Morgunblaðið - 17.09.2008, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
BORVERKEFNI sem Orkuveita
Reykjavíkur hefur falið Jarðbor-
unum miðar að því að afla gufu til að
meira en tvöfalda rafmagnsfram-
leiðslu Orkuveitunnar á Hellisheiði.
Orkuveita Reykjavíkur samdi við
Jarðboranir hf. um verkefnið á
grundvelli útboðs á Evrópska efna-
hagssvæðinu þar sem Jarðboranir
voru eini bjóðandinn. Hjörleifur
Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, er
eigi að síður ánægður með niður-
stöðuna þar sem tilboð Jarðborana
var um 90% af kostnaðaráætlun ráð-
gjafa OR. Orkuveitan greiðir 13,4
milljarða kr. fyrir borun 50 holna á
Hengilssvæðinu, þar af eru 35 há-
hitaholur og 15 niðurrennslisholur.
Samningurinn felur í sér stærsta
einstaka borverkefni sem ráðist hef-
ur verið í hér á landi.
Boraðar verða 20 háhitaholur til
að ljúka öflun gufu til tveggja nýrra
virkjana; nýrrar Hellisheiðarvirkj-
unar og Hverahlíðarvirkjunar, á
næsta og þarnæsta ári. Áætlað er að
nýja Hellisheiðarvirkjunin komist í
gagnið á síðari hluta árs 2010 og
Hverahlíðarvirkjun á fyrri hluta árs
2011. Hverahlíðarvirkjun er enn í
skipulagsferli sem búist er við að
ljúki á næstu vikum. Á sama tíma
verða boraðar 12 niðurrennslisholur.
Uppsett afl í Hellisheiðarvirkjun
verður 213 megavött á næstunni,
þegar lokið verður við uppsetningu
síðustu vélarinnar þar. Nýju virkj-
anir verða hvor um sig 90 MW.
Orkuveitan hefur pantað hverfla fyr-
ir þessar virkjanir og að auki einn
hverfil sem hefur ekki verið ráð-
stafað. Hugsanlegt er að hann verði
settur í nýju Hellisheiðarvirkjunina
og að þangað verði leidd gufa frá
Gráhnjúkum. Með þessu yrði upp-
sett afl nýrra virkjana 225 MW sem
er heldur meira en nú er á svæðinu.
Þær fimmtán holur sem Orkuveit-
an mun láta bora í framhaldinu nýt-
ast til öflunar gufu fyrir aukahverfil-
inn og á Ölkelduhálsi ef Orkuveitan
ákveður að hefja á ný undirbúning
að Bitruvirkjun.
Boraðar 50 nýjar hol-
ur á Hengilssvæðinu
Morgunblaðið/RAX
Ölkelduháls Háhitaholur verða boraðar á Ölkelduhálsi ef stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur ákveður að hefja á ný undirbúning að Bitruvirkjun.
Raforkufram-
leiðsla tvöfölduð
á Hellisheiði
„VIÐ VERÐUM
að leita nýrra
leiða og bjóða
upp á önnur úr-
ræði,“ sagði
Hanna Birna
Kristjánsdóttir,
borgarstjóri, á
fundi borgar-
stjórnar í gær, en
þá var til um-
ræðu mannekla á
frístundaheimilum. Hanna Birna
segir það hafa verið á meðal kosn-
ingaloforða allra flokka fyrir síð-
ustu sveitarstjórnarkosningar að
leysa úr þessum vanda, og því sé
mikilvægt að borgarfulltrúar vinni
vel að málum, sameiginlega.
Þegar hafa verið ráðnir tveir
starfsmenn til að leiða verkefni sem
samþykkt var á síðasta fundi borg-
arráðs. Það miðar að gerð tillagna
um hvernig leysa megi manneklu
og aðstöðuvanda heimilanna.
Hanna Birna benti á að á einni
viku hefur verið tryggt að 500 fleiri
börn fái þjónustu og lofaði hún
þann árangur, sem hafi breytt heil-
miklu fyrir fjölmargar fjölskyldur.
Hún bætti þó við að enn séu um 900
börn sem bíði eftir plássi, og því
verði að vinna hratt að málum. Alls
hafi 2.813 umsóknir um pláss á frí-
stundaheimili borist.
