Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Það er alltaf hægt að stóla áFramsóknarflokkinn að móta skýra stefnu í meginmálum þjóð- arinnar.     Nú er Framsókn til dæmis búin aðmarka sér einarða stefnu til framtíðar í gjaldmiðilsmálunum.     Annaðhvort áað halda krónunni eða hætta með hana.     Þetta er merki-leg stefna og veldur straum- hvörfum.     Loksins einhversem tekur af skarið. Eitthvað annað en aðgerðaleysi ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum.     Annars er ýmislegt merkilegra ískýrslu gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins en þessi merkilega stefna um gjaldmiðilinn.     Þar er til dæmis sagt berum orð-um að hagstjórnin hefði mátt vera betri í tíð síðustu ríkisstjórnar.     Hefur ekki Guðni Ágústsson sagtað þá hafi allt verið í sóma, en sigið á ógæfuhliðina eftir að Fram- sókn fór úr stjórn?     Nefndin telur líka að mikið fram-boð húsnæðislána á þenslutím- um hafi verið óheppilegt.     Var það ekki Framsóknarflokk-urinn, með stefnu sinni um 90% lán Íbúðalánasjóðs, sem hratt fast- eignalánaskriðunni af stað?     Bera Guðni og félagar einhverjaábyrgð á efnahagsástandinu þegar allt kemur til alls? STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Framsókn tekur af skarið                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                      !   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             " #$%       :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    &  &   & &    & & & &   &                            *$BC                    !  "   #$%  &      *! $$ B *! ' ()$ ($ % #$ *# <2 <! <2 <! <2 ' %$) + ! ,-#.  D$ -            B  '#   (  & (         /       '#   (  & (         <    87  )  ! *   #   & %   &       +%    ,  *   /0 #11 #$  2#  #+ ! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Ætla má að lögreglan hafi litið á heim- ildir sínar til símahlerana sem nauð- synlega varúðarráðstöfun, ef spenna magnaðist á hinum pólitíska átaka- vettvangi. Þetta sagði Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra á fundi Sagn- fræðingafélags Íslands þar sem fjallað var um kalda stríðið og dóm sögunnar. Björn sagðist líta svo á að dómur sögunnar um átök austurs og vesturs væri þegar fallinn. Sameining Berlín- ar undir lýðræðislegri stjórn í öllu Þýskalandi væri skýrasta táknið um inntak þess dóms. Björn sagði að andstæðingar aðild- ar Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningsins við Bandaríkin hefðu talið ákvarðanir um þessi efni landráð, sem hefðu byggst á leyni- makki, ef ekki þvingunum. „Fullyrð- ingar í þessa veru heyrast ekki lengur, enda eiga þær ekki við nein rök að styðjast. Áróðurinn gegn varnarsamstarfinu var einnig á þann veg að í eitt skipti fyrir öll og að eilífu væri Ísland orðið að bandarískri herstöð, útverði Bandaríkjanna, einskonar herfangi þeirra. Bandaríkjamönnum mundi aldrei detta í hug að kalla herafla sinn frá Íslandi. Þetta hefur einnig reynst rangt,“ sagði Björn. Löglegar hleranir Björn minnti á fyrri skrif sín um varnarmál og stöðu Íslands á N-Atl- antshafi. Hann sagðist ekki hafa breytt um skoðun hvað þetta varðaði. „Umræður um Ísland og kalda stríðið hafa einnig snúist mest um annað en hernaðarleg atriði og öryggismál, sem voru þó kjarni ágreinings milli Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna.“ Björn vék að umræðum um síma- hleranir sem talsvert hafa verið til um- ræðu síðustu ár. Hann sagði að hler- anir væru dæmi- gerð aðferð lög- reglu til að búa sig sem best undir það sem í vændum kynni að vera. „Með vísan til reynslunnar af Gúttóslagnum [árið 1932] taldi lögregla líklegast, að pólitískir andstæðingar ákvarðana stjórnvalda tækju höndum saman til að spilla fyrir framgangi mála. Þetta skýrir símanúmerin sem kynnt voru fyrir dómurunum.“ Björn lagði áherslu á að símahler- unum hér á landi væri ekki hægt að líkja við hleranir sem stundaðar voru í Noregi. Þar hefði verið um að ræða pólitískar ólöglegar hleranir. Hér hefði verið leitað eftir heimild dómara fyrir hlerunum og því um löglegar að- gerðir að ræða. „Ef fyrir lægi staðfest vitneskja um lögbrot af hálfu íslenskra stjórnvalda Litu á símahleranir sem „nauð- synlega varúðarráðstöfun“ Björn Bjarnason á fundi í Sagnfræð- ingafélagi Íslands Morgunblaðið/ÞÖK Öryggismál Björn lagði áherslu á að kjarni ágreinings milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hefði snúist um hern- aðarleg atriði og öryggismál, en hér á landi hefði umræðan um kalda stríðið að mestu snúist um aðra hluti. Björn Bjarnason hikaði ég ekki við að mæla með við- brögðum til að rétta hlut þeirra sem máttu þola órétt vegna slíkra brota. Þá kæmi til álita að semja sérstök lög til að auðvelda fórnarlömbum að leita skaðabóta. Ekkert bendir til þess að stjórn- völd hafi farið á svig við lög við ákvarðanir sínar,“ sagði Björn. Alþingi skipaði nefnd til að rann- saka hleranir í kalda stríðinu. Þar kemur fram að segulbönd voru ekki notuð við hleranir á síma. Lögreglu- menn skrifuðu niður hjá sér það sem þeir hlustuðu á og í lok dags var metið hvað skipti máli og því sem ekki skipti máli var eytt. Ekki var hlustað á nótt- unni vegna manneklu lögreglunnar. Björn sagði að þessi lýsing benti ekki til þess að um öflugt eða víðtækt eft- irlit hefði verið að ræða. „Raunar má ætla að lögregla hafi litið á heimildir sínar sem nauðsyn- lega varúðarráðstöfun, ef spenna magnaðist á hinum pólitíska átaka- vettvangi.“ „Ég var á tímum kalda stríðsins og hef verið málsvari þess að tekið yrði upp samstarf milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagsins. Ég hef verið kall- aður eini málsvari þess, jafnvel nú á dögum í Sjálfstæð- isflokknum, að taka upp sam- starf við Vinstri græna,“ sagði Björn Bjarnason þegar hann svaraði spurningu frá Steingrími J. Sigfússyni um áhrif kalda stríðsins á innanlandsmál. „Ég er ekkert hræddur við að hafa þessa skoðun [að ganga til samstarfs við VG]. Þetta end- urspeglar mitt mat á því hvað nauðsynlegt kunni að vera að gera hér innanlands,“ sagði Björn. Talsmaður sam- starfs við VG TEIKNINGAR eftir Sigmund munu ekki birtast í Morgunblaðinu næstu daga vegna veikinda. Sigmund í veikindaleyfi @

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.