Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 32

Morgunblaðið - 17.09.2008, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Atvinnuauglýsingar Biskup Íslands auglýsir lausa til umsóknar afleysingu fyrir sóknarprest í Reykhólaprestakalli, Vestfjarðaprófastsdæmi frá 1. nóvember 2008 til 20. febrúar 2010. Óskað er eftir því að umsækjendur geri skrif- lega grein fyrir menntun sinni, starfsferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur rennur út 4. október nk. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um embættið, starfskjör, helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskupsstofu, s. 535 1500. Sjá ennfremur vef Þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is/biskupsstofa. Barnaskólar Hjallastefnunnar Barnaskólar Hjallastefnunnar í Garðabæ, Hafnarfirði og Reykjavík auglýsa eftir jákvæðu og glöðu starfsfólki í eftirfarandi störf:  Grunnskólakennara í kennslu á yngsta stigi, almenn bekkjarkennsla.  Ýmis störf í frístundastarfi skólanna eftir kl. 14 til 17 alla daga vikunnar. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 26. september 2008. Nánari upplýsingar veitir Þorgerður Anna Arnardóttir í síma 824 0604 eða á netfangið thaa@hjalli.is Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Kennarar Kennarar óskast til yfirferðar á samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk 2008. Skilyrði er að viðkomandi hafi kennt þessum árgöng- um stærðfræði eða íslensku. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Námsmatsstofnun í síma 550 2400 milli kl. 13:00 og 16:00 alla virka daga þar til umsóknarfrestur rennur út. Hægt er að sækja um á heimasíðu stofnun- arinnar, www.namsmat.is. Styrkir Styrkir til kennslu grunnnáms í listdansi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir um- sóknum um rekstrarstyrki til dansskóla er kenna listdans samkvæmt aðalnámskrá fyrir listdansskóla. Styrkjunum er ætlað að efla framboð grunnnáms í listdansi. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að skólinn hafi hlotið viðurkenningu ráðuneytisins á starfseminni samkvæmt viðmiðum sem ráðuneytið hefur sett. Umsókn um rekstrarstyrk þurfa að fylgja upplýsingar um nemendafjölda á hverju stigi grunnnámsins, upplýsingar um kennslustunda- fjölda og skólagjöld. Nánari leiðbeiningar um frágang umsókna eru á umsóknareyðublaði sem er á vef ráðuneytisins, http://www.mennta- malaraduneyti.is/afgreidsla/sjodir-og-eydu- blod/menntamal/nr/3665. Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi. Menntamálaráðuneyti, 16. september 2008. menntamalaraduneyti.is Félagslíf I.O.O.F. 9  189170981/2I.O.O.F. 7.  18991771/2  RK. I.O.O.F. 18  1899178  Bk.Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Helgi Jónsson, góður vinur og félagi, hefur nú hafið sig til flugs á nýjar ókunnar slóðir, svo óvænt, hljóðlega og alltof snemma. Því langar mig að minnast þessa vinar og höfðingja með nokkr- um fátæklegum orðum. Ég var stadd- ur í Ameríku er ég fékk fréttirnar um að þú hefðir kvatt þennan heim. Hug- urinn reikaði til fyrri ára og er mér enn í fersku minni er ég kom fyrst á þinn fund í gamla flugturninn fyrir meir en 40 árum var ég þá að kanna möguleika á flugnámi. Þú tókst mér tveim höndum frá fyrsta degi og lauk ég flugnámi undir þinni góðu umsjá. Ekki nóg með það, heldur, að námi loknu, bauðst þú mér starf sem flug- maður hjá þér og starfaði ég hjá þínu fyrirtæki um hríð sem gaf mér