Meðal þess sem verður kannað er
samstarf við félagasamtök og
íþróttafélög. Hanna Birna sagði
lykilatriði að efla samstarf milli
menntasviðs og ÍTR. andri@mbl.is
Nýrra leiða
leitað í frí-
stundamálum
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti í gær að gerð verði
myndastytta af borgarskáldinu
Tómasi Guð-
mundssyni og
henni komið fyr-
ir á áberandi
stað í borginni,
t.d. í Hljóm-
skálagarðinum.
Borgarfulltrúar
Vinstri grænna
og Samfylkingar
sátu hjá við af-
greiðslu málsins.
Mengað karllægum viðhorfum
Í greinargerð með tillögunni segir
að í ljósi framlags Tómasar til
menningarlífs í Reykjavík og þess
heiðursess, sem hann skipar í hug-
um borgarbúa, fari vel á því að
gerð sé af honum stytta.
Í bókun frá minnihlutaflokk-
unum tveimur segir að tillagan sé
ekki í anda nýrrar og frjórrar
hugsunar um list í opinberu rými,
auk þess að vera menguð karllæg-
um viðhorfum. „Styttur eru hefð-
bundin leið til að upphefja ein-
staklinga en ekki leið til að skapa
lifandi samfélag og nýta listina í
þágu borgarlífsins,“ segir í bók-
uninni. Einnig er bent á að til sé
brjóstmynd af Tómasi og er hún
geymd á Borgarbókasafninu.
andri@mbl.is
Fær styttu á
áberandi stað
Tómas
Guðmundsson
JARÐSKJÁLFTI upp á 3,6 á
Richter, með upptökin 6,5 km
NNV af Krísuvík, varð klukkan
7.24 í gærmorgun. Skjálftinn
fannst víða á suðvesturhorninu,
einna helst á Reykjanesi og höf-
uðborgarsvæðinu en einnig Sel-
fossi, samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands.
Aðeins urðu nokkrir litlir eft-
irskjálftar en fundust varla. Jarð-
skjálftar eru nokkuð tíðir á þessu
svæði. andri@mbl.is
Fannst vel
á höfuðborg-
arsvæðinu
GEIR H. Haarde forsætisráðherra
ávarpaði ráðstefnu Alþjóðaorku-
málaráðsins í Lundúnum í gær. Þar
fjallaði hann um árangur Íslands í
nýtingu endur-
nýjanlegra orku-
gjafa. Einnig um
hlutverk stjórn-
valda í að ryðja
nýrri framtíð í
orkumálum
braut.
Geir sagði m.a.
að Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem
hann veitti for-
ystu, hefði staðið fyrir mikilli einka-
væðingu fyrirtækja í opinberri eigu
undanfarin 17 ár, að undanskildum
orkufyrirtækjum. Hann sagði að það
myndi stríða gegn sannfæringu sinni
og stefnuskrá flokksins að halda því
fram að yfirráð ríkisins í orkugeir-
anum væru í meginatriðum æski-
legri en einkaframtakið. Engu að
síður þyrfti hvert land eða landsvæði
að finna heppilegt fyrirkomulag.
Hann sagði að lengi hefði ríkt
samstaða meðal íslensku þjóðarinn-
ar um opinbert eignarhald á þessu
sviði og að til skamms tíma hefði
ekki verið neinn annar fjárhagslegur
valkostur.
Samvinna einkaframtaks og
hins opinbera stundum æskileg
Geir sagði að umbreytingin frá því
að nota fyrst og fremst jarðefnaelds-
neyti til notkunar á endurnýjanleg-
um orkugjöfum á Íslandi hefði
byggst á meðvitaðri stjórnmálalegri
ákvörðun. Fjárfestingin á hvern
þegn hefði verið mikil í upphafi en
hún hefði skilað sér. Þetta hefði tek-
ist með virkri þátttöku ríkis og sveit-
arfélaga, aðallega vegna þess að á
þeim tíma hefði enginn annar getað
tekið frumkvæðið eða útvegað fjár-
magnið. Geir sagði að sumir gætu
haldið því fram að slík umbreyting
orkukerfis þjóðar gæti aðeins orðið
fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar, en
það réðist af staðbundnum aðstæð-
um og að í sumum tilvikum gæti
samvinna einkaframtaks og hins op-
inbera verið æskilegri.
