Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 29
Um leið og ég flyt aðstandendum
Sigríðar og vinum mína dýpstu
hluttekningu er mér þakklæti í
huga fyrir allar dýrmætu minning-
arnar sem hún lætur okkur eftir.
Drottinn blessi minningu hennar.
Hallmar Sigurðsson.
Í dag er kvödd ættmóðir okkar,
Sigríður frá Einarsnesi. Amma var
afskaplega aðlaðandi kona. Hún var
með eindæmum geðprúð og hafði
einstakt lag á öllum í kringum sig.
Það var gott að vera í návist henn-
ar enda var hún sjaldan ein. Það er
að vonum stórt skarð sem hún
amma skilur eftir sig en þá er gott
að orna sér við minningar um
hvern mann hún hafði að geyma.
Hún skilur eftir sig margar og góð-
ar minningar. Amma skipti sjaldan
skapi, enda þótt við barnabörnin
sem dvöldumst hjá henni, oft sum-
arlangt, reyndum stundum á þolrif-
in í henni.
Mér er minnistætt þegar ég og
frænkur mínar, Salvör og Jóhanna,
dvöldumst í sveitinni hjá ömmu eitt
sinn. Við vorum þá barnungar.
Amma sem alltaf var virk í félags-
störfum fór á kvenfélagsfund að
kvöldi til en afi Sigþór átti að gæta
okkar. Okkur langaði að gera vel
við ömmu og fengum þá hugmynd
að þrífa allt húsið hjá henni. Þroski
okkar var ekki meiri en svo að við
notuðum til verksins eldhúsrýjuna,
en með henni strukum við sam-
viskusamlega af öllum húsgögnum,
póleraða píanóinu og öðrum inn-
anstokksmunum. Ömmu biðum við
svo með mikilli eftirvæntingu. Nú
þegar ég er kominn til vits og ára,
dáist ég að þeirri stillingu sem hún
sýndi þegar hún kom heim. Ég man
ekki eftir að hún hafi reiðst okkur.
Hún kenndi okkur hins vegar að
nota hreinar tuskur í verkin, enda
horfðum við á hana þrífa húsið að
nýju hátt og lágt næstu daga. Hún
tók viljann fyrir verkið.
Amma hafði alltaf tíma fyrir fólk-
ið sitt. Þótt hún væri virk í fé-
lagslífinu þá gat hún alltaf fundið
sér tíma fyrir okkur. Hún fylgdist
með okkur af miklum áhuga og
stóð á bak við fólkið sitt í blíðu og
stríðu. Í ömmu áttum við okkar
besta vin. Með virðingu og þakk-
læti kveð ég ömmu Sigríði í Ein-
arsnesi.
Herdís Hallmarsdóttir.
Þegar ég hugsa til ömmu Sigríð-
ar þá minnist ég sterkrar konu sem
bjó
yfir miklum persónuleika. Hún
hafði mikið skopskyn og góða nær-
veru, var barnelsk og hlý. Amma
var félagslynd að eðlisfari, henni
fannst ekkert skemmtilegra en að
hafa fólk í kringum sig og var mjög
gestrisin.
Þegar ég kom í heimsókn var
alltaf hitað kakó í potti úr ekta
súkkulaði og boðið gotterí með.
Svo var sest yfir veitingarnar og
farið yfir nýjustu fréttir úr stór-
fjölskyldunni og spjallað um allt
milli himins og jarðar.
Amma bjó lengi vel í Einarsnesi.
Á mínum yngri árum var ég því
svo lánsöm að geta verið mikið
samvistum við hana. Mér fannst
alltaf ríkja mikil dulúð yfir gamla
bænum í Einarsnesi og var hann
mér eins og ævintýraland sem ég
var svo heppin að fá að njóta sem
barn
Ömmu leið vel í sveitinni, en
henni leið ekki síður vel í höf-
uðborginni þangað sem hún fluttist
eftir að gamli bærinn brann. Hún
hafði alltaf eitthvað spennandi fyrir
stafni. Amma er og verður fyr-
irmynd mín þegar ég tekst á við
nýja hluti, því við það var hún
hvergi smeyk og má með sanni
segja að hver dagur hafi verið
henni tilhlökkun.
