FÍHN
s. 586 2073, 692 0644.
Geymið auglýsinguna
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is 569 3100 Stórhöfða 25
Fréttir á SMS