Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ROKKABILLÝBAND
Reykjavíkur heldur út-
gáfutónleika í Iðnó í kvöld
klukkan níu. Hljómsveitin
Vax kemur einnig fram á
tónleikum, en von er á
plötu frá henni innan tíðar.
Þá leikur Bjartmar Guð-
laugsson líka á tónleik-
unum í Iðnó. Plata Rokk-
abillýbandsins ber nafnið Reykjavík eftir
samnefndu lagi. Platan inniheldur 10 lög eftir hina
ýmsu höfunda og má þar nefna Guðmund Jónsson
úr Sálinni, Hreim Örn Heimisson úr Landi og son-
um, Skerjaskáldið Kristján Hreinsson og Tómas
Tómasson.
Miðaverð er 1.500 krónur.
Tónlist
Rokkabillý, Vax og
Bjartmar í Iðnó
Reykjavík
KONCERTFORENINGENS
Kor frá Kaupmannahöfn held-
ur tónleika í Skálholti, Akra-
nesi, Reykholti og Reykjavík
um helgina. Á dagskránni eru
m.a. verk eftir tónskáldin
Niels la Cour og Svend S.
Schultz, Grieg og Báru Gríms-
dóttur.
Kórinn mun syngja í Skál-
holti föstudaginn 19. sept-
ember kl. 20, á Akranesi í Safnaðarheimilinu
Vinaminni laugardaginn 20. september kl. 12 í
Reykholtskirkju sama dag kl. 16 og í Hallgríms-
kirkju í Reykjavík sunnudaginn 21. september,
fyrst í guðsþjónustu kl. 11 og síðan á tónleikum að
henni lokinni.
Tónlist
Danskur kór á
tónleikaferðalagi
Skálholtskirkja
UNDIRBÚNINGUR er haf-
inn að því að kveikt verði á
Friðarsúlunni í Viðey hinn 9.
október og í aðdragandanum
verður efnt til tónleikahalds í
eynni „Ást er allt sem þarf“.
Fyrstu tónleikarnir verða
haldnir annað kvöld í Viðeyj-
arkirkju og þar koma fram Sig-
urður Flosason saxófónleikari
og Gunnar Gunnarsson org-
elleikari.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og verður
siglt frá Skarfabakka til Viðeyjar kl. 19.45.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur fyrir ferðir og
tónleika. Í Viðeyjarstofu er einnig hægt að kaupa
léttar veitingar.
Tónlist
Friðartónleikar
í Viðeyjarkirkju
Sigurður Flosason
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
HINN harmræni trúður Canio mun á föstudags-
kvöldið syngja Vesti la giubba, eina frægustu
tenóraríuna, í Pagliacci í Íslensku óperunni; ar-
íuna um það að fara í búninginn sem kætir fólk
og bera hvítan litinn á andlitið. Tenórinn Krist-
ján Jóhannsson verður þar í fyrsta skipti á fjöl-
um Óperunnar og mun syngja sem Canio um
hláturinn sem felur eitrið í hjartanu.
Kristján Jóhannsson var heldur glaðari en
Canio í gær, eftir ánægjulegt og gjöfult æf-
ingaferli.
„Ég er með kúlur á hausnum og marbletti hér
og þar á skrokknum. Ég hef ekki alveg áttað
mig á þrengslunum í Óperunni hér og einn og
einn loftbiti er fyrir mér,“ segir hann glað-
hlakkalega þegar hann er spurður út í æfing-
arnar. „Starfsfólkið er afskaplega elskulegt og
fagmannlegt í öllu sem það gerir, við þurfum
ekki að gera annað en að einbeita okkur að söng,
leik og sviðinu.
Það er þröngt og allir eru hver ofan í öðrum
allan daginn, en meðan félagsskapurinn er þetta
góður kvartar maður ekki.“
Á hlaupum um allt húsið
Kristján syngur fyrst tvær sýningar sem Can-
io og síðan tvær sem Turiddu. Í einni sýningunni
syngur hann þó báðar rullurnar og ekki í fyrsta
skipti.
