Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 12

Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppa í Bandaríkjunum " " $ $   " " $ $   " " $ $   " " $ $   " " $ $   % % % % % &'(  &'( &'(  &'( &'( ) *+ , - + .  +-  )." /." *+ , - + .  +-  $$ ""# *+ , - + .  +-  )#) /) *+ , - + .  +-  "/ "$ *+ , - + .  +-  #./$# #.# #. /. ). $. . .. . ". #. . . #. /. ). $. . .. . ". #. . . #. /. ). $. . .. . ". #. . . #. /. ). $. . .. . ". #. . . #. /. ). $. . .. . ". #. . . Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BETUR fór en á horfðist á banda- rískum hlutabréfamörkuðum, en Dow Jones-vísitalan hækkaði um 1,19% eftir 4,40% lækkun á mánu- dag. Ástandinu á mörkuðum hefur hins vegar verið lýst sem hinu versta frá kreppunni miklu. Enn verður vart eftirskjálfta eftir að fjárfestingarbankinn Lehman Brothers bað um greiðslustöðvun og samningar náðust um kaup Bank of America á Merrill Lynch. Dagurinn í gær snerist hins veg- ar um framtíð tryggingarisans Am- erican International Group, átjánda stærsta fyrirtækis heims. Fyr- irtækið hefur átt við alvarlegan lausafjárvanda að stríða og lækkun lánshæfiseinkunna þess gerði lausa- fjárstöðu AIG að spurningu um líf eða dauða. Slík lækkun þýðir að fé- lagið þarf að leggja fram auknar tryggingar fyrir skuldum sínum, en AIG hafði ekki nægt fé til þess. Gerðu stjórnendur sitt besta yfir helgina og í gær til að afla lausafjár með einhverjum leiðum. Hremm- ingar Lehman og Merrill Lynch höfðu hins vegar fælt frá það litla af lánsfé sem fyrir var á mörkuðum og hafði AIG því ekki erindi sem erfiði. Á mánudag lækkaði gengi bréfa félagsins um 74% og var óttast hvað gerast myndi í gær. Svo fór að gengi AIG lækkaði um 21,2%, sem er vissulega umtalsverð lækkun á einum degi, en ekkert í líkingu við spár svartsýnustu manna. Það voru helst fréttir MSNBC- fréttastofunnar um að bandarísk yf- irvöld gætu komið tryggingarfélag- inu til bjargar, sem komu í veg fyrir frekari lækkun bréfanna. Síðar um daginn sagði í frétt Bloomberg að aðkoma ríkisins myndi hugsanlega ekki verða fjárhagslega, heldur að rekstur félagsins yrði tekinn yfir. Bandarísk yfirvöld hafa þegar tekið yfir rekstur íbúðalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac. Mikil viðskipti urðu með bréf AIG í gær og námu þau 12% allra viðskipta í kauphöllinni í New York. Var velta með bréf félagsins 30 sinnum meiri en meðalvelta. Viðskiptabankarnir taka við Hugsanleg aðkoma ríkisins eða seðlabanka Bandaríkjanna skiptir fjárfesta höfuðmáli, en lausafjárþörf AIG er metin á um 75 milljarða dala, andvirði um 6.900 milljarða króna. Alls er óvíst hvort félaginu tekst að afla svo hárrar upphæðar í tæka tíð. Á mánudag setti seðlabankinn ákveðið fordæmi þegar hann neitaði að koma Lehman Brothers til að- stoðar og má telja víst að bankinn verði tregur til að ganga gegn því fordæmi svo skömmu eftir að það var sett. Útlitið er því fremur dökkt fyrir fjármálamarkaði, bandaríska sem í öðrum löndum. