Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 11
FRÉTTIR
UPPSETNING hraðamyndavéla
við stofnbrautir á vegum Vega-
gerðarinnar er ekki byggingarleyf-
isskyld samkvæmt skipulags- og
byggingarlögum að því er segir í
niðurstöðu Úrskurðarnefndar
skipulags- og byggingarnefndar.
Óskaði sveitarstjórn Hvalfjarðar-
sveitar eftir úrskurði um tvær
hraðamyndavélar sem settar voru
upp í Hvalfjarðarsveit. Segir í úr-
skurðinum að með uppsetningu sé
verið að sinna löggæslu og vænt-
anlega að sporna við hraðakstri.
Ekki þörf á leyfi
SÖFNUNARÞÁTTUR verður sýnd-
ur í beinni útsendingu á Stöð 2 nk.
föstudag til styrktar Mænuskaða-
stofnun Íslands. Landsfrægir
skemmtikraftar munu koma fram í
þættinum auk þess sem rætt verður
við mænuskaddaða einstaklinga og
aðstandendur þeirra. Almenningur
getur lagt málefninu lið með því að
hringja í símanúmerin 904-1000,
904-3000, og 904-5000 og verður þá
upphæðin sem myndar seinni hluta
símanúmersins gjaldfærð af sím-
reikningi þess sem gefur.
Um 3,5 – 4,5 milljónir manna í
heiminum lifa nú við mænuskaða
vegna slysa. Mænuskaði er ólækn-
andi, en á Íslandi eru rúmlega
hundrað einstaklingar mænuskadd-
aðir. Nær helmingur þeirra slas-
aðist í umferðarslysum. Þá hlýst
mænuskaði einnig af völdum
íþrótta, glæpa, sjúkdóma, vinnu-
slysa og ýmiskonar falli. Meðal-
aldur þeirra sem skaddast á mænu
er um 20 ár þannig að flestir eru
mjög ungir þegar þeir verða fyrir
þessari lífsreynslu.
Mænuskaðastofnunin var stofnuð
í desember í fyrra og er aðaltil-
gangur stofnunarinnar að vekja at-
hygli á vandamálinu á alþjóða-
vettvangi og safna fé handa
læknum, vísindamönnum og öðrum
sem vinna að framförum til heilla
mænusködduðum.
Söfnunarátak fyrir mænu-
skaddaða í beinni útsendingu
FYRIR skömmu var haldið opn-
unarhóf bjórsins Skælv í íslenska
sendiráðinu í Kaupmannahöfn, en
bjórinn Skælv er sá sami og hinn ís-
lenski Skjálfti frá Ölvisholti Brugg-
húsi. Bjórinn er nú fáanlegur í
Kaupmannahöfn, en í nóvember
kemur svo á markað jólaöl frá
Ölvisholti.
Bjórinn Skælv var síðan kynntur
á European Beer Festival sem hald-
in var í Carlsberg verksmiðjunni í
Kaupmannahöfn helgina 12.–14.
september, en þar fékk bjórinn al-
mennt góða dóma hjá þeim sem
smökkuðu, m.a. fékk hann 6 stjörn-
ur af 6 mögulegum í bjórdómi Ole
Madsen í Ekstra Bladet.
Ölvisholt Brugghús stefnir að því
að flytja út 100 tonn af bjór til Dan-
merkur á ári hverju. Þegar hefur
verið gengið frá sölusamningum
við þarlenda dreifingaraðila, en
heildarbjórútflutningur Íslands
hefur til þessa verið nálægt 50–60
tonnum á ári.
Bjór Guðrún Ágústsdóttir, Árni M.
Mathiesen og Valgeir Valgeirsson
bruggari skáluðu í Skjálfta.