Síðustu mánuði sína dvaldi
amma á Sóltúni og þangað var
mjög notalegt að heimsækja hana
og yndislegt að sjá hversu vel var
hugsað um hana þar. Þrátt fyrir að
hafa verið mikið veik síðasta ár sitt
þá var amma ávallt jákvæð og
kveinkaði sér ekki þótt oft væri
ástæða til. Þó svo að líkaminn hafi
gefið sig smátt og smátt var hug-
urinn alltaf sterkur.
Ég hugsa til elsku ömmu minnar
með miklum söknuði. Hún mun
ávallt lifa í minningu minni og
hjarta sem hún svo sannarlega
snerti.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Sigríður Þóra Óðinsdóttir.
Sigríður Guðmundsdóttir í Ein-
arsnesi var minnisstæð og merki-
leg kona. Hún var tengdamóðir
mín um árabil og rækti það hlut-
verk sitt miklu betur en ég átti
skilið. Það var gott að koma í Ein-
arsnes til þeirra hjóna Sigríðar og
Sigþórs Þórarinssonar, hins mæta
manns hennar, sem féll frá allt of
snemma. Stráknum var tekið opn-
um örmum.
Það var gott að sitja þar í eld-
húsinu eða stofunni – það var ekki
nóg með það að maður þægi rausn-
arlegar veitingar án þess að þakka
nokkurn tímann nægilega vel fyrir
sig – heldur fékk maður fyrirlestra
um aðskiljanlegustu málefni frá frú
Sigríði. Sigríður var nefnilega mjög
fróð og rökvís og engin tilviljun að
börn þeirra hjóna héldu öll í lang-
skólanám. Það var eins gott að
hafa áhuga á umræðuefninu sem
maður bryddaði upp á því að frú
Sigríður setti á mann langar ræður
ef henni fannst vanta upp á að allt
væri tekið með í reikninginn og
hinu röklega samhengi væri ábóta-
vant.
Við fráfall hennar nota ég tæki-
færið og minnist með þakklæti
góðra stunda í Einarsnesi með
þeim hjónum og vináttu þeirra og
hjálpsemi meðan beggja naut við
og frú Sigríðar eftir fráfall Sigþórs.
Baldur Kristjánsson.
Hlýtt viðmót, nærgætni og höfð-
ingsskapur er það fyrsta sem í hug-
ann kemur er ég minnist Sigríðar
Guðmundsdóttur frá Einarsnesi.
Hverjum þeim er henni kynntist
varð strax ljóst að þar fór kona sem
gat borið höfuð hátt og það þótt líf-
ið hafi á stundum verið annasamt
við bústörf og barnauppeldi, en hún
var svo lánsöm að hafa eignast
stóran hóp hæfileikaríkra barna.
Það lætur að líkum að oft hlýtur
hún að hafa átt langan vinnudag og
gengið þreytt til náða. En glaðlyndi
og jákvætt lífsviðhorf, umhyggja og
umburðarlyndi skipuðu henni á
fremsta bekk meðal jafningja.
Ég var svo lánsamur að kynnast
Sigríði, fyrst sem veitulli húsmóður
og gleðigjafa á gestrisnu heimili
þeirra hjóna í Einarsnesi, hennar
og Sigþórs Karls Þórarinssonar.
Kynni okkar Sigþórs voru skemmri
en skyldi vegna veikinda hans og
fráfalls. En kynni okkar Sigríðar
urðu lengri þar eð hún var síðar í
sambýli við þau hjónin Sigríði dótt-
ur sína og Hallmar son minn.
Sigríður var fjölfróð, sagði
skemmtilega frá. Mér eru í minni
stundir við morgunverðarborðið í
Nönnugötunni. Þá gaf hún mér inn-
sýn í „gömlu Reykjavík“ sem hún
var gagnkunnug og sagði skil-
merkilega frá. Ég dáðist að því hve
hlýlega hún minntist horfinna sam-
ferðafélaga.
