Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BLESGÆSIN er komin til landsins í
árlegu ferðalagi sínu milli varp-
stöðva í Grænlandi og vetrarstöðva
á Bretlandseyjum. Blesgæsin var
friðuð ótímabundið árið 2006 vegna
hruns í stofninum og því er óheimilt
að veiða hana.
Umhverfisstofnun beindi því á
sínum tíma til veiðimanna að kynna
sér vel einkenni blesgæsarinnar til
að geta greint hana frá öðrum gæs-
um. Hér á landi verður blesgæsa
helst vart í Borgarfirði og á sunn-
anverðu Snæfellsnesi og á láglend-
inu sunnanlands allt frá Árnessýslu
og austur í Skaftafellssýslur.
Líkt og undanfarin ár fer fram
aldursgreining á veiddum gæsum.
Dr. Arnór Þ. Sigfússon (s. 843 4924,
arnor@vst.is) í Reykjavík hefur
aldursgreint vængi og eins Halldór
W. Stefánsson (s. 471 2553,
doco@mi.is) á Austurlandi. Verk-
efnið er styrkt af Veiðikortasjóði
og miðar að því að meta hlutfall
unga frá síðasta sumri í veiðinni.
Gæsaveiðimenn eru beðnir um að
senda Arnóri eða Halldóri annan
vænginn af veiddum fuglum og er
flutningskostnaður utan af landi
greiddur. Nafn sendanda og sími
eða heimilisfang, veiðisvæði og
hvenær var veitt þarf að fylgja
með. Einnig fara þeir félagar til
veiðimanna og aldursgreina ef þess
er kostur. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bannað Blesgæsir eru friðaðar en
leyft er að veiða heiðagæs, grágæs
og helsingja hér á landi.
Blesgæsin
er komin
til landsins
Gæsavængir óskast
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
ÍSLAND hefur lengi vel haft það orð á sér að vera dýr
ferðamannastaður. Kostnaðurinn við ferðirnar, gist-
inguna og upphaldið jafnvel valdið andköfum og hneyksl-
un hjá erlendum ferðamönnum. Veik staða krónunnar
virðist nú hins vegar hafa snúið dæminu við.
Færeyska flugfélagið Atlantic metur að minnsta kosti
stöðuna slíka að nú sé lag að auglýsa ódýrar Íslandferðir.
„Við erum nýbyrjuð að auglýsa pakkaferðir til Íslands
sem eiga að ná yfir tímabilið 1. október til 15. desember
og gerum því ráð fyrir að ná jólatraffikinni inn að ein-
hverju leyti,“ segir Maria á Lofti, framkvæmdastjóri
sölu- og markaðsmála hjá Atlantic Airways.
Um er að ræða helgarferðir þar sem flogið er út á
föstudegi og heim aftur á mánudegi. „Við höfum oft
kannað þetta áður, en alltaf metið stöðuna svo að þetta
væri of dýrt. Nú segir hins vegar í auglýsingu okkar:
Ótrúlega ódýrt, komdu og verslaðu í Reykjavík.“
Jólagjafaverslun í Reykjavík
í stað Kaupmannahafnar
Að sögn Mariu er vinsælt meðal Færeyingar að fara
utan til jólagjafakaupa og til þessa hafa margir valið
Kaupmannahöfn og skosku borgina Aberdeen. „Nú ætl-
um við hins vegar að senda þá til Íslands og láta Fær-
eyinga eyða peningum sínum í íslenskum verslunum, til
dæmis í Kringlunni,“ segir Maria og er bjartsýn á ferð-
irnar verði vinsælar haldist krónan áfram lág.
Hún telur landann því mögulega eiga eftir að hagnast
á færeyskum ferðamönnum á næstunni.
Markaðssetja Ísland sem
ódýran ferðamöguleika
Flugfélagið Atlantic Airways hyggst beina færeyskri jólaverslun til Íslands
Í HNOTSKURN
» Í ágústmánuði sl. var Ís-land á topp fimm lista yfir
ódýra áfangastaði hjá banda-
ríska blaðinu USA Today –
hinir staðirnir voru Mexíkó,
Las Vegas, Fort Lauderdale
og Ohio.
» Verð helgartilboðsinsfæreyska er tæplega 2.600
færeyskar krónur eða um
46.000 ísl. kr.
FULLTRÚAR íbúasamtaka Lindahverfis í Kópa-
vogi gengu í gær á fund Gunnars I. Birgissonar,
bæjarstjóra í Kópavogi, og afhentu honum mót-
mælalista íbúa.
