Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
SÁ vandi sem nágrannaríkið Írland á
við að etja vegna hælisleitenda er gíf-
urlegur og þótt það geti vafist fyrir
íslenskum yfirvöldum að greiða úr
málum hælisleitenda, er vandinn
hérlendis lítill miðað við nágranna-
löndin að mati Jóhanns R. Bene-
diktssonar, lögreglustjóra á Suð-
urnesjum. Hann tekur dæmi um að
rétt fyrir árið 2000 hafi álíka fjöldi
hælisleitenda sótt til Írlands og Ís-
lands. En árið 2005 hafi hælisleit-
endur á Írlandi verið orðnir 20 þús-
und og skapað gífurlegan vanda.
„Þótt fjöldi hælisleitenda hafi
sveiflast hérlendis varð hann aldrei
viðlíka og í nágrannalöndunum,“
bendir hann á.
Þetta má m.a. skýra með reglu
sem nefnd er fyrstalandsregla, þ.e.
að hælisleitendur þurfa að hafa farið
í gegnum Evrópuland áður en þeir
koma til Íslands og eru því sendir til
annars Evrópuríkis ef tekst að bera
kennsl á þá, en þar stendur reyndar
hnífurinn oft í kúnni. Jóhann segir að
Íslendingar hafi þrátt fyrir allt ekki
lent í jafnalvarlegum vanda og ná-
grannaþjóðirnar – en það gæti
breyst á einni nóttu.
„Ef beint flug kemst á milli Ís-
lands og Brasilíu, Rússlands eða
Kína, þá er komin upp allt önnur
staða,“ segir hann.
Forðast „innstæðulausar“
húsleitarkröfur
Hin víðtæka húsleit hjá hælisleit-
endum á fimmtudag hefur vakið mik-
ið umtal, ekki síst vegna þess að pen-
ingar voru teknir af hælisleitendum
auk þess sem fíkniefna var leitað á
tveimur stöðum. Brögð eru að því að
hælisleitendur feli skilríki sín fyrir
yfirvöldum og það leiddi til aðgerð-
anna á fimmtudag.
Ekki er farið fram á heimildir til
húsleitar nema fyrir liggi rökstuddur
grunur um að eitthvað ólöglegt kunni
að finnast á staðnum. Að mati sér-
fræðinga hjá lögreglustjóranum á
Suðurnesjum er mjög áríðandi fyrir
embættið og fagmennsku þar á bæ,
að samband embættisins við dóm-
stóla skaðist ekki af „innstæðulaus-
um“ húsleitarkröfum. Eyjólfur
Kristjánsson, fulltrúi lögreglustjóra,
segir að trúverðugleiki og vönduð
vinnubrögð – þegar kemur að íþyngj-
andi afskiptum af fólki sem húsleit
óneitanlega er – séu lykilatriði í
starfi lögreglunnar svo dómstólar fái
ekki á tilfinninguna að lögreglan sé
að vaða fram með látum eins og
hverjir aðrir kúrekar.
Til að varpa ljósi á umgjörð þess
máls sem komst í hámæli á fimmtu-
dag í hinni umfangsmiklu húsleit,
skal nefnt að í gildi er sérstakur
samningur milli Útlendingastofn-
unar og félagsþjónustunnar í
Reykjanesbæ um uppihald og að-
stöðu fyrir hælisleitendur. Dvalar-
Staðir hælisleitenda eru á Fitjum og
ýmsum gistiheimilum í bænum. Í að-
gerðinni var húsleitarúrskurða ekki
aflað í tilviki þeirra hælisleitenda
sem áður höfðu framvísað gildum
ferðaskilríkjum. Húsleit hjá þessum
einstaklingum var hins vegar gerð
með þeirra samþykki og hefðu þeir
neitað hefði lögreglan þurft að snúa á
braut, eða fá dómstól til að sam-
þykkja leitarheimild. Enginn í þess-
um flokki hælisleitenda neitaði lög-
reglunni um inngöngu, að sögn
Eyjólfs.
„Meðal hælisleitenda er nefnilega
fólk sem hefur raunverulega pappíra
í höndunum og sýnir samvinnu við
lögreglu og hefur ekkert að fela,“
bendir hann á. „Af þessu má álykta
að um raunverulega hælisleitendur
sé að ræða.“
Fíkniefnahundur var notaður í að-
gerðinni, en engin efni fundust. Var
hann aðeins notaður á tveim dvalar-
stöðum þar sem fyrir lá rökstuddur
grunur um að efni kynnu að finnast.