dýr- mæta reynslu og kom að góðum not- um fyrir framtíðina á vegum loftsins. Helgi var gull af manni, fylgdist með sínum nemendum áfram að loknu námi, hjálpaði þeim eins og hann hafði tök á, bæði að fá starf og einnig var alltaf gott að leita til hans og fá góð ráð. Þetta er orðinn stór hópur og er mér nær að halda að hann hafi vitað upp á hár hvar hver og einn var og er ég einnig nokkuð viss um að hann hafi litið á hópinn sem um eigin syni og dætur væru að ræða. Oft kom ég við í gegnum árin í kaffi og snúð hjá Helga og Jytte á flugvell- Kristmundur Helgi Jónsson ✝ KristmundurHelgi Jónsson fæddist á Neðribæ í Selárdal, Arnarfirði, 11.2. 1938. Hann varð bráðkvaddur á vinnustað sínum í lok vinnudags hinn 6. september síðast- liðinn. Helgi var jarð- sunginn frá Dóm- kirkjunni 16. sept. sl. inum og þar var alltaf afskaplega gott að koma og mér tekið hlý- lega og fagnandi eins og öllum sem litu við. Mikið var spáð og mál- in rædd, ekki bara um flug heldur hvað sem var, þetta var hluti af tilverunni enda mörg lífsgátan leyst í Flug- skóla Helga yfir kaffi- bolla og „brúnni“. Helgi hafði alltaf nóg- an tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Ég veit að það verður ekki slegið slöku við á nýjum slóðum og óska þér góðrar lendingar. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þig að vini. Kæra Jytte, Ester, Astrid, Jón og fjölskyldur ykkar, við Helga sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Hermann Friðriksson. Helga kynntist ég fyrst í kringum 1986 þegar ég kom í flugskólann hjá honum og Jytte til þess að halda áfram flugnámi sem ég hafði rétt byrjað á nokkru áður. Þegar þetta var þá var ys og þys á Reykjavíkurflug- velli, mikið að gerast, einkaflugið í blóma, flugskólinn iðandi af lífi og mikið flogið. Að koma til þeirra hjóna í nám var mikið happaspor hjá mér. Flugnámið var dýrt og það vildi stundum bregðast að ég gæti greitt mína mánaðarlegu skuld á tíma. En það vantaði ekki skilninginn á slæm- um fjárhag ungs flugnema og ekki var gengið hart eftir greiðslum þó að þeim seinkaði um mánuð eða tvo. Eftir að hafa lokið einkaflugmanns- prófi hjá Helga hafði ég áhuga á að fara úr landi í atvinnuflugmannsnám. Ég bar þetta undir Helga og það var eins og við manninn mælt að hann hvatti mig til dáða og sagði mér að það myndi einungis þroska mig og bæta að kynnast því að fljúga erlend- is, frekar en að nema allt á Íslandi. Það er ég viss um að aðrir skólastjór- ar hefðu ekki gert, að benda nemum sínum á að læra og eyða peningum annars staðar! Það var gott vega- nestið sem ég fór með til Kanada frá Flugskóla Helga Jónssonar. Nokkrum dögum eftir heimkom- una frá Kanada, með splunkunýtt at- vinnuflugmannsskírteini í vasanum, hringdu þau hjón í mig og buðu mér vinnu sem kennari og flugmaður, því- líkur lottóvinningur sem það var. Á þessum árum var lítið um vinnu í flug- inu og hart barist um þau störf sem voru í boði. Ég vann hjá Helga og Jytte í rétt rúm tvö ár og þeirrar reynslu hef ég notið æ síðan. Eitt af því sem þótti mest spennandi var flugið til Græn- lands, en þangað stundaði Helgi í ára- tugi bæði áætlunar- og leiguflug. Þær eru ógleymanlegar stundirnar þar og flugferðir með Helga, Jóni syni hans, Birgi Erni, Þórhalli og hinum strák- unum. Helgi var óþreytandi við að fræða mann um Grænland, alla stað- hætti og veðurfar. Þegar ég er að skrifa þetta þá get ég ekki annað en brosað þegar ég minnist ferðanna með