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir Brett Hammond, sérfræðingi í eignastýr- ingu, að ástandið hafi ekki verið verra síðan á fjórða áratug síðustu aldar þegar kreppan mikla hrjáði hagkerfi heimsins. Annar viðmæl- andi lýsir atburðum síðustu daga sem einu geysistóru veðkalli. Er ekki gert ráð fyrir því að viðsnún- ingur geti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Hafa sumir gengið svo langt að segja að tími fjárfestingarbankanna sé liðinn. Gamaldags viðskipta- bankar muni á ný verða mikilvæg- ustu stofnanir fjármálakerfisins. Bank of America hækkaði að minnsta kosti um 11,3% í við- skiptum gærdagsins og annar við- skiptabanki, Washington Mutual, hækkaði um 18%. Eru slíkar stofn- anir nú álitnar mun traustari fjár- festing. Ástandið vestra jafnast á við kreppuna miklu Reuters Lækkanir Þungbúinn miðlari í kauphöllinni í Frankfurt fylgist með þróun mála meðan hann sinnir viðskiptavini í gegnum símann. Evrópskar hlutabréfavísitölur lækkuðu mikið í gær og var lækkunin mest meðal tryggingafélaga.                                                                                                !"# !    $% &&'( )*+%   %   '  ,  - . $   !  # & / .  &-  !&  . ! 012 %!  !& . , &/               ! " #   "   $# %   !$   %" &"'  (  )  $# *  %  +,$'$     #-   .#- & $&$ / # -  ! #-   -$    % - 012 # #-    $ Framtíð American International Group, átjánda stærsta fyrirtækis heims, er enn sem fyrr mjög óljós Í HNOTSKURN » Þrátt fyrir að hækkunyrði á bandarískum hluta- bréfamörkuðum í gær lækkaði breska FTSE-vísitalan um 3,43%. » Þá lækkaði þýska DAXum 1,63% og franska CAC- vísitalan um 1,96%. » Í Asíu lækkaði Nikkei-vísitalan um 4,95% og Hang Seng um 5,44%. » Mesta lækkunin varð hinsvegar í Rússlandi, eða 11,47%. SEÐLABANKAR í Evrópu og Bandaríkjunum gripu til umfangs- mikilla aðgerða í gær til að auka flæði fjármagns á mörkuðum. Bank- ar og fjármálastofnanir hafa und- anfarna daga keppst við að draga til sín það litla fjármagn sem fæst, en framboðið er lítið sem ekkert. Yfir- vofandi gjaldþrot Lehman Brothers, yfirtakan á Merrill Lynch og lausa- fjárvandi tryggingarisans AIG hefur slegið fjárfesta óhug og eru þeir fáir sem vilja hætta fé sínu við núverandi aðstæður. Seðlabankar Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna skutu samtals um 17.000 milljörðum króna inn á pen- ingamarkaði í gær til að létta undir með fjárþyrstum fjármálastofn- unum. Evrópski seðlabankinn lét frá sér 70 milljarða evra, Englands- banki 20 milljarða punda og seðla- banki Bandaríkjanna 50 milljarða dala. Aðgerðir evrópsku seðlabankanna dugðu þó ekki til að koma í veg fyrir áframhaldandi lækkanir á hluta- bréfamörkuðum eða stilla titring á peningamörkuðum. Gengi bréfa HBOS, stærsta skráða íbúða- lánafyrirtækis Bretlands lækkaði um 21,7% og evrópskar hlutabréfa- vísitölur lækkuðu umtalsvert. Breska FTSE-vísitalan lækkaði um 3,48% og hefur ekki verið lægri síð- an í júní 2005. Engin vaxtalækkun vestra Þrátt fyrir að bandaríski seðla- bankinn hefði ákveðið að halda stýri- vöxtum sínum óbreyttum virðist sem þarlendir hlutabréfamarkaðir hafi jafnað sig að einhverju leyti á því áfalli sem yfir þá reið í gær. Hækkaði Dow Jones vísitalan um 1,19% og S&P 500 vísitalan um 1,77%. Ástæða þess að bankar og fjármálastofnanir þurfa á auknu lausafé að halda í kjölfar greiðslu- stöðvunar Lehman er einföld. Lehman skuldar þessum fjármála- fyrirtækjum gríðarmikið fé og alls er óvíst hvort það fæst greitt. Til að geta staðið við aðrar skuldbindingar sínar þurfa fyrirtækin því að afla sér fjár með öðrum leiðum. Vextir á millibankamörkuðum hafa hækkað mikið í vikunni og fóru Libor millibankavextir upp í 6,79% í gær og hafa ekki verið hærri í sjö ár. Seðlabankar heimsins reyna að róa hlutabréfamarkaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.