Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 28

Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir frá Einarsnesi fæddist að Valbjarnarvöll- um í Borgarhreppi 11. desember 1916. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 8. september síðastliðinn. Hún var dóttir Guð- mundar Jónssonar, bónda, oddvita og hreppstjóra að Valbjarnarvöllum, og Þórunnar Jóns- dóttur húsfreyju. Sigríður átti einn yngri bróður; Agnar, f. 1920, en hann lést aðeins 24 ára gamall. Sigríður giftist 27. maí 1939 Sig- þóri Karli Þórarinssyni, bónda og hreppstjóri í Borgarhreppi, f. 28. janúar 1918, d. 23. janúar 1981. Sigríður og Sigþór áttu sjö börn. Þau eru: 1) Þórarinn tannlæknir. Hans kona er Ragnheiður Jóns- dóttir danskennari. Fyrri kona hans var Kristín Þorsteinsdóttir kennari. Þau skildu. 2) Guð- mundur landbúnaðarhagfræð- ingur og skrifstofustjóri, kvæntur Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi þar sem þau bjuggu í eitt ár. Árið 1947 festa þau kaup á jörðinni Einars- nesi í Borgarhreppi og þar bjuggu þau alla sína búskapartíð. Árið 1988 fluttist Sigríður búferlum til Reykjavíkur og bjó um nokkurra ára skeið í íbúð á Nönnugötu, ásamt Sigríði dóttur sinni og eig- inmanni hennar Hallmari. Árið 1994 keypti hún sér íbúð að Lind- argötu 57, í þjónustuíbúðum aldr- aðra. Á Lindargötunni átti hún heimili þar til hún flutti á Hjúkr- unarheimilið Sóltún í júní sl. Sigríður starfaði ötullega að fé- lagsmálum alla tíð, meðal annars innan Kvenfélags Borgarhrepps og var þar formaður um árabil. Hún starfaði að jafnréttismálum og sat ársþing Kvenréttindafélags Íslands um nokkurra ára skeið. Hún sat í byggingarnefnd Dvalar- heimilis aldraða í Borgarbyggð frá upphafi og vann að fjáröflun til uppbyggingar þess í Borgarnesi. Sigríður sat sem fulltrúi íbúðareig- anda í hússtjórn Lindargötu í Reykjavík eftir að hún fluttist þangað, fram á síðasta dag. Sigríð- ur var tónelsk og var þáttakandi í kórstarfi alla tíð. Hún söng síðustu árin með Kór eldri borgara í Reykjavík. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður að Borg á Mýrum. Herborgu Árnadótt- ur viðskiptafræðingi. 3) Helga, cand. oceon., gift Þórði S. Gunnarssyni hæsta- réttarlögmanni og forseta lagadeildar Háskólans í Reykja- vík. Fyrri maður hennar var Guð- mundur Ingólfsson hljómlistarmaður. Þau skildu. 4) Jó- hanna blaðamaður, áður gift Baldri Kristjánssyni, Th.M. Þau skildu. 5) Þór lyfjafræðingur og forstjóri, kvæntur Guðnýju Björgu Þorgeirsdóttur myndlista- manni. 6) Óðinn, bóndi í Einars- nesi, formaður Landssambands veiðifélaga, kvæntur Björgu Karit- as Jónsdóttur verslunarmanni. 7) Sigríður arkitekt, gift Hallmari Sigurðssyni leiklistarfræðingi og leikstjóra. Barnabörnin eru 23 og barnabarnabörnin eru 27. Þau Sigþór hófu búskap að Val- bjarnarvöllum árið 1941 er þau tóku við búi foreldra Sigríðar. Þau seldu jörðina árið 1946 og fluttu að Elskuleg tengdamóðir hefur kvatt þennan heim. Óhikað og ein- arðlega gekk hún sína lífsgöngu. Fumlaust með móðurkærleikann að leiðarljósi ól hún manni sínum 7 mannvænleg börn, þrjár stúlkur og fjóra drengi. Saman ólu þau hópinn upp á fegursta stað á Íslandi, þar sem fjöllin rísa hátt í suðri, áin rennur breið og oft straumhörð meðfram bæjarhólnum og engjarn- ar teygja sig frá austri til vesturs. Á þessum stað var líf Sigríðar Guð- mundsdóttur og Sigþórs Karls Þór- arinssonar bundið sterkum böndum við störf og leik. Hún húsfreyja á stóru heimili, hann bóndi og hrepp- stjóri. Sterkir stofnar stóðu að hús- freyjunni í Einarsnesi. Móðurfólkið frá Galtarholti og föðurfólkið frá Valbjarnarvöllum. Þessar ættir hafa búið í