Helga á Bíldu- dal, maðurinn bókstaflega þekkti hverja þúfu, stein og símastaur á leið- inni, þvílík unun sem það var að fá að læra af Helga. Það lýsir Helga vel hvað hann var óspar við að nota sín sambönd og hvetja unga flugmenn sem störfuðu hjá honum að komast í störf hjá hin- um ýmsu flugfélögum. Það var ekki lítils virði að hafa meðmælabréf frá Helga Jónssyni upp á vasann þegar sótt var um vinnu. Hann vissi hvað klukkan sló og gerði sitt til þess að efla starfsframa sinna manna og þeir eru orðnir ansi margir sem áttu honum skuld að gjalda. Með Helga gengnum er kafla lokið í íslenskri flugsögu. Helgi var goðsögn í lifanda lífi og flugið á Íslandi á honum mikið að þakka. Fjöldi þeirra sem hafa stundað flugnám í Flugskóla Helga Jónssonar er mikill og fyrrver- andi nemendur Helga eru nú flug- menn og flugstjórar víða um heim. Kæra Jytte, ég og fjölskylda mín vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og óskum þér Guðs blessunar. Trausti Magnússon, flugstjóri. Vegna mistaka vantaði upphaf grein- arinnar fimmtudaginn 4. september. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar. Í huganum er sól og sumar fyrir vestan á lognkyrrum firði þar sem tíminn stendur í stað og sjórinn dreg- ur andann svo hægt að spegilmynd fjallanna gárast ekki og hafgolan bíð- ur en kemst ekki inn, ekki í þetta Steinunn Brynjúlfsdóttir ✝ Steinunn Brynj-úlfsdóttir fædd- ist í Vestmanna- eyjum 30. septem- ber 1948. Hún andaðist á Landspít- alanum, krabba- meinsdeild, 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 29. ágúst. sinn. En fyrr eða síðar brotnar myndin og hverfur og kemur aldrei aftur því öldurn- ar má hana út. Eftir stendur minningin ein. En sunnan við sanda er eyjan eina vindi bar- in en báðir staðirnir líkjast hvor öðrum þótt langt sé á milli því allir áttu sitt undir sjónum bæði í Vestmannaeyj- um og Ísafirði. En hvernig kynnast ungar sálir yfir heiðar og höf? Forlögin myndu sumir segja og kannski er það rétt. Við Vestfirðing- arnir fórum flestir í Menntaskólann á Akureyri eftir landspróf, hefðin stýrði því og heimavistin, það sama átti við um Eyjamenn. Menntaskóla- árin liðu eins og örskotsstund og við ísfirsku félagarnir héldum saman. Steinunn kom með, bættist í hópinn og útskriftardaginn skein sól í heiði áður en alvara lífsins tók við og fór að marka okkur með sorgum og sigrum. Þótt smám saman fenni í sporin rofna aldrei gömul tengsl og glitra eins og stjörnur á himni. Það var ekki heiglum hent að lesa utanskóla sum- arlangt og stytta sér leið til þess að útskrifast með unnusta sínum en það gerði hún með glans, órækur vitn- isburður ástar og gáfna. Ég man sumarið á fyrstu búskaparárunum þeirra fyrir vestan með elsta barnið. Við Halldór unnum saman og steypt- um rör á kreppuárunum seint á sjö- unda áratug síðustu aldar er síldin hvarf eins og dögg fyrir sólu og við heppnir að fá vinnu. Ég vil minnast hinna glöðu stunda er við áttum sam- an öll fyrir norðan, á Ísafirði, og há- skólaáranna í Reykjavík. Ferðar norður í Fljótavík það sumar og bjartra nátta við veiðar. Hennar hæversku og íhygli og góðra sam- skipta er ég átti við hana, vinnu minnar vegna á rannsóknarstofunni þar sem hún vann síðustu árin. Ég votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og veit að handan við vötnin miklu bíða aðrar eyjar og lognsælir staðir og hjörtu sem unnast. Stefán Finnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.