Á listunum mótmæla um 870 manns fyrirhug-
uðum breytingum á deiliskipulagi lóðar númer 2
við Skógarlind (Lindir IV). Þeir skora jafnframt
á skipulagsnefnd og bæjarráð að taka til baka
fyrri ákvarðanir sínar um breytingu á deili-
skipulagi Linda IV og óska eftir að núgildandi
skipulag fyrir svæðið verði óbreytt um ókomna
framtíð. Ennfremur er skorað á bæjaryfirvöld
að lengja enn frekar frest til athugasemda sem
auglýstur var vegna breytinga á aðalskipulagi
Gustssvæðisins, en það hafa bæjaryfirvöld þegar
gert. Á myndinni eru frá vinstri Gunnar I. Birg-
isson, Arnar Kristinsson, Páll Liljar Guðmunds-
son og Sigurður Þór Sigurðsson.
Undirskriftalistar íbúa Lindahverfis afhentir bæjarstjóra Kópavogs
Morgunblaðið/Frikki
Fyrirhuguðum breytingum mótmælt
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti samhljóða á fundi sínum
í gær tillögu borgarfulltrúa Vinstri
grænna, að láta fara fram óháða út-
tekt á kynbundnum launamun hjá
Reykjavíkurborg.
Svandís Svavarsdóttir, borg-
arfulltrúi VG, mælti fyrir tillögunni
og vísaði m.a. í niðurstöður launa-
könnunar meðal starfsmanna SFR.
Þar kom fram að konur innan SFR
hefðu 17,2% lægri laun en karlar,
en sambærileg tala úr síðustu könn-
un var 14,3%. Þetta sagði Svandís
vera mikið áhyggjuefni og lagði því
til að Reykjavíkurborg sem at-
vinnurekandi léti fara fram launa-
könnun hið fyrsta.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarstjóri, þakkaði tillöguna og
hvatti til þess að hún yrði sam-
þykkt. Sama gerði Dagur B. Egg-
ertsson, borgarfulltrúi Samfylking-
arinnar, sem fagnaði því
sérstaklega að sátt næðist um til-
löguna innan borgarstjórnar. Hann
benti einnig á að kynbundinn launa-
munur hyrfi ekki sjálfkrafa, vinna
yrði í þeim málum. andri@mbl.is
Úttekt gerð á
kynbundnum
launamun
Eftir Andra Karl
andri@mbl.Is
HÉRAÐSDÓMARINN Símon Sig-
valdason hafnaði í gærmorgun öðru
sinni kröfu Jóns Ólafssonar athafna-
manns um að bæði Ragnar Að-
alsteinsson hrl. og Sigurður G. Guð-
jónssona verði skipaðir verjendur
hans. Úrskurðurinn hefur verið
kærður – á nýjan leik – til Hæsta-
réttar.
Við þingfestingu málsins 16. júlí
sl.var Ragnar skipaður verjandi en
ákæruvaldið benti á að svo kynni að
fara að Sigurður yrði kallaður til
vitnis í málinu og gæti þar með ekki
sinnt lögmannsstörfum. Símon úr-
skurðaði 23. júlí ákæruvaldinu í hag
en Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr
gildi þar sem Ragnari gafst ekki
tækifæri til að rökstyðja kröfu sína.
Málflutningur vegna kröfunnar
var í síðustu viku og í gær úrskurð-
aði Símon á sama veg. Reiknað er
með að Hæstiréttur kveði upp sinn
dóm innan tveggja vikna.
Sækjandi í málinu og saksóknari
efnahagsbrota, Helgi Magnús Gunn-
arsson, benti máli sínu til stuðnings
á 39. gr. laga um meðferð opinberra
mála, en í greininni segir að ekki
megi skipa eða tilnefna verjanda
sem kann að vera kvaddur til að
bera vitni.
Málflutningur 20. október
Málið var höfðað með ákæru rík-
islögreglustjóra 3. júlí sl. og er Jón
Ólafsson grunaður um meiriháttar
skattalagabrot við eigin skattskil og
í störfum fyrir Norðurljós, Skífuna
hf. og Íslenska útvarpsfélagið hf.
Að auki eru ákærðir í málinu
Hreggviður Jónsson, Ragnar Birg-
isson og Símon Ásgeir Gunnarsson.
Allir sakborningar fóru fram á frá-
vísun málsins, en málflutningur
vegna kröfunnar hefur tafist vegna
verjendamáls Jóns.
Við þinghald í gær var þó ákveðið
að halda málflutning 20. október nk.,
svo framarlega sem Hæstiréttur
hafi kveðið upp dóm sinn. Ekki er
reiknað með að sá þáttur taki lengri
tíma en einn dag.
Kröfu hafnað öðru sinni
Hæstiréttur sker úr um hvort Sigurður
G. Guðjónsson fái að verja Jón Ólafsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verjendur og vitni Ragnar Aðalsteinsson, Sigurður G. Guðjónsson, Ragnar
H. Hall og Kristinn Björnsson við þingfestingu málsins í júlí síðastliðnum.