Þá eru mér líka minnisstæðar
stundirnar sem við áttum við spila-
borðið, en Sigríður var snjall
bridgespilari. Aldrei gat ég fundið
að henni mislíkaði þótt ég spilaði
góðu spili af mér. Alltaf fann hún
ástæðu til að sætta okkur við orð-
inn hlut.
Hin síðustu ár hrjáðu hana erfið
veikindi, en ætíð bar hún með sér
gleði og höfðingskap hvar sem hún
fór. Enginn fann sig minni í návist
hennar. Með henni var gott að
gleðjast og þótt hún hefði aðeins
barnaskólanám að baki, var hún
mörgum langskólagengnum mennt-
aðri. Hún var hæfileikarík, listelsk
og hafði góða söngrödd. Mér hlýnar
við minninguna um hana. Hjartans
þakkir fyrir samfylgdina
Aðstandendum sendi ég samúð-
arkveðjur okkar hjóna.
Sigurður Hallmarsson.
✝
Kær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÓHANNES PÁLL JÓNSSON
frá Sæbóli, Aðalvík,
Herjólfsgötu 40,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 9. september.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
fimmtudaginn 18. september kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð MND-félagsins.
Sólveig Björgvinsdóttir,
Björg Jóhannesdóttir, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson,
Signý Jóhannesdóttir, Magnús Ingi Óskarsson,
Sif Jóhannesdóttir, Ingólfur Arnarson
og afabörnin.
✝
Hjartkær sonur okkar, bróðir og unnusti,
SVERRIR FRANZ GUNNARSSON,
Birtingakvísl 14,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 8. september, verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn
19. september kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta
Hjartaheill njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Kristján Sigmundsson, Guðný Sverrisdóttir,
Ari Þór Gunnarsson,
Vala Hrönn Guðmundsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
Hraunvangi 7,
Hafnarfirði,
áður til heimilis að Suðurgötu 61,
Hafnarfirði.
Vilborg Pálsdóttir, Þráinn Kristinsson,
Katrín Pálsdóttir,
Anna María Pálsdóttir, Per Landrö,
Páll Gunnar Pálsson, Ólína Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
mágkona, amma og langamma,
STEINUNN JÓHANNA HRÓBJARTSDÓTTIR,
Kambaseli 54,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 9. september.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
19. september kl. 13.00.
Hróbjartur Jónatansson, Valgerður Jóhannesdóttir,
Pjetur Einar Árnason, Unnur Hansdóttir,
Agnar Þór Árnason, Lára Ingólfsdóttir,
Áslaug Árnadóttir, Sigurður Páll Harðarson,
Luther C.A. Hróbjartsson, Kolbrún Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
STEFÁN JÚLÍUSSON
bóndi,
Breiðabóli,
Svalbarðsströnd,
verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju, föstudaginn
19. september kl. 14.00.
Ásta Sigurjónsdóttir,
Hilmar Stefánsson, Elín Valgerður Eggertsdóttir,
Vignir Stefánsson, Kristín G. Pálsdóttir,
Heimir Stefánsson, Gísley G. Hauksdóttir,
Aðalheiður Stefánsdóttir, Þorgils Jóhannesson,
Svala Stefánsdóttir, Þröstur Óskar Kolbeins,
Alda Stefánsdóttir, Bjarni Pálsson,
Linda Stefánsdóttir, Gylfi Halldórsson,
Jón Haukur Stefánsson, Guðrún Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar,
LJÓTUNNAR JÓNSDÓTTUR,
áður Holtsgötu 37,
Reykjavík.
Pálmi Jónsson,
Reynir Guðmundsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HALLA KRISTRÚN JAKOBSDÓTTIR,
Seljalandi 7,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánu-
daginn 8. september, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. september
kl. 13.00.
Friðrik Eiríksson,
Sigurborg Sigurbjarnadóttir, Pétur P. Johnson,
Herdís Ólöf Friðriksdóttir, Guðmundur Þór Guðbrandsson,
Jakob Sigurður Friðriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar
Björg Hansdóttir,