Borgarhreppi, eins og hann hét forðum, allt frá landnáms- öld. Hún var einkadóttir Þórunnar Jónsdóttur húsfreyju og hússtjórn- arkennara og Guðmundar Jónsson- ar, hreppstjóra og organista. Upp- eldið á einkadótturinni bar merki um einstaka hæfileika foreldranna að miðla henni þekkingu og færni á flestum sviðum mannlífsins. Heim- ilishaldið var eins og á besta hús- mæðraskóla þar sem allt var unnið eftir kúnstarinnar reglum. Fata- saumur, prjónaskapur, sláturgerð, bakstur, allt eftir bókinni. Hvergi í heiminum voru eins góðar pönnu- kökur og kleinur bakaðar. Húsfreyjan í Einarsnesi var ekki að tvínóna við hlutina og hana mun- aði ekkert um að vera í forsvari fyrir kvenfélag um árabil eða í und- irbúningsnefnd fyrir byggingu Dvalarheimilis aldraðra í Borgar- nesi, en þessi störf vann hún bæði af alúð og áræði. Hún tók í arf frá foreldrunum að vera einstaklega tónelsk. Hún lék á orgel og píanó og hafði mjúka og fallega sópr- anrödd. Þessum hæfileikum miðlaði hún til barna og barnabarna. Það var varla sú samverustund í Ein- arsnesi, að ekki væri gripið í hljóð- færi og hafinn upp söngur. Árið 1981 urðu mikil kaflaskil í lífi Sigríðar þegar ástkær eiginmað- ur féll frá um aldur fram eftir erfið veikindi. Hans var sárt saknað. Þau 20 ár sem hún bjó í Reykjavík voru hennar annað blómaskeið í lífinu. Umkringd börnum, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarnabörnum, vinum og vinkonum, söngfélögum og dansfélögum, ferðafélögum og spilafélögum átti hún yndislegar stundir. Heimsóknir á Lindargöt- una voru tíðar, því fjölskylda og vinir sóttu í félagsskap hennar. Á síðustu árum deildum við tengdamæðgurnar sameiginlegu áhugamáli, tónlistinni. Það var ynd- islegt að fara með henni á tónleika, óperusýningar og galakvöld. Það var til þess tekið, hvað hún var ætíð stórglæsileg á mannamótum og mikil heimsdama. Það eru for- réttindi að hafa átt hana að tengda- móður og yndislegri vinkonu. Þegar heilsu fór að hraka, var hún svo lánsöm að eignast sitt síð- asta heimili á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Þar naut hún allrar þeirrar alúðar og umhyggju sem hægt er að óska sér frá hjúkrunarfólki heimilisins. Nú er hún lögð af stað, ótrauð og hiklaust á vit nýrra æv- intýra í nýju lífi á nýjum stað. Með mikilli elsku og þakklæti fyrir allt kveður þín tengdadóttir, Björg Karítas. Tengdamóðir mín Sigríður Guð- mundsdóttir er fallin frá. Hún bjó lengst af í Einarsnesi í Borgar- byggð með manni sínum Sigþóri Karli Þórarinssyni og áttu þau sjö börn. Hópur afkomenda þeirra er orðinn stór. Sigríður lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Hún tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum. Sorgin sækir nú heim stóran skara af vinum og vandamönnum sem misst hafa mætan samferðarmann og dyggan vin. Sigríður missti manninn sinn eftir erfið veikindi 1981. Fáum ár- um síðar brann heimili hennar í Einarsnesi og hún flutti til Reykja- víkur. Keypti hún íbúð á Nönnu- götu með dóttur sinni og mér og hélt með okkur heimili í nokkur ár, þar til hún keypti sér íbúð á Lindargötu. Kynni okkar Sigríðar urðu því náin eftir að hún flutti suður. Ég var nítján ára og yngsta dótt- ir þeirra, unnusta mín, ári yngri þegar ég kom fyrst í heimsókn til verðandi tengdaforeldra minna. Ég man að þau voru við búverkin úti í fjósi þegar okkur bar að garði. Þar gengu þau samhent til verka líkt og í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Þeim búnaðist líka vel eins og raun bar vitni. Þessi samstaða átti vafalaust sinn þátt í að börnin þeirra sjö komust svo vel til manns. Það hefði ekki alls staðar þótt jafn- sjálfsagt