„Einu sinni þegar ég var að syngja Cavalleria
á Metropolitan-óperunni í New York forfallaðist
hinn tenórinn, Placido Domingo. Þá voru góð ráð
dýr. Þeir fengu ekki í hvelli söngvara sem þeir
gátu sætt sig við þannig að ég tók þetta að mér.
Í Trieste á Ítalíu fyrir þremur árum var það
sama uppi á teningnum, nema enn verra, því
hinn söngvarinn réð ekki við hlutverkið. Hann
gekk bara út. Þá tók ég þetta einnig að mér.“
Kristján segir óperurnar tiltölulega líkar að
gerð, sönglega. „Cavalliera Rusticana er pínulítið
lýrískari en ef maður ætlar að syngja Canio í
Pagliacci virkilega eins og ætlast er til, verður
maður að henda sér í það af hjarta og sál. Heift-
in og ástríðan eru svo mikil að þar þýðir ekkert
að spara sig.
Það gengur nærri mér að syngja Canio. Þetta
er svo mannlegt stykki – hann er gjörsamlega
örvinglaður. Í lok óperunnar langar mig alltaf að
reyna að sýna þessa örvinglan.“
Kristján hrósar kórnum mjög, sem og hljóm-
sveitarstjóranum Kurt Kopecky, og samstarfinu
við leikstjórann Svein Einarsson.
„Í þessu litla húsi verður að vanda leikinn, það
er svo mikil nálægð við áhorfendur, maður er á
hlaupum um allt húsið. Sveinn hefur lagt rækt
við allt atgervi á sviðinu; allt sem maður gerir
verður að hafa meiningu því ef ekki eru dýpt og
tilfinning verður það hjákátlegt.“
Sólrún Bragadóttir er annar ástsæll söngvari
sem sést sjaldan á fjölum Íslensku óperunnar en
hún syngur nú hlutverk Neddu. Sólrún segir
undirbúningsvinnuna hafa verið afar skemmti-
lega og andann vera frábæran í hópnum.
„Aðstæðurnar eru vægast sagt erfiðar í húsinu
en það er merkilegt hvað hægt er að töfra fram
við þessar aðstæður,“ segir hún. „Mér finnst
undarlegt að gott óperuhús skuli ekki vera löngu
risið hér, með þetta úrvalslið sem Íslendingar
eiga og þennan mikla áhuga á söng.“
Sólrún syngur hlutverk Neddu í fyrsta sinn.
„Þetta er mjög sterkt hlutverk, mikill leikur í
því. Sveinn hefur leyft okkur að skapa mikið
sjálf og koma með hugmyndir. Það hristir hóp-
inn ennþá sterkar saman, þegar allir fá að vera
svona skapandi.“
Morgunblaðið/Frikki
Dramatík „Mig langar alltaf að reyna að sýna þessa örvinglan,“ segir Kristján Jóhannsson, sem er hér sem Canio ásamt Sólrúnu Bragadóttur sem Neddu.
Sungið af hjarta og sál
Cavalliera Rusticana
og Pagliacci í Óperunni
Kristján Jóhannsson í
sinni fyrstu sýningu þar
Sólrún Bragadóttir segir
frábæran anda í hópnum
ÍSLENSKA óperan frumsýnir á föstudagskvöldið
hinar sívinsælu óperur Cavalleria Rusticana, eft-
ir Pietro Mascagni, og Pagliacci, eftir Ruggiero
Leoncavallo. Eru þær stuttar og algengt að þær
séu sýndar saman og þá oft kallaðar Cav/Pag.
Um er að ræða tvær einþáttungsóperur, þar sem
sjónum er beint að daglegu lífi fólks, harmi þess
og gleði. Í uppfærslunni taka þátt margir kunn-
ustu söngvarar þjóðarinnar, undir leikstjórn
Sveins Einarssonar.
Kristján Jóhannsson syngur nú í fyrsta skipti í
Íslensku óperunni. Aðrir helstu söngvarar eru
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Elín Ósk Ósk-
arsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Tómas Tóm-
asson, Alina Dubik, Sesselja Kristjánsdóttir, Sól-
rún Bragadóttir, Alex Ashworth og Eyjólfur
Eyjólfsson. Kurt Kopecky er hljómsveitarstjóri.
