Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 14

Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HE Pingping frá Mongólíu, minnsti maður í heimi, virtist una sér vel á milli lengstu leggja heims er hann stillti sér upp ásamt Svetlönu Pankratóvu frá Rússlandi á Trafalgartorgi í London í gær. He Pingping er aðeins 74,61 sm á hæð en fætur Pankratóvu hins vegar heilir 132 sm. AP Methafar mætast TJÓNIÐ af völd- um fellibyljanna Gústavs og Ike á Kúbu nemur alls sem svarar 450 milljörðum króna og er það mesta efnahagslega tjón sem orðið hefur vegna fellibylja í sögu landsins. Nær 450.000 íbúðir skemmdust í óveðrinu og ekki verður hægt að gera við 63.000 þeirra. Að minnsta kosti 200.000 manns misstu heimili sín og hundruð þúsunda til viðbótar gætu þurft að dvelja í bráðabirgðahúsnæði þar til endurreisnarstarfinu lýkur, að því er fram kemur í skýrslu sem stjórn landsins birti í gær. Eykur vanda Castros Talið er að eyðileggingin torveldi mjög Raul Castro, leiðtoga landsins, að standa við loforð sín um að bæta lífskjörin í landinu. Gústav herjaði á Kúbu 30. ágúst áður en hann ógnaði New Orleans. Ike olli miklum usla á austanverðri eyjunni viku síðar áður en hann gekk yfir Texas. Fellibyljir eru algengir á Kúbu en í skýrslu stjórnarinnar sagði að enginn vafi léki á því að Gústav og Ike væru skæðustu fellibyljir í sögu landsins. Auk tjónsins á íbúðarhúsnæði ollu Gústav og Ike miklum skemmdum á rafveitukerfi landsins, þjóðvegum, opinberum byggingum, höfnum, verksmiðjum og sykurreyrsökrum. Sem dæmi má nefna að miklar skemmdir urðu á 300 byggingum heilbrigðiskerfisins, m.a. 26 sjúkra- húsum og 14 hjúkrunarheimilum. Um 1.200 skólar skemmdust. Nær helmingur sykurreyrsupp- skerunnar varð fellibyljunum að bráð. Þá eyðilögðust um 3.400 hús, sem eru notuð við tóbaksframleiðsl- una. Sjö hafnir eru enn lokaðar eftir náttúruhamfarirnar. bogi@mbl.is Skæðustu fellibyljir í sögu Kúbu Tjónið nam alls 450 milljörðum króna Miklar skemmdir urðu í Havana. MIKIL spenna er nú innan breska Verkamannaflokksins en æ fleiri áhrifamenn innan flokksins hafa hvatt til þess að undanförnu að Gordon Brown, leiðtogi flokksins og forsætisráðherra, láti af embætti. Alistair Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, hvatti hins vegar samherja sína til þess í gær að fylkja sér að baki Brown. Sagði hann eðli- legt að fólk hefði áhyggjur vegna ástands efnahagsmála en hann teldi Brown vera rétta manninn til að stjórna landinu. Tólf þingmenn flokksins hafa farið fram á að framboðsgögn vegna leið- togakjörs verði send út. Fram- kvæmdastjórn flokksins ákvað hins vegar á fundi í gær að hafna því. Uppreisnarmenn hrekjast burt Fréttaskýrendur segja slakt gengi flokksins í skoðanakönnunum einungis skýra það hversu hart sé sótt að Brown að hluta til. Það megi einnig rekja til þess að hann hafi ekki náð að tryggja sinn sess innan embættismannakerfisins. Þannig vinni embættismenn, sem skipaðir voru í stjórnartíð Tony Blair, og stuðningsmenn Brown gjarnan hvorir gegn öðrum. Þá er því haldið fram í The Times að harkaleg viðbrögð Brown við kröfum um umræður um leiðtoga- skipti hafi veikt stöðu hans enn frek- ar innan flokksins. Þrír áhrifamenn innan flokksins hafa hrakist úr emb- ætti eftir að hafa kallað eftir leið- togakjöri á undanförnum dögum og samkvæmt heimildum breska ríkis- útvarpsins, BBC, eru fimm til sex ráðherrar stjórnarinnar til viðbótar að íhuga að segja af sér. Á móti er bent á að uppreisn gegn Bown sé dæmd til að mistakast