að svo stór barnahópur yrði háskólagenginn. Sigríður og Sigþór mátu sitt barnalán mikils, settu markið hátt fyrir hönd barnanna sinna. Alla tíð var mikið menningar- heimili í Einarsnesi. Hjónin léku bæði á hljóðfæri og það gera börnin þeirra líka. Í minningum mínum frá Einarsnesi ómar þar allt af söng. Tengdamóðir mín situr við píanóið og syngur með sinni fallegu sópr- anrödd. Hún átti ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Var af tónlistarfólki komin. Afar hennar, Jón í Galtarholti og Jón á Valbjarn- arvöllum, tóku sig á sínum tíma saman um að kaupa fyrsta orgelið sem kom í þá sveit. Faðir hennar var organisti í sveitinni, spilaði í danshljómsveit og kenndi hljóð- færaleik. Félagsmálaáhuginn var Sigríði líka í blóð borinn. Henni var mjög eiginlegt að vinna að fram- gangi félagslegra hagsmuna og var tamt að setja sig í spor annarra. Hún átti auðvelt með að koma auga á jákvæða þætti í fari fólks en var ekki gjarnt að dæma. Henni lá ávallt gott orð til samferðafólksins og hún gat oft glaðst yfir litlu. Hún sagði mér það, bara nokkrum vik- um fyrir andlátið, að henni hefði aldrei leiðst einn einasta dag í sínu lífi. Meðan hún sinnti bústörfum heima í Einarsnesi hefur hún ef- laust þurft að skipuleggja tíma sinn vel til að eiga sér tómstundir. Eftir að hún var orðin ekkja og flutt til Reykjavíkur tók hún áfram virkan þátt í félagsstörfum. Hún var svo virk í menningarlífi almennt að manni hætti til að gleyma því hve aldurinn færðist yfir hana. Með tengdamóður minni kveð ég góðan vin og ég er viss um að kynni mín af henni hafa gert mig að örlít- ið betri manni en ella. Mig langar að fá að láni eitt erindi úr erfiljóði eftir Steingrím Thorsteinsson, en tengdamóðir mín hafði á honum miklar mætur: Þú gerðir löngum bjart á vegum vorum, þú varst í kvennahópnum prýði sönn; sem liljur greri’ hið góða í þínum sporum af göfgi, tign og þýðri kærleiks önn. Sigríður Guðmundsdóttir ✝Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR J. EGILSSON, Vogatungu 103, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnu- daginn 14. september. Ásgerður Ólafsdóttir, Ásdís Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, Erling J. Sigurðsson, Sigurður Egill Einarsson, Elva Stefánsdóttir, Birgir Einarsson, Fanney Sigurðardóttir, Egill Einarsson, Berglind Tulinius, afabörn og langafabörn. ✝ Sonur minn, bróðir og frændi, ÍSLEIFUR H. GUÐMUNDSSON, Háaleitisbraut 123, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. september kl. 13.00. Guðmundur F. Jónsson, Jón Guðmundsson, Renate Gudmundsson, Gunnar B. Guðmundsson, Guðmundur Chr. Jónsson, Juliane Gudmundsson. ✝ Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, NÍELS KRÜGER skipasmiður, Byggðavegi 136a, Akureyri, lést miðvikudaginn 10. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. september kl. 13.30. Kristjana Krüger Níelsdóttir, Sigurður Pálmi Randversson, Haraldur Krüger, Bryndís Benjamínsdóttir, Þorsteinn Krüger, Guðrún Heiða Kristjánsdóttir, Auður Stefánsdóttir, Herbert B. Jónsson og afabörnin. ✝ Bróðir okkar, HILMAR INGJALDSSON, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 4. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ólöf Ingjaldsdóttir, Garðar Ingjaldsson, Svandís Ingjaldsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI I. MAGNÚSSON, Nönnugötu 16, Reykjavík, andaðist föstudaginn 12. september. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. september kl. 15.00. Guðfinna Gissurardóttir, Jón Arnar Árnason og fjölskylda, Halla Margrét Árnadóttir og fjölskylda.                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.