Hundurinn var ekki á öðrum stöðum
því ekki var grunur um fíkniefni þar.
Að mati Eyjólfs sýnir þetta ákveðna
atriði meðalhóf með því að lögreglan
vandar sig við framkvæmd af þessu
tagi.
Í útlendingalögum segir að ef út-
lendingur neitar að gefa upp hver
hann er, rökstuddur grunur er um
að hann gefi rangar upplýsingar um
hver hann er eða hann sýnir af sér
hegðun sem gefur til kynna að af
honum stafi hætta er heimilt að
handtaka hann og úrskurða í gæslu-
varðhald samkvæmt reglum laga um
meðferð opinberra mála, eftir því
sem við á. Einnig getur lögregla lagt
fyrir hann að tilkynna sig eða halda
sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.
Meginreglan er sú að hneppa
óþekkta hælisleitendur í gæslu-
varðhald en það var undantekning
fyrir breytingar á útlendingalögum
1. ágúst. Tvívegis á liðnum vikum
hefur lögreglan á Suðurnesjum farið
með hælisleitendur í gæsluvarðhald,
en þetta úrræði er erfitt í fram-
kvæmd eins og staðan er í fangelsis-
málum, bendir Eyjólfur á. „Gæslu-
varðhald er mjög íþyngjandi
þvingunarráðstöfun sem við beitum
eins hóflega og okkur er unnt, þrátt
fyrir áherslur löggjafans um beit-
ingu gæsluvarðhalds.“
Fólki líður ekki vel í óvissunni
Heimildir herma að almenningi á
Suðurnesjum líði ekki vel yfir því að
ókunnugir einstaklingar, hverra for-
tíð er með öllu ókunn, fari út í sam-
félagið á meðan yfirvöld eru að átta
sig á því hvern um ræðir svo hægt sé
að afgreiða hælisumsókn. Hælisleit-
endur eru skjólstæðingar Útlend-
ingastofnunar og er þeim útvegað
húsnæði á Suðurnesjum og tals-
verður hópur af hælisleitendum fell-
ur í þann flokk að enginn veit neitt
um þá.
Það sem lögregla og Útlend-
ingastofnun eiga við að etja er því
mikil óvissa í þessu samhengi. Hver
er maðurinn og hver er fortíð hans?
Útlendingastofnun þarf fyrst og
fremst að fá svar við þeirri grund-
vallarspurningu, áður en lengra er
haldið með hælisumsókn. Lögreglan
bendir á að óvissan um hvaða fólk sé
að blanda sér inn í samfélagið á
Suðurnesjum sé bæði mjög óþægi-
leg fyrir fólkið sem þar býr og þá
sem eiga að halda uppi lögum reglu.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Aðgerðir 58 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni miklu í Reykjanesbæ. Hælisleitendur voru sumir mjög óánægðir en lögregla fann sönnungargögn sem kölluðu fangelsisdóm yfir Indverja í gær.
Trúverðugleiki lykilatriði
Lögreglan vill ekki æða fram eins og kúrekar gagnvart hælisleitendum en taldi óhjákvæmilegt að
hafa íþyngjandi afskipti Vandi vegna hælisleitenda gæti snögglega stóraukist að mati lögreglustjóra
Í HNOTSKURN
»Lögreglan á Suðurnesjumhefur vakið athygli alls-
herjarnefndar Alþingis á því
að menn kynni sér þá leið sem
dönsk yfirvöld hafa farið þeg-
ar um óþekkta hælisleitendur
er að ræða. Þar í landi eru sér-
stakar greiningarstöðvar sem
hælisleitendur eru hafðir í
þangað til búið er að ganga úr
skugga um að þeir séu ekki
hættulegir. Fyrr er þeim ekki
hleypt inn í samfélagið.
»Björn Bjarnason dóms-málaráðherra bendir á álit
allsherjarnefndar frá því þeg-
ar breytingar á útlendingalög-
unum voru til umræðu í
þinginu, þess efnis að nauð-
synlegt sé að hnykkja á þeirri
meginreglu að þeir útlend-
ingar sem ekki liggur fyrir
hverjir eru, eða sýna af sér
hegðun sem bendir til þess að
af þeim stafi hætta, eiga ekki
rétt til að ganga lausir hér á
landi. Segir Björn að því hafi
verið tekin alveg skýr afstaða
til þess í lagatextanum að
menn eigi ekki skýlausan rétt
til að ganga lausir við þessar
aðstæður.