þar sem andstæðingar hans innan flokksins minni helst á stríðsherra í Afganistan. Þeir séu nógu margir til að steypa honum en of sundraðir til að geta framkvæmt það. sibb@mbl.is Hart sótt að Gordon Brown Hafna kröfu um að framboðsgögn vegna leiðtogakjörs verði send út Reuters Í vörn Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, á í vök að verjast. EVO Morales, forseti Bólivíu, sagði í gær að hermenn hefðu handtekið héraðs- stjóra sem forset- inn hefur sakað um að hafa skipu- lagt fjöldamorð. Morales segir Leopoldo Fern- andez, héraðsstjóra Pando, hafa staðið fyrir árás úr launsátri á stuðn- ingsmenn forsetans. A.m.k. 18 manns biðu bana í árásinni og 100 særðust en ekki er vitað um afdrif 50 annarra. Fernandez neitar því að hann hafi skipulagt fjöldamorð og segir að stuðningsmenn forsetans hafi fallið í átökum. Setti herlög Áður hafði Morales sett herlög til að kveða niður mótmæli í Pando og þremur öðrum héruðum í austan- verðu landinu. Héruðin vilja aukin sjálfstjórnarréttindi, yfirráð yfir jarðgaslindum, og koma í veg fyrir að Morales geti tekið hluta af stærstu búgörðunum og úthlutað þeim til fátækra bænda úr röðum indíána eins og hann hefur lofað. Mótmælin hófust eftir að Morales tilkynnti að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu 7. desember um stjórnarskrárbreytingar sem myndu gera honum kleift að koma stefnu sinni í framkvæmd. Andstæðingar Morales náðu opinberum byggingum og flugvöllum á sitt vald og lokuðu þjóðvegum til héraðanna fjögurra. Bólivía er eitt fátækasta land Suð- ur-Ameríku en þar eru miklar olíu- og gaslindir sem eru aðallega í austurhéruðunum. Auðugasti hluti þjóðarinnar býr þar og myndi það því verða reiðarslag ef austurhéruðin slitu sig laus. bogi@mbl.is Morales lætur sverfa til stáls Evo Morales Í HNOTSKURN » Forsetar Suður-Ameríku-ríkja hafa lýst yfir fullum stuðningi við Evo Morales í deilunni við leiðtoga austur- héraða Bólivíu. » Forsetarnir ætla að skipanefnd sem á að beita sér fyrir viðræðum milli Morales og andstæðinga hans. » Morales er vinstrisinnaðurog fyrsti forsetinn í sögu landsins sem kemur úr röðum innfæddra indíána. DAVID Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, ítrekaði á föstudag stuðn- ing sinn við Gordon Brown. „Ég styð ekki það sjónarmið að tímabært sé að efna til baráttu um leiðtogaembættið,“ sagði hann. „Ég hef áður sagt að ég geri ráð fyrir að Gordon leiði okkur í næstu kosningum. Ég mun styðja hann til þess.“ Afstaða Milibands er talin sérlega mikilvæg þar sem hann hefur verið álitinn líklegasti arftaki Browns. Þá vakti það athygli er hann birti grein í blaðinu The Guardian í sumar þar sem hann gagnrýndi stefnu Verka- mannaflokksins. Túlkuðu margir greinina sem vísbendingu um að hann væri að búa sig undir að gera atlögu að forsætisráðherranum. Afstaða Milibands mikilvæg www.si.is Dagskrá 9.00 Bryndís Skúladóttir, Samtök iðnaðarins Breytt lagaumhverfi og aukin ábyrgð framleiðenda Doris Thieman, Efnastofnun Evrópu (ECHA) Kaffihlé REACH - Ertu ekki viss? Fundur um nýja reglugerð um skráningu efna, mat, leyfisveitingar og takmarkanir. 18. september í Yale salnum á RadissonSAS Hótel Sögu kl. 09.00 - 12.00 Sigríður Kristjánsdóttir, Umhverfisstofnun Skyldur íslenskra fyrirtækja og fyrstu skrefin Doris Thieman, Efnastofnun Evrópu Forskráning og leiðbeiningarskjöl Samantekt og spurningar Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á mottaka@si.is eða í síma 591 0100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.