Þá sagði Geir að um leið og ís-
lenska ríkið léki jafn stórt hlutverk á
orkusviðinu á heimavelli hefði það
einnig skapað aðstæður sem fæddu
af sér vaxandi einkaframtak í end-
urnýjanlegri orku utanlands. Geir
rakti einnig hvernig íslensk sérþekk-
ing á sviði virkjunar vatnsafls og
jarðhita hefði verið flutt til annarra
landa.
Opinber
yfirráð orku-
mála ekki
æskilegri en
einkaframtak
Geir H. Haarde
Jarðboranir verða með þrjá bora
að störfum á Hengilssvæðinu
næstu fjögur árin og um það bil
hundrað manns. Bent S. Ein-
arsson, forstjóri Jarðborana, segir
að samningurinn við Orkuveitu
Reykjavíkur sé fyrirtækinu mik-
ilvægur. Hann tryggi stöðug verk-
efni næstu fjögur árin og gefi færi
á skipulagningu mannahalds,
tækjabúnaðar og innkaupa til
þetta langs tíma. Nýjustu borar
Jarðborana verða notaðir við verk-
efnið en þeir eru stærstu land-
borar á Norðurlöndum. Beitt verð-
ur stefnuborun sem dregur úr
jarðraski því unnt er að bora
nokkrar holur frá sama borstað.
Jarðboranir eru með fleiri verk-
efni, bæði hérlendis og erlendis,
og á fyrirtækið tækjakost til að
sinna þeim. Hins vegar segir Bent
að ef það fái fleiri verkefni hér á
landi verði að fjárfesta í nýjum
tækjakosti.
Samningurinn sem Orkuveita
Reykjavíkur gerði við Jarðboranir
felur í sér stærsta borverkefni
sinnar tegundar hér á landi en
hann hljóðar upp á 13,4 milljarða.
Sömu fyrirtæki gerðu fyrir þremur
árum samning um 30 holur og var
verðmæti hans 7,8 milljarðar. Var
þetta metsamningur á þeim tíma.
Einu og hálfu ári fyrr gerðu Orku-
veitan og Jarðboranir samning
upp á 2,3 milljarða króna sem þá
var einnig met í slíkum verkefnum.
Hundrað manns á þremur borum
SÍLD er farin að veiðast rétt austan
við landið. Skip fengu tvö þúsund
tonna höl í fyrrinótt. Þá fóru nokkur
íslensk vinnsluskip inn í norsku fisk-
veiðilögsöguna um helgina og eru þar
í veiði.
„Við vorum að leita og hér var tog-
ari. Við ætluðum ekki að fara langt
heldur leita á okkar miðum,“ sagði
Sigurbergur Hauksson, skipstjóri á
Berki NK 122. Börkur og Margrét
draga saman troll og fengu um þús-
und tonn í tveimur hölum í fyrrinótt.
Sigurbergur var ánægður með það en
kvaðst ekki geta dæmt um hversu
mikið væri af síld þarna. Hann sagði
að síldin gæfi sig í myrkrinu. Á svæð-
ið voru einnig komnir Þorsteinn og
Júpiter sem fengu um 350 tonna hal
og Ingunn sem fékk minna enda ein
að toga.
„Við förum í land þegar brælir í
nótt. Eitthvað á að reyna að vinna
þetta,“ sagði Sigurbergur. Ætlunin
var að reyna áfram í gærkvöldi og
fram á nótt, þar til stormurinn sem
spáð var brysti á.
Íslensku vinnsluskipin sem leituðu
í Síldarsmugunni eru nú komin inn í
norsku lögsöguna og eru að veiða í
hnapp með norskum og færeyskum
skipum. Íslensk skip hafa heimild til
að sækja hluta kvótans þangað. Á
bloggsíðu áhafnarinnar á Hákoni EA
kemur fram að síldin í norsku lögsög-
unni er minni en þeir eigi að venjast.
Þokkaleg veiði hefur verið, að sögn
Benedikts Jóhannssonar útgerðar-
stjóra hjá Eskju sem gerir út Aðal-
stein Jónsson SU 11. Skipið hefur
verið að fá um 200 tonn á sólarhring
sem Benedikt segir að sé nóg fyrir
vinnsluna. helgi@mbl.is
Vel veiðist af síld rétt við land
!
"
#!
Þokkalegur afli hjá
vinnsluskipunum í
norskri lögsögu