»Rökrétt framhald þessanýmælis í lögum sé að
koma á fót sérstakri gæslu-
varðhaldsaðstöðu á Suður-
nesjum í stað þess að vista
þessa menn á Litla-Hrauni.
ÞEGAR allt að ein milljón króna
finnst í reiðufé á dvalarstað hæl-
isleitenda sem hafa skrifað undir
plagg um að þeir séu allslausir
vakna grunsemdir yfirvalda um að
ekki sé allt með felldu. Neyðar-
aðstoð við þá felst í uppihaldi sem
nemur 7 þúsund kr. á dag auk vasa-
peninga, 3 þús. kr. á viku.
Það er Útlendingastofnun sem
lögum samkvæmt er skylt að sjá um
framfæri hælisleitenda þangað til
ákvörðun stofnunarinnar liggur
fyrir; veita dvalarleyfi eða senda
fólkið úr landi. Til að hægt sé að af-
greiða hælisumsókn þarf þó fyrst að
bera kennsl á hælisleitandann. Og
það eitt getur tekið óhemjutíma,
mánuði og jafnvel ár.
„Það sem kom í ljós við húsleit-
irnar á fimmtudag var að ólögleg
vinna meðal hælisleitenda er tals-
vert meiri en menn héldu,“ segir
Haukur Guðmundsson, forstjóri Út-
lendingastofnunar. Hann segir að
fyrrnefnd yfirlýsing sem hælisleit-
endur undirrita sé ekki á neinn hátt
skuldaviðurkenning. „En hæstu
fjárhæðirnar sem teknar voru virka
á mann eins og gróf misnotkun á
þessu úrræði, að minnsta kosti
þangað til maður fær aðrar og skyn-
samlegri útskýringar.“
Fyrir hönd hælisleitenda sem
felldu sig engan veginn við fram-
göngu lögreglunnar á fimmtudag
hafa íranski hælisleitandinn Farzad
Rahmanian og fleiri mótmælt við
lögreglu og óttast hann stimplun
samfélagsins í kjölfarið. Lögreglan
hefur þegar staðfest að heiðarlegir
hælisleitendur séu í meðferð hér-
lendis og skilja má vonbrigði þeirra
í ljósi atburða. Haukur segir eðli
málanna mjög mismunandi en gróf-
ast hljóti að teljast þegar evrópskt
vegabréf fannst hjá einum hælisleit-
andanum. „Það verður auðvitað for-
gangsmál að taka mál hans fyrir og
spyrja hvort vegabréfið sé ófalsað –
og ef svo er, hvort viðkomandi hafi
fallið frá hælisbeiðni,“ segir hann.
Haukur segir að mikill meirihluti
hælisleitenda komi hingað til lands
án skilríkja og gefi sínar skýringar
á því. „Í sjálfu sér þarf skilríkjaleysi
ekki að vera mjög grunsamlegt þeg-
ar um er að ræða fólk sem flúið hef-
ur stríðsástand með skömmum fyr-
irvara. En þetta er metið ásamt
öðru og fer eftir því hvaðan fólk
kemur.“
Staðfest að heiðarlegir hælis-
leitendur séu í meðferð hér
Ljósmynd/Ingigerður Sæmundsdótti
Mótmæli Hælisleitendur í Reykjanesbæ voru óánægðir með lögregluna.
Í ATHUGASEMDUM við frumvarp
til útlendingalaga segir að mjög
hafi færst í vöxt að útlendingar
komi til landsins án þess að hafa
nokkur skilríki eða þeir framvísi
fölsuðum skilríkjum. „Margir farga
skilríkjum sínum og gera stjórn-
völdum þannig erfitt um vik að
ganga úr skugga um hverjir þeir
raunverulega eru. Miðað er við að
útlendingur, sem ekki framvísar
tilskildum skilríkjum, fái ekki land-
göngu. Hins vegar þykir nauðsyn-
legt að gengið sé úr skugga um að
útlendingur fái landvist á réttum
forsendum, ekki síst með hliðsjón
af þeirri grundvallarreglu að
stjórnvöld skulu við úrlausn máls
gæta samræmis og jafnræðis í
lagalegu tilliti. Þá telst það vera
andstætt þjóðfélagshagsmunum
að í landinu sé búsettur fjöldi ein-
staklinga sem ekki er vitað hverjir
raunverulega eru.“
Margir farga skilríkjunum