Tenórarnir Kristján og Jóhann Friðgeir munu
skipta með sér hlutverkum Canio, í Pagliacci, og
Turiddu, í Cavalleria Rusticana. Syngja þeir sitt
aðalhlutverkið hvor í öllum sýningum nema
einni, er Kristján syngur bæði hlutverkin.
Sólrún Bragadóttir syngur hlutverk Neddu í
Pagliacci á öllum sýningum, Auður Gunn-
arsdóttir og Elín Ósk Óskarsdóttir skipta með
sér hlutverki Santuzzu í Cavalleria Rusticana, en
Tómas Tómasson syngur hlutverk Alfio í Cavall-
eria Rusticana og Tonio í Pagliacci.
Kristján og Jóhann Friðgeir deila tenórhlutverkunum
ÁHUGAMENN um myndlist og
listmarkaðinn hafa fylgst spenntir
með hinum ein-
stöku uppboðum
sem breski stjör-
nulistamaðurinn
Damien Hirst
stóð fyrir hjá
Sotheby’s í Lond-
on tvö síðustu
kvöld. Listamað-
urinn, sem er
þegar orðinn efn-
aðasti myndlist-
armaður í sögu Bretlands, ákvað að
fara framhjá galleríum sínum, Larry
Gagosian í New York og White Cube
í London, og láta Sotheby’s bjóða
upp fyrir sig á þriðja hundrað verka.
Tæplega 100 verkanna voru boðin
upp í fyrrakvöld, sama dag og fjár-
málamarkaðurinn tók dýfuna miklu
og Lehman Brothers-bankinn gaf
upp öndina. Því ríkti mikill spenn-
ingur í uppboðssalnum, viðstaddir
vissu ekki hversu mikið lausafé væri
í veskjum bjóðandanna. Í ljós kom
þó að umtalsvert fé skipti um hend-
ur þetta kvöld og kann það að vera
sönnun þess sem lengi hefur verið
haldið fram, að myndlistarvísitalan
sé mun öruggari og stöðugri, til
langs tíma litið, en kauphalla-
vísitalan.
Á mánudagskvöldið seldust verk
fyrir 11,5 milljarða króna, 70,5 millj-
ónir punda, eða fimm milljónir
punda yfir matsverðinu.
Góð útkoma uppboðsins kom
mörgum á óvart, en ófáir gagnrýn-
endur hafa talið að Hirst væri búinn
að metta markaðinn með rándýrum
fljótandi skepnum og málverkum
sem unnin væru af öðrum en honum
sjálfum á vinnustofum hans.
„Bankar hrynja en listin sigrar,“
sagði fyrrverandi ritari Royal Aca-
demy við blaðamann The Guardian.
Á uppboðinu í gærkvöldi voru
nokkur verk í dýrari kantinum en
meira um smærri verk. efi@mbl.is
Enginn
lausafjár-
skortur
Verk Hirst seldust
fyrir 11,5 milljarða
Damien Hirst
Reuters
Dýrastur Gyllti kálfurinn í formal-
íni seldist á 1,69 milljarða króna.
Helstu verk sem seldust á fyrra
uppboði Damien Hirst:
– Gyllti kálfurinn. Með gull-
disk milli horna, gyllta hófa og í
gylltum tanki. Talið eitt af lyk-
ilverkum Hirst. Matsverð: 2
milljarðar króna. Söluverð:
1,69 milljarðar.
– Konungsríkið. Stærsta nýja
verkið með hákarli í formalíni.
Matsverð: 1 milljarður króna.
Söluverð: 1,57 milljarðar.
– Brot úr paradís. Veggskápur
með demöntum. Hæsta mats-
verð: 246 milljónir króna. Sölu-
verð: 852 milljónir.
Hér í dag, farnir á morgun.
Glerskápar með uppstoppuðum
fiskum og beinagrindum fiska.
Hæsta matsverð: 574 milljónir
króna. Söluverð: 483 milljónir.