Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 1

Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. S E P T E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 254. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhúsin í landinu >> 37 REYKJAVÍKREYKJAVÍK ALLSHERJARGLÓSU- BÓK UM ANIMAL FARM DAGLEGTLÍF Hvernig er tískan í hjólahjálmum? Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is BJÖRGUNARSVEITIR sinntu víða útköllum í gærkvöldi vegna óveðurs sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið. Því fylgdi mikill vindur og úrkoma. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins veitti í gærkvöldi aðstoð vegna vatnsleka og foks. Þá fauk óbundin lítil flugvél á girðingu á Reykjavík- urflugvelli. Veðrið hafði ekki truflandi áhrif á millilandaflug í gær. Snarvitlaus veður var komið í Ólafsvík í gær- kvöldi, rok og úrhellisrigning. Þar var vindhrað- inn talinn ná a.m.k. 30 m/s í verstu hviðunum. Á Hellissandi var beðið um aðstoð björgunar- sveitar vegna þakplatna sem voru að fjúka. Þar var sunnanstormur og fóru vindhviðurnar í 31 m/s. Nokkrar beiðnir um aðstoð bárust á Suð- urnesjum vegna foks á þakplötum og lausum munum. Á höfuðborgarsvæðinu bárust björg- unarsveitum hjálparbeiðnir úr Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi. Þar voru að fjúka m.a. þakplötur, vinnupallur, laust dót og tjald forn- leifafræðinga í Aðalstræti, samkvæmt upplýs- ingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sagði að veðrið yrði harðast til að byrja með vestan til á landinu. Vindstrengurinn átti síðan að færast austur yfir landið. Lægðin sem olli óveðrinu var djúp og fylgdi henni mjög mikil úrkoma. Leifar fellibylsins Ike, sem gerði mikinn óskunda vest- anhafs á dögunum, slógu sér saman við lægðina. Veðurfræðingurinn sagði viðbúið að meðalvind- hraði næði 20-25 m/s nokkuð víða meðan versta veðrið gengi yfir. Þá mætti búast við úrhellis- rigningu á Suður- og Vesturlandi. Vindur átti að snúast í SV 13-18 m/s með skúr- um í dag vestan til. Austanlands átti að verða heldur hægara. Víða útköll vegna foks og flóða Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ólafsvík Vitlaust veður var í Ólafsvík í gærkvöldi og þar treystu menn landfestar báta sinna. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast.  Vitlaust veður á Snæfellsnesi í gærkvöldi  Veðrið gengur austur yfir í dag  Ný rannsókn á þátttöku barna innflytjenda í íþrótta- og tóm- stundastarfi í Breiðholti hefur leitt í ljós að þau taka síður þátt í slíku starfi en önnur börn. Ýmsar ástæður eru nefndar s.s. tungumálaörðugleikar. Sumir for- eldrar vildu gjarnan að börnin tækju þátt en þau vissu ekki hvert þau ættu að snúa sér. Rannsóknin leiddi sömuleiðis í ljós að miklar brotalamir eru á skráningu innflytjendabarna, bæði í íþróttafélögum og í skólakerfinu og það reyndist rannsakendum örð- ugt að fá nákvæmar tölur um fjölda innflytjendabarna í hverfinu. » 20 Taka síður þátt í íþróttum  Íransk-banda- ríski listamaður- inn Shirin Nesh- at hlýtur í ár verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvik- myndasýn á RIFF. Listasafn Íslands mun einnig halda sýningu á myndverkum hennar meðan á há- tíðinni stendur. „Myndir hennar bera með sér svo sterkan og áhrifa- ríkan boðskap að maður getur ekki annað en heillast,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðar- innar. » 38 Neshat heiðruð á RIFF og í Listasafni Íslands  Gengi hlutabréfa deCODE, móð- urfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar, hefur hrunið á bandaríska Nasdaq-markaðnum það sem af er vikunni. Í fyrradag lækkuðu bréfin um nærri 19% og í gær um 27,54%. Þá var gengi þeirra orðið aðeins 50 sent og hafði aldrei verið lægra. Bréf deCODE voru skráð á Nasdaq í júlí árið 2000 að undan- gengnu útboði þar sem útboðsgengi var 18 dalir á hlut. Fyrsta daginn á Nasdaq fór gengið upp í 31,5 dali. DeCode lækkar ERLENDAR skuldir heimilanna hafa hækkað um 129% á einu ári og eru nú um 245 milljarðar króna. Á sama tíma hefur gengi krónunnar fallið um 43% og er genginu því ekki einu um að kenna hvernig komið er. Í september 2007 námu erlend- ar skuldir heimilanna hjá innlend- um bankastofnunum tæpum 110 milljörðum króna, en voru í júlí um 230 milljarðar. Miðað við breytingar á gengi krónunnar frá þeim tíma hafa ríflega 15 millj- arðar lagst ofan á skuldabyrði heimilanna. Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir þeim hafa fjölg- að mikið sem leita sér aðstoðar hjá stofunni. Starfsmanni hefur verið bætt við, en samt er bið- listinn töluvert langur, að sögn Ástu. Hún segir að áberandi sé hve mikið af mjög skuldsettu fólki sæki til sín nú. „Það eru verðbólg- an, erlend lán og umframeyðsla sem helst hafa áhrif á greiðslu- byrði fólks. Þá eru vextir á lánum mjög háir. Margir okkar skjól- stæðinga tóku erlend lán, m.a. til bílakaupa.“ Ásta segir nú svo komið að jafnvel þótt fólk vilji selja eignir til að minnka greiðslubyrði sitji það oft eftir sem áður uppi með töluverðar skuldir finnist yfirhöfuð kaupandi að eigninni. „Höfuðstóll skuldar- innar er þá orðinn hærri en verð- mæti eignarinnar,“ segir Ásta. bjarni@mbl.is Stöðugt fleiri leita að- stoðar vegna skulda Erlend lán heimila hafa hækkað um nærri 130% á einu ári INNLÁNSREIKNINGAR íslensku bankanna á Bretlandseyjum, Ice- save hjá Landsbankanum og Kaup- thing Egde hjá Kaupþingi Singer Friedlander, hafa gildnað síðustu daga eftir að ótti greip um sig meðal breskra sparifjáreigenda. Þannig var hinn svarti mánudagur sá fjórði besti frá upphafi hjá Kaupþingi. „Sparifjáreigendur í Englandi urðu þá eitthvað hræddir um sína banka og settu peningana inn til okkar,“ segir Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi, en á mánudag féll hluta- bréfaverð í bönkum eins og HBOS og Barclays. Guðni segir Kaupþing ekki hafa orðið vart við neikvæð við- brögð við umfjöllun erlendra miðla um áhættusækna íslenska banka. Bankarnir hafa lokið endurfjár- mögnun þessa árs upp á 820 millj- arða króna og eru langt komnir með fjármögnun næsta árs, en þá koma langtímalán á gjalddaga að andvirði um 6,6 milljarða evra, eða um 850 milljarðar króna á núvirði. Nú þegar markaðir með skuldabréf eru nánast lokaðir leggja bankarnir aukna áherslu á innlánareikningana. bjb@mbl.is Treysta íslensku bönkunum betur Mánudagurinn góður hjá Kaupþing Edge Banki Höfuðstöðvar Kaupþings. 89,2 Gengi evru fyrir ári 130,5 Gengi evru nú 109,3 milljarðar Erlendar skuldir heimila fyrir ári 246,8 milljarðar Erlendar skuldir heimila nú  Bankakreppa | 12-13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.