Skjálfti seldur
til Danmerkur
ÚT er komin bókin Afbrot á Íslandi eftir Helga Gunn-
laugsson prófessor. Bókin er innlegg í umræðu um ís-
lenskt samfélag og þróun þess frá sjónarhorni félags- og
afbrotafræðinnar. Byggt er á greinum sem sumar hverj-
ar hafa birst áður en aðrar ekki. Stuðst er við viðhorfs-
mælingar, opinber gögn, fréttir af ofbeldi, gögn þolenda
og niðurstöðurnar túlkaðar í ljósi alþjóðlegs saman-
burðar eins og kostur er.
Höfundur spyr einnig spurninga. Hvernig er unnt að
skýra fíkniefnavandann? Er fælingamáttur viðurlaga
breytilegur eftir brotamönnum og brotaflokkum? Hvaða
þættir hafa áhrif á ólögmæta hegðun í íslenskum stór-
fyrirtækjum? Hvernig á hið opinbera að bregðast við vændi?
Helgi Gunnlaugsson lauk doktorsprófi frá Missouriháskóla í Bandaríkj-
unum þar sem hann sérhæfði sig í afbrotafræði og réttarsálfræði. Hann
hefur bæði einn og í samvinnu við aðra gefið út fjölda ritverka.
Afbrot á Íslandi
Helgi
Gunnlaugsson
ALÞJÓÐAHÚS í Breiðholti var
opnað formlega í Gerðubergi í gær.
Tilgangur starfseminnar er að
koma til móts við vaxandi fjölda
innflytjenda í hverfinu sem er tæp
10% af heildaríbúatölu. Alþjóðahús
var stofnað árið 2001 og fyrr á
þessu ári var Alþjóðahús opnað á
Norðurlandi. Starfsemin í húsinu í
Breiðholti mun byggjast upp á
grasrótarstarfsemi þar sem verk-
efni verða þróuð og unnin í sam-
vinnu við íbúa, stofnanir og félög í
hverfinu.
Fjórðungur erlendra ríkisborg-
ara í Reykjavík býr í Breiðholti og
fer þeim fjölgandi í hverfinu.
sunna@mbl.is
Fjórðungur býr
í Breiðholti
STUTT
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ANNAÐHVORT á að styrkja krón-
una til þess að nota hana til fram-
búðar eða taka upp evru sem gjald-
miðil á Íslandi. Hvorug leiðin er
einföld og báðar krefjast fórna.
Þetta er niðurstaða skýrslu gjald-
miðilsnefndar Framsóknarflokksins
sem kynnt var í gær og nálgast má á
vef flokksins.
Að mati skýrsluhöfunda krefjast
báðar leiðir breytinga í stjórnun
efnahagsmála þjóðarinnar. Benda
þeir á að þær miklu sveiflur sem ver-
ið hafi um árabil í íslensku efnahags-
lífi samrýmist ekki því opna við-
skiptaumhverfi sem íslenskt
atvinnulíf vinni nú í.
Í máli Jóhannesar Geirs Sigur-
geirssonar, fyrrverandi alþingis-
manns og formanns gjaldmiðils-
nefndarinnar, kom fram að frá árinu
1995 hefði íslenskt þjóðfélag verið á
hraðri leið frá hefðbundnu fram-
leiðslusamfélagi til þjónustu- og
þekkingarsamfélags. Á þeim upp-
gangstímum sem ríkt hefðu á síðustu
árum hefði hins vegar þurft að
standa betur að hagstjórninni. Sagði
hann það mat nefndarinnar að
óheppilegt hefði verið að samtímis
var farið í aðgerðir sem stuðluðu að
aukinni þenslu, s.s. með miklu fram-
boði húsnæðislána fjármálafyrir-
tækja og skattalækkunum hins op-
inbera, um leið og nánast hafi verið
ótakmarkaður aðgangur að erlendu
lánsfé á lágum vöxtum sem hafi or-
sakað mikla aukningu í neyslu og
framkvæmdum. Gylfi Magnússon,
hagfræðingur og dósent í viðskipta-
fræðideild Háskóla Íslands, sagði
einsýnt að tilraunastarfsemi síðustu
ára í skipulagi peningamála væri
dæmd til að mistakast. Sagði hann
nauðsynlegt að gerbreyta allri um-
gjörð Seðlabanka Íslands. Benti
hann á að aðgerðir seðlabanka virki
ekki nema menn hefðu trú á þeim,
óháð því hvort bankinn sé að taka
réttar ákvarðanir eða ekki.
Endanlega þjóðin sem velur
Inntur eftir því hvernig flokksfor-
ystan hygðist nýta sé niðurstöður
skýrslunnar sagði Guðni Ágústsson,
formaður Framsóknarflokksins,
ljóst að útfæra þyrfti báðar leiðir en
hins vegar væri það þjóðarinnar að
kjósa um endanlega niðurstöðu.
„Hver sem verður mynt framtíð-
arinnar á Íslandi mun enginn leysa
skammtímavandann í efnahagsmál-
unum fyrir okkur nema við sjálf,“
sagði Guðni og gagnrýndi aðgerðar-
leysi núverandi ríkisstjórnar.
„Við núverandi aðstæður í ís-
lensku efnahagslífi þarf ríkisstjórnin
að vera vakandi. Því miður hefur hún
stungið hausnum í sandinn og gjarn-
an sagt að aðgerðaleysið væri best,“
sagði Guðni og kallaði eftir nýrri
þjóðarsátt ríkisstjórnar, samtaka
vinnumarkaðarins og bankakerfisins
til þess að takast mætti á við skamm-
tímavandann með sem árangursrík-
ustum hætti.
Stórefling krónunnar
eða upptaka evrunnar
Morgunblaðið/Golli
Styrkari stjórn Guðni Ágústsson kallaði eftir styrkari efnahags- og pen-
ingamálastjórn á hádegisverðarfundi Framsóknarflokksins í gær.
Nýsköpun og sóknarfæri
í þjónustu og verslun
30. september 2008, Hótel Nordica Hilton
30.
september
frá 8.30-12.00.
Dagskrá
Ávörp
Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra
AndrésMagnússon, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunar og þjónustu
Þróun í verslun
Jean-Jacques Vandenheede, senior retail
industry analyst, A.C. Nielsen
Norræn nýsköpun í þjónustu: Greining nýsköpunar-
starfs hjá þjónustufyrirtækjum á Norðurlöndunum
Sóley Gréta SveinsdóttirMorthens,
sérfræðingur hjá greiningarsviði Rannís
Nýsköpun í þjónustu
Tim Jones, framkvæmdastjóri Innovaro
Umræður
Ráðstefnustjóri:
Reynir Kristinsson, deildarforseti viðskiptadeildar
Háskólans á Bifröst
Aðgangur 10.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
5
3
9
9
Háskólinn á Bifröst og Rannsóknarsetur verslunar-
innar á Bifröst halda ráðstefnu þann 30. september
undir yfirskriftinni „Nýsköpun og sóknarfæri í þjón-
ustu og verslun”. Ráðstefnan er haldin í samstarfi
við Samtök verslunar og þjónustu og Capacent.
Markmið hennar er að skapa umræðu um málefni
þjónustu- og verslunargreina. Leitast verður við að
skilgreina með hvaða hætti nýsköpun eigi sér stað
á þessum sviðum, enda er forsenda þess að finna
ný sóknarfæri sú að átta sig á að nýsköpunin á sér
stað í þjónustu- og verslunargreinum ekki síður en
í tæknigreinum.
Ekki liggja fyrir ítarlegar rannsóknir á þessu sviði
en nú er að ljúka samnorrænni rannsókn sem veita
mun nýjar upplýsingar, m.a. um stöðu okkar í
samanburði við þær þjóðir sem við berum
okkur helst saman við. Þá eru á sviði smásölu
stundaðar margvíslegar rannsóknir sem leitt
hafa til mikillar framþróunar og enn eru þar ónýtt
sóknarfæri sem áhugavert er að fræðast um.
Virtir sérfræðingar á alþjóðlegum og innlendum
vettvangi munu velta upp ólíkum hliðum ný-
sköpunar og sóknarfæra í þjónustu og verslun.
www.bifrost.is